Alþýðublaðið - 17.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.10.1931, Blaðsíða 2
ALRSÐUBLAÐIÐ f ■ '1 Alþýðuflokkurinn. Landssamtök verkalýðsins. Samtökin á Akureyri voru ekki nógu sterk til þess, að hægt væri að verða við kröfu Alþýðusam- bandsins um að stöðva Brúar- foss. En Alþýðusambandið er orð- ið svo sterkt, að það getur kom- ið fram rétti verkamanna út um land, þó einstaka fylking í lið- inu geti ekki hafið sókn þegar krafist er. En þó landssamtök verkalýðs- ins séu eins styrk og Hvamms- tangadeilan sýndi, þá má ekki láta hjá líða að taka til athug- unar hver sé orsökin til þess, að samtökin reyndust svona veik á Aikureyri. í sumar var reynt á Akureyri að stöðva löndun við togarann „Rán“, en það mistókst. í fyrra reyndi Einar Olgeirsson að stöðva vinnu við gærurotun. Það mis- tókst. I fyrra reyndi sami Einar að stöðva menn, sem voru að vinna við Brunná innan við Ak- uneyri. Einnig það mistókst. Og hvorttveggja þetta mistókst af undirbúningsleysi, enda virðist svo sem þessir sprengingamenn yerklýðssamtakanna, sem Einar Olgeirsson er foringi fyrir, fari oftast að eins og maðurinn, sem kvartaði undan því, að hann hefði enga rjúpu fengið, hann hefði þó miðað vandlega í hvert skifti þegar hann var búinn að skjóta! En þeir Einar og félagar hans virðast álíta eins og maðurinn, að það sé óhætt að skjóta strax, ef vel sé miðaÖ á eftir. Þegar litið er á, að ofan á að- ferðir Einars í ivinnudeilum á Ak- ureyri bætist, að hann brýzt út úr Alþýðuflokknum (samtökum verkalýðsins) og rnyndar sérstak- an flokk, þarf ekki að undrast aö ekki tækist betur á Akuneyri en raun sýndi. En verkalýðurinn getur ekki látið viðgangast að unnið sé á móti landssamtökum hans. Til dæmis er með öllu ófyrirgefan- legt, að hér í haust, þegar Al- þýðusambandið sendi menn til Keflavíkur, til þess að stofna þar verklýðsfélag, kemur þar á fund- inn maður úr Reykjavík, útsend- ur af sprengingaflokki Einars 01- geirssonar, og fer á undirbúnings- fundinum að rægja Alþýðusam- bandið, til mikillar ánægju fyrir þá íhalds-seggi, sem stolist höfð'u inn á fundinn. Landssamtök verkalýðsins eiga sér þrjá óvini: Ihaldsflokkinn, Framsóknarfliokkinn, Sprengingaflokk Einars Olgeirs- sonar. En verkalýðurinn veit hvað hér er á seyði og mun kunna að varast þá alla. Kaoptélag aípýða stofoað í gærkveldi. í gærkveldi var lokið við að stofna kaupfélagið, sem unnið hefir verið að undanfarið. Var því valið nafnið: Kaupfélag al- þýðu, Reykjavík, skammstafað KAR. Frumvarp að lögum, er undirbúningsnefndin hafði lagt fyrir stofnfundinn, var töluvert rætt, en að loknum umræðum var frumvarpið samþykt næstum alveg óbreytt. Segir svo um inn- göngu félagsmanna í 3. grein b.: „Inngöngu í félagið fá karlar og konur... [er] greiða kr. 10 —• tíu kr. — í inngangseyri, og kr. 40 — fjörutíu krónur — í stofnr sjóð. Þó er stjörn félagsins heim- ilt, ef henni finst ástæða til, að gefa innsækjendum kost á að gneiða þetta sem hér segir: kr. 25 við inntöku, og hinn hluta þess á næstu tveim árum.“ Eftir að lögin voru samþykt, var gengið til stjórnarkosninga. Vioru þessir kosnir næstum í feinu. hljóði: Héðinn Valdimarsson. Valgeir Magnússon sjómaður. Ingimar Jónsson skólastj. Eiríkur Snjólfsson bifr.stj. Gunnar Benediktsson. Til vara voru kosnir: Sigurður Guðmundsson, ráðs- maður Dagsbrúnar. Sigurður Sæmundsson sjóm. Endurskoðendur voru kosnir: Jón Guðjónsson bókari hjá Eimskipafél. Sigurjón Jónsson bókari í Landsbankanum. Til vara: Eggert Bjarnason bankaritari og Pétur Halldórsson skrifari. fir herMðom verkahðsins. 16 ára afmœli Sjómannafélags Reykjavíkur verður hátíðlegt haldið með fjölbreyttri skemtun i alþýðuhúsinu Iðnó 23. október n .k. Aðgöngumiða verður hægt að fá í skrifstofu Sjómannafé- lagsins, Hafnarstræti 18, kl. 4—7 frá og með n. k. mánudegi. Bifreiðaskúr brennar. Kl. að ganga 12 í nótt urðu menn þess varir, að bifreiðaskúr Kristins og Gunnars, sem var á Skildingarnessmelum, stóð í björtu báli. Var slökkviliðið þegar kallað á vettvang, en þar eð ekk- ert vatn er þarna nálægt, gat það ekkert að gert. Brann skúrinn upp til agna, og er talið, að 6 eða 7 bifreiðir hafi brunnið í honum til kaldra kola. Hlutaveltu heldur Knattspyrnu- félagið „Víkingur" í „K.