Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 13

Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 13 Bíræfnir þjófar á Akureyri: Selfluttu snjó- sleða úr Toll- vörugeymslunni Frá fundi kaupmanna med fulltrúum Kreditkorta sf. Talið frá vinstri: Haraldur Haraldsson, stjórnarformaöur Kreditkorta sf., Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtaka íslands, Gísli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra Hagkaups, Gunnar Snorrason, kaupmaður í Hólagaröi og Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Miklagarðs. Morgunblaíið/ ólafur K. Magnússon Einar S. Einarsson eftir fund með kaupmönnum: „Ljóst, að VISA gerir ekkert fyrir 20. apríl“ L()GREGLAN á Akureyri hafði að- faranótt þriðjudagsins hendur í hári tveggja fimmtán ára pilta, sem á bí- ræfinn hátt höfðu ætlað að eignast nýjan snjósleða fyrir lítið. Voru þeir búnir að komast yfir mestan hluta slíks farartækis þegar til þeirra náð- ist. Atkvæðagreiðsla um samningana: 57,8% með í BSRB „AFSTAÐAN er skýr og þátttakan var góð,“ sagði Kristján Thorlarius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, um endanlegar niður- stöðutölur úr atkvæðagreiðslu félags- manna um nýgerðan kjarasamning. Á kjörskrá voru alls 11.997. At- kvæði greiddu 9.862 eða 80,7%. Fylgjandi samningnum voru 5.596 eða 57,8%, andvígir honum voru 3.846 eða 39,7%, auðir seðlar og ógildir voru 240, eða 2,5%. Endanlegar tölur úr atkvæða- greiðslu félaga í Félagi bókagerð- armanna verða ekki birtar fyrr en á félagsfundi eða jafnvel aðalfundi í maí nk. Eins og fram hefur komið var samningurinn samþykktur þar með drjúgum meirihluta. Stjórn Félags íslenska prentiðnaðarins hefur staðfest mótatkvæðalaust nýgerða samninga við Félag bóka- gerðarmanna og Blaðamannafélag Islands. Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Islands mun fjalla um þá samninga í næstu viku. f dag lýkur allsherjaratkvæða- greiðslu Sambands íslenskra bankamanna um kjarasamninginn. Atkvæði eru greidd á hverjum vinnustað og er reiknað með 90—100% kjörsókn. Um 2.900 manns eru í sambandinu. Atkvæði verða talin eftir helgi þegar at- kvæðaseðlum hefur verið safnað saman af öllu landinu. Það var um klukkan 1:30 um nóttina að lögreglumenn á eftir- litsferð mættu tveimur piltum, sem roguðust með fiskikassa á milli sín skammt frá Tollvöru- geymslunni á Akureyri. Þótti lög- reglumönnunum hátterni þeirra grunsamlegt og ákváðu að kanna málið nánar. Piltarnir urðu lög- reglumannanna varir, hentu frá sér kassanum og tóku til fótanna. En lögreglumenn norðan heiða eru fótfráir og tókst þeim á skammri stundu að hlaupa strák- ana uppi. Þegar farið var að at- huga fiskikassann kom í Ijós að í honum var mótor. Piltarnir voru færðir á lögreglustöðina og leiddir fyrir varðstjóra. Þeim sagðist svo frá, að mótorinn væri venjuleg bílvél, sem þeir ættu sjálfir og engum öðrum kæmi við. Það þótti varðstjóra grunsamlegt, enda hafði hann sjálfur rifið í sundur fleiri bílvélar en eina og fleiri en tvær. Lögreglumenn voru gerðir út á nýjan leik og kom þá í ljós, að búið var að rjúfa gat á netgirðinguna umhverfis lóð Tollvörugeymslunn- ar. Frá gatinu- var slóð í snjónum að stórum kassa — sem í var grind af nýjum snjósleða. Mótorinn var horfinn, skíði, belti, bretti og allt annað, sem slíkum farartækjum heyrir til. Þegar farið var að