Alþýðublaðið - 21.09.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 21.09.1920, Qupperneq 1
Grefið út ai iUþýðuflokkuum. 1920 Þriðjudagírra 21. september. 216. töiub!. Verðlagsnefnðiq ag eigendur Morgunbiaðsins. Það er fyrir löngu opinbcrt leyndarmál að Morgunblaðið er haldið út af auðmannaklíku einni til þess að berjast fyrir hagsmun- um þessara auðmanna, og þájafn- framt á móti hagsmunum alþýð- unnar, því að allir vita, að slíkt hlýtur að fylgjast að. Það er alþekt fyrirbrigði erlend- is að auðmenn gefi út blöð til þess að halda fram stéttarhags- munura sínum, en fágætt mun það, jafnvel þar sem auðvaldsspillingin er á hæsta stigi, að auðvaldsblöð- in gerist svo frek, að þau leyfi sér að halda fram hagsmunum ?instakra manna — eigenda blað- anna — gegn hagsmunum al- mennings. En þetta á sér stað í Morgun- ölaðinu! í fyrradag birtir það ritstjórnar- grein á fyrstu síðu um verðlags- nefndarskipunina og þykist blaðið þar vera mikið með því, að verðlags- nefnd sje skipuð, en mestur hluti greinarinnar gengur út á það, að reyna að sanna, að hún eigi að eins að ná til Reykjavíkur og kallar blaðið það fásinnu að vilja láta nefndina ná til alls landsins. En hver er meining blaðsins með þessu r Alþýðublaðið getur frætt lesendur sína á því. Svo er mál með vexti að einn af eigendum Morgunblaðsins í Hafnarfiði hefir fyrirliggjandi 5000 fimm þúsund — tunnur af rúg- mjöli, sem hann hefir keypt til þess að græða á verðhækkun þeirri á rúgmjöli, sem væntanleg hefir verið í alt sumar, og skal þetta nú skýrt nokkuð nánar: Verðið á rúgmjöli hefir verið lægra í Danmörku en nokkurs- staðar þar sem við höfum átt kost á að fá það, og er orsökin þess sú, að danska stjórnin (°g þingið) hefir sett hámarksverð ^ kornið frá bændunum, til þess an halda niðri brauðverðinu. En þegar kosningar fóru fram í vor hétu vinstrimenn þvf — en þeir byggja aðalstyrk sinn á bændum — að þeir skyldu afnema há- marksverðið á korni, ef þeir kæm- ust til valda, svo bændur gætu tengið meira verð fyrir korn sitt. Kosningarnar fóru þannig, að vinstrimenn sigruðu og komust til valda, og var þá fyrirsjáanlegt að rúgmjöl og rúgur mundi hcekka. Þetta hefir hinn umræddi fé- sýslumaður og Morgunblaðseig- andi vitað, og flytur þess vegna inn 5000 tunnur af rúgmjöli í brasktilgangi (»spekú!ation«-til- gangi, því hér er ekki um eigin- lega heildsölu að ræða). Þegar til kom þorðu vinstrimenn ekki fyrir jafnaðarmönnum að nema hámarks- verðið á korni úr gildi, en hafa ákveðið til þesss að friða korn- bændur að hœkka kornverðið að mun, og mun sú hækkun standa nú alveg fyrir dyrum. Munu nú flestir skilja hvers vegna Morgunblaðið vill ekki láta verðlagsnefndina ná út fyrir Reykja- vík. Það er sem sé til þess, að einn einstakur maður, af því hann er eigandi Morgunblaðsins, geti grætt f einu svona 50 þús. kr. eða þar um bil. Það er ekki að furða þó Morg- unblaðið viðhafl sierk orð og kalli það fásinnu, að láta verðlags- nefndina ná út yfir Reykjavíkl Nánar um þetta á morgun. Úr eigin herbúðum. A sjómannafélagsfundi á laugar- daginn gengu inn 20 nýir félagar. Félagið er nú þegar komið í samband við sjómannafélög Norð- urlanda (en þau félög eru í alþjóða- sambandi sjómanna). Samninga hefir félagið gert við H.f. Kvöldúlf, frá 1. ágúst til ára- móta; eftir þeim er kaupið kr. 316,00 á mánuði og eftirvinna kr. 1,50 um klst. og S stunda vinnudagur, þegar skip liggur í höfn. Skóg’areldur i Rússlandi. Réykurinn berst til Svíþjóðar og Moregs. Eidurinn er i 9 héruðum. Um síðustu mánaðamót urðu menn í Suður-Noregi varir við allmikinn reyk og var fyrst haldið að hann stafaði af skógareldi í Dölunum. Var farið að grenzlast eftir þessu og menn sendir í allar áttir, en hvergi fanst skógareldur. Þegar farið var að grenslast nánar eftir hverju þetta sætti, kom það upp úr kafinu, að reyks- ins hafði lfka orðið vart í Stokk- hólmi og litlu áður hafði svo þykkur reykjarmökkur verið inn- arlega í Eystrasalti og Finska- flóanum, að skip komust ekki leiðar sinnar. Var fyrst haldið að eldurinn væri £ Finnlandi, en nú er sannfrétt að hann er í 9 hér- uðum í Rússlandi: Tver, Kostroma, Jaroslov, Wladimir, Moskva, Ria- tsan, Arkangelsk, Vologda og Viatka. Veðurathugunarstöðin f Kristianíu hefir borið saman för reyksins við vindstöðuna og kom- ist að þeirri niðurstöðu, að alt sé sami rcykurinn. Eftir fréttum frá Rússlandi breið- ist eldurinn óðfluga út og hefir eyðilagt járnbrautarteinana í hér- aðinu Viatka á löngu svæði. Auk skóganna brenna heil þorp, mó- birgðir og kornforðabúr. Eldurinn er þegar búinn að brenna á annan mánuð, því 12. ágúst sendi verk- lýðsstjórnin út ávarp, þar sem sagt er meðal annars, að svo mikil hætta steðji að Rússlandi, að til auðnar horfi, margir tugir þúsunda fólks séu þegar orðnir húsnæðis- Iausir. Vetrarbirgðirnar af eldivið hafa farist í eldinum og geysileg vinna hefir á fáum dögum farið forgörðum. Það sorglegasta við þessi ósköp er það, að fullvíst er ' að andstæðingar stjórnarinnar, 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.