Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 Einsog mer synist Glonk og önnur gcggjunareinkcnni Langtum meira varið í að reykja sig í hel í kompaníi við Dallasguði Á dögunum þegar ég var að grauta í bunka af þessum skræpóttu tíma- ritum sem það er hlut- skipti okkar blaðamanna að grauta í, þá rifjaðist það upp fyrir mér einsog svo oft áður hvað fóikið sem glennir sig framaní okkur útúr þessum aug- lýsingum er stundum fjarri því að vera trúverð- ugt, fjarri því að vera fólk einsog þú og ég; og það sama gildir raunar um sjónvarpsauglýsingarnar, þóað við látum það líklega liggja á milli hluta í þetta skiptið. Lítum sem snöggvast á auglýsingarnar frá fyrir- tækjunum sem selja okkur tóbakshóstann. Það er ekki aldeilis hversdags- fólkið sem reykir sígarett- ur, ekki hún Litla-Gunna né heldur hann Litli-Jón sem pungar samvisku- samlega út með vænar fjörutíu krónur á dag fyrir þau forréttindi að mega ganga með krónísk- an kverkaskít. Biddu fyrir þér. Ef marka má auglýs- ingarnar þærarna, þá eru það einungis kappakst- urshetjur sem svæla síg- arettur eða djúphafskaf- arar eða heimsþekktar poppstjörnur með grænt hár og síróp í brosinu; að ógleymdum kúrekanum og einfaranum í Marl- boro-auglýsingunum, sem birtast nær vikulega aft- aná Time eða Newsweek, og sem er hár maður með mikinn hatt og kall- mannlegt útlit og óþrjót- andi birgðir af Marl- boro-sígarettum. Tvo til reiðar einsog nærri má geta, og stendur stutt og laggott í textan- um sem fylgir honum inní sólarlagið: „Come to Marl- boro country." Ég held ég hafi aldrei séð venjulega skrifstofu- blók til dæmis í auglýs- ingu af þessu tagi, að ég nú ekki tali um venjulega húsmóður. Ég minnist þess ekki heidur að hafa rekist á ósvikinn verka- kall í þessum auglýsing- um né mjósleginn apótek- ara að teija pillur, og það- an af síður skraddara við iðju sína eða afgreiðslu- mann í járnvöruverslun, hvað þá kvensu í dósa- verksmiðju að laumupok- ast með þvældan Camel- stubb á bakvið vélina sína — og öll í smurningi, aumingja hróið, og með stóreflis kokkhúslykil á kinninni. Biddu fyrir þér öðru sinni. Svona manneskjur virðast í tóbaksbindindi árið um kring. Það er ein- ungis sparifólkið sem fær sér smók: elskendurnir á silfursandinum í Karab- iska hafinu, fjölþjóða- flottræflarnir að skreppa á skíði í einkaþotum, Krösus og kompaní að sleikja sólskinið í Monte Carlo; og svo auðvitað Marlboro-kappinn okkar sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna nema ef vera skyldi slímið í lung- unum. Ætli hversdags- fólkið taki bara ekki í nef- ið? Ekki svo að skilja að leikbrúðurnar sem mynd- ast svo afbragðsvel komi aðeins við sögu í tóbaks- auglýsingum. Þannig þvo einungis fagrar konur þvott ef dæma má eftir auglýsingum um þvotta- efni. Digrar og fremur ólánlegar kvensur þvo aldrei þvott, né renglu- legar og ólánlegar eftir á að hyggja. Þær hljóta að flatmaga uppí bæli allan liðlangan daginn og senda tauið í þvottahús. Einu kvensurnar í víðri veröld sem taka þvottinn sinn sjálfar eru svo fagrar og spengilegar að maður er næstum rokinn um koll. Og þegar þær þurfa framí þvottahús að þjóna þvottavélinni sinni þá fara þær ævinlega fyrst á hárgreiðslustofu og láta leggja á sér hárið og því- næst tii snyrtifræðings að láta pólera á sér andlitið og lakka á sér lúkurnar; og sumar fletta sig raunar klæðum áður en þær byrja að mata þvottavél- ina. Þá er textinn sem þeim er lagður í munn ekki slorlegur. Ég hefði að vísu ætlað að húsmóðir sem fyndi hjá sér hvöt til þess að mæla með ákveðinni tegund af þvottaefni segði bara sisona við vinkonu sina yfir sopanum: „Mér finnst þetta alveg ágætt þvottaefni. Þú ættir að prófa það.