Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 7

Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 7 PELSINN Kirkjuhvoli, sími 20160. Kynna stýriflaugar Myndin er tekin við hátíöiegt tækifæri á Rauöa torginu í Moskvu og sýnir sovéskan eldflaugavagn meö banvænan farm sinn. Þessi vagnar fara óhindraðir um öll Austur- Evrópuríkin. Hér á landi eru þessa dagana staddir tveir fulltrúar kvenna í Bretlandi sem vilja hindra feröir eldflaugavagna þar í landi og hrekja allar eldflaugar á brott af bresku landi. Til þessa telja þær þann ávinnig þó helstan af baráttu sinni aö hafa kynnt Bretum komu stýriflauganna og útlit jDeirra, eins og fram kom í Þjóðviljanum og endurtekið er í Staksteinum í dag. Konurog herstödvar Guðrún Agnarsdóttir, þingmaóur Kvcnnalistans, lýsiti friðaraögerðum kvenna við herstöðvar með þessum orðum í þingræöu um „rriðarfræðslu": „Með ótrúlegu hugrekki, seiglu og óbilandi trú á lídð hafa konurnar flykkst að her- stöðvunum og þetta eru ekki bara kvenréttinda- konur, harðar baráttukon- ur. Nei, þetta eru venju- legar konurf!), sem aldrei hafa yfirgefið arininn sinn og fylgt skoðun sinni út í lifið og óvissuna. l>ær koma og syngja framan í hermennina og brosa, en þeir verða óöruggir því að þeim var aldrei kennt að verjast söng og brosum. Þær skreyta veggi herstöð- varinnar með myndum af ástvinum sínum og vefa marglita þræði í víggirð- ingarnar. Þær klifra yfir girðingarnar og veggina og láta taka sig fastar. I fyrsta skipti á ævi sinni sem margar þeirra hafa óhlýðn- ast nokkrum." Á þessu stigi skal ekki fjallað um þessa baráttu „venjulegra kvenna" í Ijósi þeirra markmiða sem sett eru með „friðarfræðslu". Því verður ekki trúað að það séu mannlcg samskipti af þessu tagi sem Kvenna- listinn telur að innræta beri íslenskum börnum allt frá því þau komast inn á barnahcimili og þar til þau útskrifast úr framhalds- skóla. Tilefni þess að orð Guðrúnar Agnarsdóttur á Alþingi 27. mars síðastlið- inn eru rifjuð upp er að nú um þessar mundir eru staddir hér á landi tveir fulltrúar þeirra „venjulegu kvenna ', sem búið hafa í tjöldum við herstöðina Greenham Common í Bret- landi í rúm tvö ár til að mótmæla þeirri ákvörðun að koma fyrir í herstöðinni hhita þeirra bandarísku stýriflauga sem ætlað er að skapa mótvægi gegn SS-20 kjarnorkueldfiaugum Sov- étmanna. Ætla konurnar tvær, Toma Moon og Vicky McLafferty, að tala á fundi herstöðvaandstæðinga um helgina. Vonandi hafa kon- urnar það aðdráttarfl sem gestgjafar þeirra hér á landi vænta og vonandi tekst íslenskum áheyrend- um að auka baráttuþrek kvennanna í þakklætis- skyni fyrir komuna — ekki veitir af eins illa og barátta þeirra hingað til hefur gengið. Misheppnuð mótmæli Fregnir frá nágranna- bæjum Greenham Comm on sýna að konurnar í „friðarbúðunum" njóta alls engra vinsælda meðal íbúanna þar. Ekki verður það allt endurtekið i Staksteinum sem sagt hef- ur verið og ritað um kvennabúðirnar enda er sumt af því þess eðlis að um það er ekki fjallað í íslcnskum blöðum. Hins vegar er ástæða til að benda á að mótmæli kvennanna hafa mistckist. þeim hefur ekki teklst það ætlunarvcrk sitt að stöðva flutning bandarísku stýri- fiauganna til Greenham Common. í Þjóðviljanum í gær mátti lesa þessi orða- skipti: „En ykkur hefur ekki tckist að koma í veg fyrir að þessar kjarnorkueld- fiaugar verði settar upp? — Nei, enda gætum við ekki ráðist gegn vopnuðu herliði en meginávinningur okkar liggur í því að við höfum upplvst fólk. Það átti að lauma þessum eld- fiaugum inn í íandið, helst án þess að nokkur vissi um það. Barátta okkar veldur því m.a. að fólk veit m.a.s. hvernig umræddar eld- flaugar líta út. I>egar þær fyrstu komu 29. okt sl. lét bílstjóri, sem hafði séð Dutningahflana. okkur vita, því að hann vissi hvernig þær líta út og fréttin barst um allan heim á auga- bragði, og var aðalfrétt fjöl- niiðla.