Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 Þyrla vamarliðsins enn á ferð: Sjómaður á Viðey RE 6 slasaðist á auga TUTTIIGII og tveggja ára gamall skipverji um borð í skuttogaranum Viðey RK 6 slasaðist í gærmorgun þegar vír slitnaði og slóst í andlit hans með þeim afleiðingum að vinstra augað skaddaðist verulega. Viðey var stödd um 80 sjómílur suð- vestur af Reykjanesi þegar slysið varð og hafði skipstjórinn þegar samband við lækna Borgarspítalans, sem töldu áverkann það alvarlegan að nauðsynlegt væri að gera aðgerð á manninum strax. Læknir Borgarspítalans hafði samband við Slysavarnafélag fs- lands, sem hafði milligöngu um að útvega björgunarþyrlu varnarliðs- ins, sem var komin að skipinu um tíu mínútur fyrir eitt. Veður var fremur slæmt, suðvestan 6 vind- stig og talsverður sjór. Greiðlega tókst þó að koma manninum um borð í þyrluna, tólf mínútur yfir eitt var lagt af stað til Reykjavík- ur og lenti þyrlan við Borgarspít- alann rúmlega tvö. Líðan skipverj- ans, sem heitir Erling Halldórs- son, var sögð eftir atvikum góð í gærkvöldi. Björgunarsveit varnarliðsins hefur nú farið hátt á þriðja hundrað björgunarleiðangra og bjargað 200 mannslífum, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Á miðsíðu í blaðinu í dag er nán- ari frétt um björgunarstarf varn- arliðsins á íslandi. Liðsmenn björgunarsveitar varnarliðsins koma með slasaða skipverjann á Borgarspítalann rúmlega tvö í gærdag. Morgunbiaðíð/Júlíus. Frá undirskrift samnings fslendinga og Færeyinga í gærdag. Morgunblaðið/Ól.K.M. Viðræður íslendinga og Færeyinga: Veiðiheimildir Fær- eyinga helmingaðar Þorskveiðiheimildir þriðjungur af því sem áður var f VIÐRÆÐUM íslenzkra og fær- eyskra ráðamanna, sem staðið hafa síðustu tvo daga, náðist samkomu- lag um að veiðar Færeyinga á þessu ári takmarkist við 8.500 smálestir af botnfiski hér við land, þar af allt að 2.000 lestir af þorski. Færeyingar hafa samkvæmt samkomulagi frá 1976 veitt hér árlega um 17.000 smá- lestir, þar af um 6.000 lestir þorsks. um á hafsvæðunum milli íslands, Færeyja og Grænlands. Aðilar ræddu stöðu mála varðandi hafs- botnsréttindi sunnan lögsögu ís- lands og Færeyja og munu hafa frekari samráð þar að lútandi. í viðræðum um sölu íslenzks lambakjöts til Færeyja lýstu Fær- eyingar sig reiðubúna til að halda þeim viðskiptum áfram eftir því sem markaðsástæður frekast leyfa. Loks voru aðilar sammála um mikilvægi viðræðna þeirra sem ákveðnar hafa verið milli fulltrúa ríkisstjórnar fslands og land- stjórnar Færeyja og Grænlands um sameiginlega hagsmuni. Þorvarður Þorvarðsson fyrr- verandi aðalféhirðir látinn Sparisjóður Kópavogs: Ólafur Stefán Sigurösson ráðinn sparisjóðsstjóri ÞORVARDUR l»orvarðsson fyrrver- andi aðalféhirðir Seðlabanka fslands og áður l^ndsbanka íslands lést í LandspítaUnum í Reykjavík 8. mars sl., 83 ára að aldri. Þorvarður fæddist 9. júní 1901 á Víðihóli á Hólsfjöllum, Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru l*orvarður I'orvarðsson prófastur þar og síðar í Vík í Mýrdal og kona hans Andrea Klísabet I>or- varðsdóttir. Þorvarður lauk prófi frá Verslun- arskóla fslands 1922. Starfsmaður Landsbankans varð hann 1923, að- alféhirðir bankans