Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 31 Afmæliskveðja: Steinunn Finnboga- dóttir — sextug Mér hefir lengi virst sérstakan hæfileika þurfa til að geta skrifað afmælisgreinar og eftirmæli. Þeim hæfileika er ég gjörsneydd — ég finn aldrei rétta tóninn. Eft- ir að ég skrifaði afmælisgrein um sextuga kunningjakonu mína fyrir rúmum 40 árum varð mér þetta ljóst. Ég fékk svo miklar skammir fyrir tiltæki mitt að ég hét því að gera slíkt og þvílíkt aldrei aftur. Meðal annars var sagt við mig í ásökunartón að alveg eins hefði átt að skrifa um hana NN sem átti sextugsafmæli nokkru áður. Ég viðurkenndi fúslega að sú kona hefði fyllilega átt skilið að einhver skrifaði afmælisgrein um hana, en mér hefði aldrei komið til hugar að gera það því ég væri henni ekki nægilega kunnug. Þetta 40 ára heit mitt braut ég reyndar í hittiðfyrra er ég setti saman afmælisgrein um eina sam- starfskonu mína í Kvenréttindafé- lagi íslands. Ég hætti á að verða minnt á aðrar félagskonur sem al- veg eins hefðu átt það skilið að ég skrifaði um þær á sextugs-, sjö- tugs-, áttræðis- eða jafnvel níræð- isafmæli. Að loknum þessum af- sökunarformála ætla ég að reyna í þriðja sinn að skrifa afmælis- grein, og nú er það aftur um sex- tuga konu eins og fyrir fjórum áratugum. Þá taldi ég mig vera að skrifa um gamla konu, enda var hún miklu eldri en ég. Nú finnst mér aftur á móti ég vera að skrifa um konu á besta aldri, því hún er svo miklu yngri en ég. Steinunn Finnbogdóttir á af- mæli í dag, 9. mars 1984. Hún veit- ir forstöðu dagvist fatlaðra í Há- túni 12 í Reykjavík. Fyrstu kynni mín af Steinunni Finnbogadóttur voru í orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík. Á fundi eftir að ég var kosin varamaður í nefndina sá ég Steinunni fyrst. Þar talaði hún svo skipulega, ró- lega og ræðumannslega að ég furðaði mig á því að ég skyldi aldrei hafa séð hana eða heyrt á kvennafundum í Reykjavík. Þetta var árið 1966, en nokkrum árum síðar var Steinunn komin út ÍSLENZKA álverid hefur nú ákveðið að láta smíða fyrir sig 20 ný ker á næstunni. Er það þáttur í endurnýj- un allra kera álversins, sem fyrir- huguð er á næstu árum. Smíði ker- anna var boðin út og samið við finnskt fyrirtæki um smíði 16 þeirra og Stálvík um smíði fjögurra. Að sögn Pálma Stefánssonar, verkfræðings hjá álverinu, voru það 10 fyrirtæki, sem buðu í verkið, þar af tvö íslenzk, Stálvík og Stálsmiðjan. Lægstu tilboðin voru frá finnsku fyrirtæki, Stálvík og þýzku fyrirtæki. Verð hvers kers komnu á áfangastað er um 19.000 dollarar eða tæplega í pólitíkina og við borgarstjórn- arkosningarnar í Reykjavík 1970 var hún kosin borgarfulltrúi, efsti maður á lista Samtaka frjáls- lyndra. í borgarstjórn Reykjavík- ur á kjörtímabilinu 1970—1974 lá Steinunn Finnbogadóttir sannar- lega ekki á liði sínu. Hún bar fram tillögur um ýmiss konar breyt- ingar til batnaðar í félagsmálum. í ársbyrjun 1971 bar hún t.d. fram tillögu um að félagsmálaráð borg- arinnar kannaði möguleika á að setja á stofn heimili þar sem ein- mana gamalt fólk gæti dvalið hluta úr degi eða daglangt. Þrem árum síðar þegar borgarstjórn hafði ekki borist svar frá félags- málaráði út af tillögunni, hóf Steinunn á ný að ræða um brýna nauðsyn þess að koma á fót dag- vist fyrir aldrað fólk sem býr við einveru og öryggisleysi. Ekkert varð úr framkvæmdum. Tólf ár liðu þar til dagvist fyrir gamalt fólk komst á í Reykjavík frá því Steinunn hóf máls á því í borgar- stjórn árið 1971. Fyrir fimm árum eða snemma árs 1979 setti Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, á stofn í húsi sínu, Hátúni 12, dagvist fyrir mik- ið fatlað fólk sem býr eitt eða þarf að vera eitt mestan hluta dagsins á heimili fjölskyldu sinnar. Stein- unni Finnbogadóttur var falið að veita þessu dagvistarheimili for- stöðu. Ef ég kynni að skrifa afmælis- grein í hefðbundnum stíl myndi ég fella saman í setningar mörg há- stemmd fögur lýsingarorð um hæfileika