Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 35 Minning: Þórunn Anna Lýðsdóttir Fædd 1. desember 1895 Dáin 1. mars 1984 Foreldrar hennar voru: Hólm- fríður Kristín Sigurðardóttir, bónda á Saurhóli í Saurbæ, og Lýður Guðmundsson, bóndi á Dönustöðum í Laxárdal. Báðir stofnar standa því í Dalasýslu. Þau bjuggu fyrstu búskaparár sín í Ljárskógarseli en fluttust síðan til Barðastrandarsýslu, þar sem Lýður heitinn gjörðist ráðsmaður á búi Davíðs Scheving Thor- steinssonar, læknis, og konu hans, þeirra heiðurshjóna. Þórunn heitin er fædd í Haga á Barðaströnd. Svo var vinátta þess- ara tveggja hjóna að hún hlaut bæði nafn húsmóðurinnar, dóttur læknishjónanna. Um aldamótin tekur Lýður heit- inn við svokölluðum utanbúðar- störfum eða verkstjórastörfum við verzlun Péturs Thorsteinssonar á Bíldudal, en þá stóð þar allt at- vinnulíf með miklum blóma, en hann deyr langt um aldur fram árið 1906. Þekkti ég menn á Bíldu- dal sem báru honum góða sögu, sem ágætis verkmanni til allra hluta og vel gefnum. Að honum látnum bjó ekkja hans, Hólmfríður, áfram á Bíldu- dal með dóttur sinni, Þórunni Önnu, tengdamóður minni. Eign- uðust þau tvö börn, sem upp kom- ust. Sigurður sonur þeirra hjóna ólst upp annars staðar, en er hann hóf nám í „Lærða skólanum" í Reykjavík, fluttust mæðgurnar þangað að vetrarlagi til að halda heimili fyrir hann og bjarga að því leyti þröngum fjárhag. Sigurður Lýðsson lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann hafði þær afburða námsgáfur að orð fór af um áratugaskeið og heyrði ég þess getið af Brynleifi Tobíassyni, kennara, á námsárum mínum við Menntaskólann á Ak- ureyri. Fáir munu fá slíka ein- kunn hjá dr. Páli Eggerti Ólafs- syni í íslenskum æviskrám, en þar endar grein hans um Sigurð: „Vel gefinn maður." Skammt var milli stórra höggva í fjölskyldunni, því móðir hennar, Hólmfríður, deyr 1910, en þá var tengdamóðir mín 14 ára að aldri og munaðarlaus. Hún kvað móður sína hafa verið mikla verkkonu, mjög hagmælska og lesandi allt sem hún yfir komst. Almanna- rómur þar vestra taldi hana mjög gáfaða, vitkonu og skáld gott. Er því ekki furða þótt skáldið Halldór Kiljan Laxness hafi fundið í henni góða fyrirmynd um „Skáldkonuna á Loftinu", í hinni þekktu bók sinni um ólaf Ljósvíking, en fyrir- mynd Ljósvíkingsins, Skáldið á Þröm, og hún voru vel kunnug í lifanda lífi. Þegar hér var komið málum buðu nágrannahjónin, sem voru læknishjónin á Bíldudal, Þorbjörn Þórðarson, læknir, og kona hans, Guðrún Pálsdóttir (prófasts í Vatnsfirði), henni að búa á heimili sínu og dvaldist hún þar nokkur ár, þar til hún fluttist alfarin til Reykjavíkur. Lofaði hún mjög framkomu og góðvild þeirra hjóna í sinn garð og fékk þar einnig fyrstu undirstöðumenntun í ýms- um námsgreinum. Eftir að til Reykjavíkur kom gekk hún að venjulegum fisk- vinnslustörfum og fór í síldar- vinnu á sumrum til Siglufjarðar. Vel munu þær mæðgur hafa verið kynntar meðal Bílddælinga, því að henni er boðin dvöl á miklu sæmdarheimili þeirra hjóna Helgu og ólafs Johnson, stórkaup- manns hér i bæ, sem bjuggu að „Esjubergi", en húsmóðirin var dóttir frú" Ásthildar og Péturs Thorsteinsson frá Bíldudal. Frú Helgu mun hafa verið kunnugt um áhuga Þórunnar á kennaranámi, en ekkert mundi hafa af því orðið nema