Morgunblaðið - 30.03.1984, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.03.1984, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 45 Aðalheiður Jóhanns dóttir - Minning Fædd 10. september 1922. Dáin 23. mars 1984. Við sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir f eilífan aldingarð því öllu sem drottinn gaf. (Matth. Jochumsson) Hún Heiða, Aðalheiður Jóhann- esdóttir frá Hlíð í Álftafirði, er leyst frá þrautum. Hún hefur bar- ist harðri baráttu við þann erfiða sjúkdóm, sem svo marga hefur lagt að velli, en hún Heiða var alltaf svo vongóð og leit björtum augum á lífið og alltaf var vonin henni efst í huga. Við söknum heimsóknanna hennar, þegar hún kom með bjarta hláturinn með sér sem smitaði svo frá sér og vildi öllum gott gera og hefur það líka hjálpað henni í gegnum erfiðleikana. Þannig var hún. Hún var ein af sautján systkinum, dóttir hjón- anna Málfríðar Sigurðardóttur og Jóhannesar Gunnlaugssonar frá Hlíð. ólst hún þar upp til fullorð- insára. Hún giftist Arnóri Sig- urðssyni. Þau eignuðust fimm börn, Guðmundu, Jón, Sigmar, Málfríði og Sigurð. Barnabörnin eru orðin fjórtán sem hún breiddi ömmufaðminn yfir. Við þökkum henni allar ynd- islegar samverustundirnar og vottum öllum ástvinum hennar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að gefa henni góða heimkomu. HvíH hún í friði. Filippía Kristjánsdóttir Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Hún Heiða er horfin yfir móð- una miklu. Enn er höggvið skarð í systkinahópinn hennar. Á fáum árum hefur dauðinn hrifið burt fjórar systur og einn bróður. Við spyrjum: Af hverju? En fáum ekk- ert svar. En Drottinn gaf og Drottinn tók. Fyrir rúmum 40 ár- um giftist ég bróður Heiðu, sem einnig er horfinn yfir landamær- in. Þá kynntist ég Heiðu fyrst sem elskulegri ungri stúlku, en nokkr- um árum seinna var hún orðin mágkona mín í tvöföldum skiln- ingi, því þá giftist hún Arnóri bróður mínum og var það mikil gæfa fyrir hann, því elskulegri konu gat hann ekki fengið. Heiða var alveg dásamleg kona. Það var ávallt sólskin, þar sem hún var og hún stráði alltaf birtu og yl, hvar sem hún fór, því hún hafði svo létta og góða lund. Heimilið þeirra var rómað fyrir gestrisni og hjálp- fýsi. Þau voru samhent í því að gleðja aðra. Síðar, þegar börnin þeirra giftust og barnabörnin komu var eins og Heiða yrði ennþá stærri í allri ástúð sinni. Barna- börnin voru henni svo mikill gleði- gjafi. Ég held, að hún hafi verið sú bezta amma, sem ég hefi kynnzt. Hún virtist helga þeim allt það bezta, sem hún átti til. Já, það var alltaf gleði að koma á heimili þeirra og aldrei var hún glaðari, en þegar allur hópurinn þeirra var staddur hjá þeim. Hennar er því sárt saknað af öll- um, sem þekktu hana, þótt bróðir minn hafi misst mest. Hún var honum allt. Fyrir nokkrum árum veiktist hún af þeim sjúkdómi, sem dró hana til dauða, en þetta bar hún með mikilli ró og æðru- leysi og kvartaði aldrei. Hún átti ávallt til bros og hlý orð er fólk heimsótti hana. Sorgin er mikil hjá bróður mínum, börnum henn- ar og barnabörnum, sem þótti svo vænt um ömmu sína. En minningin lifir um dásam- lega konu, móður og ömmu. Það