Morgunblaðið - 30.03.1984, Page 20

Morgunblaðið - 30.03.1984, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir LESTER R. BROWN Risavaxnir olíuborturnar mega nú heita tímanna tákn en olíuverðhækkanirnar á síðasta áratug urðu til þess, að olíuvinnsla á hafsbotni og við aðrar erfiðar aðstæður varð arðbær. Minni þýðing olíunnar fyrir efnahagslíf þjóðanna boð- ar betri og bjartari tíma Olíunotkunin átti það lengi sameiginlegt með áfengis- og eiturlyfjanautninni, að mikið vill jafnan meira og erfitt að snúa við blaðinu án þess að til verulegra fráhvarfseinkenna komi. Að þessum tímamótum kom þó árið 1979 og síðan hefur sjúklingun- um, þjóðum heims, farið mjög fram. Söguleg umskipti eru oftast nær tengd einhverjum ákveðnum atburði og hvað olíuna snertir varð hann með annarri stórverðhækkun OPEOríkjanna. Árið 1979 var olíunotkunin 23,8 milljónir fata en síðan hefur hún minnkað ár frá ári eða um 14% alls. egar fyrsta mikla olíu- verðhækkunin varð árið 1973 fóru sérfræðingar að velta meira fyrir sér sam- bandinu á milli olíunotkunar og þjóðarframleiðslu í ýmsum ríkjum. Var það ekki síst vegna þess, að þá óttuðust menn mjög, að brátt færi að sjá fyrir endann á þessu lífs- vatni og undirstöðu velferð- arinnar nú á dgöum. Ef olíu- notkunin minnkar og fram- ieiðslan að sama skapi eru menn jafn háðir olíunni sem fyrr og þess vegna augljóst, að raunverulegar framfarir verða þá aðeins, þegar unnt er að auka framleiðsluna og draga jafnframt úr olíueyðsl- unni. Á árunum 1950—’73 voru efnahagslegar framfarir miklar um allan heim en til þeirra þurfti sífellt meiri og meiri olíu. Ef heimsfram- leiðslan er höfð í huga, þurfti í upphafi þessa tímabils 1,33 olíuföt til að búa til vöru, sem virt var á 1000 dollara, en undir lokin þurfti til þess 2,27 olíuföt eða 71% meira. Á átt- unda áratugnum jókst olíu- þörfin enn og verðhækkunin árið 1973 kom því yfir þjóð- irnar eins og köld vatnsgusa og hafði þær afleiðingar, að framleiðslan dróst verulega saman. Þrátt fyrir það voru þær ekki tilbúnar til að venja sig af „drykkjuskapnum". Önnur olíuverðhækkunin árið 1979 varð hins vegar til þess að þjóðirnar vöknuðu upp við vondan draum og tóku á sig rögg. Þýðing olí- unnar fyrir efnahagsstarf- semina fór að minnka og árið 1983 þurfti ekki nema 1,74 olíuföt miðað við 1000 dollara framleiðslu en hafði verið 2,15 árið 1979. Jafngildir það 19% samdrætti í olíunotkun á tæpum fjórum árum. Þjóðir heims voru sem sagt ekki bara á réttri leið, heldur hafði þeim líka orðið verulega ágengt. Ástæðurnar fyrir þessum umskiptum eru margar en fyrst og fremst aukin nýting annarra orkugjafa en olí- unnar. Smíði sparneytnari bifvéla hefur einnig haft sitt að segja auk þess sem al- menningur gerir sér nú betri grein fyrir því en áður hvað orkan kostar. Kemur það einkum fram í betri einangr- un íbúðarhúsnæðis og ná- kvæmari gtillitækjum. Til að framleiða vöru, sem metin er á 1000 dollara, hafa þjóðirnar löngum þurft mis- mikla olíu. Um eitt fat eða minna í Kína og Indlandi og fimm föt í Bandaríkjunum þegar bruðlið var sem mest. Japanir, Sovétmenn og Bret- ar voru ekki nema hálfdrætt- ingar á við Bandaríkjamenn. Þessi mikla olíunotkun í Bandaríkjunum átti upphaf- lega rætur að rekja til mikils framboðs af ódýrri innlendri olíu en þeir dagar eru nú löngu liðnir. Olíunotkunin er að vísu enn sem komið er mest í Bandaríkjunum en þrátt fyrir það hefur hún minnkað þar meira en annars staðar. Öðrum vestrænum þjóðum og Japönum hefur einnig vegnað vel í baráttunni við olíufíknina en það sama verð- ur ekki sagt um Sovétmenn. I Sovétríkjunum eru það ekki markaðsöflin, heldur mið- stýringin, sem ríkjum ræður, og allar tilraunir til að minnka olíunotkunina þar hafa orðið einstaklega árang- urslitlar. Allan síðasta ára- tug jókst olíunotkunin þar hröðum skrefum en yngri töl- ur en frá 1980 eru hins vegar ekki fáanlegar. { þróunarlöndunum hafa breytingar á olíunotkuninni verið með ýmsum hætti. Indverjar, sem jafnan hafa notað litla en innflutta olíu og reiða sig mjög á kol, hafa stöðugt verið að auka olíu- notkunina en Kinverjar aftur á móti, sem flytja út olíu, skáru olíueyðsluna niður um 20% á árunum 1977—’80. Allt bendir til, að þýðing olíunnar fyrir efnahagslíf þjóðarinnar muni halda áfram að minnka og betri orkunýting og aðrir orkugjaf- ar muni stuðla að efnahags- legu jafnvægi. í þessum efn- um a.m.k. virðist heims- byggðin stefna fram til betri og bjartari tíma. Lester R. Hrown er starísmaður „ Worldwatrh Institute", rann- sóknastoínunar, sem nýtur stuðn- ings óháðra sjóða og stofnana Sam- einuðu þjóðanna. Framtíðarskipulag björgunarmála á íslandi Opinn fundur í Ráðstefnusal Hótels Loftleiða, laug- ardaginn 31. mars kl. 13.30. Frummælendur veröa: Ari Trausti Guömundsson, Einar Gunnarsson, Ólafur Proppé. Fyrirspurnir — umræður. ALLT ÁHUGAFÓLK UM BJÖRGUNARMÁL VELKOMIÐI * Landssamband hjálparsveita skáta. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Kynningardagur Skólinn veröur opinn almenningi og tæki og annar búnaður skólans sýndur af nemendum og kennurum skólans laugardaginn 31. mars nk. frá kl. 13.30—17.00. Auk siglinga- og fiskileitartækja, bóka o.fl. veröa sýndar kvikmyndir og myndbönd um sjómennsku, tæki og öryggismál. Losunarbúnaður gúmmíbjörgun- arbáta (Sigmunds-gálgi og Olsens) björgunartæki frá Slysavarnafélagi íslands og sýnd björgun frá þyrlu; sundkafarabúningar skólans o.fl. Kvenfélagið Aldan verður með veitingar í mötu- neyti skólans allan daginn. Skólastjóri t7.00HagKaupNi^n. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.