Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 39 Háskólinn vann svigkeppnina SKÍDAMÓT framhaldsskólanna fór fram í vikunni í Hveradölum. Háskólinn sigraöi í svigkeppn- inni, fékk tímann 1:18,30. Sveitina skipuðu Kristinn Sigurðsson, Einar Úlfsson, Helgi Geirharðs- son og Trausti Sigurðsson. Menntaskólinn á Akureyri varö í öðru sæti, Menntaskólinn við Sund í þriðja og Menntaskólinn á ísafirði í fjóröa. í 3x3 km boðgöngu sigraði sveit ísafjarðar. í sveitinni voru Guð- mundur Kristinsson, Brynjar Guð- mundsson og Einar Ólafsson. iþróttaskólinn á Laugarvatni varö i öðru sæti og Menntaskólinn á Ak- ureyri í þriðja sæti. — ÞR Tveir leikir í kvöld í KVÖLD fara fram tveir leikir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, en báðir hafa þeir afskaplega litla þýðingu. KR leikur gegn Haukum í Hagaskólanum kl. 20.00 og í Keflavík leika ÍBK og Valur. Fyrri hluti úrslitakeppninnar í úrvals- deildinni hefst síðan næstkom- andi þriðjudag. Porto sigraði PORTO frá Portúgal sigraði Shaktior Donetsk frá Sovétríkj- unum 3:2 i fyrri leik liðanna í Evr- ópukeppni bikarhafa í fyrrakvöld í Portúgal. Sovétmennirnir komust í 2:0 — en vel hvöttu af 65.000 áhorfend- um tókst heimaliölnu aö snúa leiknum sér í hag og sigra. Fram og Víkingur í fallbaráttunni LÍNURNAR í 1. deild karla í blaki eru nú orðnar nokkuð skýrar, nema hvað Fram og Víkingur eiga eftir að leika um fallið. Bæði ÍS og HK sigruðu í leikjum sínum í vikunni. HK vann Víking og ÍS í þriðja. Það verður síöan annað hvort Fram eða Víkingur sem falla. HK sigraöi Víking nokkuö ör- ugglega, 3—0, í slökum leik. Þeir unnu fyrstu hrinuna 15—6, síðan 15—13 og loks 15—3. ÍS byrjaði illa gegn Fram, tapaði fyrstu hrin- unni 11 — 15, en unnu þá næstu 15— 1 og tvær næstu 15—6 og 16— 14, eftir að Fram haföi veriö yfir 14—10. Tveir leikir voru í kvennaflokki. ÍS lék viö Víking og var þaö styzti blakleikur sem leikinn hefur veriö hér á landi. Tók aöeins 26 minútur. ÍS sigraði örugglega 15—0, 15—3 og 15—4. Breiöablik sigraöi síöan Þrótt, 3—1, í jöfnum leik. Um helgina verður þýöingarmik- ill leikur í kvennablakinu, Völsung- ur fær liö stúdenta í heimsókn og er þaö úrslitaleikur mótsins. Karla- liö stúdenta fer einnig noröur og leikur viö Reynivík í undanúrslitum bikarkeppninnar. Á laugardaginn leika Þróttur og Víkingur í Haga- skóla, bæöi í karla- og kvenna- flokki. — sus ; & •• Morgunblaöiö/Símamynd AP. • lan Rush skoraði sitt 34. mark á tímabilinu gegn Benfica í fyrrakvöld. Hér sækir hann aö marki Benfica í leiknum. Varnaskelfir á fullri ferð Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunbladsins í Englandi. „ÉG TÓK mikla áhættu með því að láta Kenny Dalglish leika jafn mikilvægan leik og þennan eftir níu vikur frá keppni,“ sagði Joe Fagan eftir Evrópuleik liðsins í Benfica á miövikudaginn, en Dalglish kom inn á sem varamaður í hálfleík. „En hann stóö sig vel og lífgaöi mjög upp á leik okkar. Hann gerir varnarmönnum alltaf lífið leitt, jafnvel þó knötturinn sé víös fjarri,“ sagöi Fagan. Liverpool sigraði Benfica 1—0 á Anfield, og skor- aöi lan Rush sigurmarkiö eins og viö sögðum frá i gær. Þaö var 34. mark þessa varna/markvarða- skelfis á keppnistímabilinu. Manchester United varö að sætta sig viö 0—2- tap gegn Barcelona á Spáni, en síðara markiö kom ekki fyrr en nokkrum sekúndum áöur en blásið var til leiksloka. Þaö var stórglæsilegt mark, þrumu- skot frá vítateig. Búist er viö því aö Barcelona muni leika stífan varnarleik á Old Trafford í seinni leik liðanna 21. þessa mánaðar til að halda fengnum hlut og víst er aö þaö er ekki létt verk sem leik- menn United eiga fyrir höndum. Aögöngumiöasala á leikinn er þegar komin vel á veg og verður upp- selt, 56.000 áhorfendur veröa á leikvanginúm. Unif- ed fær 200.000 pund í kassann fyrir þaö. West Ham og Birm- ingham meinuð þátt- taka í bikarnum? Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgun- blaösins í Englandi. ENSKA knattspyrnusambandið hefur hótaö tveimur félögum, West Ham og Birmingham, að þeim verði meinuö þátttaka í FA-bikarkeppninni næstu tvö keppnistímabil ef áhangendur liðanna valdi frekari ólátum í vet- ur. Á leik liöanna í Birmingham fyrir skemmstu ruddust áhangendur beggja inn á völlinn — yfir 30" manns slösuðust og aðrir 30 voru handteknir. Bert Millichip, formað- ur enska knattspyrnusambands- ins, sagöi að sambandið yrði aö beita róttækum aðgerðum í máli þessu en forráðamenn beggja liöa voru óánægðir með hótun sam- bandsins — fannst þetta „mjög harkaleg" viöbrögö. Verður hesta- mönnum veittinn- ganga í ÍSÍ? NÆSTI sambandsráðsfundur íþróttasambands íslands verður haldinn 31. marz á Loftleiðahótel- inu. Meðal mála á fundinum verö- ur innganga íþróttafélags hesta- manna í ÍSÍ. Verður mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort hesta- menn fái inngöngu í sambandiö. En mikill áhugi er meðal hesta- manna að svo verði. Á fundinum veröur líka rætt um skiptingu styrkja á milli sérsam- banda, fjallaö um lyfjaeftirlit o.fl. Úthlutað verður úr ferðasjóöi ÍSl og Flugleiöa og rætt um rekstur talnahappdrættis. Þá veröur rætt um á hvern hátt er hægt að hafa samvinnu viö aðila atvinnulífsins varöandi fjárhagslegan stuöning viö íþróttahreyfinguna. Fleet til Birmingham STEVE Fleet, sem þjálfaði íþróttabandalag Vestmanna- eyja síðustu tvö keppnistíma- bil og ÍA þar áöur í eitt ár hefur verið ráðinn þjálfari hjá enska 1. deildarliðinu Birm- ingham City. Fleet þjálfar varalið félags- ins — tekur viö af lan Ross, sem ráöinn hefur veriö þjálfari Vals. Ron Sounders haföi sam- band viö Fleet í vikunni og hann hugsaöi sig ekki um tvisvar — tók boðinu þegar. Islandsmótið 3. deild: Armann, Týr, Akranes og Pór í úrslitakeppnina KEPPNI í 3. deild Islandsmótsins í handknattleik karla er nú lokið. Ármann, Týr, Akranes og Þor, Ak- ureyri, leika til úrslita í deildinni, en liðin skipuðu fjögur efstu sæt- in. Má búast við hörkuspennandi keppni á milli þessara liöa í sjálfri úrslitahrinunni. Lítiö skildi liðin að, eins og sjá má á lokastöðunni hér að neðan. Armann Týr Akranes Þór Ak. Atturelding Keflavík Selfoss Skatlagr. Ögri 16 13 0 3 460-344 26 16 11 3 2 389-264 25 16 11 2 3 412-306 24 16 11 1 4 405-304 23 16 16 16 16 16 11 0 5 6 0 10 4 0 12 2 0 14 0 0 16 378-282 381-367 282-333 256-417 220-566 — ÞR Cruyff fékk eina og hálfa milljón — fyrir leikinn gegn Ajax um helgina Frá Jóhanni Inga Gunnarasyni, fréttamanni Morgunblaósins í Vestur-býskalandi. JOHAN Cruyff, hollenski knatt- spyrnusnillingurinn hjá Feye- noord, er orðinn 36 ára. Hann hef- ur þó litlu gleymt af göldrum knattspyrnunnar, og hann kann enn að gera hagstæöa samninga. Hann fór sem kunnugt er frá Aj- ax til erkifjendanna Feyenoord þetta keppnistímabil. Ajax vildi ekki ganga aö kröfum hans en for- ráöamenn Feyenoord voru tilbúnir til þess og sjá ekki eftir því. Feye- noord er nú á toppi 1. deildarinnar í Hollandi og komið í undanúrslit í bikarkeppninni, og þakka menn það fyrst og fremst frábærri frammistöðu Cruyff í vetur. Hann fær sem samsvarar fjórum og hálfri milljón íslenskra króna fyrir eins árs samning sinn viö fé- lagiö, en þess má geta aö fyrir leik- inn gegn Ajax um síðustu helgi, sem Feyenoord vann 4:1, fékk Cruyff sem samsvarar tæpri einni og hálfri milljón íslenskra króna! Hann samdi nefnilega þannig viö forráöamenn Feyenoord aö fyrir hvern áhorfenda fram yfir 22.000 á heimaleikjum liðsins fengi hann greiddar um 45 krónur íslenskar. Á leiknum gegn Ajax voru 55.000, þannig aö útkoman varö dágóö fyrir Johan. — SH. • Gottlieb Konráðsson verður meðal keppenda á fsafirði. Hér sést hann á ólympíuleikunum í Sarajevo. Ólympíuhelgi á ísafirði: Allir Ólympíufararnir á meðal þátttakenda UM HELGINA fer fram hið árlega þorramót í Seljalandsdal viö ísa- fjörð. Keppt veröur í alpagreinum fulloröinna og göngu 13 ára og eldri. Á sunnudag veröur keppt í aukagrein: Boögöngu karla og kvenna. Þetta er bikarmót og er tileinkaö ólympiuhugsjóninni og þátttöku Is- lendinga á ólympíuleikunum. Allir ólympíufarar íslands á nýloknum leikum í Sarajevo munu taka þátt í mótinu — og verður þetta fyrsta mótið á þessu keppnistimabili sem þau taka öll þátt í hér á landi. Ólympíunefnd Islands mun veita sérstök verölaun. Á laugardag veröur keppt í göngu og stórsvigi. Á sunnudag verður svo keppt í svigi og boö- göngu eins og áöur segir. Tilkynna veröur þátttöku til Skíöaráös ísa- fjaröar í kvöld. Kínverskir þjálfarar NÁMSKEIÐ fyrir þjálfara í áhalda- leikfimi verður haldið vikuna 1.—7. júní í Ármannshúsi. Kenn- arar verða hjónin Men Xiamoing og Bao Mai Jangy frá Kina. Þetta námskeið er haldiö fyrir styrk frá Alþjóðaólympíunefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.