mun hjálpa þeim til að bera sorg- ina. Ég á mikið að þakka, því hún var mér ávallt svo góð og telpurn- ar mínar sakna hennar sárt. Hún var þeim svo mikil og góð frænka. Ég bið algóðan Guð að gefa þessu fólki öllu styrk í framtíð- inni. En minning hennar lifir áfram. Hvíl í friði hjartans vina mín, hvíld í Drottni hlaut nú sálin þín. Það sár er djúpt með sverði dauðans rist, er særir oss, er þig nú höfum misst. Þ.G. Olga Sig. Minning: Guðmundur Magn- ússon — Hóli Fæddur 10. mars 1912. Dáinn 4. mars 1984. Þegar ég heyrði lát vinar míns Guðmundar á Hóli, komu mér í hug þessar ljóðlínur Bólu- Hjálmars: Vinir mínir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir kannski í kvöld með klofinn hjálm og rafinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og sindagjöld. Enn er höggvið skarð í vinahóp- inn, þrír afbragðsmenn allir úr bændastétt eru horfnir á átta mánuðum, hér í nágrenni ísa- fjarðar (allir bráðkvaddir). Mikill er sá missir fyrir okkur hér, sem höfum lifað og starfað með þess- um ágætu stéttarbræðrum í 40—50 ár. Það er mikil birta yfir minningu þessara ára. Guðmundur Magnússon fæddist að Hóli 10. marz 1912, yngsta barn hjónanna Magnúsar Pálma Tyrf- ingssonar bónda á Hóli og konu hans, Helgu Óiafsdóttur frá Minna-Hrauni í Skálavík. Afi hans, Tyrfingur Pálmason, bjó á Hóli á undan syni sínum, sonur Pálma Ásmundssonar á ósi í Bol- ungarvík, en móðir Magnúsar var Karitas Bárðardóttir, ljósmóðir í Bolungarvík í rúm 40 ár, vel metin kona. Á Hóli ólst Guðmundur upp í stórum og glöðum systkinahópi. Þegar kraftar og þroski leyfðu vann hann að öllum bústörfum sem þeirrar tíðar búskapur krafð- ist, enda snemma laginn og verk- séður. í Barnaskóla Bolungarvíkur naut hann góðrar fræðslu til fermingaraldurs. Þrjá vetur stundaði hann sjómennsku. En 18 ára gamall fer Guðmundur í Bún- aðarskólann á Hvanneyri og út- skrifast þaðan sem búfræðingur 1932. Seinni vetur hans að Hvann- eyri var hann matarstjóri. Var það talin virðingarstaða meðal skólapilta, enda mikið starf sem lá á bak við þann titil, haustvinna öll við slátrun gripa, stölturt á öllu þessu kjöti fyrir þetta stóra mat- arfélag, öll innkaup úr Borgarnesi og flutningur á sjó, svo allt reikn- ingshald yfir allan fæðiskostnað, þetta var mikið starf. Það bendir okkur á hve snemma menn komu auga á forystu- og starfshæfileika Guðmundar. Stór hluti nemenda Halldórs Vilhjálmssonar á Hvanneyri voru menn hlaðnir orku, áhuga og bjartsýni á íslenskan landbúnað, svo áhrifarík var kennsla hans, enda fór þeirra áhrifa að gæta víða í sveitum landsins uppúr 1920—30 og sumstaðar löngu fyrr. Það má segja um Guðmund á Hóli að hann hafi ekki slitið skón- um utan sinnar sveitar, því heim fór hann að Hóli frá prófborðinu og í búskapinn með móður sinni og systkinum, en Helga var þá búin að vera ekkja frá 1921, og bjó þá með börnum sínum áfram til 1936 eða þar til Guðmundur kaupir þá jörð og bústofn og fer að reka sjálfstæðan búskap. Til þess tíma var Jón bróðir Guðmundar bústjóri hjá móður sinni. Hann var maður mjög búhygginn og vinnusamur en missti heilsuna fyrir aldur fram. Árið 1938 verða þáttaskil í lífi Guðmundar. Hann giftist Krist- ínu Örnólfsdóttur frá Breiðabóli í Skálavík, prýðiskonu sem kom frá Kaupmannahöfn eftir veru þar til að búa sig undir lífsstarfið. Þeirra sambúð hefur verið með miklum sóma. Hún hefur bjó manni sínum hlýlegt og fallegt heimili. Svo eignuðust þau 5 mannvænleg börn, sem settu svip á þetta fal- lega og friðsæla heimili, þau eru Helga, Margrét, Bárður, dýra- læknir á Húsavík, Karítas og Örn- ólfur, öll löngu fullorðin, gift og eiga afkomendur. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför HILMARS HELGASONAR, fyrrverandi formanns SÁÁ. Sórstakar þakkir færum við formanni og stjórn SÁÁ. Stefán Hilmar Hilmarsson, Helgi Hrafn Hilmarsson, Hannes Hilmarsson, Katrín E. Thorarensen og fjölskylda. Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, Helgi Gíslason, Hervör Hólmjárn, Birgir Helgason og systkini. Strax og Guðmundur tók við bústjórn var hafist handa með jarðrækt og byggingar reistar úr steinsteypu, bæði fjós og hlaða ásamt votheysgeymslu. Ennfrem- ur voru endurbyggð fjárhús og hlaða úr timbri og járni. Það vafð- ist heldur ekki fyrir Guðmundi að byggja, því hann var smiður af guðs náð og lék allt í höndum hans. Meðan við höfðum engan dýralækni mátti segja að Guð- mundur væri kallaður hvernig sem á stóð ef kýr veiktist, og var sú hjálp veitt fljótt og vel, án launa. Svo kom Bárður sonur hans, sem leysti hann af hólmi og var dýralæknir hér um nokkur ár, eftirsóttur og farsæll í starfi. Við skynjum svo margt, þó við ekki skiljum. Hvers vegna líkar manni vel við einn en ekki annan? Hugleiðingar af þessu tagi leita á huga minn við andlát Guðmundar Magnússonar. Hann er einn þeirra manna sem ég held ég megi segja að mér hafi þótt vænt um frá fyrstu kynnum. Vorið 1933 flyt ég frá Bitrufirði með mína fjölskyldu á eyðibýlið Hanhól í Bolungarvík, og þá í sláttarbyrjun unnum við Guð- mundur saman nokkra daga. Upp frá því hófust okkar kynni. Mað- urinn var huggulegur, kurteis og viðræðugóður. Skoðanir okkar féllu flestar í sama farveg og með vaxandi samstarfi á fleiri sviðum skapaðist traust vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á þessi rúm 50 ár. Þeir eru orðnir margir fundirnir sem við höfum setið þessi ár víðsvegar um landið. Eitt af okkar samstarfsbralli var er við hófum laxaklak í Syðradalsvatni. Við tókum hrogn úr hrygnum og náðum í hæng og frjóvguðum í bala. Búið var að hlaða klakhús úr torfi við uppsprettulind skammt frá Hóli. Guðmundur sá um þetta allt um veturinn og útkoman varð undra góð, þrátt fyrir litla þekk- ingu og frumstæð skilyrði. Og mikil var gleði okkar um sumarið þegar sílunum var sleppt í Króka- lækinn á Hanhóli, þar sem Ólafur á Hellulandi í Skagafirði taldi ein þau bestu skilyrði fyrir seyði sem hann hafði séð. Guðmundur var gæddur góðum forystuhæfileikum, og þess nutu sveitungar hans og samferðafólk. Á slíka menn hlaðast jafnan mikil störf í málefnum samtíðarinnar og verður þar ekki undan komist. Hann gegndi fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína, hérað og land. Árið 1934 var Guðmundur kos- inn í stjórn Búnaðarfélags Hólshrepps og var þar enn, þar af 20 ár formaður. Fulltrúi á aðal- fundum