Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 15 V feitölufrumvarp á villigötum? — eftir Ólaf ísleifsson f þjóðfélagi nútímans hafa stjórnvöld, fyrirtæki og einstakl- ingar tiltækar mun fullkomnari og betri upplýsingar um ástand og horfur í efnahagsmálum en áður var. Upplýsingar um verðbreyt- ingar og almenna þróun verðlags eru þar á meðal og skipta miklu um hag atvinnufyrirtækja og af- komu launþega. Engin einhlít mælistika er til á almennar verð- lagsbreytingar, en með gildum rökum má líta á hækkun fram- færslukostnaðar heimila sem mælikvarða á verðlagsþróun yfir tiltekið tímabil. Camlir tímar Áður en ríkisstjórnin afnam bindingu kaupgjalds við fram- færsluvísitölu með bráðabirgða- lögum frá í maí sl. gegndi fram- færsluvísitalan tvíþættu hlut- verki. Annars vegar sem mæli- kvarði á almenna þróun verðlags í landinu og hins vegar sem gang- virki hinna sjálfvirku kaupgjalds- hækkana, sem jafnan fylgdu hækkun framfærsluvísitölunnar. Á þeim tímum þegar kaupgjald tengdist hækkun framfærslu- kostnaðar með beinum hætti áttu aðilar vinnumarkaðarins mikilla hagsmuna að gæta við úteikning framfærsluvísitölunnar. í því skyni að eyða tortryggni og stuðla að sáttum á vinnumarkaði var Kauplagsnefnd falið að hafa út- reikning vísitölunnar með hönd- um, en hana skipa fulltrúar frá Alþýðusambandi íslands og Vinnuveitendasambandi íslands auk formanns, skipuðum eftir til- nefningu Hæstaréttar. Svo sem nafn Kauplagsnefndar gefur til kynna er hún vettvangur, þar sem aðilar vinnumarkaðarins gátu samræmt sjónarmið sín varðandi vísitöluútreikning og jafnað ágreining ef svo bar undir. ... og nýir Nú eru runnir upp nýir tímar. Bein tenging kaupgjalds við vísi- tölu hefur verið bönnuð til 1. júní 1985. Hvað þá tekur við á vett- vangi kjaramála veit enginn nú, en vart er unnt að ímynda sér, að aðilar vinnumarkaðarins semji um fyrirkomulag í líkingu við það sem Ólafslög gerðu ráð fyrir, svo ömurleg sem reynslan af því varð. Kauplagsnefnd hefur því lokið Samband Alþýðu- flokkskvenna: Ráðstefna um rétt heima- vinnandi fólks Samband Alþýðuflokkskvenna hyggst gangast fyrir ráðstefnu, samkvæmt samþykkt VI lands- fundar Sambands alþýðuflokks- kvenna sem haldinn var í Reykja- vík í október 1983. Ráðstefna þessi er sú eina sinn- ar tegundar sem haldin hefur ver- ið hér á landi. Yfirskrift ráð- stefnunnar er: Hver er réttur heimavinnandi fólks í þjóðfélaginu? Ráðstefnan verður haldin í Kristalssal Hótels Loftleiða 10. mars nk. og hefst kl. 10.00 f.h. og stendur til kl. 16.00. Að framsögu- erindum loknum verða fyrirspurn- ir og síðan vinna í starfshópum. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttöku er hægt að tilkynna á skrifstofu Alþýðuflokksins kl. 13.00-17.00 í síma 29244. hlutverki sínu. Að réttu lagi hefur framfærsluvísitalan því eina hlut- verki að gegna nú að vera mæli- kvarði á verðlagsþróun í landinu. Ætla má, að Hagstofa fslands sé best til þess fallin að hafa útreikn- ing vísitölunnar með höndum, enda eru á þessu ári liðin 70 ár frá því skipulegar verðmælingar hóf- ust hér á landi á vegum Hagstof- Tímaskekkja? Miðað við þá þróun mála sem orðið hefur á síðastliðnu hálfu öðru misseri virðist það skjóta skökku við, að nú sé lagt fram á alþingi stjórnarfrumvarp, þar sem gert er ráð fyrir, að Kauplags- nefnd hafi áfram með höndum út- reikning vísitölu framfærslu- kostnaðar. Ætlast ríkisstjórnin til að vísitölubindingin verði tekin upp að nýju eftir 1. júní 1985? I frumvarpinu er gert ráð fyrir að vísitalan verði reiknuð árs- fjórðungslega, miðað við byrjun mánaðanna febrúar, maí, ágúst og nóvember. Hins vegar geti Al- þýðusamband fslands eða Vinnu- veitendasamband fslands óskað eftir því, að