Morgunblaðið - 30.03.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.03.1984, Qupperneq 34
» 34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Glaðningur vest- firsks skipstjóra Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson ég lifði því lífi sem hugur minn girntist og blóð mitt svall einsog brimgnýr í hafrót er duttlúngar hugans brugðu á leik og tíminn var nýttur án visku hempulausir únglíngar með glópagull í vösum á götum héraðsmóta sáttir við daggarfallið veglaust ráp um blindgötur uns nóttin leiðir þá yfir fallin lauf 1 Janus Hafsteinn Engilbertsson: MISVÍSUN Höfundur 1984. í bókarkynningu skrifar eitt af yngri ljóðskáldum okkar, Birgir 1 Svan, um Misvísun Janusar Haf- ] steins Engilbertssonar: „Ljóðin gefa okkur innsýn í veröld þessa fertuga sjósóknara og sanna svo ' ekki verður um villst að enn lifir » ljóðið með þjóðinni." ' Janus Hafsteinn Engilbertsson er vestfirskur skipstjóri. Hann hefur safnað saman ljóðum eftir sig í dálítið kver, snyrtilegt að frágangi, og fengið Ásgeir Stef- ánsson til að myndskreyta það. Kverið sætir ekki miklum tíðind- um, en er engu að síður með ljóð- um sem vitna um eigin upplifun og stundum ferskleika. Til dæmis eftirfarandi ljóð. ég byggði mér byrgi úr efni líðandi stundar söng þar um drauminn svo taugarnar þöndust hjarta mitt barðist í brjósti einsog beljandi bumbur í magnaðri bergmálshöll ég varð vitur mikill meiri mestur þandi út brjóstið og æpti á fjöllin er stóðu í fjarska burtu frá mínum breiða vegi þau stóðu kyrr störðu og þögðu uns brjóst mitt varð tómt (lífsblekking) Meiri árangri í ljóðrænni túlkun nær þó Janus Hafsteinn í styttri ljóðum: (únglíngar) Þegar á heildina er litið blasa við margir sömu gallar og ein- kenna bækur byrjenda: orðum er raðað saman á tilviljunarkenndan hátt, málbeiting er óöguð, ljóðin ganga ekki alltaf upp nema les- andi sé mjög góðviljaður og komi til liðs við skáldið, horfi framhjá því sem miður fer. En það er einhver upprunalegur tónn í ljóðum Janusar Hafsteins og honum er gaman að kynnast. Stundum er það næm skynjun hversdagsins sem vekur athygli, eitthvað mikilvægt að segja sof- endum í landi: það er kallað til fagnaðar jötunn að koma úr djúpi með útbreiddan faðminn einhvers að vænta úr pokahornum er gleður börn í fásinni (glaðníngur) Hressileg saga Bókmenntir Jenna Jensdóttir Guðjón Sveinsson: Kvöldstund með pabba. Lítil saga handa börnum. Myndskreytt af Árna Ingólfssyni. Bókaforíag Odds Björnssonar. Akureyri, 1983. .Slrákurinn Karl Agnar er bráð- um sex ára. Systir hans Guðrún er rétt að byrja að ganga. Helstu fréttir af henni í byrjun sögunnar eru hvorki líkamlegt né andlegt atgervi, heldur þessi óumflýjan- lega úrgangsvinnsla líkamans, sem fer ekki rétta boðleið í kopp og kló. „Hún kúkar og pissar á sig.“ Mamma er ein af þessum sál- aráþjánar konum. Hún er heima- vinnandi. Pabbi er kennari — í skólanum alla daga og kvöldin fara í stíla- leiðréttingar eða sjónvarpsgláp. En svo vænkast hagur mömmu. Vinkona hennar er komin í frysti- húsið til þess að salta síld og mamma ræður sig þangað, án þess að pabbi viti, en þó á þeim tíma sem hann er heima, þ.e. á kvöldin. Ekki getur amma hjálpáð, hún er orðin „skrapatól". Tilhlökkun mömmu er mikil, að rifja nú upp gamla síldardaga. Karl Agnar hrífst með henni og nú á pabbi einskis úrkosta en taka að sér börnin og