ganga betur á piltana kom á dag- inn, að þegar til þeirra sást með fiskikassann voru þeir að koma úr þriðju ferð sinni í snjósleðakass- ann. I bílskúr í bænum fannst svo allt annað í sleðann, vasaljós og nýlegt topplyklasett, sem notað hafði verið til að ná tækinu sund- ur. Frekari yfirheyrslur leiddu í ljós að piltarnir höfðu haft auga- stað á sleðanum lengi og að þjófn- aðurinn hafði verið skipulagður út í æsar. M.a. hafði girðingin verið rofin í skugga og skjóli, þannig að þeir gátu athafnað sig án þess að vekja grunsemdir. Sleðinn mun nú vera kominn í heillegt form og umboðsmaður innflytjandans á góðri leið með að selja hann á fullu verði. „VIÐ áttum nú kannski ekki von á því að fá nein ákveðin svör frá þeim, en okkur fannst báðir aðilar sýna skilning á málinu,“ sagði Gunnar Snorrason, kaupmaður í Hólagarði, er Mbl. ræddi við hann á fimmtudag. Gunnar er í forsvari þriggja manna nefndar, sem kosin var af hálfu fulltrúa og eigenda 19 matvöruverslana- og markaða til viðræðna við fulltrúa krítarkorta- fyrirtækjanna Kreditkorta sf. og VISA íslandi. Eins og fram hefur komið í fréttum sendu kaupmenn fyrir- tækjunum tveimur bréf í siðustu viku, þar sem þeir töldu þóknun- ina, sem þeir greiddu þeim of háa og vildu fá hana lækkaða. Kaupmannanefndin átti að- skilda viðræðufundi með full- trúum krítarkortafyrirtækjanna i gærmorgun. Bæði fyrirtækin fóru fram á lengri frest til þess að kanna málið. Sagðist Gunnar búast við því að kaupmenn fund- uðu aftur á næstunni og tækju þá ákvörðun um hvort fyrirtækjun- um yrði gefinn lengri frestur en til 20. apríl til þess að svara beiðni kaupmanna ella hvort samningum yrði þá rift. Haraldur Haraldsson, stjórn- arformaður Kreditkorta sf., sagði fundarmenn hafa skipst á skoðunum, en málið yrði lagt fyrir næsta stjórnarfund í fyrir- tækinu. Ef ástæða væri til myndi fyrirtækið hafa samband við kaupmenn að honum loknum. Haraldur sagði, að ekki yrði um neinar sameiginlegar ákvarðana- töku af hálfu krítarkortafyrir- tækjanna að ræða. IÐNNEMASAMBAND íslands hef- ur sent Mbl. leiðréttingu þess efnis, að í dreifiriti er félag hárgreiðslu- og hárskeranema gaf út um baráttu sína fyrir bættum kjörum, kom fram að hárskerameistarar væru aðilar að VSÍ og hefðu fellt samkomulag það er kvað á um lágmarkslaun á milli ASÍ og VSÍ. Þeir óska eftir að taka fram, að hárskerameistarar eru ekki aðilar Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri VISA íslands, sagði kaupmenn hafa kynnt kröf- ur sínar nánar á fundinum í gærmorgun. Einar sagði enn- fremur, að ljóst væri, að ekkert yrði að gert af hálfu VISA ís- lands fyrir 20. apríl, þar sem að- alfundur fyrirtækisins yrði ekki fyrr en í maí. Þangað til yrði tíminn notaður til þess að gera úttekt á stöðu fyrirtækisins. Svo stutt væri frá því það hóf rekstur sinn, að fullkomin reynsla væri enn ekki komin á reksturinn. að VSÍ og náði því samningurinn um lágmarkslaunin ekki til þeirra. Iðnnemasambandið harmar þessi mistök, en bendir jafnframt á að ekki hafa verið undirritaðir samn- ingar um kjör hárskeranema síð- an 1980 og þeir samningar sem í gildi eru í dag ná ekki lágmarks- launum þeim sem samið var um milli ASÍ og VSf. Ályktun frá Iönnemasambandi íslands VERD FRÁ 342.000 KRÓNUM, MED RYDVÖRN Reynsluaksturiboói xbHSTl • SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.