Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 Tómasína Hansen Akureyri — Minning Fædd 3. ágúst 1915 Dáin 29. febrúar 1984 Þegar góðir vinir deyja verður manni stirt um stef — einkum þegar vináttan hefur í senn verið blandin náinni frændsemi, órofa tryggð frá barnæsku til hins síð- asta dags og ljúfum minningum uppvaxtaráranna. Því er stefið stirt, þegar Tómas- ína Hansen er í dag kvödd hinztu kveðju í Akureyrarkirkju af ást- vinum sínum, frændfólki og stór- um vinahópi. Tómasína Hansen var Austfirð- ingur að ætt, fædd á Seyðisfirði 3. ágúst 1915. Foreldrar hennar voru Sigríður Einarsdóttir og Vigfús Jónsson, áður búendur á Fjarðar- seli í Seyðisfirði. Það hefur áreiðanlega verið leiftrandi bros og kæti yfir Tóm- asínu — eða Tommu frænku — þegar hún steig það örlagaríka spor að yfirgefa æskustöðvarnar, þá aðeins 16 ára gömul. Fram að þessu hafði heimsmynd hennar ekki náð út fyrir fagra fjallaum- gerð Seyðisfjarðar, en fyrsti án- ingarstaðurinn var Egilsstaðir og var þá farið ríðandi yfir Fjarðar- heiði. Ferðinni var heitið alla leið til Akureyrar og var hún að fara í vist til Sollu frænku. f höfuðstað Norðurlands ílengdist hún, þar varð hennar heimili og lífsham- ingja, börn og aðrir afkomendur. Þar festi hún rætur og þaðan hvarf hún á brott — óvænt en lífs- glöð og brosandi til síðasta andar- taks. Eftir fyrstu dvölina á heimili Sollu frænku á Syðri-Brekku víkk- aði Tomma enn sjóndeildarhring- inn. Stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann á ísafirði veturinn 1935—36. Að því loknu bar hún gæfu til að dvelja nokkur ár við líf og störf á heimili þeirra ágætu hjóna Borghildar og Jakobs Frí- mannssonar, og reyndust þau henni sem beztu foreldrar. Á því menningarheimili öðlaðist hún bæði þroska og lífsreynslu, sem varð henni síðar ómetanlegt vega- nesti. Þrátt fyrir vistaskiptin slitnuðu aldrei vináttu- og tryggðarböndin við Sollu frænku og hennar fjöl- skyldu. Er leitun að slíkri rækt- arsemi bæði við átthagana og skyldmenni, hvort sem þau áttu heima fyrir austan eða sunnan, og stóð sú tryggð allt til síðustu stundar. Eins og segir í Hávamálum: „Veiztu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af hánum gótt geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta fara að finna oft.“ Þetta var lífsviðhorf Tommu og fram á síöasta dag voru á dagskrá ferðalög til ættingja og vina. Á síðastliðnu sumri náði hún að heimsækja æskuslóðirnar enn þá einu sinni og engan gat grunað, að hún færi nú um í síðasta sinn til að hlúa að nýjum og gömlum vin- áttutengslum. 11. nóvember 1939 giftist Tomma norsk-íslenskum manni, Inga Hansen. Hann var starfs- maður Mjólkursamlags KEA og undir stjórn mjólkursamlagsstjór- ans var Ingi sá hagi tæknimaður, sem lagði gjörva hönd á tækni- væðingu eyfirzks mjólkuriðnaðar, tækniþróun, sem olli straum- hvörfum bæði í eyfirzku og ís- t Móðir mín og dóttir, ÞÓRA RUNÓLFSDÓTTIR, Kleppavegi 32, andaöist í Landakotsspítala fimmtudaginn 8. mars. Ingólfur Birgisson, Krístín Skaftadóttir og aórir vandamenn. t Maöurinn minn og faöir okkar, MARSVEINN JÓNSSON, Álfaskeiöi 28, Hafnarfiröi, lést fimmtudaginn 8. mars. Sólveig Guðsteinsdóttir og börn. t Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÞORVARDUR ÞORVARÐSSON, fyrrverandi aöalféhiröir, lést í Landspítalanum 8. mars. Guörún Guömundsdóttir, Guðrún Þorvaröardóttir, Hermann Pálsson, Þóröur Þorvarösson, Halla Nikulásdóttir. t Konan mín, 1 TRINA VETVIK, andaöist í Landspítalanum 1. mars. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Harald Vetvik. lenzku samvinnustarfi. Verður Inga lengi minnzt fyrir hans mik- ilvæga þátt. Þau eignuðust fjögur börn: Arnvíð, Hans Normann, Ruth og Stefán ívar. Börnin hafa ávallt borið ríkt mót foreldra sinna. Haustið 1958 lézt Ingi og var þá yngsta barnið aðeins átta ára. Það hafði verið einstaklega kært með þeim hjónum og missir- inn var mikill fyrir þau öll. Með hjálp barna sinna og velgjörðar- manna tókst henni að brjótast áfram og skapa fjöiskyldunni nýtt heimili á Syðri-Brekkunni. — Skömmu eftir fráfall Inga hóf hún störf hjá Sundlaug Akureyrar og varð það annar starfsvettvangur hennar í 25 ár. Eignaðist hún þar trausta vini, bæði meðal starfs- fólks og gesta sundlaugarinnar. Hún talaði ávallt um þá með mik- illi hlýju og virðingu. Ótalin eru öll þau störf er hún vann fyrir Kvenfélagið Hlíf og Kvenfélag kirkjunnar og voru þau flest í þágu barnaheimilis eða barna- deildar sjúkrahússins. Skapgerð Tómasínu Hansen mótaðist framar öllu öðru af ein- lægri gleði, fágætri tryggð við um- hverfi sitt og sína nánustu og vinsemd og nærgætni við sam- ferðamennina. í erlendu spakmæli segir: „Allir vita, að glaður vinur er eins og sólskinsdagur, sem strá- ir birtu allt í kringum sig, og það er á færi okkar flestra, að gera þennan heim ýmist að höll eða fangelsi." Heimili og allt umhverfi Tommu var sannarlega höll gleð- innar, hvort sem það var litla heimilið þeirra í Samlaginu eða heimilin tvö uppi á Brekkunni. Á síðasta ári flutti hún í það síðara, en dvölin þar varð allt of stutt. Dagur var að kveldi kominn en engum datt í hug að nóttin væri að skella á. Það var notalegt að eiga þess kost að heimsækja hana glaða og reifa á síðasta áningar- staðnum og rifja upp gamlar endurminningar, hvort sem það voru fjallaferðir með einn til reið- ar á æskuslóðum hennar eða ógleymanleg jólaboð á gamla heimilinu í Grófargili. Þau fóru ávallt fram á nýársdag og í hugum barna þess tíma var hátíðinni að því loknu að mestu lokið, slíkur viðburður var jólaboðið hjá Tommu frænku og fjölskyldu hennar, þar sem heimafólk og gestir skemmtu sér við spil eða aðra leiki — þar var Tomma alltaf hrókur alls fagnaðar. Ibsen: „Blóm kærleikans þarfn- ast meiri og minni regnskúra til að standa í blóma." Tomma var allt sitt líf að vökva þessi blóm, nú síðast annan dag jóla, þegar hún bauð heim öilum nánustu ástvin- unum. Það var jólaboð barna nú- tímans. Tímarnir eru breyttir, en Tomma var alltaf sú sama. Á kveðjustund er góðs vinar sárt saknað. Saknað er tryggðar og festu, er aldrei brást, saknað er andrúmslofts æskuheimilanna, + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HALLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Vesturbrún 14, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. mars kl. 10.30. Karl Kristmundsson, ída Siguröardóttir, Guðmundur Ólafsson, Ólafur Alfreö Sigurösson, Erla Jóhannsdóttir, Arnar Sigurðsson, Elsý Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaöur minn, KRISTINN MARTEINSSON, . skipstjóri, Dagsbrún, Neskaupstaö, veröur jarösunginn frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 12. mars kl. 14.00. Rósa Eiríksdóttir. + Útför eiginmanns míns, RAGNARS TÓMASAR ÁRNASONAR, fyrrum útvarpsþuls, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. mars kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og annarra vandamanna, Jónína Vigdís Schram. sem aldrei líður úr minni, saknað er kátínu og einlægni, sem aldrei haggðist. Saknað er góðrar konu, sem ræktaði frændsemisböndin jafnt í nærveru sem í fjarlægð og veitti umhverfi sínu og samferða- mönnum glaðværð, rósemi og kærleika. Blessuð sé minning hennar. Hrefna Hannesdóttir, Heimir Hannesson, Sigríður J. Hannesdóttir, Gerður Hannesdóttir. í uppvexti mínum á Akureyri heyrði ég svo oft þau ummæli ömmu minnar um Tómasínu að þau urðu mér hversdagsleg: „Ó, blessunin hún Tomma mín, alltaf er hún jafn hugulsöm." Með árunum hefur þessi setning öðlast meira gildi. Engin tengda- dóttir hefði geta reynst tengda- móður sinni betur en Tómasína gerði. Það mun hafa verið mikill hamingju- og gæfudagur fyrir ömmu mína, Sesselíu Stefánsdótt- ur Hansen, er elsti sonur hennar, Inge Arnvid Hi.nsen, gekk að eiga Tómasínu Vigfúsdóttur frá Seyð- isfirði. Tómasína fæddist á Seyðisfirði 3. ágúst 1915, önnur í röð tveggja barna hjónanna Sigríðar Einars- dóttur, ættaðrar úr Fljótsdalshér- aði, og Vigfúsar Jónssonar, að því mér er best kunnugt, Seyðfirðings að uppruna. Foreldrar og öll systkini Vigfús- ar fluttust vestur um haf er hann var barn að aldri og mun hann hafa verið skilinn einn eftir af stórum systkinahópi vegna ungs aldurs. Lítið sem ekkert er kunn- ugt um vesturfarana í dag. Eitt systkini Tómasínu lifir hana og er það Ólafur Vigfússon, fæddur 1912, búsettur á Seyðisfirði, trésmiður að iðn, vel kvæntur og öll hans börn myndarfólk. Sextán ára að aldri mun Tómas- ína fyrst hafa komið til dvalar á Akureyri. Réðst hún þar í vist hjá Sólveigu Einarsdóttur, móðursyst- ur sinni, og manni hennar, Hann- esi J. Magnússyni, skólastjóra. Alla tíð síðan munu Sólveig og Hannes (sem nú bæði eru látin) og börn þeirra hafa staðið Tómasínu mjög mjög nærri hjarta. Síðan liggur leið hennar til ísa- fjarðar í húsmæðraskóla. Ef heimilisverk Tómasínu voru henni ekki í blóð borin, þá hefur að minnsta kosti Húsmæðraskólinn á ísafirði verið góður skóli. Að loknu prófi kemur Tómasína aftur til Akureyrar og ræðst þá í vist hjá Borghildi Jónsdóttur og Jak- obi Frímannssyni, kaupfélags- stjóra. Tómasína hélt tryggð við þau hjón og fjölskyldu þeirra allt til dauðadags. Tel ég það hafa ver- Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Útför eiginkonu minnar, GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Melabraut 8, Settjarnarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. marz kl. 15.00. Fyrír mína hönd og annarra vandamanna, + Krossar á leiðí. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför STEINUNNAR GÍSLÍNU KRISTINSDÓTTUR, Framleiði krossa Nönnufelli 3. á leiði. Fyrir hönd vandamanna. Mismunandi geröir. Uppl. í síma 73513. Dagbjartur G. Guömundsson. Ingimundur Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.