heimilisstörfin. Fyrsta starfskvöldinu hans er lýst og það gengur aldeilis á ýmsu. „Sjónvarpsvenjur" hans virðast svo sterkar að hann getur ekki lát- ið af þeim. Kúk og piss er há- punktur kvöldsins — af því þá at- ast sængurfötin út. Karl Agnar er ekkert venjulegt barn í uppátækj- um sínum kvöldið það. Ekki held- ur í andanum, þegar athygli hans beinist að tali forsætisráðherrans, sem talar í sjónvarp um verðbólg- una. Ekki heldur þegar hann hringir út í bæ og þykist vera Eg- ill Skallagrímsson. Þótt vafasamt sé að pabbi hafi áður lent í jafn erfiðri vinnu, gengur þó allt stórslysalaust og mamma er mjög ánægð, þegar hún ræðir við Karl Ágnar að morgni. En nú kemur á daginn að vinur Karls Agnars, Geiri, sem er að vísu dálítið eldri, hefur staðið við að salta með móður sinni kvöldið áður. Og hvað nú? Hressileg saga með góðu letri fyrir yngstu lesendurna. En myndirnar. Ég hélt að Einar Ás- kell kæmi einhvers staðar við sögu er ég skoðaði myndir, en svo er þó ekki. Frágangur bókarinnar er vandaður. Sjónarhorn Myndlíst Bragi Ásgeirsson „Sjónarhorn" nefnist listsýning er ungur auglýsingahönnuður Vilhjálmur G. Vilhjálmsson að nafni hefur opnað í Listasafni ASÍ við Grensásveg. Heiti sýningarinnar er réttnefni því að Vilhjálmur sækir myndefni sín til afmarkaðra sjónarhorna hlutveruleikans og þá oftast á höf- uðborgarsvæðinu eða næsta ná- grenni. Myndhugsun hins unga manns er skýr og rökrétt ásamt því að skynhrifin eru opin og næm — i myndum hans er lítið um til- raunastarfsemi en því meir um hrein og yfirveguð vinnubrögð. Þessi vinnubrögð eru mjög í ætt við það sem maður hefur séð til Vilhjálms áður, er hann var í skóla, en að viðbættum nýjum áfanga, sem er listræn sýn á um- hverfi sitt ásamt ánægjunni af að uppgötva og upplifa náttúru- stemmningar. Einna hrifmestum árangri nær Vilhjálmur er hann gerir röð mynda af sama viðfangsefninu eins og t.d. „Við Elliðaár" en allar þær myndir (6) eru vel gerðar og einfaldar. Hið sama má segja um myndir listamannsins frá Viðey sem eru einfaldar og markvissar. Ég tel að bestu eiginleikar lista- mannsins felist í næmi hans fyrir kraftmiklum en einföldum and- stæðum og tilfinningu fyrir ljós- flæði litanna. Þetta kemur einnig skýrt fram í myndum eins og „Við Rauðavatn" (7), „Skálafell“ (8), „Götunúmer" (19), „Vífilfell" (27), „Tívolí K.höfn" (29) og „Viti“ (36). Þessar myndir ásamt áðurnefnd- um myndaröðum þykja mér skera sig úr á sýningunni fyrir listræn vinnubrögð — öguð og fáguð. Hér kemur og fram að liturinn er styrkur Vilhjálms og þó að hann sé ágætur teiknari þá eru blý- antsrissin ekki eins fersk og hinar máluðu myndir — en vel geðjaðist mér að módelmynd hans nr. 10 á skrá. Gerandinn mætti vafalítið hætta meiru í teikningunni, vera dálítið grimmari við sjálfan sig eins og maður segir. Þetta er at- hyglisverð frumraun hjá Vil- hjálmi G. Vilhjálmssyni og verður fróðlegt að fylgjast með þróun listar hans í framtíðinni. Famelisjúrnalheim- urinn endurvakinn Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Kundskabens Træ. Stjórn: Nils Malmros sem samdi handrit ásamt Fred Uryer. Myndataka: Jan Weincke. Texti var þýddur að tilstuölan Norræna þýðingarsjóðsins, og er það þarft framtak og vert eftir- breytni. Það eru vafalaust margir sem enn lifa í Hjemmed og Fameli- sjúrnal-heiminum. Þessi dansk- ættaði heimur er afar vel