Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 27

Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 27 Málvöndun: Framburðarkennsla í íslenzku „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni aó hlutast til um aó í ríkisfjöl- miólum og í grunnskólanámi verði stóraukin rækt lögð vió kennslu í fram- burói íslenzkrar tungu og málvöndun svo að grundvöllur tungunnar raskist ekki, en hann varðar meginþátt íslenzkrar menningar eins og varóveizla tungunnar aó öóru leyti." Þannig hljóðar tillaga til þin, ályktunar sem Árni Johnsen (S, og sex aðrir þingmenn úr fimm þingflokkum lögðu fram á Alþingi í gær. í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „í viðtölum við fjölmarga ís- lenzkufræðinga á síðustu vikum um framburð íslenzkrar tungu og málvöndun almennt lögðu þeir all- ir ríka áherzlu á hvílíkt stórmál það væri, í orðsins fyllstu merkingu, að stinga við fæti, snúa vörn í sókn. Nokkrir sérfræðingar töldu að íslenzk tunga væri orðin svo brengluð, bæði í rit- og tal- máli, að varla yrði unnt að hreinsa hana nema með samstilltu átaki og markvissu. Þá væri mögulegt að snúa við blaðinu, og mætti ekki undan dragast. íslenzk tunga er dýrmætasti fjársjóður okkar og greinir okkur frá öllum öðrum þjóðum. Hún er nátengd sjálfstæðisbaráttu okkar og því er varðveizla hennar eitt mikilvægasta þjóðræknismál okkar. Hún er undirstaða sam- hengis íslenzkrar menningar og veitir okkur ómetanlega hlutdeild í fornum arfi, enda getur sérhver íslendingur lesið fornan texta án erfiðleika. ísland byggðist vegna þess að hluti Norðmanna vildi ekki lúta ofbeldi. Þeir tóku með sér út hingað dýrmæta tungu sína, efldu hana og ræktuðu, meðan hún dó austan hafs. Nú er hún kjöl- festan í menningu okkar og bók- menntirnar sá þáttur hennar sem hæst hefur borið. Án þessara meg- ineinkenna íslenzks þjóðernis er vafamál hvort á okkur hefði verið hlustað, til að mynda í landhelg- isdeilum." Ennfremur: „Það er engu lifandi lagi líkt hvernig þjóð okkar hefur misst niður um sig í lestri og fram- burði," sagði Baldur Jónsson dós- ent í samtali við 1. flm. fyrir skömmu. „Allar áherzlur eru að brenglast, tónáherzlur og fleira og þessar pestir fara eins og faraldur um tunguna. Gott dæmi er orðið faraldur, sem margir bera nú fram sem faraldur í stað faraldur. Við tölum hratt, óskýrt, með lat- mæli og orðalagi og orðaforða sem nær engu tali.“ Það er sorgleg og stórhættuleg staðreynd að íslenzkan er nú æ meir töluð með erlendum fram- burði og framburðaráherzlum svo að úr verður algert hrognamál. Mest er þetta áberandi hjá ungu fólki og stundum er ekki hægt að skilja fyrr en í þriðju eða fjórðu lotu hvað verið er að segja. En þetta er þó einnig ótrúlega algengt hjá fólki á ýmsum aldri." Vitnað er í grein um Noregsferð eftir Matthías Johannessen: „En það sem íslendingi verður þó helzt til umhugsunar á ferð um Noreg er tungan, þessi framleng- ing tilfinninga og hugsana for- feðra okkar; þessi farvegur sam- eiginlegra erfða og uppruna. Það er mikilvægt fyrir Islend- inga að ferðast um söguríkar byggðir Skandinavíu og gera sér grein fyrir