Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 2

Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Sementsverksmiðjan: Fimmtán starfsmenn hættu afgreiðslustörfum ■i V Höfrungur III ÁR 250 kominn með 1.118 lestir FIMMTÁN starfsmenn Sements- verksmiðju ríkisins hættu af- greiðslu í fyrradag til að leggja Akurejri, 29. mars. NÝTT hlutafélag, Höfn á l'órshöfn, hcfur gert samning við Slippstöðina hf. á Akureyri um að kaupa af stöðinni 270 tonna skip, sem er þar í smíðum. Er hér um að ræða seinna skipið í svoköll- uðu raðsmíðaverkefni, og hefur skipið vcrið í smíðum undanfarið. Skipið er upphaflega teiknað sem fjölveiðiskip en gert er ráð fyrir að þetta skip verði sérstaklega útbúið til rækjuveiða og gert ráð fyrir suðu og frystingu um borð. Eigendur hins nýja hlutafélags eru Þórshafnar- hreppur, kaupfélagið á staðnum og Ráðherrar og formenn Sjálf- stæðisflokksins komu saman til fundar fyrir ríkisstjórnarfundinn í gærmorgun. Var þar ákveðið að fjármálaráðherra legði ekki fram hugmyndir sínar á ríkisstjórnar- fundinum, en ráðherrar héldu áfram umfjöllun sín á milli um málið. Nokkrar þeirra hugmynda, sem fjármálaráðherra kynnti í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrradag og Mbl. skýrði frá í gær, hafa ekki verið samþykktar af við- komandi ráðherrum. Samgöngu- ráðherra Matthías Bjarnason hef- ur lýst sig andvígan niðurskurði í vegaframkvæmdum og er einnig mikil andstaða gegn því í þing- flokkum beggja stjórnarflokkanna. Kom það m.a. fram í skriflegum tillögum Framsóknarráðherranna, sem þeir lögðu fram í ríkisstjórn, að þeir mæla gegn þeim niður- skurði. áherslu á kröfur sínar í samninga- viðræðum við ríkisverksmiðjurn- ar. Hér var um að ræða félaga í einstaklingar. Að sögn Gunnar Ragnars, for- stjóra Slippstöðvarinnar, eru miklar líkur á, að á næstunni verði einnig gengið frá sölu á öðru raðsmíðaskipi, sem einnig hefur verið í smíðum í stöðinni. Ráðgert er að það verði lengt eins og þetta skip og það verði einnig búið sérstaklega til rækju- veiða. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent fullbúið frá stöðinni seint í haust, en náist samningar um sölu hins skipsins væri hægt að af- henda það í sumar. • GBerg Hugmyndir Framsóknar sem þeir kynntu í ríkisstjórn í gær virð- ast að mörgu leyti falla að hug- myndum sjálfstæðismanna, að undanskyldu því að framsóknar- menn telja bilið ekki verða brúað án þess að að afla nýrra tekju- stofna. Leggja þeir þar sérstaklega til að lagt verði á fyrrgreint kíló- gjald bifreiða. Fjármálaráðherra og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar lagt áherslu á að ekki komi til frekari skatta. Nú þegar hefur náðst samkomulag um að til 310 millj. kr. fjárframlaga til hinna verst settu verði 180 millj. kr. teknar af fjárveitingum til niðurgreiðslna á landbúnaðarvöru. Framsóknarmenn vilja ekki ganga frekar á þennan lið og þeir mæla einnig gegn því að gengið verði á útflutningsbætur landbúnaðar- vöru, en sú hugmynd er meðal ann- arra í tillögum fjármálaráðherra. Dagsbrún og járnsmíðafélaginu, sem vilja fá bónusgreiðslur, svip- aðar þeim sem starfsmenn Járn- blendifélagsins njóta. Árið 1982 var launakerfi Sem- entsverksmiðjunnar, Áburðar- verksmiðjunnar og Kísiliðjunn- ar, aðlagað launakerfi Járn- blendifélagsins. Síðan hafa ver- ið teknar upp bónusgreiðslur hjá Járnblendifélaginu, en ríkis- verksmiðjurnar hafa ekki fylgt í kjölfarið. Samningafundur hjá ríkis- sáttasemjara stóð yfir frá morgni til kvölds í gær. Halldór Björnsson, fulltrúi Dagsbrúnar í viðræðunum, sagði við blaða- mann Morgunblaðsins í gær- kvöldi, að lítið hefði miðað í samkomulagsátt. „Þetta flýtur í lygnu," sagði hann, „en menn ræðast þó enn við.