Steinunnar til að gegna þessu starfi, ekki með eigin orðum heldur með þeim viðurkenningar- og þakklætisorðum sem ég hefi heyrt af vörum fólks sem dvelur í dagvistinni. Ég býst við að ókunn- ugir geri sér litla grein fyrir því hvað þarna fer fram. Að þar sé glatt á hjalla dettur fólki varla í hug, hvað þá að þar sé sungið og dansað. Það á sér a.m.k. stað á föstudögum þegar kona kemur sem leikur fjörug söng- og danslög á píanóið sem Mæðrafélagið í Reykjavík gaf dagvistinni. Stein- 550.000 krónur. Vegna þess, að flutningskostnaði er bætt við verð keranna frá erlendu fyrirtækjun- um, er það nokkur vörn fyrir þau íslenzku og hefur meðal annars vegna þess verið samið við Stálvík um smíði fjögurra. Pálmi sagði, að fyrstu kerin kæmu frá Finnlandi í maí og yrðu þau þá prufukeyrð, hin kæmu síð- an í haust. Síðan væri stefnt að því að endurnýja öll ker álversins, jafnvel 50 á næsta ári, en kerin eru alls 320. Þessi ker væru nokkru dýrari en gamla gerðin, en talsverðar vonir væru bundnar við það, að þau entust allt að helmingi lengur og skiluðu því meiru af sér. unn Finnbogadóttir hefir þann hæfileika, sem oft er getið um karla, að vera þegar það á við hrókur alls fagnaðar. Það er engin uppgerð, hún syngur og dansar með fólkinu, og eins gera konurn- ar sem Steinunn hefir valið með sér til starfa. Ég hefi séð þetta með mínum eigin augum þegar ég hefi verið gestur þarna. Eitt er mér sérstaklega minn- isstætt af þeim málum sem Stein- unn Finnbogadóttir vann að í borgarstjórn. Það var um Arnar- holt á Kjalarnesi. Steinunn barð- ist fyrir því að þeirri stofnun yrði komið í betra horf, svo ekki sé fastara að orði kveðið. í því máli kom fram sá hæfileiki Steinunnar að vinna með þrautseigju og lagni að takmarki sínu, enda hikaði hún ekki við að biðja um lokaðan fund í borgarstjórn þegar þetta mál var að komast á lokastig. Henni þótti það affarasælast, þar sem málið var mjög viðkvæmt. Því miður gafst Steinunni ekki tækifæri til að vinna áfram að umbótamálum í borgarstjórn á næsta kjörtímábili 1974—1978, enda þótt hún væri löglega kjörin 1. varamaður á lista sem borinn var fram í samvinnu milli Alþýðu- flokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Það gerist margt furðulegt í pólitíkinni. Rúmu ári áður en Steinunn Finnbogadóttir lagði út á stjórn- málabrautina átti hún upptökin að þeirri baráttu sem konur um allt land háðu út af því hörmung- arástandi sem ríkti á fæðingar- deild Landspítalans. En sú deild var jafnframt kvensjúkdómadeild og voru þrengslin þar slík að kon- ur, sem voru með krabbamein í þeim líkamshlutum sem karlmenn hafa ekki, urðu að bíða von úr viti Ætli hann Halldór geti það? Það var spurning, sem við Rang- æingar hugsuðum oft þegar eitthvað var að vélum okkar eða þegar þurfti að ferðast yfir vond- an veg. Því það var maðurinn sem alltaf átti svar og vilja til að greiða úr vanda okkar. Hann á svo trausta bíla, er svo úrræðagóður, lundin létt, svo það virkar á mann eins og það væri fyrir hann gert að leysa úr vanda okkar. Þess vegna var Halldór alltaf fremstur í flokki þegar þurfti að kanna ókunnar slóðir og erfiða vegi sunnlenskra sveita. Ég segi var, en hann er það líka nú í dag. Hann Halldór Eyjólfsson á af- mæli í dag. Hann fæddist í Reykjavík 9. mars 1924, sonur hjónanna Guð- rúnar Þórðardóttur og Eyjólfs Finnbogasonar, bifreiðastjóra. Faðir hans var fyrsti áætlunarbíl- stjóri sem hafði fastar áætlunar- ferðir austur i sveitir, svo á æsku- árum sínum kynntist hann því fljótt, hvers virði það er að eiga góð farartæki og beindist hugur hans fljótt til þess að afla sér þekkingar á því sviði og komu þá í ljós góðir hæfileikar til munns og handa. Hann fór fljótt að vinna ýmis störf, og lærði bifvélavirkjun. Hann var ákaflega duglegur verk- eftir að komast þangað til upp- skurða eða annarra aðgerða. Nokkur hluti af þeirri baráttusögu íslenskra kvenna og „Landspítala- söfnun kvenna 1969“ kemur á prent í bókinni