til þess fallinn að vekja upp dag- drauma. Þar er nefnilega allt uppfullt af viðtölum við bros- andi Dani sem ræða um „dejlige Danmark", rjóðir í kinnum af Túborg og smörrebrod. Og í gömlu Famelisjúrnal-blöðunum var meira segja sýnt inní hýbýli danska aðalsins, og maður sá fyrir sér á koddanum eilíft logn og Dannebrog blaktandi yfir friðsælum burstum. Þessi heim- ur er sýndur í mynd Nils Malm- ros: Kundskabens træ. í mynd- inni er lýst frá ýmsum hliðum, heimi danskra skólakrakka, sem ólust upp í dæmigerðum dönskum smábæ uppúr nítján- hundruð og fimmtíu. Við fylgj- umst með lífi og störfum krakk- anna, sem eiga það sameigin- legt að gista annan bekk í real- skole. Þau eru sum sé í sjötta og sjöunda bekk. Þannig má telja mynd þessa heimildarmynd, í þeim skilningi að hún leitast við að skjalfesta lífsmynstur krakkanna, eins og því var fyrir komið af skólayf- irvöldum þess tíma og borgara- legu foreldravaldi Þannig gefur mynd Nils Malmros ómetanlega innsýn inn ■ hið gamla bekkj- arkerfi. hið sama og við íslend- ingar þáðum frá Skandinaviu. Grónar hefðir liggja að baki þessa kerfis og ekki fer hjá því að þar ríki viss siðfágun og festa, sem kannski fer af þegar hinn opni skóli verður allsráð- andi. En á hitt ber að líta að kerfi þetta býður uppá afskap- lega lítið svigrúm fyrir kennar- ann. Hann er reyndar sýndur þessa harðneskjulegu umgerð virðast börnin og unglingarnir í myndinni njóta lífsins og nota hvert tækifæri til að bregða á leik og gantast við yfirvaldið og ekki síður sín á milli. Hér er þó hvergi gripið til ofbeldis, eins og gjarnan í engilsaxneskum ungl- ingamyndum. Má segja að fr Niels Óli stingur eldspýtum í augu í náttúrufræðitíma. hér í myndinni sem strangt yf- irvald sem tekur höndum sam- an við foreldrana um að aga barnið og veita því ærlega lexíu í mannasiðum. En þrátt fyrir Hjemmed/Famelisjúrnal-and- inn svífi stöðugt yfir vötnunum og menn talast við og strjúka tár af hvarmi fremur en grípa til frumstæðra ofbeldisaðgerða. Ég hugsa að mörgum mann- inum þyki þessi mynd Nils Malmros fremur daufgerð því þar situr ljúfleikinn ætíð í fyrirrúmi. Samt er mikill sárs- auki í þessari mynd, strákurinn Níels Óli sér á eftir elskunni sinni í fang eins fimmtán ára níundabekkings, klíkan vill ekki heimsækja Elínu af þvi hún er svo „laus á kostunum". Þetta eru kannski ekki merkilegir at- burðir í augum heimsins en hér er verið að sýna þann heim sem kannski er sá allra merki- legasti, heim barnsins þá það stendur á þröskuldi fullorðins- ára. Nils Malmros lýsir þessum heimi þannig, að manni finnst sem flest atriðin hafi þegar runnið fyrir á hvíta tjaldinu, en þegar heim er komið uppgötvar áhorfandinn að hann sjálfur lenti í þessu öllu saman þegar hann var í gaggó. Að visu er hér sá grundvallarmismunur á að hinn íslenski áhorfandi naut ekki hinnar ljúfu dönsku veðr- áttu er heimilar útidansleiki og skógarferðir þar sem menn stinga sér naktir í blátær vötn. Að öðru leyti endurspeglar Kundskapens træ þann heim sem flestir upplifa, þá þeir yfir- gefa barnaskóla og stíga inní gagnfræðaskólann. Þó veit ég ekki nema sá heimur sé nú í heljargreipum myndbanda, tölvuspilakassa og hinnar nýju Rousseauheimspeki. Guð gefi að gamli Famelisjúrnal-heimurinn taki völdin á ný og Dannebrog standi kyrr í logninu. má J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.