“ Framsóknarmenn lýsa sig reiðu- búna til að standa að niðurskurði og sparnaði á ýmsum þeim sömu liðum og tillögur fjármálaráðherra fjalla um, svo sem varðandi Lána- sjóð ísl. námsmanna, hlutdeild rík- issjóðs í tannlækna- og lyfja- kostnaði o.fl. Til niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði eru á fjárlög- um 230 millj. kr., einnig eru í ríkis- sjóði 60 millj. kr., sem ekki var ráðstafað á síðasta ári. Lýsa fram- sóknarmenn sig reiðubúna til að skera þennan lið niður. Þá benda framsóknarmenn á möguleika til IÐNAÐARBANKINN auglýsti í gær hækkun innlánsvaxta á svonefndum IB-reikningum. Auglýsti bankinn 2% hækkun vaxta á reikningum, sem bundnir eru í 3—5 mánuði, og \% hækkun við 6 mánaða eða lengri HÖFRUNGUR III ÁR 250 frá Þor- lákshöfn er nú kominn með 1.118 lestir af óslægðum afla, þorski og ufsa frá því hann hóf róðra upp úr miðjum janúar. Að sögn Þorláks- hafnarbúa muna menn þar ekki annan eins afla á bát á þessum árs- tíma. Mun Höfrungur III vera afla- hertrar innheimtu söluskatts og upptöku söluskattsálagningar á vöruflokka, sem felld hefur verið niður. Málið varð ekki afgreitt í ríkis- stjórn í gærmorgun og verður áfram til meðferðar hjá ráðherrun- um í dag og um helgina. Fjármála- ráðherra mun halda fund með for- mönnum stjórnarflokkanna í dag og fundahöld eru tíð hjá einstökum ráðherrum. Reiknað er með að málið verði tekið fyrir á ný á ríkis- stjórnarfundi nk. þriðjudag. bindingu innlánsfjár. Valur Valsson, bankastjóri Iðn- aðarbankans, sagði í samtali við Mbl. í gær, að þessa breytingu á innlánsvöxtum IB-reikninga mætti rekja fyrst og fremst til breyttra reglna Seðlabankans. Sagði Valur ennfemur, að eðlilegt væri að þessi vaxtahækkun kæmi þeim, sem sýndu reglubundinn sparnað og skilvísi, fyrst til góða. Sagðist Valur ekkert vilja um það segja hvort þetta frumkvæði Iðnaðarbankans leiddi til harðrar samkeppni á milli bankanna í vaxtamálum, en eðlileg samkeppni væri aðeins af hinu góða. Hins vegar væri svigrúm bankanna takmarkað á meðan reglur um út- lánsvexti væru áfram hinar sömu og verið hefði. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði í samtali við Mbl. í gærkvöld, að engin ákvörðun hefði enn verið tekin af hæstur vertíðarbáta. Skipstjóri á Höfrungi er Þorleifur Þorleifsson. Eins og áður sagði er afli Höfr- ungs III nær eingöngu ufsi og þorskur eða um 550 lestir af ufsa og hitt þorskur. Frá því Höfrung- ur hóf veiðar og til 20. febrúar var ufsaafli hans í netin utan kvóta og á hann því nokkuð eftir af kvótan- um enn. Þorleifur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Glettings hf., sem gerir Höfrung út, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að báturinn ætti eftir um 60 lestir af þorsk- kvótanum en mun meira af ufsa. Heildarkvóti Höfrungs nam 1.005 lestum af slægðum fiski, sem sam- svarar um 1.200 lestum af óslægð- um fiski. Næstu bátar í Þorlákshöfn eru Friðrik Sigurðsson með 735 lestir og Sæunn Sæmundsdóttir með 700 lestir. Sprengdu dufl og eldflaug Sprengjusérfræðingar landhelg- isgæslunnar voru í vikunni sendir vestur til Ólafsvíkur til þess að