Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 33 ið gagnkvæmt. Trygglyndi tel ég hafa verið einn af stærstu kostum hennar. Hvernig móðurbróðir minn, Ingi, og Tómasína kynntust, tel ég þeirra einkamál, en í hjónaband gengu þau 11. nóv. 1939 á Akur- eyri. Ingi eða Inge Arnvid Hansen eins og hann raunverulega hét var fæddur í Osló í Noregi 19. nóv. 1907, sonur hjónanna Sesselíu Stefánsdóttur af eyfirskum bændaættum og Hans Hansen verksmiðjustjóra, norskur að ætt og uppruna. Ingi starfaði sem hús- vörður og vélgæslumaður í mjólk- ursamlagi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Elsta barn þeirra fæddist 4. des. 1940 og hlaut hann nafnið Arnvid, Alli, meðal vina og vandamanna. Hann er tvíkvæntur og fimm barna faðir og nú búsett- ur á Dalvík. Hans Normann fædd- ist 22. mars 1942. Hann er vél- virki, kvæntur Sigríði Gunnars- dóttur og eiga þau þrjú börn. Ruth, eina dóttirin, er fædd 28. febr. 1944, gift Jóni Dan Jóhanns- syni. Einnig þau eiga þrjú börn. Yngstur er Stefán ívar, fæddur 12. júlí 1950. Hann er vélvirki, kvænt- ur Ragnheiði Lárusdóttur og eiga þau eina dóttur. Það stendur kannski ekki mér næst að lýsa mannkostum barnanna, til þess eru þau mér of náin og kær. Eitt get ég þó hlutlaust fullyrt. Trygg- lyndi hafa þau öll erft frá foreldr- um sínum. Sjálf var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í tíu til fimmtán mínútna gangleið frá heimili þessarar fjölskyldu. Að vísu fór ég leiðina oftast á skemmri tíma, svo mjög sótti ég þangað og það gerðu fleiri jafn- aldrar mínir. „Samlagið" var griðastaður, þar sem ekki eilíflega var verið að rexa og pexa. Tomma raulaði við störf sín og veitti okkur börnunum vel, og hafði það betri áhrif en umvandanir. Sjaldan fór ég tóm- hent heim. „Æ, Inga mín, taktu þetta með þér“, var oftast við- kvæðið um leið og hún rétti métí^ drjúgan hluta þess er hún hafði bakað þann daginn, eða eitthvað sem hún taldi að gæti glatt tengdamóður sína. Ekki skulu gleymdar skógar- eða berjaferðir í A-70, því ekki svo sjaldan fékk ég að fljóta með. Snemma að morgni hins 13. september 1958 kom reiðarslagið. Okkur var tilkynnt að Ingi hefði orðið bráðkvaddur. Svo hræðilegt reiðarslag fyrir svo unga konu með fjögur börn. Allir, sem til þekktu, munu á einu máli um það að Tómasína sýndi bæði stillingu og hetjuskap. Börnin gengu fyrir sem fyrr. Að kvöldi hins 29. febrúar sl. fékk Tómasína hægt andlát. Hún hafði farið á svipaðan hátt og eig- inmaðurinn. Síðasta árið hafði hún að vísu ekki gengið heil til skógar og hætt störfum við Sundlaug Akureyrar eftir 25 ára dygga þjónustu. Ég nefndi trygglyndi; sem dæmi vil ég nefna að aldrei gleymdi hún af- mælisdeginum mínum. Nú hringir hún ekki framar. Við yngra fólkið sem litum á Tommu sem óbifandi klett, alltaf reiðubúna til að tengja saman vinabönd, sem flosna vilja upp í amstri dagsins, er farin á undan okkur. Tekst nokkru okkar að komast með tærnar þar sem hún hafði hæl- ana? Bara dugnaður hennar í fé- lagsmálum er saga út af fyrir sig. Hún starfaði í Kvenfélagi Akur- eyrarkirkju, en best munu kraftar hennar hafa notið sín í Kvenfélag- inu Hlíf. Rauði þráðurinn í starfi hennar þar var í þágu barna. Fyrst í uppbyggingu barnaheimil- isins Pálmholts og síðar barna- deildar Fjórðungssjúkrahússina á Akureyri. Um leið og ég kveð Tommu með hjartans þökk langar mig að láta þessum skrifum fylgja eftirfar- andi ljóðlínur úr „Fjarðlægð" eftir K.R. „Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.“ Elsku Alli, Normann, Ruth og ívar, fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég ykkur og fjölskyldum ykkar innilega samúð mína. Inga Holdö + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUÐMUNDAR H. JÓNSSONAR, húsvaröar, Furugeröi 1. Sólborg K. Jónadóttir, Jónína M. Guömundadóttir, Björgvin H. Kriatinaaon, Valgeír Ó. Guómundaaon, Kriatín Kragh, María Guómundadóttir, Jón Ó. Jónaaon, Sigrún E. Guömundadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir til ykkar allra sem heiöruöu minningu EMILÍU JÓNASDÓTTUR, leikkonu, meö nærveru ykkar, blómum, skeytum og hlýhug. Þökkum sérstaklega af alhug þá einstöku aöhlynningu og ástúö sem starfsfólk og vistmenn á Sólvangi Hafnarfiröi sýndu móöur okkar svo og okkur ættingjunum. Megi guösblessun fylgja ykkur kæru vinir. Svava Berg Þorsteinsdóttir, Ágústína Berg Þorsteinsd., Ágúst Valur Guömundsson, Sigursteinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför SVEINBJARGAR BJARNADÓTTUR fré Oddhóli, Barónsstíg 31. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Landakotsspítala deild 2B. Kristín Elíasdóttir, Sveinbjörn Þ. Einarsson, Steingrímur Elíasson, Hulda Thorarensen, Bjarnhéöinn Elíasson, Ingibjörg Johnsen, Arnheiöur Elíasdóttir, Eyþóra Elíasdóttir, Kristjén Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bílasýning í dag frá kl. 1—4. Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu Tökum vel með farna Lada upp í nýja tttttttntnmttft •Mimmnmim Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar; mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innanfrá, stuðararo.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð. Verð við birtingu auglysingar kr. 213.600.- Lán 6 mán. 107.000.- Þér greiðið 106.600.- Bifreiðar & Sifelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 Verðlisti Lada 1300 ............ 163.500 Lada 1300 safír ...... 183.000 Lada 1200 station .... 175.500 Lada 1500 station .... 196.500 Lada 1600 ............ 198.500 LadaSport ............. 299.000 IJ 27 15 sendibíll .... 109.500 UAZ 452 frambyggöur . 298.000 UAZ 452 m/S-kvöö ...... 234.100 LADA 2107 LADA bílar hafa sannað kosti sína hér á landi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti (könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.