fyrir ókeypis vist á þessu góða heimili að vetrarlagi. Með sumarvinnu aflaði hún sér pen- inga til námsins. Lauk hún kenn- araskólaprófi á tveim vetrum með góðum árangri. Mér er vel kunn- ugt um að hugur hennar stóð til langskólanáms, en þess var enginn kostur vegna fjárskorts. Ég held ég meti ekki manngildi Þórunnar heitinnar hvað minnst fyrir eftirfarandi frásögn: Þegar hún vann í síldarvinnu á Siglufirði var á „planinu" verk- stjóri, Stefán Sveinsson að nafni. Eftir stutt kynni býður hann henni heim til sín og konu sinnar, Rannveigar Ólafsdóttur. Upp úr þessum kynnum hófst lífstíðarvin- átta, svo sönn og góð að hún hefði ekki betri orðið þótt náin skyld- menni ættu hlut. Hjón þessi flutt- ust fljótlega til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Þau eru bæði löngu látin. Að loknu kennaranámi 1919 réðst hún sem kennari við barna- skólann í Garði, og ári síðar (1920) skipaður skólastjóri við barna- skólann í Sandgerði, en lét af því starfi 1926. Var til margra ára handavinnukennari við barna- skólann í Sandgerði. Hún sat um áratugaskeið í skólanefnd og einn- ig sem prófdómari við barnaskól- ann. Best sýnir það námfýsi og dugn- að hennar, að hún dvelst árið 1923 við Statens Husflidsskole í Blaker, Noregi, til framhaldsnáms. Árið 1945 var hún meðal stofn- enda að kvenfélaginu „Hvöt“ í Sandgerði og fyrsti formaður þess um margra ára skeið. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Stefáni Jóhanns- syni, skipstjóra og vélstjóra, 7. nóvember 1925. Þau bjuggu fyrstu hjúskaparár sín að Kirkjubóli í Miðneshreppi, en byggðu sér svo hús í Sandgerði, sem þau fluttu í 1931 og bjuggu þar allt til þess að þau fluttu til Reykjavíkur 1968 og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust fimm börn: Sig- rúnu, saumakonu, g. Garðari Hall- dórssyni, pípulagningameistara, Hólmfríði, hjúkrunarfram- kvæmdastjóra, g. undirrituðum, Ólaf, rafvirkja, g. Gunnhildi Alf- onsdóttur, Stefaníu Rannveigu, deildarmeinatækni, Jóhönnu, hús- móður, g. Baldri Eyþórssyni, verk- fræðingi. Barnabörnin eru átta. Hjónaband þeirra reyndist hið farsælasta enda gagnkvæm virð- ing mikil. Reyndi ekki lítið á hús- móðurina meðan börnin voru á æskuskeiði, en húsbóndinn mikinn hluta ársins að sjóstörfum. Þau fengu það ríkulega goldið á elliár- um, er þau gátu notið samvist- anna. Það stafaði miklum hlýleik frá öllu á þeirra heimili, en mest frá húsráðendum sjálfum. Var og mikil ánægja öllum að sjá og finna, hve Stefáni var mikils virði að geta loks launað konu sinni það erfiði, sem stafaði af fjarvistum hans fyrr á ævi þeirra, enda sá hann um öll þeirra heimilisstörf síðasta áratuginn, þegar bæði sjón hennar og líkamsatgervi tóku að bila. Þórunni heitinni varð að ósk sinni, að hún hélt andlegri reisn sinni til dauðadags. Hún hafði um áratuga skeið átt erfitt um gang vegna liðagigtarbreytinga aðal- lega í hnjám. Síðasta áratug hafði henni förlast svo sjón að hún gat hvorki lesið né unnið neitt í hönd- um, en handavinnukona var hún mikil. Síðasta árið gat hún notið meðferðar á dagdeild öldrunar- deildar Landspítala og fékk þar nýjan líkamlegan og andlegan styrk. Þreyttist hún ekki að segja aðstandendum sinum frá þeirri góðu og nærfærnu umönnun, sem hún naut þar. Það er því sönn ánægja að flytja