Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 13 Orð í — eftir Hákon Bjamaxm Hugvekja Valdimars Kristins- sonar í Morgunblaðinu 11. febrúar um að losa „land.iám Ingólfs" undan sauðbeit var mjög þörf. Hann bendir á, að á þessu landsvæði búi nú rösklega 60% þjóðarinnar, og því standi ekki á sama, hversu farið sé með land- gæðin. Fram á þessa stundu hafa bæði bændur og búleysingjar not- að allt land, sem ekki er varið rammgerðum girðingum, til beitar fyrir sauðfé og hross eftir eigin geðþótta og átölulaust. Engar hömlur hafa verið á því, hve margt af búpeningi er sett í lönd- in. Samt er það öllum ljóst, að út- hagi er þrautbeittur, langt um- fram það sem plöntuþekjan þolir. Ástandið er ekki til að státa af. Þar sem allt að tveir þriðju allra landsmanna búa á þrem hundruð- ustu af öllu flatarmáli landsins er öllum óvörðum gróðri stefnt til tortímingar. Þessu til áréttingar má tilfæra ýmislegt, sem sagt er um ástand gróðurs á þessu landshorni. í bók- inni Landgræðsluáætlun 1974- 1978, sem gefin var út í sambandi við það mikla átak er átti að verða í gróðurverndarmálum og upp- græðslu lands í tilefni 1100 ára byggðar (og rányrkju) á íslandi. Upplýsingar þessar eru 10—12 ára gamlar. Um Gullbringusýslu segir m.a.: „Nokkur gróðureyðing er af völd- um uppblásturs, einkum í Hólmsheiði, suður og austur af Vífilsfelli og í heimalandi Krísu- víkur." Um beitarþunga segir svo: „Sumsstaðar er hann nánast eng- inn, en á öðrum svæðum er um tíma talsverða ofbeit að ræða. Er þar einkum um að ræða Grindavík- urhrepp, Vatnsleysustrandar- hrepp, Hafnarhrepp, land Hafnar- fjarðar í Krísuvík og Almenning- inn.“ Þessir hreppar og lönd taka yfir nær alla sýsluna. Kjósarsýsla virðist síst betur á vegi stödd. Þar segir: „Gróður- lendi sýslunnar verður í heild að teljast ofsetið." Og síðar er tekið fram: „Afleiðingar beitarþungans koma fyrst og fremst fram í mik- illi gróðurrýrnun." Um þann hluta Árnessýslu, Selvogs-, Ölfus-, Grafnings- og Þingvallahreppa, sem taldir eru innan landnáms Ingólfs, segir m.a.: „Á vissum stöðum á láglendi, einkum í Grafningi og Ölfusi" ... er mikil gróðurrýrnun. Ennfremur er fram tekið: „Skógarleifar eru nokkrar á svæðinu, einkum í Grafningi og Þingvallasveit, og hefur gróska þeirra vaxið nokkuð við friðun. (Þingvellir — Haga- vík). Annarsstaðar láta þær á sjá, einkum þar sem beitarálag er mest í Grafningi." Þá er tekið fram, að beitarlönd þessara sveita séu fullsetin og þar muni gróður- eyðing eiga sér stað. Ekki er liðinn nema röskur ára- tugur frá því að þessar gróðurlýs- ingar voru saman teknar. En hvað skyldi hafa áunnist síðan f gróð- urvernd og uppgræðslu, og hvað um beitarálagið? Nokkur hundruð hektarar lands hafa verið girtir og friðaðir í Hólmsheiði og suður og upp af Hafnarfirði með styrk frá Skóg- rækt ríkisins. Samanlagt munu það vera um 400 hektarar. Mikið af löndum þessum var örblásið, einkum upp af Hafnarfirði, en sá töluð gróður, sem enn þraukaði, hefur tekið góðum framförum. Þá var og stækkuð girðing í landi Fossár í Kjós. Um friðunargirðingar aust- an heiða er mér ekki kunnugt, en á Suðurnesjum hefur Landgræðslan sáð grasfræi í töluverð svæði og dreift áburði úr flugvél, en engar skýrslur eru til um þetta, né held- ur um árangur af því. Allt eru þetta spor í rétta átt, þótt þau hafi ekki verið stór. En þegar lönd eru tekin til friðunar minnkar bithagi að sama skapi, og ef tekið væri tillit til allra afgirtra sumarbústaðalanda hlýtur útbeit- arlandið að hafa minnkað þó nokkuð á undanförnum áratug. En hvað segja skýrslur okkur