forsendum tilveru sinnar og þeim arfi sem ein kyn- slóð hefur tekið við af annarri. Það hefur eik, er af annarri skef- ur, segir í Eddukvæðunum. Þannig getum við einnig rifjað upp sögu Olafs Tryggvasonar, sem stofnaði Þrándheim, þegar við stöndum við bryggjuhúsin við Nið og hugsum til þeirra kirkjuhöfðingja sem hingað sóttu púðrið í andleg skothylki sín. í Björgvin getum við barið Hákonarhöllina augum og minnzt þess konungs sem reisti hana og stjórnaði íslandi eftir 1262. Og svo getum við skroppið til Lundar, Brima og Kaupinhafnar og höfum þá komið til fimm höf- uðborga íslands á einu bretti. í Lundi stóð Jón Ögmundarson und- ir grásvartri hvelfingu dómkirkj- unnar og söng svo fagurlega að erkibiskup leit aftur ásamt kór- bræðrum til að sjá hvaða söngfugl var kominn í þennan griðastað katólskrar menningar og hafði erkibiskup þó forboðið bræðrum sínum að líta um öxl undir aftan- söng á hverju sem gengi. En mikilvægast er þó að sjá svart á hvítu hvernig norrænt mál hefur flosnað upp í þessum lönd- um og breytzt á löngum tíma í skrýtnar mállýzkur. Þó eimir eftir af íslenzku sums staðar í Noregi, sauirnir mínir, sagði norskur bóndi við mig í Sogni. Tað veit ég ekkji, sagði ung stúlka, þegar ég spurði hvenær næsta ferja færi. En kynni af málþróuninni á Norð- urlöndum brýna og vekja okkur til meðvitundar um þá skyldu að standa vörð um tunguna því að án hennar yrðum við íslendingar ekki annað en rótlaus flökkuþjóð án einkenna, forsendulaus í upplausn og rótleysi samtímans." Þá er vitnað í prófessor Matthí- as Jónasson: „Hér þarf að stinga við fótum. Hér er þörf afturhvarfs. íslensku- kennarar verða að snúa sér að þeim mikilvægari verkefnum, sem bíða þeirra. Stafsetningaræfingar og skrifleg fullgreining ná aldrei tilgangi sínum, meðan hljómfeg- urð, myndauðgi og skýrleiki mælts máls týnast og gleymast í skugga þeirra. Ef við viljum innræta æsk- unni málvöndun, bæði að hljómi, orðavali og byggingu, þá verðum við öllu framar að kenna henni að tala málið skýrt og hreint, opna eyru hennar fyrir hljómi og gerð hins mælta máls, kenna henni að þekkja og virða lögmál málfræð- innar í hinum svíhvika straumi þess. Hver ungiingur, sem lýkur námi, á að kunna að orða hugsun sína viðstöðulaust, tala með eðli-. legum hraða svo hreint mál og fagurt sem hann gæti ritað best, tala með eðlilegum áherslum og hreinum raddblæ." (245). Þá segir próf. Matthías: „Hugmynd mín er sú að stór- aukin rækt verði lögð við kennslu og þjálfun í mæltu máli, allt frá þriðja eða fjórða ári grunnskóla. Hún á að tengjást lestri, en tak- markast þó engan veginn við hann, enda fer meginhluti skóla- kennslu fram á mæltu íslensku máli. Eftir þrjú skólaár er allur þorri barna orðinn sæmilega læs. Þá ætti að hefjast nýr þjálfunar- áfangi í áheyrilegum lestri og framsögn og standa til loka grunnskólans. Vissulega þarf að kenna skýran og hljóðréttan framburð allt frá upphafi skóla- göngunnar og veitir hljóðaðferðin við lestur góð tök á því. Samt þurfa börn að hafa náð nokkurri lestrarleikni áður en þeim er ætl- andi að losa sig frá bókinni að því marki, að