Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 17 Stúdentaráð Efstu menn á lista Vöku: 1. Jóhann BaldursNon, laganemi é 1 i. 4. Slefán (iuðlaugsson, verkfræóinemi 2.GuÓný B. Eydal, félagsfrædi 5. (.udmundur Jóhannsson, sagnfræóinemi 3. Stella K. VÍAudóttir, vióskiptafræói 6. Ólafur Björnsson, laganemi Margvíslegar hugmyndir hafa komið fram um skipan „dómsins". „Sáttadómur" væri skipaður 3—5 mönnum, skipuðum af stúdenta- ráði, kennurum og e.t.v. fleiri aðil- um. Ljóst er að einhvers konar samkomulag yrði að vera um odda- mann „dómsins". Meiri umræðu er þörf um öll at- riði varðandi „Sáttadóm" og leita þarf álits sérfróðra manna. Vaka telur þetta brýnt réttindamál innan háskólans og hvetur stúdenta til samstöðu um málið. Félagsstofnun stúdenta Vaka leggur áherslu á að stjórn- völd beri ábyrgð á menntastefnu sl. áratugar þ.e. örri fjölgun stúdenta og sjái FS því fyrir nægjanlegu fjármagni til nýframkvæmda og þá fyrst og fremst til byggingar Stúd- entagarða. Vaka telur að stjórnvöld skuli standa við álit nefndar um rekstur FS frá 1979, en að öðru leyti standi stúdentar undir rekstri stofnunarinnar. Mikil uppbygging hófst í Félags- stofnun er Vökumenn héldu um stjórnvölinn. Það var því ákaflega slæmt fyrir alla stúdenta er vinstri menn náðu meirihluta í stúdenta- ráði með aðsstoð umbótasinna. Framgangur stofnunarinnar hefur verið stöðvaður og rekstur hennar er á niðurleið. Þess vegna þurfa stúdentar í sameiningu að koma vinstri mönnum frá svo rekstur FS verði tryggður. Lánamál Markmið námslána er að tryggja að allir námsmenn geti stundað nám án tillits til efnahags. Til að tryggja þeim námsmönnum, sem ekki geta staðið undir kostnaði af menntun sinni, jöfn tækifæri á við aðra, styður Vaka þá leið að ríkis- valdið geri námsmönnum kleift að flytja hluta framtíðartekna sinna til neyslu á meðan á námi stendur. Það er meginhlutverk Lánasjóðsins að sjá um framkvæmd námslána. Vaka leggur áherslu á að hér er um lán að ræða og hafnar hvers kyns hugmyndum um námslaun. Námslán skulu ætíð vera í hópi hagstæðustu lána í þjóðfélaginu. Vaka telur að námsmenn eigi að endurgreiða lánin að raungildi. Endurgreiðsluhraði skal miðaður fyrst og fremst við heildarláns- upphæðina. Vegna eðlis námslána verða endurgreiðslur að vera sveigjanlegar og rúmir möguleikar á undanþágum vegna verulegra fjárhagsörðugleika. Það er ekki hægt að gera aðför í menntun til fullnægingar á ógreiddu láni. Námslánakerfið á að vera þannig úr garði gert það að hvetji náms- menn til þátttöku í atvinnulífinu. Stúdentablaðið Vaka leggur til að áskrift að Stúdentablaðinu verði gefin frjáls. Þannig verður það undir hverjum og einum stúdent komið hvort hann kaupir blaðið eða ekki. Útgáfa Stdentablaðsins verður eftir sem áður fjármögnuð með áskriftargjöldum að hluta og aug- lýsingatekjum er dekka annan kostnað. Ljóst er að við núverandi aðstæð- ur býr blaðið og ritstjórn þess eng- an veginn við það aðhald sem nauð- synlegt er. Með frjálsri áskrift er tryggt að forsvarsmenn Stúdenta- blaðsins munu leggja sig fram við að gefa út blað er höfðar til stúd- enta og annarra. Þannig dæma stúdentar sjálfir um ágæti blaðsins. Fjöldi áskrifenda er besti vitnis- burður um það. Vaka leggur áherslu á að tengja Stúdentablaðið skólalífinu og um- ræðum um bein hagsmunamál og önnur áhugamál stúdenta. 