“ Og að vinkon- an svaraði þá að bragði: „Jæja, finnst þér það? Já, kannski ég geri það bara.“ En í furðuheimi auglýs- inganna er þetta ekki nærri því svona einfalt. í furðuheimi auglýs- inganna eru allar hús- mæður geggjaðar. Hér er dæmigert sam- tal af því tagi sem alls- staðar annarstaðar en í auglýsingu um þvottaefni mundi lykta með heim- sókn til geðlæknis: Fyrsta húsmóðir: „Húrra fyrir Glonk! Ég nota Glonk! Glonk er fljótvirkt! Glonk er ódýrt! Glonk er óbrigðult! Húrra! Ég er í Glonk- skapi allan daginn af því ég nota einungis Glonk í þvottinn!" Og önnur húsmóðir svarar án þess að blikna eða blána: „Húrra! Húrra! Húrra! Ég elska Glonk! Glonk, Glonk, Glonk! Ég þvæ úr Glonk! Glonk, Glonk, húrra!" Yfir kaffisopa framí stofu vel að merkja og allsgáðar í þokkabót. Bandarískur auglýs- ingamaður sem ég kynnt- ist fyrir mörgum árum fullyrti alltaf að ef sölu- manni lánaðist að bora sér inní dagdrauma fólks og tækist síðan þar að auki að kitla hégómagirnd þess, þá gæti hann selt því Eiffelturninn, útsýnis- réttinn ofanaf skakka turninum í Písa, land- skika á Norðurpólnum og hlutabréf í lyklagerð Sankti Péturs. Með glans. Sami maður stóð líka á því fastar en fótunum að almenningur vildi láta slá gullrykinu í augun á sér, væri alveg ólmur í það. Hann sagði að Litlu- Gunnsu og Litla-Jónsa þætti langtum meira var- ið í að reykja sig í hel ef þau þættust gera það í kompaníi við bandaríska Dallasguði, italska fjalla- garpa og enska lorda á veðhlaupabrautum. Ennfremur var það í guðspjöllum þessa kunn- ingja míns að þóað aug- lýsingar væru tíðum láta- læti og sjónhverfingar, þá væri það raunar leikur sem við iðkuðum sjálf. Hann fýsti að vita hvort ég treysti mér til að mót- mæla því að sjálf hefðum við tilhneigingu til þess að bregða okkur í þau gervi sem hæfðu stundinni og hefðum enda komið okkur upp einskonar grímusafni sem við notuðum eftir hentugleikum. Hann vildi meira að segja meina að þetta væri okkur meðfætt — og mikið hvort hann hafði ekki rétt fyrir sér, bölvaður. Þetta er partur af siða- lögmálinu, partur af seri- moníunni sem við verðum að temja okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef við tökum dálítið langsótt dæmi, svona til gamans, þá er „Sælt veri fólkið" kurteislegt og al- þýðlegt ávarp og hugur- inn sem býr á bakvið er oftast óaðfinnanlegur. „Sælt veri fólkið" segir Gisli J. Ast()órsson ekki sá sem er kominn þeirra erinda að stela borðsilfrinu og/eða rota húsráðendur. En það er ekki sama við hverskonar tækifæri þetta ávarpsform er not- að. Hugsum okkur að þú værir ambassadorinn okkar í London og Engla- drottning væri svo væn að bjóða þér t svínasteik. Þá mættirðu ekki ramba inní Buckinghamhöll og segja: „Sælt veri fólkið." Siða- meistarinn fengi slag. Þú yrðir til að byrja með að koma akandi í að minnsta kosti tíu metra langri beyglu