Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 19 Undarleg kjarabarátta — eftir Grétar H. óskarsson Forustumenn starfsmanna ál- versins í Straumsvík voru þess al- búnir að stöðva álverið til þess að ná fram 2—3% launahækkunum, þótt það hefði kostað þjóðarbúið eina milljón á dag í tapaðri raf- orkusölu, launatap og atvinnuleysi starfsmannanna sjálfra, auk milljóna tjóns í álverinu. Dags- brún er að fara út í sams konar ævintýri nú að boði öreigafulltrú- anna í Alþvðubandalaginu. ASÍ, VSI, BSRB, BHM og reynd- ar allir „sérfræðingar" sem um kjaramál fjalla, koma með há- stemmdar yfirlýsingar um nauð- syn kjarabóta, 3% hér, 5% þar og 15 þúsund í lágmarkslaun. Verður er hver 15 þúsunda á mánuði í laun skyldi maður ætla. En svo er það nú ekki. „Lágtekju- maðurinn" með 15 þúsund í laun á pappírnum, fær ekki nema 12.941 krónur í kaup á mánuði. Hitt tek- ur ríkisvaldið í beinum sköttum. „Launþeginn hefur ekki hærra kaup en hann fær útborgaö. Þaö er þaö sem atvinnurekandinn borgar launþeganum. Hitt borgar atvinnurek- andinn ríkisvaldinu beint. Þaö er skattur ríkisvaldsins á atvinnu- reksturinn, en ekki á launþegann.“ Launþegar geta ekki svikið undan skatti. Launþeginn hefur ekki hærra kaup en hann fær útborgað. Það er það sem atvinnurekandinn borgar launþeganum. Hitt borgar at- vinnurekandinn ríkisvaldinu beint. Það er skattur ríkisvaldsins á atvinnureksturinn, en ekki á launþegann. Að vísu er það svo að Borgarstjórn Reykjavíkur: „Fluttar í sýndarskyni“ sagöi Magnús L. Sveinsson um tillögur borgar- fulltrúa Alþýöubandalagsins um atvinnumál Atvinnumálanefnd Reykjavíkur hefur unniö úttekt á stöðu atvinnu- mála í borginni. A atvinnuleysisskrá í Reykjavík eru nú 155 fleiri einstakl- ingar en á sama tíma í fyrra. Mun fleiri cinstaklingar sem eiga lög- heimili utan Reykjavíkur eru nú skráðir á atvinnuleysisskrá í borg- inni en á sama tíma í fyrra. Sam- kvæmt skýrslunni má búast við fjölgun starfa í iðnaði, byggingar- iðnaði og þjónustu- og skrifstofu- störfum á þessu ári en í sjávarútvegi má búast við fækkun starfa á næstu árum. Á fundi borgarstjórnar fyrri fimmtudag var tillaga frá borg- arfulltrúum Alþýðubandalagsins um atvinnumál í borginni á dagskrá. Fjallaði tillagan um það, að atvinnumálanefnd beitti sér fyrir því í samvinnu við aðra að gerð verði skrá yfir innfluttar vörutegundir, sem ætla mætti að framleiða megi hér á landi. Á grundvelli þeirra upplýsinga verði gerðar tillögur um nýjar fram- leiðslugreinar í borginni. Reykja- víkurborg leitist við að greiða fyrir stofnsetningu nýrra fyrir- tækja og nýrri fjárfestingu þeirra, sem fyrir eru á þeim sviðum fram- leiðslustarfseminnar, sem vænleg eru talin. Borgin verði þátttakandi í uppbyggingu stóriðnaðar í Reykjavík og hafi þar sömu mögu- leika og önnur byggðarlög til að tryggja hlut sinn. Nefndin beiti sér fyrir stofnun verndaðra vinnu- staða og stofnað verði embætti iðnráðgjafa, sem starfi með borg- arhagfræðingi. Sagði Guðmundur Þ. Jóns.son, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, að markmið tillög- unnar væri að efla atvinnulífið og tryggja fulla atvinnu í borginni í bráð og lengd. Magnús L. Sveinsson (S) formað- ur atvinnumálanefndar sagði við umræður um tillöguna að það kæmi sér spánskt fyrir sjónir að Alþýðubandalagið flytti þessa til- lögu nú, þar sem borgarstjórn hefði samþykkt það í haust, að at- vinnumálanefnd gerði úttekt á stöðu atvinnumála í borginni fyrir 1. mars, sem yrði síðan grundvöll- sá skattur kemur fram í hækkun á vöru og þjónustu og launþeginn borgar alltaf að lokum. „Hátekjumaðurinn", t.d. starfs- maður í fiskverkun eða járn- blendiverksmiðjunni, sem hefur einhverja eftirvinnu, bónus, vaktaálag o.