Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1984 39 fclk í fréttum Dýr myndi Gina öll + Elton John og Renata skera brúökaupstertuna. + Þessi mynd barst okkur frá Kanada og birtist hún í blaðinu The Globe and Mail. Sýnir hún það fólk, sem valið var úr miklum fjölda umsækj- enda til að verða fyrstu kanadísku geimfararnir i samvinnu við Banda- rikjamenn. Eins og kunnugt er er einn Vestur-íslendingur í þessum hópi, Bjarni Tryggvason, og er hann hér þriðji í röðinni. Hin eru frá vinstri: Roberta Bondar, Robert Thirsk, Steve MacLean, Kenneth Money og Marc Garneau. COSPER + ítalska kvikmyndaleikkonan Gina Lollobrigida hefur ratað í miklar raunir. Nú nýlega var hún að gæða sér á rækjukokk- teil á fínum veitingastað í New York og þá vildi ekki betur til en svo, að ein framtönnin brotnaði. í ljós kom, að lítill steinn hafði verið í rækjunum. Fegurð kvikmyndadísanna er að sjálfsögðu miklu dýrmætari en annarra og þess vegna hefur Gina farið í mál við eiganda veitingastaðarins og krefst nærri 30 milljóna ísl. kr. í skaðabætur. Elton kom á óvart með kvenseminni + Poppsöngvarinn Elton John kom mörgum á óvart þegar hann tók allt í einu upp á því að kvæn- ast Renötu Blauel, þrítugri sam- starfskonu sinni. Ekki þó vegna þess, að Renata varð fyrir valinu hjá Elton, heldur vegna þess, að flestir höfðu talið hann hallast meira að körlum en konum. Móðir Elton Johns, sem er 84 ára gömul, var að sjálfsögðu yfir sig hrifin þegar hún frétti af þessu framtaki sonar síns og sagðist ekki hafa haft um það hugmynd, að hann ætti unnustu. Sjálfur kveðst Elton loksins hafa fundið réttu konuna en þegar þau voru spurð um væntanlega erfingja vildu þau ekkert um slíkt segja. Þau ætla hins vegar að efna til annarrar brúðkaupsveislu heima í Englandi í apríl í vor og bjóða til hennar öllum ættingjum, vinum og kunningjum. Þar verður ekki um neitt kaffiboð að ræða, heldur veislu, sem á að standa í marga daga. ísraelskur ofurhugi + Israelskur ofurhugi að nafni Amos Kadabra lék nú nýlega listir sínar fyrir fólk í Tel Aviv. Eins og sjá má hangir hann öfugur neðan í þyrlu og er auk þess bæði í spenni- treyju og í hlekkjum. Það var þó ekki afrekið heldur hitt, að kaðallinn logaði og það átti að heita, að hann ætti líf sitt undir því að geta losnað við fjötrana og klifrað upp áður en hann brynni í sundur. Það tókst honum líka með prýði. Raunar er ekki annað að sjá en Amos sé með öryggistaug enda ólíklegt, að þyrluflug- mennirnir hafi tekið í mál að missa hann á jörðina. Tækniteiknari meö margra ára reynslu í teikningum af öllum sviöum óskar eftir vinnu. Getur unniö sjálfstætt. Umsóknir sendist Mbl. sem fyrst merkt: „T — 316“. KAU PMAN NASAMTÖK ÍSLANDS Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands Aöalfundur Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn fimmtudaginn 15. marz 1984 aö Hótel Sögu og hefst hann kl. 10 f.h. Dagskrá: 1. Fundarsetning. 2. Ræöa formanns. 3. Skýrsla framkvæmdastjóra. 4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. Umræöur og atkvæðagreiðsla. 5. Greinargerö fulltrúa Kaupmannasamtaka íslands í bankaráöi Verzlunarbanka íslands hf. 6. Greinargerö fulltrúa Kaupmannasamtaka íslands i stjórn Lífeyrissjóös verslunarmanna. Hádegisverðarhlé 7. Viöskiptaráöherra Matthías Á. Mathiesen ávarp- ar fundinn og svarar fyrirspurnum. 8. Kosinn formaður og varaformaöur KÍ til eins árs. 9. Kosnir 2 endurskoðendur og 2 til vara til eins árs. 10. Lagabreytingar. 11. Önnur mál — tillögur — ályktanir. Framkvæmdastjórn. NOTAÐU FRÍDAGINN TIL AÐ SKOÐA ÚRVALIÐ OKKAR HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA QÚS6A6NABÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVlK * 91-0119« og 91410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.