Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 IkÉsmnÆ Umsjónarmaður Gísli Jónsson í auglýsingu í íslensku blaði mátti lesa ekki fyrir löngu: „Segðu EUBOS (Jú-boss) í staðinn fyrir sápu!" Auðvitað er ekki bannað að kenna enskan framburð á ís- landi, það er gert í enskutím- um í skólum, en þessi auglýs- ing jaðrar við að vera tilræði við tunguna. Ef við ætlum okkur að taka upp orðið eubos, sem er reyndar ekki frýnilegt nýyrði, þá er sú lágmarkskraf- an, að við berum orðið fram að lögum íslenskrar tungu, en ekki enskrar. Fyrri hlutinn ætti þá að vera eins og í Evr- ópa, en seinni hlutinn með löngu o-i og stuttu s-i eins og í los og tos. Ég hef áður minnst á fram- burðinn júrókard sem er sama skelfingin, og fyrir skömmu gerði fréttastofa útvarpsins heiðarlega tilraun að festa orðið krítarkort í málinu. Burt með smekkleysuna júrókard kreditkort! Víkjum svo lítillega að með- ferð erlendra staðanafna í ís- lensku. Hún getur verið nokk- uð vandasöm. Þegar heitin eru af sama málaflokki og ís- lenska, liggur beinast við að nota sem íslenskulegasta gerð, einkum þegar löng hefð er fyrir henni. Við segjum Kaup- mannahöfn og Stokkhólmur og beygjum þessi orð eftir ís- lensku lagi, svo og Þórshöfn og Hamborg. Að sama hætti segj- um við Edinborg, með aðal- áherslu á fyrsta atkvæði og aukaáherslu á þriðja, en ekki Edinborró, eða eitthvað sem næst því, eins og Englendingar segja. Þegar orð eru fjarskyld- ari, vandast málið. Hvað um borganöfn eins og Moskva, Jakarta og Pisa. Eigum við að hafa þau óbeygð, eða eigum við að beygja þau og bera fram eins og veik kvenkynsorð í máli okkar og segja í Moskvu, Jakörtu og Písu? Ég vildi gjarna heyra skoðanir manna á þessu. Þegar staðanöfn verða mjög framandi, eins og Teguc- igalpa í Honduras, held ég að við látum þau óbeygð. Varla förum við að segja í Tegúsig- ölpu í Honduras(s)i. Enn fjær lagi er að beygja orð eins og Kabul, Isfahan, Idaho eða Nuq. Verst þykir mér í þessu efni, þegar menn taka úr öðrum málum en „heimamálinu" nöfn staða og borga. Ef okkur þykir of mikið gert að kalla Bayern í Þýskalandi Bæjaraland, höld- um við þýskunni óbreyttri, en öpum ekki eftir Englendingum að kalla landið Bavaria, og Munchen breytum við ekki í Munich að sama hætti eða Köln í Cologne. Hins vegar notum við ómengaða ensku í heiti eins og New York, ef okkur þykir Nýja Jórvík of langt eða hátíðlegt. Of mikið má að öllu gera, svo sem þegar Heine skáld var nefndur Hæn- ir og Dússeldorff Þuslaraþorp og Basel Buslaraborg, sem vafalítið hefur verið gert í spaugi. Hitt þykir mér skemmtilegt og „klassískt" að kalla ána Elbe í Þýskalandi Saxelfi og Seine í Frakklandi Signu. Kirkwall á Orkneyjum vildi ég kalla Kirkjuvöll og er nú kominn í hring og kannski ekki alltaf samkvæmur sjálf- um mér. Þegar svo er komið gef ég öðrum orðið. Halldór Krist- jánsson frá Kirkjubóli skrifar mér svo: „Sæll vertu Gísli. Kriifugorrtir kærra vina kveikja hjá mér litla stöku virðist mér um valkostina vanti ákvaroanatóku. Algengt fréttamál í útvarpi og blöðum gæti verið svona: Ákvörðunartaka launþega- samtaka hefur dregist, en nú hefur kröfugerð þeirra verið lögð fram og eru þá tveir val- kostir fyrir hendi. Þetta mætti líka orða svo: Samtök launþega drógu nokk- uð að ákveða sig en nú hafa þau lagt fram kröfur sínar og er þá tveggja kosta völ. 234. þáttur Ég las í Þjóðviljanum um skoðun „sem á eftir að prófa". Ég á margt ógert og þá er það ógert. Vonandi segir enginn: Það á ógert. En hvers vegna þá: Það á eftir? í sama blaði stendur: ... „voru algengir sitt hvorum megin við heimsstyrjöldina síðari og í henni sjálfri." Hvers vegna ekki „beggja megin við" eða „fyrir og eftir styrjöldina." Og í Morgunblaðinu byrjar óskapleg frétt með þessum orðum: „Tveir ölvaðir menn um tvítugt með sitt hvora haglabyssuna." Af hverju var ekki skrifað: „hvor með sína haglabyssu", eða „með sína byssuna hvor"? Ég les í Morgunblaðinu í dag (8. febrúar), að Jón Gíslason segir að Flóaáveitunni fylgdi það að „var gerð mikil vega- gerð". Þá varð mér ljóð á munni: Karlar gerdu kröfugerð, kröfugerð um vegagerð, um það ritagerðargerð gejmda í Mogganum þú sérð. Þurfi maður að umgangast leiðinlega menn er mikil bless- un ef maður getur þó haft gaman af þeim. Reynum það. Bestu kveðjur og