frá 1943—57. Hann var aðalféhirðir Landsbanka íslands, Seðlabankans 1957—61 og aðalféhirðir Seðlabankans frá 1961—1970, er hann lét af störfum vegna aldurs. Eftirlifandi eiginkona Þorvarðs er Guðrún Guðmundsdóttir og eign- uðust þau tvö börn. Þorvarður Þorvarðsson Nú verður einungis um að ræða handfæra- og línuveiðar, en ekki togveiðar. Jafnframt urðu aðilar sammála um að samkomulagið frá 1976 haldi gildi sínu en með þeirri breytingu að íslenzk stjórnvöld ákveði leyfilegt aflamagn Færey- inga ár hvert. Samkomulag varð um gagn- kvæm réttindi til veiða á allt að 30.000 testum af kolmunna í efna- hagslögsögu íslands og fiskveiði- lögsögu Færeyja, en íslenzkum skipum verður heimilt að veiða allt að 5.000 lestir makríls í stað sama magns af kolmunna. Einnig voru rædd önnur fisk- veiðimál, svo og landgrunnsmál, og í samræmi við bókun frá 13. janúar 1981 áréttuðu Færeyingar viðurkenningu sína á hinum mik- ilvægu hagsmunum íslendinga varðandi heildarveiðar úr íslenzka loðnustofninum og veiða laxa- stofna, sem upprunnir eru í ís- lenzkum ám. Ennfremur voru að- ilar ásáttir um nauðsyn heildar- stjórnunar veiða úr karfastofnin- ÓLAFUR Stefán Sigurðsson, lög- fræóingur, hefur verið ráðinn spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Kópavogs, frá 1. ágúst nk., en hann héraðdómari við embætti bæjarfógetans í Kópa- vogi. Ilann tekur við starfi af Jósa- fat Líndal, sem hefur gegnt því um langt árabil. Ólafur Stefán Sigurðsson er fæ- ddur í Reykjavík 23. marz 1932 og er því 51 árs að aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1952 og síðan lögfræðiprófi frá lagadeild Há- skóla íslands árið 1959. Ólafur starfaði hjá Verzlunar- sparisjóðnum hf. 1957—1958 og síðan hjá Viðtækjaverzlun ríkisins og Innkaupasambandi bóksala Ólafur Stefán Kigurðsson 1959-1960. Ólafur hóf störf hjá bæjarfógetanum í Kópavogi 1961, var skipaður aðalfulltrúi 1963 og síðan héraðsdómari í Kópavogi frá 1972. Eiginkona Ólafs er María Guð- rún Steingrímsdóttir. Víða samn- ingafundir SAMNINGAFUNDI í kjaradeilu prentara og blaðamanna og viðsemj- enda þeirra lauk seint í fyrrinótt, án þess að til nýs samningafundar væri boðað. Kröfur blaðamanna aðrar em kaupkröfur eru að mestu frágengn- ar, en hjá prenturum strandar á kröfu þeirra um afnám ákvæðis um lægri laun til handa fólki 16—18 ára. Fundur var með verkamannafé- laginu Dagsbrún og Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna um sérkjarasamning um hafnarvinnu. Sameiginlegur fundur skipafélag- anna og Dagsbrúnar hefur verið ákveðinn á þriðjudag. Þá var einn- ig fundur með starfsmönnum Mjólkurstöðvarinnar í gær. Ríkisverksmiðjurnar og Launa- málanefnd ríkisins voru á fundi hjá Ríkissáttasemjara í gær. Nýr fundur hefur verið boðaður á mið- vikudaginn kemur. Yfírlæknisembætti krabbameinsdeildar Landspítalans: Snorri hlaut meirihluta í vinnu- nefnd — og sératkvæði í fagnefnd MATTHÍAS BJARNASON heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Mbl. að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um hvern hann skipar yfirlækni krabbameinsdeildar Landspítalans. Stjórnarnefnd greiddi I»ór- arni Sveinssyni fimm atkvæði en dr. Snorra Ingimarssyni eitt. Stöðu- nefnd