Búnaðarsambands Vest- fjarða frá 1955 að nokkrum fund- um undanteknum. Endurskoðandi þessa sambands um áraraðir og áttum við þaðan margar góðar minningar, ekki síst frá síðast- liðnu vori. Ennfremur nokkur ár á fundum Stéttarsambands bænda. Framkvæmdastjóri Ræktunar- sambands Hóls-, Eyrar- og Súða- víkurhreppa frá 1962 til 1976, er það var sameinað Ræktunarsam- bandi Vestur-lsafjarðarsýslu. í stjórn Mjólkursamlags ísfirðinga nokkur ár og framkvæmdastjóri við byggitigu Mjólkurstöðvarinnar á ísafirði. Þá reyndi mikið á hugkvæmni og dugnað Guðmund- ar, peningar lágu þá ekki á lausu, svo mörg hliðarspor þurfti að taka til að bjarga málunum svo stöðin kæmist upp, og það tókst. í sveitarstjórn var Guðmundur kosinn 1962, starfaði þar í 20 ár, en gaf ekki kost á sér lengur. í skólanefnd í 20 ár. Eftir að hann hætti búskap kenndi hann 3 vetur við Gunnskólann í Bolungarvík. f mörg ár var hann bókavörður bæjarins, og annaðist það með prýði eins og öll störf sem honum voru falin. Á þessari upptalningu sést að maðurinn hefur komið víða við og notið trausts samtíðar sinn- ar. f allri sinni félagsmálastarf- semi var Guðmundur samvinnu- þýður, friðsamur, góðgjarn en fastur fyrir og raunsær mála- fylgjumaður ef með þurfti. í öllu dagfari var hann ávallt hinn prúði sómamaður, óáleitinn við aðra og friðelskandi, það var hans aðals- merki. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt blótsyrði úr hans munni, en gamansamur og ræðinn var hann á gleðistundum. Slíkum mönnum er mannbætandi að kynnast. Útför Guðmundar fór fram í Hólskirkju við mikið fjölmenni, og kom þar best í ljós að margir söknuðu vinar í stað og vildu sýna honum virðingu að skilnaði. Érfi var drukkið í þeirra húsi að Hóli, með miklum myndarbrag. Frú Kristín, börn og makar endur- spegluðu þann höfðingsbrag og hlýhug sem þar var þekktur. Fyrir öll kynni og vinsemd um hálfrar aldar skeið viljum við nú þakka af heilum hug. Við hjónin sendum þér Kristín og börnum innilegar samúðarkveðjur, og óskum þess að hækkandi sól megi veita huggun og ró við hið skyndi- lega fráfall góðs eiginmanns og föður. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Sturlaugsson, Fagrahvammi. | Kirkjur á landsbyggðinni: | Messur BÍLDUDALSKIRKJA: Sunnudag- askóli kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Fermingarbörn lesa ritning- argreinar. Organisti Bjarney Þóröardóttir. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. g Kirkjukaffi aö loklnni messu. g Sóknarprestur. ^ KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: u Sunnudagaskóli í Hábæjarkirkju á sunn Guóspjall dagsins: Jóh. 6.: Jesús mettar 5 þús. manna. I. 10.30. Prestur og börn irkjustarfinu á Hellu koma eimsókn. Fjölskylduguösþjc sta í Árbæjarkirkju kl. iudaginn Föstumessa í Kálfholtskirkju kl. 21.30. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir. SEYÐtSFJARÐARKIRKJA: A morgun, laugardag, kirkjuskóli kl. 11. Fjölskyldumessa á sunnu- daginn kl. 14. Sr. Magnús úr Björnsson. , VÍKURPREST AK ALL: Kirkju- ,n. skólinn í Vík á morgun, laugar- I4 dag, kl. 11. Guðsþjónusta í Víkurkirkju á sunnudag kl. 14. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.