vísitalan verði reikn- uð aukalega í byrjun annars mán- aðar en skylt er að reikna hana. Skal þá Kauplagsnefnd verða við þeirri ósk, enda sé hún borin fram með minnst tveggja vikna fyrir- vara. Má ekki einfaldlega fela Hag- stofunni að reikna vísitöluna mán- aðarlega eins og tíðkast með ná- grannaþjóðun og spara sér laga- setningu af þessu tagi? Tvöfalt neitunarvald Frumvarpið gerir ráð fyrir að tekinn verði upp nýr grunnur framfærsluvísitölunnar, reistur á rannsókn á neysluháttum, sem fram fór á árunum 1978—79. Þessi breyting er tímabær, og flestum mun þykja hún sjálfsögð. Hins vegar fjallar 3. gr. frum- varpsins um endurskoðun vísitölu- grunnsins í framtíðinni. Greinin hljóðar svo: „Kauplagsnefnd skal eigi sjaldnar en á 5 ára fresti láta fara fram athugun á því, hvort ástæða sé til að endurskoða grundvöll vísitölu framfærslukostnaðar. Skal sú athugun fyrst fara fram á árinu 1985. Telji allir nefndarm- enn, að lokinni slíkri athugun, að endurskoðunar sé þörf, getur nefndin ákveðið, að gerð skuli neyslukönnun til endurnýjunar á grundvelli vísitölunnar. Að fengn- um niðurstöðum er nefndinni — sé hún sammála — heimilt að ákveða framfærsluvísitölunni nýj- an grundvöll án þess að koma þurfi til lagasetningar. Kauplagsnefnd skal gera ríkis- stjórninni grein fyrir niðurstöð- unum.“ Hér á ekki að rasa um ráð fram. Verði frumvarpið að lögum óbreytt, er sérhverjum hinna þriggja fulltrúa í Kauplagsnefnd JKI Ólaíur ísleifsson „Ætlast ríkisstjórnin til að vísitölubinding kaup- gjalds verði tekin upp að nýju eftir 1. júní 1985?“ falið neitunarvald á tveimur stig- um hugsanlegrar endurskoðunar á grunni vísitölunnar. Á fimm ára fresti skal athugað, hvort ástæða sé til að endurskoða grundvöll vísi- tölu framfærslukostnaðar. Því að- eins að allir nefndarmenn telji að lokinni slíkri athugun, að endur- skoðunar sé þörf, getur nefndin ákveðið að kannaðar skuli neyslu- venjur landsmanna. Og því aðeins að nefndin sé sammála, er henni heimilt að ákveða, að tekinn skuli upp nýr vísitölugrunnur án þess að koma þurfi til lagasetningar. Mæla einhver rök með því, að þessi ákvæði frumvarpsins verði að lögum? Ólafur ísleifsson er hagíræðingur f Reykjavík. 1.740 krónur fyrir loðnulest- ina í Færeyjum — 660 krónur hér LOÐNUVERÐ í Færeyjum er nu rúmlega helmingi hærra en það verð, sem síðast var í gildi hér. Fyrir loðnulestina til bræðslu fást nú hjá Havsbrún í Fuglafirði 1.740 krónur miðað við 8,5% fituinnihald og 14,5% fitufrítt þurrefnisinnhald. Verð það, sem nú gildir hér, er 660 krónur fyrir hverja lest og miðað við 8% I fituinnihald og 16% fitufrítt þurrefn- isinnihald. Eins og kunnugt er af fréttum hafa nokkur íslenzk loðnuskip siglt með afla sinn til Havsbrúnar í Fuglafirði og lönduðu þrjú skip þar um helgina. Andreas Lava Olsen, framkvæmdastjóri Havs- brúnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið á þriðjudag, að óvíst væri hvort hægt væri að halda þessu verði þar sem markaður væri ótryggur og ennfremur væri óvíst hve lengi væri hægt að taka á móti afla íslenzkra báta. Nú væri kol- munnavertíð Færeyinga að byrja og fengi verksmiðjan þá fyllilega nægilegt hráefni til úrvinnslu. Aðspurður um það, af hverju þessi verðmunur stafaði sagði Andreas Lava Olsen, að miklu máli skipti að verksmiðja Havs- brúnar væri í gangi allan ársins hring, en þær íslenzku aðeins í ör- fáa mánuði og væri þar ólíku sam- an að jafna. Við verksmiðjuna væri því gott og vel þjálfað starfs- fólk og henni vel við haldið. Þá væri gufuþurrkari í verksmiðj- unni og gæti það einnig haft sitt að segja. Túlípapf nýSskornum blómum. y^bjóðum nu átúHpönum: 10 stk. á kr. 139- 5 stic.áJstJ^1-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.