öllu starfsfólki þar alúðarfyllsta þakklæti henn- ar, eiginmanns hennar og að- standenda allra. Síðasta áratuginn lá hún nokkr- ar legur og sumar þungar og ætíð á lyflækningadeild Landspítala, 14 G, sem nú er kölluð gigtardeild. Hún dáðist mjög að allri meðferð og umönnun þar. Veit ég að það væri henni kært svo og aðstand- endum að öll sú aðstoð sé þökkuð af alhug, bæði læknum og starfs-" liði öllu. Þá skal því ekki gleymt, að af þessari lyflækningadeild var henni vísað á dagdeild öldrunar- lækningadeildarinnar, sem að ofan getur. Á manndómsárum sínum var hún þekkt meðal kunningja fyrir skarpar gáfur og farsælar. Minni hafði hún frábært og rakti t.d. ættir manna fram á síðasta dag æfiskeiðs síns. Hún hafði ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefn- um, fór þar ekki troðnar slóðir. Hún var frábitin öllum opinberum störfum, þótt hún fylgdist vel með öllum málefnalegum umræðum í fjölmiðlum. Því miður kynntist ég ekki tengdamóður minni fyrr en fyrir um 15 árum. Var hún vel kunnug foreldrum mínum frá Bíldudal, sem þá voru bæði látin. Vel man ég eftir að talað var um „Tótlu litlu" með aðdáun og virðingu fyrir dugnað og námsárangur, en svo var hún kölluð í æsku sinni á Bíldudal. Kemur mér þá í hug, hve margir ungir og gáfaðir íslendingar hafa ekki fengið notið langskólamennt- unar vegna féleysis. Tengdamóðir mín er þar ein á meðal, en fékk þó hagnýta menntun, auk þess sem þau hjónin skila þjóðinni mynd- arlegum arfi í börnum sínum. Ég veit að eftir vammlausa æfi verður heimkoman góð. Jarðarförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, föstu- daginn 9. marz, kl. 13.30. Sig. Samúelsson Minning: Fríða Jóriasar- dóttir - Isafirði Fædd 7. febrúar 1904 Dá:n 25. febrúar 1984 Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir í dýrðarhendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. Sb. 1945 — H. Pétursson. Þann 25. febrúar síðastliðinn lést í Fjórðungssjúkrahúsi ísa- fjarðar, eftir stutta legu þar, Oddfríður Jónasardóttir, Fríða Jónasar, eins og flestir kölluðu hana, var ein af þessum sérstöku gömlu konum, sem við sjáum nú á eftir yfir móðuna miklu. Fríða var fædd á ísafirði og bjó þar alla sína ævi. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Sigurðardóttir og Jónas Helgason. Mestan hluta ævi sinn- ar bjó Friða á Hnífsdalsvegi 1 á ísafirði, ásamt bróður sínum Sig- urði og fjölskyldu hans. Það var því mikið áfall fyrir Fríðu þegar Sigurður bróðir hennar, kona hans og yngri sonur þeirra fórust í hörmulegu bílslysi hér á ísafirði fyrir nokkrum árum. Ekki var ætlunin að rekja ævi- feril Fríðu, heldur aðeins að minn- ast hennar eins og við þekktum hana. Kynni okkar af Fríðu hófust er við litum dagsins ljós, því á heimili okkar var Fríða næstum daglegur gestur, því hún og móðir okkar höfðu verið miklar vinkonur frá því móðir okkar var lítið barn. Þó aldursmunur á þeim væri mik- ill, var vináttan alltaf trygg. Og það var því ekki að ástæðulausu sem flest af okkur litum á Fríðu sem eina af ömmum okkar, og yngri systkinin kölluðu hana allt- af Fríðu ömmu, og þegar við eldri systkinin fórum að eignast börn áttu þau börn Fríðu ömmu líka. Fríða átti reyndar ekki því láni að fagna að eignast börn, en hún var ein af þessum sem hafði stórt og göfugt