Alþýðublaðið - 17.10.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.10.1931, Blaðsíða 4
4 £ b Þ 3 ÐUB&áiÐfÐ I Ti! Hafnerfjarðar og Vífllsstaia er bezt að aha með STEINDÓRS-bifreiðum. ■■■SHSlilÍISIlilS! Verkamannabústaðirnir: Útboð. Múrarar, sem vilja þiera tilboð í innanhússmúr- sléttun, fá lýsingu af verkinu og aðrar upplýs- ingar hjá umsjónaimanni bygginganna á vinnu- staðnum við Bræðraborgarstíg mánudaginn 19 p. m. kl. 10—12 f. h. og 4—5 eftir hádegi. Þeir einir koma til greina, sem iðnréttindi hafa. Drengjaföt með tvennum buxum. Skólaföt, Matrósaföt. Mest úrval. Bezt verð í S of f í ubúð sveinn á „Botníu“ sektaður um 1100 kr. og búrmaður um 1300 kr. fyrir áfengissmyglun, sem var 11 hálfflöskuT og 2 heilflöskur af whisky. Gengi erlendra mynta laér í dag: Sterlingspund kr. 22,15 Dollar 5,751/4 100 danskar krónur — 125,85 — norskar — 125,85 — sænskar — 133,40 — mörk þýzk 132,14 — frankar franskir — 22,84 — belgar belgiskir — 80,85 — svissn. frankar 112,95 — gyllini hollenzk — 233,77 — pesetar spænskir — 51,91 — lírur ítalskar — 30,02 — tékkóslóvn. kr. — 17,30 Sjómannafélag Reykjayíkur heldur fund á mánudaginn kemur. Auk venjiulegra féLags- mála verður rætt um eftirlit með öryggi skipa, og er skipaskoðun- armönnum ríkisins boðið á fund- inn. Nýtt blað. „Só.kn“ heitir vikublað, er hóf göngu sína í fyrra dag. Otgef- andi er Stórstúka íslands. I rit- nefnd eru þrír menn, sinn úr hverjum stjórnmálaflokki. Þeir eru: Felix Guðmundsson, Friðrik Ásmundsson Brekkan og Jakob Möller. „Dagsbrún" Fundur í kvöld kl. 8 í templ- arasalnum við Bröttugötu: Frétt- ir frá öðrum þjóðum (Héðinn Valdimarsson segir frá), — at- vinnubótamálið, — þingmái verkamanna (Jón Baldvinsson hefur umræður). Þessi er dag- skrá fundarins, og mun hann verða merkilegur og gagnlegur fundur. Er þess að vænta, að félagsmenn sæki hann vel og stundvíslega. Vatnstunnan 1,50.. 1 surnar var svo mikill vatns- jskortur í Stykkishólmi, að vatns- tunnan var seld þar á 1 kr. 50 aura, enda var vatnið sótt í tunn- um á bifreiðum 10 kílómetra leið, í Bakkaá í Helgafellssveit. Lúðrasveit Reykjavíkar leikur á Austurvelli á morgun kl. 3V2; ef veður leyfir. „ímyndunarveikin“ verður leikin annað kvöld. er að frétfia? Nætiirlœknir er í nótt Hannes Guðmundison, Hverfisgötu 12, simi 105, og aðra nótt Ólafur Helgason, Ingólfsstræti 6, sími 2128. Nœfurvördiir er næstu viku í lyfjabúð Laugavegar og Ingólfs- lyfjabúð. Messur. Prestsvígsla. Messur á morgun: ! dómkirkjunni kl. 11 prestsvígsla. Vígður verður Óskaí Þofláksson, settur prestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellssýslu. Séra Hálfdan Helgason á Mosfe’.li lýsir vígslu. I fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. I Landakotskirkju kí. 9 f. m. hámessa, kl, 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. Hjálprœdisherinn. Á morgun: Helgunarsamkoma kl. 10y2 árd. Sunnudagaskóli kl. 2. Otisamkoma á Lækjartorgi kl. 4, ef veður leyf- ir. Hjálpræðissamkoma kl. 8 síðd. Árni M. Jóhannesson stabskapt. og frú