og með einkenn- isklæddan bílstjóra undir stýri sem sýndist jafnvel snúðugri en þú. Ennfrem- ur er eins víst og tvisvar tveir eru fjórir að þú yrðir að vera i sparigallanum, og svo hef ég fyrir satt að gesturinn eigi að hremma lúkuna á drottningunni og smella á hana kossi, rétt einsog hann hefði hug á að fá sér lúkuna í forrétt áðuren hann steypti sér yfir steikina. Sömuleiðis mætti hugsa sér (svoað við höldum áfram með glensið) að sem nú máltíðin stæði sem hæst þá yrði til dæm- is ambassador Nígeríu sem væri meðal gestanna fyrir því óláni að leysa vind. Ef maður væri staddur heima hjá sér og stráknum manns yrði þetta á, þá mundi maður sussa á hann og segja hæglátlega að svona hag- aði maður sér ekki við matarborðið, góurinn minn; og að ekki gerði hún systir hans þetta, einsog hann vissi best. En Engladrottning mætti ekki sussa á Níger- íumanninn, ekki einu sinni með vingjarnlegu brosi. Hún mætti ekki segja hæglátlega: „Þetta gerir maður ekki, Bamba minn. Ekki fretar íslenski ambassadorinn." Það væri brot á siðareglunum, gagnstætt serimoníunni. í staðinn verða allir við borðið að ríghalda í gervi- svipinn sem ég nefndi áð- an og halda áfram að hakka í sig svínið, þóað Bamba hafi orðið svo hressilega á í messunni að kristalsglösin séu ennþá að springa. Svoað við erum kannski bara að uppskera einsog við sáum þegar við ljúkum upp prjálritunum og blómarós í sundpjötlu á stærð við aðra geirvört- una á henni orgar fram- aní okkur að sá sem eigi ekki gúrkuskurðarvél með tómataflysjara í hinum endanum, honum sé bara best að ganga út og hengja sig. Kinn af leikendum í sýningu NFFA i Akranesi. Akranes: Leiksýning í Fjölbrauta- skólanum LEIKKLÚBBUR NFFA sýnir nú tvo einþáttunga, „Menn deyja ekki hér“, eftir Jean Tardieu f þýðingu Vigdísar Finnbogadóttur og „Sköll- óttu söngkonuna" eftir Eugéne Ion- esco í þýðingu Bjarna Benediktsson- ar. Leikstjóri er Hjalti Kögnvalds- son. Æfingar hafa staðið yfir í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi í fimm vikur, en að sýningunni standa um 20 nemendur, þar af átta leikendur. Þetta er í sjötta skipti sem leikklúbbur NFFA set- ur upp leiksýningu. Sýningar einþáttunganna fara fram á sal fjölbrautaskólans. Útflutn- ingsbætur á þrotum Útflutningsbætur landbún- aðarafurða samkvæmt fjárlög- um eru langt komnar að sögn Gunnars Guðbjartssonar fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Sagði Gunnar Ijóst að þær 280 milljónir sem til útflutningsbóta hefðu verið ætlaðar á fjárlögum dygðu eng- an veginn vegna mikillar út- flutningsþarfar á þessu ári. Sagði Gunnar að útflutn- ingsbótaréttur bænda skv. Framleiðsluráðslögunum væri áætlaður 180—190 milljónum hærri en fjárlögin gerðu ráð fyrir, eða 460—470 milljónir króna. Eins og komið hefur fram hér í blaðinu vantaði mikið uppá að útflutningsbætur síð- asta árs væru fullnýttar vegna lítils útflutnings á því ári. Mikl- ar birgðir dilkakjöts voru því við upphaf síðustu sláturtíðar sem kemur fram sem aukin útflutn- ingsþörf á þessu ári en ónotaðar útflutningsbætur á því ári falla hins vegar niður og koma bænd- um ekki til góða nú. | Opiö í dag kL 10—16 fjíl Vdrumarkaöurinn hTI m ^ , Opiö í dag kL 10—16 Vörumarkaöurinn hf. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.