Morgunblaðið - 11.04.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
57
má segja, en það hefur eigi að síð-
ur verið sjálfstæð stofnun eins og
fyrir er mælt í gildandi útvarps-
lögum.
Það er skoðun mín, og ég er ekki
einn um þá skoðun, að Ríkisút-
varpið hafi jafnan gætt fyllstu
óhlutdrægni í starfsemi sinni og
verði ekki sakað um að hafa dregið
taum eins né neins né lagt sig
niður við það að þjóna undir
valdhafana. Það hefur tekist
furðuvel að sigla framhjá slíkum
hættum. Útvarpið hefur verið
mikilvægt menningartæki, sem
hefur átt drjúgan þátt í að mennta
og manna íslensku þjóðina í full 50
ár. Fjölbreytni dagskrár Ríkisút-
varpsins er furðumikil og tel ég að
í dagskrárstjórn, einkum hljóð-
varpsins, sé gætt „frjálslyndis" —
í góðri merkingu þess orðs — og
lýðræðislegrar stefnu, eins konar
grasrótarstefnu, sem varla á sinn
líka í öðrum löndum, og á ég þá
fyrst og fremst við það hversu
Ríkisútvarpið, einkum hljóðvarp-
ið, er „opið“ og tiltölulega aðgengi-
legt fyrir almenning í landinu að
koma þar fram og flytja mál sitt
við ýmis tækifæri og undir ýmsum
dagskrárliðum. Enda fer það ekki
milli mála að Ríkisútvarpið nýtur
sérstakrar stöðu í augum almenn-
ings. Ríkisútvarpinu er treyst. Al-
menningur lítur á Ríkisútvarpið
sem óháð og frjálst menningar-
tæki, vettvang sem er hafinn yfir
pólitíska flokkshyggju og einhliða
áróður valdamanna og annarra
áróðursmanna. Það dettur reynd-
ar engum í hug að Ríkisútvarpið
sé valdatæki í höndum þeirra sem
mestu kunna að ráða á Alþingi og
í ríkisstjórn hverju sinni. Slíkar
ásakanir heyrast sjaldan og hafa
aldrei átt við rök að styðjast.
Gróska hjá
Ríkisútvarpinu
Þetta tel ég að sé reynslan af
Ríkisútvarpinu í meira en 50 ár.
Við getum því með góðri samvisku
stutt óbreytta stefnu að því leyti
til, að Ríkisútvarpið verði áfram
þungamiðja útvarpsrekstrar í
landinu um langa framtíð. Ég
vona að Alþingi beri gæfu til að
halda því striki, þótt tímabært
kunni að þykja að slaka eitthvað á
einkarétti þess þegar um stað-
bundnar smástöðvar er að ræða.
Reyndar er ekkert sem mælir
gegn því að Ríkisútvarpið sjálft
efli staðbundna starfsemi sína,
starfsemi úti um landsbyggðina,
þ.e.a.s. dreifi dagskrárgerð á fleiri
hendur en finna má í Reykjavík.
Þegar ég var menntamálaráð-
herra beitti ég mér fyrir því að
Ríkisútvarpið efldi dagskrárgerð
utan Reykjavíkur með því að kom-
ið var upp sérstakri dagskrár-
skrifstofu Ríkisútvarpsins á Ak-
ureyri. Hefur sú ákvörðun mælst
vel fyrir og heppnast ágætlega.
Það er vel hugsanlegt að Ríkisút-
varpið tengist landsbyggðinni og
almenningi í landinu enn nánari
böndum með því að koma upp dag-
skrárskrifstofum víðar en á Akur-
eyri. Þá vil ég geta þess að Ríkis-
útvarpið hefur á síðustu árum
reynt að auka fjölbreytni dag-
skrár, — og síðasta tilraun í þá átt
og sú veigamesta er vafalaust út-
sending á rás 2, sem byrjað var að
undirbúa þegar árið 1981, eða um
það bil sem fjárhagur Ríkis-
útvarpsins tók að batna eftir erf-
iðan rekstur tveggja ára þar á
undan, 1979 og 1980, og eftir að
fullur kraftur var settur á bygg-
ingu útvarpshússins við Háa-
leitisbraut um áramótin
1980—1981, þegar ný byggingar-
nefnd tók til starfa og gerð var
markviss byggingaráætlun, sem
segja má að hafi staðist þolanlega,
enda er nú búið að taka hluta út-
varpshússins í notkun, og eftir
2—3ár ætti öll byggingin að verða
komin í gagnið, ef vel er á haldið.
Ég vona að sú gróska sem verið
hefur hjá Ríkisútvarpinu undan-
farin 3 ár koðni ekki niður, enda
þarf þjóðin á því að halda að hafa
slíka menningarstofnun, sem hef-
ur að markmiði að sameina þjóðina
þ.e. að þjóna þjóðinni sem einni
heild. Það hefur alltaf verið stefna
Ríkisútvarpsins að vera landsút-
varp — þjóðarútvarp — og henni
verður að halda.