lestur þeirra nálgist hreim hins mælta máls. Rangt væri að gera sér táivonir um skjót umskipti, en með raun- sæjum undirbúningi mætti þó ná verulegum árangri. En hvað er raunsær undirbúningur? Hér er ekki rúm til að skýrgreina það, en þó vil ég nefna tvö atriði. Kennar- ar eru yfirleitt vel talandi, samt þyrfti að halda með þeim sérstök þjálfunarnámskeið. I öðru lagi þyrfti að fella út úr námsskrá þýð- ingarminna efni til að rýma til fyrir aukinni móðurmálskennslu. Það væri blindni að taka upp nýj- ar námskröfur, að þeim óbreytt- um, sem nú gilda." Umsvif erlendra sendiráða: Til athugunar hvort setja eigi reglur þar um — sagði utanríkisráðherra á Alþingi í gær Tvenn skattalög: Skattprósenta — skattfrádráttur vegna þátttöku í atvinnurekstri Nauðsynlegt er að fylgjast grannt með stærð, aðstöðu og starfsemi sendiráða, eins og alþjóðalög heim- ila, sagði Geir Hallgrímsson, utan- ríkisráðherra, er tillaga til þings- ályktunar um takmörkun á umsvif- um erlendra sendiráða kom til um- ræðu á Alþingi í gær. Til athugunar er í utanríkisráðuneyti, hvort setja eigi reglur um mörk sendiráðsum- svifa. GEIR HALLGRÍMSSON, utan- AIÞinGI ríkisráðherra, sagði Vínarsamn- ing um stjórnmálasamband ríkja gera ráð fyrir tveimur leiðum í þessu efni: 1) Gagnkvæmum samningum um sendiráðsstarf- semi, stærð og aðstöðu 2) Að móttökuríki setti sendiráði annars ríkis takmörk að þessu leyti. Víða væru þó engar reglur um þessi efni. Utanríkisráðherra kvað Sovét- ríkin hafa nokkra sérstöðu her, bæði vegna fjölda erlendra starfs- manna og húseignir (fimm að tölu). Hann sagði það í athugun í ráðuneyti hans, hvort setja ætti reglur er takmörkuðu sendiráðs- umsvif. Það væri ekki takmark í sjálfu sér að fækka fólki í sendi- ráðum, heldur að tryggja að starf- semi þeirra sé ekki í andstöðu við íslenzka hagsmuni. HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON (Abl.) sagði nífalt fleiri Sov- étmenn í sendiráði þeirra hér en íslenzkir sendiráðsmenn væru í Moskvu. Þar að auki sættu hinir síðarnefndu hvorutveggja: að vera vísað til íbúðar í „gettóum" sendi- ráðsfólks og ferðafjötrum. Sov- étmenn ættu hér húseignir en ís- lendingar geti ekki fengið eign- arhald á húsnæði í Sovétríkjun- um. Hann taldi sendiráð Banda- ríkjann einnig of fjölmennt og að setja ætti Bandaríkjamenn, sem hingað vildu ferðast, undir áskriftarreglur, varðandi vega- bréf. Utanríkisráðherra kvað umfang samskipta við Bandaríkjamenn, sem væru langstærstu kaupendur útflutningsframleiðslu okkar, samstarfsaðili íslands um varnar- og öryggismál og mikilvirkir í samskiptum við flugfélög, farm- skip og ferðaiðnað, ekki hafa óeðlilegt umfang í sendiráðstarf- semi. Það þjónað heldur ekki hagsmunum íslenzks ferðaiðnaðar að koma hér p vegabréfshömlum gagnvart Bandaríkjamönnum. Mergurinn málsins væri að tryggja íslenzka hagsmuni. Alþingi samþykkti í gær tvenn skattalög: 1) skattprósentu og 2) frá- drátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri. Af fyrstu 170.000 króna tekju- skattsstofni reiknast 23% tekju- skattur, af næstu 170.000 krónum 32%, en af tekjuskattstofni