stjórna. Lúðrasveitin og strengjasveitin aðsto'ða. Allir vel- komnir! Skenitun heldur K. F. U. M. í Hafnarfirði annað kvöld kl. 8i/2. Frú Guðrún Ágústsdóttir syngur, karlakór syngur og séra Bjarni Jónsson talar. Aðgöngumiðar fást í verzl. Hansens, hjá Ól. Runólfsr syni og Magnúsi Böðvarssyni og eftir kl. 5 um kvöldið í húsi fé- lagsins. Isfisksala. „Geir“ seldi afla sinn í Bretlandi í fyrradag fyrir 1294 sterlingspund. „Zeppelin greifi“. Frá Fried- richshaven er símað í dag: „Zep- pelin greifi" lagði af staö til Suð- ur-Ameríku kl. 1 og 5 mín. í nótt. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 7 stiga hiti í Reykjavík. Útlit á Suðvesturlandi vestur um Breiða- fjörð: Vestangola. Smáskúrir sums staðar, en bjart á milli. Breiðhoít. Samþykt var á síð- asta bæjarstjórnarfundi að leigja Jóni Ingimarssyni Breiðholtshús, nýræktarsvæðið þar og um 4 hektara utan túns til 5 ára gegn 500 kr. ársleigu. Vatnsskattur. Samþykt var á síðasta bæjarstjórnarfundi, að þeir húseigendur í Skólavörðu- holtinu, er sóttu s. 1. vetur um að þurfa ekki að borga vatns- skatt, sökum þess, hve oft væri vatnslaust í húsunum, en var synjað um það, þurfi ekki að greiða dráttarvexti af skattinum, þótt þeir hafi ekki greitt hann fyrri en nú. Skipafréttir. „Suðurland“ fór í gær í Borgarnessför, kemur aft- ■ur í dag. — Fisktökuskipið „Bri- mar“ fór héðan i gær til að ferma á höfnum vestan- og norð- an-lands fyrir Ásgeir Pétursson. Annað fór héðan í morgun til fisktöku fyrir „Kveldúlf*. Togararnir. „Rán“ og „Ver“ fóru á veiðar í gær. Skipshöfnin gerir „Ver“ út á líkan hátt og á „Andra“. Þgzkur lœknir tók nýlega konu sína af lífi mieð byssuskoti; síðian skaut hann sjálfan sig. Konan hafði í mörg ár þjáðst mjög af krabbameini, og er talið, að hún hafi æskt þess, að miaður hennar gerði þetta. Geyraisla. Reiðhjól tekin til geymslu. Örnin, Laugavegi 20 A. Sími 1161. Gott herbergi með góðum hús- gögnum til leigu, Laufásvegi 44. Af sérstökum ástæðum eru til leigu nú þegar eða 1. nóv. tvö stór herbergi á neðstu hæð í hús- inu nr. 3 við Suðurgötu. Uppl. gefur Jónas H. Jónsson í sima 327 og 1327. Niðursuðudósir mfeð smeltu loki fást í Blikksmiðju Guðm. Breið- fjörð, Laufásvegi 4. Kenni að tala og lesa dönsku og byrjendnm organleik. Á, Briem, Laufásvegi 6, sími 993. Lifnr oghjðrtn Klein, Baldursgötu 14. Sími 73. Ljósmpdastofa Péiurs Leifssouar, Þingholtstræti 2, (syðri dyrnar) Góðar mpdir! Góð viðskifti xxxxxxxxxxxx Boltar, rær og skrúfur. v aicL Poulsen, Klapparstíg 20. Sími 2-t. JöööOOOöööööC Nýkomið: Appelsínur stk. 0,15. Epli Vi kg. 0,90. Perur, bananar og átsúkku- laði 25 teg. og m. fl. Munið harðfiskinn góða. Verzlun hinna vandlátu, Merkfasteimi, Vesturgötu 17. Sími 2138. Ljósmyudastofa Carls Ólafssonar. Aðalstræti 8, Reykjavik, Opin virka daga frá kl. 10—7 — sunnudaga-----1—4 Athugið: Verð á myndum er það lægsta i borginni. Pantið myndatökutima í síma 2152 eítir samkomulagi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson, Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.