1 þessu sambandi hefur reglugerð um rit- nefnd blaðsins verið endurskoðuð, fyrir tilstuðlan Vöku, í því skyni að virkja ritnefndina betur til þessara starfa. Leggja verður aukna áherslu á að lækka kostnað við blaðið og auka auglýsingatekjur, en á því hefur verið misbrestur nú í vetur. Húsnæðismál stúdenta Greinilegt er að mikil þörf er á nýjum stúdentagörðum og þá fyrst og fremst á hjónagörðum. Sumarið 1982 stóð FS fyrir könn- un á húsnæðisaðstöðu stúdenta. Þar kom meðal annars fram að um 730 stúdentar í sambúð leigja úti í bæ. Til samanburðar má geta þess að 55 stúdentaíbúðir eru á hjóna- görðum. Það er því ljóst að hraða ber þeirri undirbúningsvinnu sem hófst fyrir rúmu ári, í valdatíð Vöku, að byggingu hjónagarða. Menntamálaráðherra hefur nú skipað nefnd sem koma á með til- lögur til úrbóta fyrir stúdenta í húsnæðismálum. Þessu ber að fagna og vonandi veður starf og álit hennar til þess að hrinda garða- byggingum af stað. Meirihluti stúd- entaráðs hefur sofið á þessu mikil- væga máli allt síðastliðið ár, stúd- entum til tjóns. Stefnt skal að byggingu 150 íbúða á næstu þremur árum. Bygging þeirra skal hafa forgang fram yfir aðrar nýframkvæmdir FS. Þjóðmál Vaka styður lýðræði og hafnar öllum hugmyndum sem leiða af sér alræði hverju nafni sem þær kunna að nefnast, og skírskotar til reynsl- unnar afstöðu sinni til stuðnings. Tryggja verður að skilyrðum rétt- arríkisins og lýðræðisins sé full- nægt. í því felst meðal annars að öllum einstaklingum ber jafn réttur til áhrifa á gang þeirra mála sem alla varðar. I lýðræðinu á að vera fólgin virðing fyrir jöfnum rétti kynjanna, virðing fyrir jafnrétti ólíkra kynþátta og þjóða. Tryggja ber rétt minnihlutahópa og þeirra sem minna mega sín. Allir menn skulu eiga rétt til stofnunar félaga, trúfrelsi og skoðanafrelsi skal tryggt og atvinnufrelsi í hávegum haft. Einnig eiga menn kröfu á því að láta skoðanir sínar í ljós, jafnt í ræðu sem riti. Valdníðsla, kúgun og útþenslu- stefna eru óhjákvæmilegir fylgi- fiskar allra alræðis- og einræðis- stjórna. í ljósi þessa telur Vaka að íslandi sem lýðfrjálsu ríki beri að skipa sér í sveit lýðræðisríkjanna í heiminum og taka afstöðu til al- þjóðamála samkvæmt því. Vaka hvetur íslensku þjóðina til að tryggja áframhaldandi lýðræði á íslandi, efla samstöðu okkar með lýðræðisríkjum og varast þannig að stjórnskipun íslands verði öfga- stefnum að bráð er vilja frelsi vort feigt. NISSAN SIINNY LÁGMARKS BENZÍNEYÐSLA, HÁMARKS AKSTURSEIGINLEIKAR OG ÖRYGGITRYGGT MEÐ HÁÞRÓADRITÆKNI. FRÁ NISSAN - HVAD ANNAD? NISSAN SUNNY f>að var ekki fyrir tilviljun að á síðustu fimmtíu árum hefur Nissan orðið þriðji stærsti bílafram- leiðandi í heimi. þetta gerðist vegna einbeitni Nissan í að ná fram bestu hugsanlegu hönnun sem hægt er í framleiðslu á bílum. f>eir notuðu nýjustu aðferðir og háþróaða tækni sem hefur orðið öðrum til fyrirmyndar um allan heim. þeir sköpuðu bíla sem urðu fyrirmynd annarra framleiðenda í útliti, sparneytni og endingu. Nissan héfur ætíð hannað bifreiðar sínar á þessum forsendum, bifreiðar sem hafa getið sér frábæran orðstír um víða veröld. þannig gefur Nissan Sunny hugtakinu "fjölskyldubín" nýja og víðari merkingu. Nú er fjölskyldubíll þeirra ekki einungis prýddur rúmgóðum innréttingum heldur einnig ótrúlega spameytinn, ódýr í innkaupi og fram úr skarandi endingargóður. Orðið "venjulegur" lýsir ekki fjölskyldubíl á borð við Nissan Sunny - til þess er alltof mikið í hann borið. Nú er fyrirmynd fjölskyldubílsins bíll með sportlegu útliti sem gaman er að aka. Nissan Sunny þarf pó ekki að koma á óvart - hann er ósvikinn Nissan. Fullkomnun náó meö NISSAN-tskni riNISSAIM INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalnrlnn V/Ran6ager&i - Reykjai ik, Simi 91 - 33560.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.