um beitarálgið. Samkvæmt þeim voru 32.000 fjár á fóðrum í „land- námi Ingólfs" árið 1971, en 1982 var það talið 26.000. Fækkunin, 6.000 fjár, er nær því öll í kringum kaupstaðina. Að vísu fækkar í Ölf- ushreppi en fjölgar að sama skapi í Þingvallasveit og stendur nokk- urnveginn í stað í Grafningi, þeirri sveit, sem mest hefur látið á sjá undan beitinni. Álagið á heiðalöndin er því svip- að og var að því er sauðbeit við kemur, en það var talið óhólflegt fyrir 10 árum. Hér bætist þó eitt atriði við, sem ómögulegt er að meta. Það er hrossabeitin, sem nú er komin langt fram úr öllu hófi. Skýrslur um hrossaeign eru eins óábyggi- legar og mest má verða, og væri til einkis að treysta á þær. Hinsvegar leynir sér ekki, ef menn beina at- hygli sinni að því, að allur úthagi austan og vestan Mosfells- og Hellisheiðar er svo nauðbitinn á Hákon Bjarnason þegar lönd eru tekin til fridunar minnkar bit- hagi að sama skapi, og ef tekið væri tillit til allra af- girtra sumarbústadalanda hlýtur útbeitarlandið að hafa minnkað þó nokkuð á undanförnum áratug- um.“ hverju sumri, að lengra verður varla komist. Valdimar Kristinsson spyr að því, hvaða ráð séu til að sporna við frekari landeyðingu. Hann væntir stuðnings frá samtökum bænda, en bendir á og býst við því, að bæði Náttúruverndarráð og Land- vernd láti sig varða þessi mál. Ég man ekki til þess, að Nátt- úruverndarráð hafi nokkurntíma lagt orð í belg um þessi mál, hvað þá meira. Samt eru gróðurvernd- armálin þýðingarmest og mikil- verðust allra náttúruverndarmála hér á landi að dómi flestra, segir Valdimar í grein sinni með réttu. Valdimar Kristinsson virðist ekki hafa vitað af því, að í nóv- ember í fyrra hélt Landvernd að- alfund sinn hér í borg, og var hann furðu fjölsóttur. Þar var einmitt rætt um hvernig vernda mætti groður og jarðveg í „landnámi Ingólfs". Þótt vart yrði við öfga- fullar skoðanir hjá einstökum ræðumönnum var þetta mál rætt af skynsemi og skilningi. Þeir ræðumenn, sem voru talsmenn bænda á þessum slóðum, lögðu gott eitt til mála þar eð þeim var landeyðingin jafn ljós og öðrum. Páll Sigurðsson lögfræðingur og dósent við Háskólann flutti mjög greinargott erindi um þau fjöl- mörgu atriði, sem upp kynnu að koma við friðun heilla sveita eða landshluta. Af máli hans varð ljóst, að slíkt mál sem þetta yrði að undirbúa mjög vandlega, enda gæti friðun gróðurs og lands dreg- ist úr hófi, ef menn geta ekki kom- ið sér saman á skynsamlegan hátt. Til eru þegar ótal lagagreinar um verndun gróðurs og jarðvegs, en þær hafa hingað til reynst hald- litlar og nánast pappírsgagn eitt þegar til kastanna kom. I framhaldi þessa fundar og hinna góðu undirtekta, sem málið fékk, hefur stjórn Landverndar ákveðið að efna til ráðstefnu um meðferð lands í „landnámi Ing- ólfs“ hinn 29. þessa mánaðar. Þangað verður boðið fulltrúum frá öllum sveitarstjórum, þingmönn- um héraðanna og ýmsum öðrum atkvæða- og áhugamönnum. Vonandi verður slík ráðstefna upphaf þess, að stöðvuð verði hin óhóflega gróður- og jarðvegseyð- ing, sem á sér stað umhverfis þéttbýlasta hluta landsins. Hákon Bjarnason BÍLASÝNING Mazda 1984 Laugardag frá kl. 10-4 Sýndar verða 1984 árgerðirnar af MAZDA 323, MAZDA 626 og M AZDA 929, sem nú kemur á markaðinn í nýju og breyttu útliti og með fjölmörgum tæknilegum nýjungum. Ennfremur sýnum við úrval af notuðum MAZDA bílum, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð. KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA FRÁ MAZDA. mmg Mazoa mazDa BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.