-R.“-hús- inu á morgun frá kl. 4. „Selfoss“ kominn. „Selfoss“ kom hingað í morgun. Lítur út fyrir, að hann sé mjög lítið skemdur. Verður sementað þar, sem skipið er lekt. Fram- kvæmdastjóri Eimskipafélagsins býst við, að það geti síðan haldið áfram ferðurn sínum eins og ekk- ert hefði í skorist. Hjálplð máttvana dreng. 1 haust kom hingað til bæjarins piltur utan af landi til lækninga. Hann er nú 15 ára og er búinn að vera síðan hann var fjögra ára máttlaus upp að mjaðmagrind og ekkert getað bjargast um sjálfur, nema með því að setjast flötum beinum og hreyfa fæturna til með höndunum og aka sér þann- ig áfram. En það er undrunar- og aðdáunar-vert, hvernig hann hefir komist upp á að hreyfa sig þannig, og stundum hefir hann farið þannig milli bæja í sveit að vetrarlagi. Foreldrar hans voru bláfátæk og það urðu engir til að reyna að leita honum lækninga, enda fylgist oftast að á útkjálkunum getu- og áhuga-leysi. Nú hefir honum verið komið hingað suður í þeirri von, að eitthvað væri hægt að gera fyrir hann hér, bæði hvað lækningu snerti og líka til að reyna að láta hann læra eitthvað, sem hann gæti haft ofan af fyrir sér með, því hann er ólamaður að öðru en þessu og prýðilega greindur og skýr. En hann á eng- an að hér, sem geti hjálpað hon- um eða styrkt hann að nokkru ráði. Það er í ráði að kaupa bon- um stól, sem hann getur ekið áfram sjálfur, og nokkrir góðir menn hafa lagt af mörkum til þess, en enn þá vantar 250 kr. til þess að þetta geti komist í framkvæmd. Nú eru það tilmæli mín til ykk- ar, kæru Reykvíkingar, að þið leggið ofurlítið af mörkum, svo málið strandi ekki. Timarnir eru örðugir og flestir eiga nóg með sig, en ef margir legðu sam- an, þó upphæðirnar væru litlar, þá kæmi þetta fljótt. Það er margt sagt um Reykjavík bæöi til hins betra og verra, en eitt verður aldrei hrakið, og það er, að hvergi á landinu er gert mieira fyrir þá, sem bágasta aðstöðu Jhafa í þjóðfélaginu, en hér; það hafa Reykvíkingar alt af sýnt þeg- ar til þeirra hefir verið leitaö, (og svo mun enn reynast. Samskotum verður veitt mót- taka í afgreiðslu Alþýðublaðsins. Kimnugur. Krónan feld enn. Tvo síðustu daga var íslenzka jkrónan í 65,04 gullaurum. 1 dag er hún í 64,87 gullaurum. Mansjútindeilan. 1 skeyti frá Tokio í Japan, 16. okt. UP.—FB., segir: Ráðuneyt- isfundur stendur hér yfir út af því, sem gerst hefir í Genf vegna Mansjúríudeilunnar. 1 Genf hefir fulltrúi Japana skýrt svo frá, að þeir hafi alls ekki í huga að segja Kínverjum stríð á hendur, en ef Kínverjar segi Japönum stríð á hendur, þá „muni Japan hafa slíka stríðs- yfirlýsingu að engu.“ Fulltrúi \Ia- pana hefir haft orð á, að svo kunni að geta farið, að Japan segi sig úr Þjóðabandalaginu ve'gna framkomu bandalagsráðs* ins og tæpir á, að af því kynnu að geta orðið afdrifaríkar afleið- ingar. Genf, 16. okt. Japanar hafa mótmælt þátttöku Bandaríkjanna í framkvæmdaráði Þjóðabanda- lagsins og skírskotað til laga- ákvæða. Þau mótmæli hafa ekkí verið tekin til greina. Síðar: Bandaríkin hafa þegið boðið um þátttöku í störfum ráðsins og útnefnt Prentiss Gil- bert fulltrúa sinn. Brezbu kosningarnar. Lundúnunx, 16. okt. U. P. FB. Um 1300 frambjóðendur til þings hafa verið útnefndir. Sextíu era sjálfkjörnir, þar eð ekki eru nein- ir í kjöri á móti þeirn. Á meðal þeirra eru Stanley Baldwin, Sir Thomas Inskip og Duff Cooper,. fjármálaritari hermálaráðuneytis- ins. 17. okt. Frambjóðendur til þingsins eru 1286 talsins, þar af 61 ikona. Frambjóðendur jafnað- armanna eru 514, íhaldsmanna 517, „Frjálslynda" flokksins, sem fylgja stjórninni að málum, eru 123 talsins, en frjálslyndir fram- bjóðendur aðrir 37. Frambjóðend- ur kommúnista eru 25, nýja Mos- ley-flokksins 23, þeir úr Verka- lýðsflokknum, sem fylgja stjórn- inni (National-socialists) 21 og 26, aðrir. Frá sjómösnnnnm. Via Wick Radio, 16./10. FB.. Erum á Norðursjónum á leið til Þýzkalands. Vellíðan. Kveðjur. Skipverjar á „Andra“. Frá Þjóðverjum. Berlin, 16. okt. U. P. FB. Rík- isþingið hefir samþykt traustsyf_ irlýsingu til stjórnarinnar með 294 atkvæðum gegn 270. íþróttaflokkur verkamanna tekur til starfa kl. 9 i fyrrá málið í fimleikasal nýja barna- skólans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.