“ Þegar rýnt er í þessi orðaskipti blasir sérkenni- leg staðreynd við: Hópur kvenna sem ætlaöi að koma í veg fyrir að eld- fiaugum yrði komið fyrir í herstöð telur það sér helst til ágætls aö hafa komið því á framfæri við heim all an að eldflaugunum hafi veriö komið fyrir í stöðinni! I>etta eru misheppnuö mót- mæli en velheppnuð aug- lýsingastarfsemi. Hermenn æfa Þjóðviljamenn láta sér þetta nægja í frásögninni af því hvaða árangri mót- mæli kvennanna hafa skil- að. En fleira hefur gerst. Samkvæmt varnarstefnu NATO er það ætlunin að binda ekki stýrifiaugarnar við ákveðnar stöðvar hcld- ur aka þeim á skotpöllum og fela þa r þannig að óvin- urinn geti ekki grandað þeim samkvæmt fyrirfram- gerði áætlun. Konurnar í Greenham Common lýstu því yfir eftir að megintil- gangur mótmæla þeirra hafði misheppnast að næst myndu þær hindra æfingar með stýriflaugarnar, sjá til þess að ekki væri unnt að aka með þær út úr herstöð- inni. Föstudaginn 9. mars síð- astlkkinn gerðist það hins vegar að bfialest ók frá Greenham Common með fyrstu stýriflaugarnar og æföu hermennirnir hvernig þær mætti fela í nágrenn- inu. Þá, eins og þegar fiaugarnar komu upphaf- lega, máttu mótmælendur sín einskis og í The Times segir að konurnar hafi ekki vitað af því að flaugarnar væru komnar út fyrir stöð- ina fyrr en of seint. í tvígang hefur konun- um við Greenham Comm- on þannig misheppnast ætlunarverk sitt eftir tveggja ára bið eftir eld- fiaugunum. Nú reynir á hvort herstöðvaandstæð- ingar á íslandi geti eflt hjá þeim baráttumóðinn. — Hinum íslensku gestgajöf- um er á það bent aö sýna ekki Ijósmyndir frá „Ijöldamótmælum" sínum, að minnsta kosti ekki þær þar sem hópurinn sést all- ur. Skýrsla Landsvirkjunar fyrir árið 1983: Rekstrarafkoma óhag- stæð um 21,$ milljónir Rekstrarafkoma Landsvirkjunar reyndist óhagstæð um 21,8 milljón króna á síðasta ári, en var óhagstæð um 152,1 milljón króna árið 1982. f skýrslu Landsvirkjunar fyrir síðasta ár segir, að meginskýringu bættrar afkomu sé að finna í aukinni raf- orkusölu, hækkunar verðs til ÍSAL og raunhæfari stefnu ( gjaldskrár- málum. Orkuvinnsla Landsvirkjunar jókst um 8,1% frá fyrra ári og nam alls 3.278 GW-stundum. Var þetta 87% af heildarorkuvinnslu alls landsins. Bf orkukaup frá Hitaveitu Suðurnesja og Kröflu- virkjun eru talin með nam orku- vinnslan 3.429 GW-stundum og jókst um 11,8%. Hin mikla aukning á raforku- sölu til almenningsrafveitna staf- ar að verulegu leyti af sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjun- ar á miðju síðasta ári, svo og kaupum Landsvirkjunar og sölu á orku frá Kröfluvirkjun, sem hófst í byrjun siðasta árs. Raforkuverð til ÍSAL hækkaði þann 1. júlí sl. úr 6,475 mills í 7,5 mills og síðan i 9,5 mills á kW-stund þann 1. september. Verðið á síðan að hækka í 10 mills þegar verð á áli á heimsmarkaði nær a.m.k. 78 Bandaríkjacentum á pund. Segir í skýrslunni að vonast sé til þess, að þetta álverð náist fyrr en síðar á þessu ári. Gjaldskrá Landsvirkjunar gagnvart almenningsrafveitum hækkaði um 121,2% á síðasta ári VINAHJÁLP, félag erlendra og inn- lendra kvenna tengdum sendiráðun- um, færði fyrir skömmu Samtökum hjartasjúklinga 200.000 krónur að gjöf. Ennfremur gaf Vinahjálp Kvennaathvarfinu 50.000 krónur til styrktar starfsemi þess. Fjárins hafa konurnar aflað með sölu ýmissa muna og happdrættis á jólaskemmt- un félagsins. Samtök hjartasjúklinga munu nýta þessa gjöf til kaupa á hjarta- sónrita, en tæki það nefnist á ensku echocardiograph og gerir það læknum kleift að rannsaka og náði í ársbyrjun 1983 svipuðu raungildi og 1971 að því er segir í skýrslunni. Þar segir ennfremur, að hækkun gjaldskrárinnar um- fram almenna verðlagsþróun hafi stafað af þvi að raforkuverði hefði verið haldið niðri um margra ára skeið. hreyfingar í hjartalokum og öðr- um hlutum hjartans og að mæla stærð hjartahólfa og þykkt skil- rúma og veggja. Umrætt tæki er tvívíddar og fæst myndin þannig bæði á skjá og myndband og eykur mjög á nákvæmni við sjúkdóms- greiningu, til að mynda á með- fæddum hjartagöllum hjá börn- um. Aðallega kemur þetta tæki að notum við rannsóknir á gollurs- húsi, sjúkdómum í hjartavöðva og siðast en ekki sízt, eins og áður sagði, við greiningu og mat á með- fæddum hjartasjúkdómum. Vinahjálp gefur Samtökum hjartasjúklinga 200.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.