þakkir fyr- ir góða og fróðlega skemmt- un." Ég þakka Halldóri Krist- jánssyni skrif hans til mín fyrr og síðar, og nú man ég í bili ekki eftir öðru að setja á blað en vísu sem Þóroddur Jónasson á Akureyri kenndi mér. Hann segir að hún sé að öllum líkindum upprunnin á Langanesi. Hún birtist hér til- efnislaust, skýringalaust og af því bara (eða þannig): (;.rllu að þeirra glæpavef, Góngu-Hrólfur minn kæri. Hugsaðu um þeirra hrekkjastef hér um bil eins og svo sem að ef barasta ekki nokkur skapaður hrærandi | hlutur væri. P.s. Vegna veikinda umsjónarmanns birtist þátturinn óreglulega á næstunni. HELLA Hús í byggingu til sölu. Fullfrágengiö aö utan. 5 herb. 153 fm auk 30 fm bílskúrs. Verd kr. 1.900.000,- Útborgun eftir samkomulagi. Skákkeppni framhaldsskóla 1984 hefst að Grensásvegi 46, föstudag, 16 mars kl. 19.30. Keppninni veröur fram haldiö laugardag, 17. mars kl. 13—19, og lýkur, sunnudag, 18. mars kl. 13—17. Keppt er í fjögurra manna sveitum (fyrir nemendur f. 1982 og síðar) og er öllum framhaldsskólum heimil þátttaka í mótinu. Þátttöku í mótiö má tilkynna í síma Taflfélags Reykja- víkur, á kvöldin kl. 20—22, í síöasta lagi fimmtudag, 15. mars. Taflfélag Reykjavikur, Grensásvegi 44—46, Reykjavík. Símar 8-35-40 og 8-16-90. Uppl. í síma 99-5888. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDTMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N H0L Opiö 1—4 Stórt einbýlishús í vesturbænum óskast Höfum fjársterkan kaupanda aö stóru húsi í vestur- bænum þar sem möguleiki er á 4 íbúöum ásamt bílskúr. Góoar greiöslur í boöi fyrir rétta eign. Séreign, Baldursgötu 12, símar 29077 — 29736. Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Á góöu veröi í Hafnarfirði raöhus í smiöum í Hvömmunum. Selst fokhelt. Innbyggöur bílskúr á neðri hæö meö 5 herb. íbúö á tveim hæðum. Mjög gott verð ef samið er fljotlega. Teikning og nánari upplýsingar aöeins á skrifstofunni. Tvíbýlishús í Suöurhlídum — Nú fokhelt Glæsilegt raöhús á þremur hæðum alls um 270 fm. Séríbúð á 1. hæö um 100 frrt 3ja—4ra herb. Ser íbúð á 2. hæð og rishæð um 170 fm 6 herb. Bilskúr fylgir stærri íbúðinni. Allir veöréttir lausir. Teikning og nánari upplýsingar á skrifstofunni. 2ja herb. stór og góö ibúö á 2. hæð um 65 fm viö Laugarnesveg. Allar innréttingar nýjar og öll tæki ný af bestu gerð. Utsýni út á sundin. Eignin er skuldlaus. Á góöu veröi við Keilufell vel byggt timburhús, hæð og rishæð um 150 fm. Snyrting á báðum hæðum. Góður bílskúr um 30 fm. Ræktuö glæsileg lóö. Verö aðeins krónur 3,1 millj. í gamla góöa Austurbænum Viö Bergstaöastræti 3ja herb. endurnýjuð íbúö á 2. hæö um 85 fm. Rúmgóö herb. Danfoss kerfi. Óvenjulítil útborgun. Við Grettisgötu 3ja herb. rishæö um 60 fm. Nokkuð endurnýjuð. Léleg sameign. Útborgun aðeins kr. 950 þús. Við Lindargötu 2ja herb. samþ. kjallaraibúð um 65 fm. Sér hitaveita. Sér inngangur. Nýleg teppi. Ný ibúö við Kársnesbraut 2ja herb. á annarri hæö um 75 fm. Góð innrétting. Danfoss kerfi. Mikið útsýni. Glæsilegt raöhús við Bakkasel með 6 herb. ibúð á tveim hæðum. Ser íbúð 2ja herb. i kjallara, ennfrem- ur rúmgott föndurherb. Góður bílskúr fylgir. Verðlaunalóð. Skipti möguleg á minni séreign — einbýlishúsi eða raðhúsi. 4ra herb. íbúð við Holtsgötu á 3ju hæð um 90 fm. Nokkuð endurnýjuð. Danfoss kerfi. 3ja herb. góð íbúð við Hraunbæ á 3)u hæð um 85 fm. Sér þvottaaðstaöa á baði. Danfoss kerfi. Útsýni. Gott einbýlishús í Garðabæ í ágætri samgönguleið alls um 170 fm. Innbyggöur bílskúr undir svefn- álmu. Glæsileg innrétting. Öll eins og ný. Ennfremur tll sölu í Garðabæ nyleg einnar hæöar raöhus viö Asparlund og Ásbúð. Þurfum að útvega traustum kaupendum m.a.: skrifstofu eöa verslunarhúsnæöi í borginni 150—200 fm. 3ja til 4ra herb. íbúö i Kópavogi. Má þarfnast endurbóta. 3ja ttl 4ra herb. ibúö i borginni. Má þarfnast endurbóta. 3ja til 4ra herb. ibuö í Seljahverfi meö bilhýsi. Raðhús eða einbýlishús á einni hæö i Borginni eöa nágrenni. Ný söluskrá alla daga. Heimsendum nýja söluskrá í pósti. Hringið og leitiö upplýsinga og þið fáið söluskrána heimsenda. Fjöldi annarra eigna á skrá. Margskonar eignaskipti möguleg. Opiö í dag laugardag kl. 1—5 siödegis. Lokað á morgun sunnudag. ALMENNA FASTEIGHASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.