hjarta, hjá henni var pláss fyrir börnin, það skipti ekki máli hvort þau væru mörg, hún gat ver- ið amma þeirra allra. Enda var sama hvert Fríða kom, þar sem böm voru á heimilinu, þá löðuðust þau að henni og hún að þeim. Og þau eru því mörg börnin sem sjá á eftir Fríðu og munu eiga eft- ir að sakna hennar. Og þó Fríða skilji ekki eftir sig mikinn verald- legan auð, skilur hún eftir sig auð sem ekkert fær grandað og fjár- sjóð fallegra minninga. Fríða var heilsuhraust, þar til nú síðasta árið. Þegar heilsan fór að bila, svo að hún gat ekki lengur búið ein í húsinu sínu, dvaldi hún nú síðustu mánuðina á elliheimil- Okkur hjónin langar að minnast hennar Ingu, eins og við kölluðum hana, með örfáum fátæklegum orðum. Ingibjörg Gunnarsdóttir fluttist hingað til Ólafsvíkur með manni sínum, Sigurði, og börnum fyrir 10 árum. Nokkru seinna réðst ég í vinnu til Sigurðar og þá var það að ég, ásamt konu minni, varð þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast henni Ingu, þessari ein- staklega hugljúfu konu. Oft kom- um við inná heimili þeirra, og allt- af mætti okkur þessi einstæða hlýja og gestrisni. inu á Isafirði. En yfirleitt fór hún á hverjum degi gangandi út á Hnífsdalsveg því þar leið henni best, og þar sat hún við að prjóna og ýmislegt fleira á daginn. Oft var það ofar okkar skilningi, hvað þessi gamla kona var dugleg að fara sinna ferða, í hvaða veðri sem var fótgangandi. Og oft var það sem við rákum upp stór augu, því þegar við veigruðum okkur við að fara út í stórhríð og slæmt veð- ur, sáum við úr eldhúsglugganum hvar Fríða gamla öslaði snjóinn og kom labbandi í stórhríðinni, já, hún var ekki að hlífa sér eða vor- kenna hún Fríða. Þann 7. febrúar síðastliðinn náði Fríða merkum áfanga í lífi sínu, því þann dag varð hún áttræð. Var henni haldin afmælisveisla á heimili Jónasar bróðursonar síns og fjölskyldu hans. Og eftir þann dag hafði Fríða frá mörgu að segja, veislan hafði lukkast svo vel, það hafði verið svo gaman. Siðast þegar við hittum Fríðu, var hún farin að Fyrir það viljum við þakka af heilum hug. Teljum við okkur betri mann- eskjur, að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu og svo mun um fleiri. Við biðjum algóðan Guð að blessa minningu hennar, og styrkja alla hennar aðstandendur við þetta þunga áfall. Gunnar Gunnarsson, Ester Gunnarsdóttir, Olafsvík hlakka svo mikið til páskanna, því þá ætlaði hún til Reykjavíkur, til Gerðu bróðurdóttur sinnar og fjöl- skyldu hennar. Og var það orðið árvisst ferðalag hjá henni. Og allt- af kom hún endurnærð og ánægð, úr þessum ferðum. Það sannast víst oftast máltækið, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, og víst finnur maður það nú, hvað vantar, þegar engin Fríða kemur í heimsókn. Við viljum að lokum þakka Fríðu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur, þökkum henni sam- fylgdina og óskum henni góðrar heimkomu í hinum nýju heim- kynnum. Ættingjum hennar og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Megi minningin um Fríðu lifa í hugum okkar um alla tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi haföu þökk fyrir allt og allt. Sb. 1886 — V. Briem. Böm Sigrúnar Sigurgeirsdóttur. Ingibjörg Gunnars- dóttir — Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.