Ljósmæður á ís- landi. Steinunn Finnbogadóttir er fædd og uppalin í Bolungarvík. Hún fór ung til ljósmæðranáms og um tíma vann hún á Fæðingar- heimili Reykjavíkur. Formaður Ljósmæðrafélags Islands var Steinunn í 9 ár eða þrjú kjörtíma- bil 1971—1979. Steinunn hefir hrint af stað og staðið fyrir útgáfu stéttartals ljósmæðra sem vænt- anlegt er áður en langt um líður. Ritið ber heitið Ljósmæður á ís- landi. Það er bók í tveim bindum með stéttartalinu, 60 ára sögu Ljósmæðrafélags íslands og fleiru, og átt hún að koma út á árinu 1979 þegar Ljósmæðrafélag- stæðismaður og jafnframt vann hann mikið við ýmis ferðalög einkum í óbyggðum. Nánari kynni urðu þegar Hall- dór árið 1949 varð starfsmaður hjá Kaupfélagi Rangæinga á Rauðalæk og er hann fyrsti verk- stæðisformaður þar. Hann var strax mjög virkur í störfum okkar í héraðinu og þá fundum við svo vel hvað í manninum bjó. Þau kynni urðu til langrar vin- áttu bæði þeirra eldri og yngri. Ekki gleymir hann þeim eldri sem minna geta orðið starfað, oft eyðir hann tíma í að ræða við þá og gleðja. Og þá er nú ópalið í vasa hans Dóra vinsælt hjá þeim yngri. Á árunum frá 1964 til 1969 er hann starfsmaður Orkustofnunar og vinnur við ísa- og veðurathugun og landkönnun. Hjá Landsvirkjun hóf hann störf 1969 og frá 1974 hefur hann verið staðarumsjónarmaður Sig- öldu og Hrauneyja. Starfið var aðallega hér inni á afrétti og er þá stundum ýmis mál sem koma bændum hér um slóðir við og er hann góður tengiliður milli okkar og Landsvirkjunar. Alltaf kemur í ljós hve góður ferðamaður hann er við störf sín hér inni í óbyggðum. Vinnutími Halldórs vinar míns hefur oft verið langur, en alltaf ið átti 60 ára afmæli. Ég vonast nú til þess að geta glaðst með Stein- unni og ritnefndinni yfir útkomu þessa ritverks um sumarmálin. Á meðan Steinunn Finnboga- dóttir var aðstoðarmaður félags- málaráðherra 1971—1973 var henni ásamt fjórum öðrum konum falið að endurskoða lögin um orlof húsmæðra. Steinunn hafði þá um nokkurra ára skeið séð um rekstur orlofsheimilis á vegum orlofs- nefndar húsmæðra í Reykjavík og í samvinnu við nágrannabyggðir. í 20 ár var hún í orlofsnefndinni í Reykjavík og lengi formaður hennar. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess að orlofsnefndarkon-- ur fá engin laun. Formaður Landsnefndar orlofs húsmæðra hefir Steinunn verið frá því að lögin voru endurskoðuð. Á þeim árum sem Steinunn var aðstoðarmaður prófessors Péturs H.J. Jakobssonar við ráðlegg- ingastöð um fjölskylduáætlanir flutti hún erindi um þau hjá ýms- um félögum, m.a. á fundi sam- bands norrænna kvenréttindafé- laga sem haldinn var á Þingvöll-. um 1968. Og greinar um ýmis áhugamál hennar hafa birst i Húsfreyjunni, Ljósmæðrablaðinu, 19. júní og blöðum í Reykjavík. Steinunn Finnbogadóttir var sæmd riddarakrossi hinnar ís- lensku Fálkaorðu 17. júní 1982. Hér skal staðar numið þótt margt fleira mætti nefna af því sem Steinunn hefir fengist við. Ég lýk máli mínu með því að óska Steinunni Finnbogadóttur allra heilla í nútíð og framtíð. Anna Sigurðardóttir E.S. Steinunn tekur á móti gestum í Félagsheimili Skagfirðinga, Síðu- múla 35, upp úr klukkan 7 í kvöld. hefur hann þó tíma til að gleðjast með glöðum og fagna unnum áföngum og sigrum, að ég gleymi ekki að koma í réttirnar, þá er Halldór hrókur alls fagnaðar. Syngur manna mest og kann mik- ið af allskonar ljóðum. Sæti Hall- dórs skipar enginn nema hann, þannig er hans sterki persónu- leiki. Vinir hans í Landsveit senda honum og fjölskyldu hans bestu hamingjuóskir með afmælið og framtíðina með ljóðlínum skálds- ins úr Landsveit: „Heilladísir íslands enn orku verndi þína, svo hún yfir mál og menn megi lengi skína." Guðni Kristinsson, Skarði. 20 ker endurnýjuð í Álverinu: 16 ker smíðuð í Finn- landi — 4 hjá Stálvík Sextugsafmæli: Halldór Eyjólfsson staðarumsjónarmaður Opiöídagtilkl.2l TJ*nir ITip Skeifunni 15 nAuIiAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.