Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 23 Landhelgisdeila Spánar og Frakklands: Einn skipverja missti fótinn Pierre Mauroy ræöir viö spænska ráðamenn Lorient, Krakklandi. 9. mars. AP. Skipverji á spænska fiskiskipinu sem varö fyrir sprengikúlu fransks strandgæsluskips, gægist út um gat eftir sprengikúlu franska skipsins. Herferð gegn Kanadafiski HERLÆKNAR í Lorient námu í nótt á brott með skurðaðgerð annan fótinn á portúgölskum sjómanni, einum af níu sem særðust í skothríð frá frönsku strandgæsluskipi sem stóð tvo spænska togara að ólögleg- um veiðum í Biskayaflóa. Skipstjór- ar togaranna sinntu ekki ítrekuðum stöðvunarskipunum og skaut strand- gæslan þá bæði með fallbyssu og hríðskotabyssu. Annar spænskur sjómaður slasaðist alvarlega, hlaut slæmt fótbrot. Fjórir aðrir þurftu aðhlynningu á sjúkrahúsinu, en hinir þrír hlutu minni háttar meiðsli. Fréttamenn sem skoðuðu verksummerki um borð í þeim togara sem verra varð úti, sögðu að fallbyssukúla hefði greinilega þotið í gegn um vistar- verur áhafnarinnar. Áhafnarmeð- limir togaranna sögðu að þeir hefðu ekki verið að veiðum er elt- ingarleikurinn hófst, og sýndu máli sínu til stuðnings tómar lest- ir skipsins. Talsmenn frönsku strandgæslunar sögðu það ekki aðalatriðið, báðir togararnir hefðu verið marg-staðnir að ólöglegum veiðum á þessum slóðum og hefðu augsýnilega verið á leið á miðin ólöglegu. „Þetta voru engin mis- tök, strandgæslunni hefur verið gert að ná öllum landhelgisbrjót- um sem hægt er, og með öllum leiðum," sagði talsmaður gæsl- unnar. Hart: Mondale-einvígid: Skoðanakönn- un segir keppi- nautana jafna Pierre Mauroy, forsætisráð- herra Frakklands, kom til Madrid í dag og var það löngu ákveðið ferðalag. Stóð til að hann ræddi við borgarstjóra Madrid, en sjálf- ur er Mauroy borgarstjóri í Lille og borgirnar tvær vinabæir. Þá stóð til að hann snæddi hádegis- verð með gömlum vini, Mariano Gonzales, formanni fiskimanna- sambands Ondarroa, bænum sem spænsku togararnir tveir eru frá. Trúlegt er að ferð Mauroy verði að stífum pólitískum fundi, þar sem spænskir ráðamenn munu hafa áhuga á að ræða atburðinn við hann. Pólland: Olæti vegna krossa hjaðna Varsjá, 9. mars. AP. MÓTMÆLIN í pólsku bæjunum Mietno og Garwolin vegna þess að stjórnvöld létu fjarlægja krossa af veggjum skólahúsa fjöruðu út í dag og kirkjumálaráðherra Póllands, Adam Lopatka, sagði að um smámál hefði verið að ræða og allt væri nú með kyrrum kjörum. „Aðskilnaður kirkju og ríkis hefur lengi verið við lýði og bannað að hengja krossa á veggi í skólum all- ar götur síðan 1961. Krossar voru settir upp i þessum skólum til að ögra stjórnvöldum, en allt er nú um garð gengið," sagði ráðherr- ann. Tvennum sögum fer um þetta; haft var eftir nokkrum nemendum að nemendur myndu mæta, en einungis af ótta við að skólunum yrði lokað. Þeir myndu því mæta, en halda áfram barátt- unni með öðrum aðferðum. Miami, 9. marz. Frá Þóri S. Gröndal, fréttarit ara Morgunbladsin.s. THE Miami Herald birtir í gær frétt um það, að hafin sé herferð til að fá bandaríska neytendur til að hætta að kaupa fisk frá Kanada til að mót- mæla seladrápi þar í landi. Eru að- gerðir þessar sagðar hafa skapað miklar áhyggjur í röðum kanadískra fiskútflytjenda. Donna Hunt, sem stýrir mót- mælaherferðinni fyrir Internat- ional Fund For Animal Welfare í Illinois-fylki, segir, að nú þegar hafi verið send út 1,5 milljón bréfa til neytenda um land allt. í bréf- inu sé fólk hvatt til þess að hætta að kaupa fiskrétti frá ýmsum skyndibitakeðjum, t.d. Burger King, sem selur feiknin öll af fisk- borgurum. Bruce Chapman, varaformaður fiskveiðiráðs Kanada, segir, að herferð þssi valdi miklum áhyggj- um. „Okkur koma selveiðarnar ekkert við,“ sagði Chapman. „Við erum að reyna að útskýra þetta fyrir kaupendum okkar í Banda- ríkjunum. Af hverju ekki alveg eins setja bann á kanadískt timb- ur?