sprengja leifar æfingaeldflaugar frá varnarliðinu, sem einn Ólafsvíkur- báta hafði fengið í netin. Ekki var vitað hvort hætta stafaði af þeim, en þær voru sprengdar í öryggisskyni. Þá voru menn frá landhelgis- gæslunni sendir austur á Álfta- fjörð fyrir síðustu helgi til þess að sprengja átta gamla tundurdufla- belgi auk eins dufls, sem var enn með sprengibúnaði. hálfu bankans um hækkun vaxta af einstökum lánaflokkum. Sagði hann erfitt að átta sig á hversu mikið mætti hækka vexti því á meðan ekki væri svigrúm til hækkunar útlánsvaxta hlytu hækkaðir innlánsvextir að koma af hagnaði bankanna. Bátar veiða án leyfa LANDHELGISGÆSLAN hafði í gær afskipti af þremur bátum, sem voru að veiðum án þess að hafa tilskilin þorskanetaveiðileyfi. Sagðist Sigurður Árnason hjá Landhelgisgæslunni telja, að brot bátanna væru ekki framin vísvit- andi, heldur væri hér um mis- skilning að ræða. Líkast til hefðu eigendur bátanna tekið úthlutun aflakvóta sem veiðileyfi, en hið rétta væri að eftir sem áður þyrfti að sækja um leyfi til veiðanna. „Stóraukin rækt við framburð tungunnar og málvöndun“ Tillaga sjö þingmanna úr fimm þingflokkum „ALÞINGI ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um að í ríkisfjölmiðlum og í grunnskóla- námi verði stóraukin rækt lögð við kennslu í framburði íslenzkrar tungu og málvöndun svo að grundvöllur tungunnar raskist ekki, en hann varðar meginþátt ís- lenzkrar menningar eins og varð- veizla tungunnar að öðru leyti.“ Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar, sem sjö þing- menn úr fimm þingflokkum (öll- um nema Samtaka um kvenna- lista) hafa lagt fram á Alþingi. Flutningsmenn eru: Árni John- sen (S), Halldór Blöndal (S), Ólafur Þ. Þórðarson (F), Kol- brún Jónsdóttir (BJ), Jón Bald- vin Hannibalsson (A), Geir Gunnarsson (Abl.) og Þorsteinn Pálsson (S). í greinargerð segir að íslenzk tunga sé dýrmætasti fjársjóður okkar og nátengd sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Varðveizla hennar sé eitt mikilvægasta þjóðræknismál okkar. (Sjá nánar á þingsíðu Mbl. í dag). Höfn hf. á Þórshöfn kaupir skip af Slippstöðinni Ráðherrar Framsóknar kynntu hugmyndir sfnar í ríkisstjórn: Telja nýjar gjaldtökur vera óhjákvæmilegar Leggja til að lagt verði á bifreiðir kílógjald, sem gefi allt að 150 millj. kr. Framsóknarflokkurinn vill nýjar gjaldtökur til að brúa bilið í fjárlögum, samkvæmt skriflegum hugmyndum þeirra, sem þeir lögðu fram á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun. Leggja þeir m.a. til að lagt verði á svonefnt kílógjald á bifreiðir, sem þeir áætla að gefi ríkissjóði allt að 150 millj. kr. Þeir lýsa sig andvíga frekari niðurskurði á fjárveitingum til niðurgreiðslna á landbúnaðar- vöru, en þeim 180 millj. kr., sem taka á til úrbóta fyrir hina verst settu samkvæmt ASÍ/VSÍ-samningunum. Þá telja þeir að ekki megi draga frekar úr útflutningsbótum frá áætluðum 280 millj. kr. á fjárlögum, fremur þurfi að bæta við þeim 120 millj. kr., sem reiknað er með í fjárlagagatinu. Þá mæla þeir með niðurskurði og sparnaði á fjárlagaliðnum til niðurgreiðslna vegna húshitunar, einnig hvað varðar Lánasjóð íslenzkra námsmanna, aukna hlutdeild almenn- ings í tannlækna- og lyfjakostnaði o.fl. Iðnaðarbankinn hækkar vexti af IB-reikningum Óljóst hvort aðrar innlánsstofnanir hækka vexti á ákveðnum lánaflokkum til mótvægis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.