yfir 340.000 reiknast 45%. Frá þeirri fjárhæð skal síðan dreginn per- sónuafsláttur, samkvæmt 68. skattalagagrein. Sú fjárhæð sem þann veg fæst telst tekjuskattur ársins. — Tekjuskattur af þeim tekjum barna, sem um ræðir í 2. mgr. 65. greinar, skal vera 5% af tekjuskattstofni og nýtur barn ekki persónuafsláttar. Persónuafsláttur sem um ræðir í 1. mgr. 67. greinar skal vera kr. 29.500. Tekjuskattur lögaðila, saman- ber 2. grein, skal vera 51% af tekj uskattsstof n i. Önnur lög, sem samþykkt vóru, fjalla um um frádrátt frá skatt- skyldum tekjum vegna fjárfest- ingar í atvinnurekstri í formi stofnfjárreikninga, fjárfestingar í hlutabréfum, starfsmannasjóðum o.fl. Ákvæði til bráðabirgða hljóðar svo: „Við álagningu tekjuskatts á ár- unum 1984 og 1985, vegna tekna áranna 1983 og 1984, skulu skattskyldum aðilum skv. 1. mgr. 2. gr. heimil tillög í varasjóð í stað tillaga til fjárfestingarsjóðs sam- kvæmt 11. tölulið 31. greinar. Há- mark varasjóðstillags þessara að- ila skal vera 25% af þeirri fjárhæð sem eftir stendur þegar frá tekj- um skv. II. kafla hafa verið dregn- ar þær fjárhæðir sem um ræðir í 1,—10. tölulið 31. greinar. Öll ákvæði laga nr. 75/1981 varðandi varasjóð skulu gilda varðandi þessi varasjóðstillög unz varasjóði hefur verið ráðstafað að fullu. Nýtt tölublað Húsfreyjunnar TÍMARITIÐ Ilúsfreyjan 1. tölublað 35. árg. er nú komið út og fjölbreytt að vanda. Af efni blaðsins má nefna að þar er viðtal við séra Karl Sigur- björnsson um ferminguna. Kinnig er rætt við tvö fermingarbörn um und- irbúninginn. Viðtal er við Dagnýju Helga- dóttur arkitekt. Þættir um matreiðslu eru tveir: Ingibjörg Þórarinsdóttir gefur góð ráð og birtir uppskriftir til að undirbúa fermingarveisluna og Vigdís Jónsdóttir gefur leiðbein- ingar um hvaðeina er viðkemur örbylgjuofnum. Stefanía Magnúsdóttir gefur leiðbeiningar um fallegar og fljót- unnar peysur, einnig er mynd og vinnuteikning af fallegum páska- refli. í blaðinu er að finna fréttir af kvenfélögum og þingum, innlend- um sem erlendum, auk ýmissa annarra frétta. Bandarísk kona, búsett í New Jersey, skrifar dagbókina í þetta sinn. Síðast en ekki síst er heil opna í blaðinu með yfirskriftinni „Láttu þér líða vel“, og er þar ýmislegt tekið til meðferðar sem verða má til að bæta líðan og styrkja líkam- ann. Útgefandi Húsfreyjunnar er Kvenfélagasamband lslands og er skrifstofan á Hallveigarstöðum við Túngötu. * Astralskur píanó- leikari heldur tónleika ÁSTRAI.SKI píanóleikarinn Roger Woodward heldur tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbói laugardaginn 31 mars kl. 14. Roger Woodward er fæddur í Ástralíu og hóf feril sinn er hann var við nám hjá prófessor Zbigniev Drzewieski í Varsjá. Um svipað leyti hitti hann Arthur Rubinstein, sem hældi honum á hvert reipi. Wood- ward hélt sína fyrstu opinberu tón- leika með Royal Philharmonic Orchestra og hefur síðan ferðast víða um Evrópulönd og Bandaríkin. Á efnisskránni á laugardag eru ein- göngu verk eftir Chopin. Miðar verða seldir við innganginn. (Frétutilkrnning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.