“ Kínverjar friðmælast við Taiwan IVking, 9. marz. AP. KÍNVERSK stjórnvöld hafa lagt til að tekiö verði upp samstarf við Taiwan í vita- og hafnarmál- um og í björgunaraðgerðum á Taiwansundi. Lagt er til að þrjár hafnir verði opnaðar kínverskum skipum og vitar verði reknir í sameiningu. Forseti Taiwan hafnaði öll- um tilboðunum og sagði þau vera áróðursbragð. Haft var eftir honum að samningaum- leitanir kæmu ekki til greina fyrr en Kínverjar afneituðu kommúnisma. Noregur: Óðir hundar stórslösuðu 9 ára barn Osló, 9. mars. Frá Jan Krik Laure fréttaritara Mbl. NÍU ÁRA gamalt stúlkubarn var dregið nær dauða en lífi undan tveimur óóum hundum í gær. Það bjargaði trúlega lífi hennar, að björgunarmennirnir gátu rennt sér niður háan bakka eftir að hafa náð barninu frá hundun- um og komust þannig undan. Rarnið var hroðalega bitið á höfði, hálsi og baki, þannig að 30 spor þurfti til að loka sárunum. Hundarnir tveir höfðu áður komið við sögu, nokkrum dög- um áður réðust þeir á sauða- hjörð og drápu tvö dýr. Bónd- inn vildi að hundarnir yrðu af- lífaðir, en eigandinn fékk þvi afstýrt gegn loforði um að gæta þeirra betur. Eftir at- burðinn í gær tók eigandinn sjálfur af skarið og skaut hunda sína og verður trúlega gert að greiða barninu umtals- verðar skaðabætur að auki. New York, 9. mars. AP. GARY HART, öldungadeildarþing- maður, virðist enn eiga vaxandi fylgi að fagná í forkosningum Demó- krataflokksins um útnefningu for- setacfnis. Úrslit skoðanakönnunar sem birt voru í dag og náðu yfir Bandaríkin öll, benda til að Hart hafi svipað fylgi og helsti keppinaut- ur hans og sá sem talinn var lang- samlega sigurstranglegastur áður en forkosningarnar hófust: Walter Mondale, fyrrum varaforseti. Þá hefur Hart bætt við sig áhrifamikl- um stuðningsmönnum í Michigan og Kaliforníu. í hópi hinna nýju stuðnings- manna Harts eru fyrrum kosn- ingastjóri Johns Glenn í Michi- gan, og þrír fulltrúardeildarþing- menn frá Kaliforníu sem áður voru í baráttunni fyrir Alan Cranston, sem hefur dregið sig í hlé. Skoðanakönnunin sýndi, að 34% hinna 1.190 aðspurðu fylgja Hart að málum, en 32 prósent eru fylgjandi Mondale. Þegar gert er ráð fyrir 2—3% skekkju til eða frá sést að staðan er nær hnífjöfn. Fyrir mánuði síðan hafði Mondale talsverða yfirburði yfir Hart og aðra sem kepptu að útnefning- unni, í sams konar könnun á veg- um sama fyrirtækis, sem sagt er hlutlaust: Gordon Black-fyrirtæk- ið í Rochester, New York, en úrslit voru birt í dagblaðinu USA Today. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ídagog á morgnn fra kl.13-18 í svningarsal okkar að Ármúla 7 sýnum við teikningar af 20 nýjum MÁT einingahúsum eftir arkitektana: Alhínu og Guðflnnu Thordarson, Áma Friðriksson og Pál Gunnlaugsson. Komið og kynnið ykkur nýjar leiðir í íslenskum byggingariðnaði og lægri byggingarkostnað. Lítil hús — stór hús Xferóáuppsettuin hiLSuin frá kr. (>(X)XMX)-ÍXXXXOOO M4Tr Ármúla 7, símar: 31600 og 31700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.