þ.h., með 32 þúsund í mánaðarlaun, hefur í reynd ekki nema 22.774 krónur í kaup. Hitt fer í beina skattta. Krefjist „hátekjumaðurinn" (þessi með 32 þúsund á mánuði) svo kauphækkunar um 5%, og er þess albúinn að leggja framtíð og afkomu að veði, þá fær hann ekki nema 2,15% þeirrar kauphækkun- ar. Hitt fer í beina skatta til ríkis- ur að ítarlegum tillögum til efl- ingar atvinnulífinu í borginni. Þá kæmi ekkert nýtt fram í tillögu Alþýðubandalagsins aðeins tillög- ur sem þegar hefðu verið til um- ræðu í borgarstjórn og ræddar í atvinnumálanefnd. Upplýsingar um innfluttar vörur til landsins lægju fyrir í verzlunarskýrslum en unnið hefði verið að gerð vöru- skrár á vegum Félags íslenzkra iðnrekenda með styrk frá atvinnu- málanefnd Reykjavíkur. Þær upp- lýsingar, sem þar eru, hygðist at- vinnumálanefn færa sér í nyt. í samþykkt borgarstjórnar í apríl 1978 hefði borgin lýst vilja sínum til að greiða fyrir stofnsetningu nýrra fyrirtækja í borginni. Um uppbyggingu stóriðnaðar hefði borgarstjórn þegar ályktað, og í október 1982 hefði samþykkt um það verið gerð samhljóða í at- vinnumálanefndinni. Unnið væri að stofnun verndaðra vinnustaða í borginni í samræmi við lögin um málefni fatlaðra, sem gildi tóku um síðustu áramót. í júní síðast- liðnum hefði atvinnumálanefnd samþykkt að frá áramótum 1983—1984 skyldi stefnt að upp- byggingu verndaðra vinnustaða í borginni. Niðurstaða lægi ekki fyrir, enda skorti fjármagn til framkvæmdar á lögunum. í borg- inni væri rekin öflug ráðgjafa- starfsemi af ýmsu tagi. í sam- þykkt borgarstjórnar um atvinnu- málanefnd frá því í janúar 1979 væri kveðið á um tæknilega ráð- gjafa nefndarinnar, auk þess sem tveir ráðgjafar á sviði hátækni- iðnaðar ynnu fyrir nefndina. Minnti Magnús m.a. á samstarfs- samning atvinnumálanefndar við Háskóla íslands á sviði rafeinda- iðnaðar. Starf atvinnumálanefndar hefði verið markvissara og meira en til- lögur Alþýðubandalagsins fælu í sér og væri tiilagan ekki annað en sýndartillaga. Var tillögunni vísað til atvinnu- málanefndar með atkvæðum borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Guðrúnar Jónsdóttur, borgarfulltrúa Kvennaframboðsins. valdsins. Gera Dagsbrúnarmenn sér grein fyrir því út í hvað öreigafulltrúarnir eru að leiða þá, og hvort öreigafulltrúarnir gætu ekki átakalaust veitt þeim miklu meiri kjarabót með atkvæði sínu á Alþingi? Að lokum spurning til allra launþega, líka alþingismanna: Hefur þú reiknað út skattana þína fyrir árið 1984? Hefur þú reiknað út hvað þeir verða hátt hlutfall af tekjum þínum á þessu ári? Reikn- aðu og niðurstöðurnar verða áreiðanlega 20—60% hækkun beinna skatta. Var einhver að tala um kjara- skerðingu? SUMIR VERSLA DÝRT AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Grétar H. Óskarsson Grétar H. Oskarsson er flugréla- verkfrædingur og framkræmda- stjóri Loftferðaeftirlitsins. I ■ | 1 | ■ I I ' Í. I Opið tiim.4 ~M 89 S AÐEINS IJnghænur'yS |.00 f pr kg. Kjúklinga AÐEINí 12« :.oo y Pr-kg. Nautahakk |9í r.oo J pr.kg. Don Pedró Danska Lúxuskaffið AÐEINS AUSTURSTRÆTM7 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.