Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 31 Námskeið í kvik- myndatöku NÁMSKEIÐ í kvikmyndatöku verð- ur haldið á vegum Samtaka áhuga- manna um kvikmyndagerð, í Álfta- mýrarskóla á morgun, laugardag. Námskeiðið hefst kl. 10.00 f.h. og stendur fram yfir hádegi. Leiðbeinandi verður Snorri Þór- isson kvikmyndagerðarmaður. í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borist frá Samtök- um áhugamanna um kvikmynda- gerð, segir að námskeiðið sé ölium opið jafnt félagsmönnum sem öðr- um og aðgangur sé ókeypis. Þar segir ennfremur að farið verði yfir undirstöðuatriði kvikmyndatöku og síðan muni framhaldið ráðast af kunnáttu þátttakenda og áhuga. Er þetta síðasta námskeið- ið sem samtökin halda á þessum vetri. Fundur um verðlagsmál landbún- aðarafurða FUNDUR um verðlagsmál landbún- aðarafurða verður á Hótel Borgar- nesi nk. sunnudag klukkan 13.30. Fundurinn er haldinn að til- stuðlan Neytendafélags Borgar- fjarðar og Verkalýðsfélags Borg- arness. Frummaelendur á fundin- um verða Ingi Tryggvason, for- maður Stéttarsambands bænda, Jón Magnússon, formaður Neyt- endasamtakanna, Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu, Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ, ólafur Sverrisson, kaupfélags- stjóri Borgarnesi, og Jóhannes Jónsson, formaður Félags kjöt- verslana. Að loknum framsögur- æðum verða frjálsar umræður. HANN GR KOMINN OPGL ASCONA1984 Fyrsta sending af OPEL ASCONA 1984 er komin til landsins. Ætternið segir til sín. Fallegur og rúmgóður. Öruggur og þægilegur. Sprettharður og sparneytinn. Fjölskyldubíll. Vestur-þýskur fram í felgur. OPEL byrjaði að framleiða bíla 1898. Fteynsla 86 ára kemur þér til góða, þegar þú kaupir OPEL. Tákn vestur-þýskrar vandvirkni. Tækni, sem treystandi er á. Öryggi, kraftur, ending. OPEL. # BIFREIDADEILD SAMBANDSINS HÖFÐABAKKA 9 SÍMf 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM GM Sex hundruð sinnum sex Á þessu fyrrnefnda 17 ára tíma- bili hefur áfengis- og tóbaksneysla ekki valdið 6 dauðsföllum fyrir aldur fram, heldur má ætla að þau hafi verið 3—4000 a.m.k. Séu rannsóknir, sem fram hafa farið í þessum efnum athugaðar og þá ekki síst skýrsla landlæknis frá verða miklu stærri næstu 17 árin, sé ekki stungið við fótum. Það var gert út af þeim 6, þar sem asbests- rykið var dauðaorsökin, en hvers vegna ekki út af þeim sex hundruð sinnum sex — 3—4000 — sem áfengi og tóbak hafa deytt á sama tíma? Eru menn hræddir við að takast á við þau mál? Getur það verið að fjármagnsveldið að baki áfengis- og tóbakssölu sé svo sterkt og hafi teygt svo arma sína inn í íslenskt þjóðlíf að það góða, sem fólk vill gjöra í þessum efn- um, sé ekki gjört? Hollustuvernd, neytendavernd, stjórnmálaöfl og ýmsir aðrir, sem hafa velferðar- mál að stefnumiði þegja þunnu hljóði, flestir hverjir, á meðan eymdin vex hjá almenningi — en fáar pyngjur bólgna. Páll V'. Daníelsson er riðskipta- íræöingur að mennt. Sex og sex hundruð sinnum sex -eftirPólV. „ Daníelsson Samkvæmt rannsókn, sem Vinnueftirlit ríkisins hefur látið gera, benda líkur til að á árabilinu 1965—1982 hafi 6 manns látist af völdum sjúkdóms, sem asbestsryk veldur. Þetta er 6 manns of mikið og því full ástæða til þess að fara með gát og gera ráðstafanir, sem draga úr eða koma í veg fyrir hættuna. Reglur hafa líka verið settar og því beitt, sem haldbest reynist í slíkum tilvikum, en það eru boð og bönn, sem settum regl- um fylgja. Rösklega tekið á málum Hér er rösklega tekið á málum, enda 6 manns, sem misst hafa lífið á umræddum 17 árum. Væri vel ef allstaðar væri þannig á málum tekið. En mengun, sem veldur sjúkdómum og dauða er víðar og stórtækari en þó er ekki alltaf gripið til varna. Það hlýtur að vera skylda allra velviljaðra manna, sem áhrif geta haft og með völd fara, að vernda heilsu og líf fólks eftir því sem reynsla og þekking nær til. „Þetta eru hrikalegar tölur. Og þær verða miklu stærri næstu 17 árin, sé ekki stungið við fótum. Það var gert út af þeim 6, þar sem asbestsrykið var dauða- orsökin, en hvers vegna ekki út af þeim sex hundruð sinnum sex — 3—4000 — sem áfengi og tóbak hafa deytt á sama tíma?“ Páll V. Daníelsson desember 1982, sem segir að 200—300 manns látist árlega af völdum tóbaksreykinga og 10—20% innlagna í almenn sjúkrahús séu af völdum áfengis- neyslu. Samkvæmt skýrslunni ætti þessi tala að vera hærri, en þar sem hvorttveggja var, að áfengisútsölur og vínveitingahús voru færri framan af þessum tíma en nú er, hraðvíngerðarefni ekki komin til sögunnar að neinu marki, svo og gerðar fleiri tilslak- anir síðari árin varðandi fram- kvæmd áfengislaganna, hafa dauðsföllin trúlega verið færri fyrri hluta tímabilsins. ÞagaÖ þunnu hljóði Þetta eru hrikalegar tölur. Og þær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.