taldi þá tvo hæfasta af fimm umsækjendum. Aðrir sem sóttu um voru Kjartan Magnússon og Sigurður Árnason, báðir læknar á krabba- meinsdeild Landspítalans og Guðmundur Benediktsson sérfræðingur í krabbameinslækningum við Akademiska sjúkrahúsið í Uppsölum. Heilbrigðisráðherra hafa bor- ist niðurstöður stöðunefndar og stjórnarnefndar, sem báðar fjölluðu um málið. Ráðherra hef- ur ákvörðunarvald í þessu máli og þarf ákvörðun hans ekki að fara saman við niðurstöður áðurgreindra nefnda. í stöðunefnd féllu atkvæði þannig að tveir umsækjenda voru taldir hæfastir, Þórarinn og Snorri. Einn nefndarmanna, Jónas Hallgrímsson prófessor, skilaði sératkvæði og taldi að setja ætti dr. Snorra fyrstan í röðinni vegna ívið meiri vísinda- starfa. Þórarinn hefur hins veg- ar lengri starfsaldur. Aðrir nefndarmenn lögðu þetta að jöfnu. Stjórnarnefnd Ríkisspítala fól vinnuhópi, sem í sátu tveir stjórnarnefndarmenn og for- maður læknaráðs Landspítalans að kanna umsagnargögn. Sá hópur skilaði áliti, tveir vildu setja dr. Snorra fyrstan í röðinni en einn þeirra vildi setja Þórar- inn númer eitt. Atkvæði stjórn- arnefndarmanna féllu svo þann- ig að Þórarinn fékk fimm, Snorri eitt, einn nefndarmanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Veiting yfirlæknisembættis krabbameinsdeildar er talsvert hitamál. f heilbrigðiskerfinu hafa myndast tvær fylkingar sem hvor um sig heldur fram sínum manni. Önnur þeirra heldur fram dr. Snorra Ingi- marssyni og bendir á yfirburði hans á sviði fræðimennsku, hafi enda doktorstitil og til þess þurfi að líta þar sem líklegt sé að stöðu yfirlæknis krabbameins- deildar fylgi seinna staða pró- fessors við Háskóla íslands. Liðsmenn Þórarins Sveinssonar benda hins vegar á að ekki þurfi að fara saman hæfileikar til kennslu og fræðimennsku og hæfileikar til stjórnunar. Þeir telja Þórarinn standa Snorra framar með tilliti til starfs- reynslu og reynslu í stjórnun sem þeir telja að skipti miklu í þessu starfi. Þá hefur komið fram í viðræðum stjórnarnefnd- armanna við umsækjendurna tvo að þeir eru ekki alveg á sama máli um hvaða forgangsröð skuli vera á uppbyggingu hinna ýmsu þátta í þjónustu við krabba- meinssjúklinga. Um embætti prófessors í krabbameinslækningum sagði Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra í samtali við Mbl. að ekkert lægi fyrir um neinar áætlanir í því sambandi að svo komnu máli. Blaðamaður Mbl. spurði Matthías Bjarnason heilbrigð- isráðherra hvort hann teldi að embætti yfirlæknis krabba- meinsdeildar Landspítalans ætti að gegna sami maður og gegndi embætti prófessors í krabba- meinslækningum ef það yrði stofnað. Matthías kvaðst telja að það væri ekkl óeðlilegt, enda væri það í samræmi við venju sem þegar hefði skapast í svip- uðum tilvikum. Mbl. er kunnugt um tvær undantekningar frá þeirri reglu. Samkvæmt heimildum Mbl. kvað Snorri Ingimarsson hafa í hyggju að hverfa aftur til starfa í Svíþjóð ef hann fær ekki emb- ætti yfirlæknis krabbameins- deildar Landspítalans. Ekki tókst að fá staðfestingu á þessu hjá dr. Snorra þar sem hann er erlendis. Ákvörðunar heilbrigðisráð- herra í þessu máli er að vænta innan tíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.