Ingrar Gíslason er forseti neðri
deildar Alþingis og fyrrrerandi
menntamálaráðherra.
Húnavaka ’84
MENNINGAR- og skemmti-
vaka Ungmennasambands Aust-
ur-Húnvetninga hefst 13. aprfl.
Mikið verður um að vera á
Blönduósi daga Húnavökunnar,
margir leggja þar hönd á plóg til
að gera vökudagana sem fjöl-
breytilegasta og mörg félög taka
þátt í dagskráratriðum. Sýning á
teikningum eftir Sigmund verð-
ur í félagsheimilinu á Blönduósi,
en þetta mun vera þriðja einka-
sýning hans. Ljósmyndasýning
verður í Héraðsbókasafninu á
Blönduósi og verða þar myndir
eftir Blönduósinga, þá Unnar
Agnarsson og Skarphéðin Ragn-
arsson.
Leikfélag Blönduóss verður
með þrjár sýningar á gaman-
leiknum Spanskflugan, eftir þá
Arnold og Bach. Leikstjóri er Ey-
þór Árnason.
Á laugardag fyrir pálma-
sunnudag verður skemmtun
grunnskólanemenda frá Blöndu-
ósi. Þar koma fram 150 nemend-
ur á aldrinum sex til tólf ára.
Boðið er upp á mjög fjölbreytta
dagskrá, leikrit, söng og fleira. Á
pálmasunnudag verður söng-
skemmtun þar sem fram koma
tveir kórar. Samkórinn Björk
flytur atriði úr „Gloria" eftir
Antonio Vivaldi og fleiri lög.
Grunnskólakórinn á Blönduósi
kemur einnig fram. Stjórnandi
kóranna er Sveinn Arne Kors-
hamm, en undirleikari Guðjón
Pálsson, Hvammstanga. Ung-
mennafélagið Hvöt á Blönduósi
verður með fjölskylduskemmtun
mánudagskvöldið 16. apríl en það
er eitt af verkefnum félagsins á
sextugasta starfsári sínu.
Að kvöldi síðasta vetrardags
verður „Húsbændavaka", en þar
verður boðið upp á mjög vandaða
dagskrá. Þar mun Omar Ragn-
arsson fara á kostum og Helgi
Seljan, alþingismaður, mun
rabba við samkomugesti. Þeir
bræður Jóhann Már og Svavar
Jóhannssynir syngja nokkur lög
við undirleik Guðjóns Pálssonar
og einnig munu tveir ágætir
söngvarar frá Skagaströnd
syngja og fluttur verður annáll.
Á sumardaginn fyrsta verður
„Glens og gaman" sem er barna-
skemmtun og verður þar margt á
döfinni, til dæmis teiknimynda-
sýning og fleira. Á laugardag
fyrir páska verður fjölbreytt
söngprógramm á vegum karla-
kórsins Heimis frá Skagafirði.
Stjórnandi kórsins er Jiri Hla-
vack.
Dansleikir verða fimm á
Húnavökunni, þar af einn ungl-
ingadansleikur. Toppmenn úr
Reykjavík leika á fjórum þeirra,
en hljómsveitin Miðaldamenn
frá Siglufirði leika á lokadans-
leik Húnavöku að kvöldi annars í
páskum. Hinn sikáti kántrý-
söngvari Hallbjörn Hjartarson
frá Skagaströnd kemur fram á
föstudagsdansleiknum 13. apríl.
Að venju verður Blönduóssbíó
með vandað kvikmyndaval í til-
efni af Húnavökunni og m.a.
sýndar myndirnar „Hrafninn
flýgur", „E.T.“ og „Svarti folinn“.
Fréttatilkynning.
Afmælistllboö
í tilefni af 10 ára afmæli okkar blás-
um viö á verðlagið og bjóðum nú
vildarkjör á Rul-let heimilisfilmu.
Þú færð 20 m en borgar fyrir 15 m,
þú færð 40 m en borga fyrir 30 m.
ATH. Rul-let heimilisfilma
er viðurkennd til geymslu
matvæla af heilbrigðiseftirliti
eftirfarandi landa:
Bandaríkin
V-Þýskaland
Noregur
Svíþjóð
Veljið það besta.
IM.is(.os lil'
S 8 26 55
Toshiba örbylgjuofnarnir eru
með fullkominni bylgjudreifingu
Deltawave, sem er einkaleyfis-
vemduð. Rafknúinn
snúningsdiskur tryggir besta
árangur. Þú getur valið milli
5 gerða heimilisofna. Fullkomin
þjónusta.
DEIXMMAVE.SF
TOSHIBA
Gjötfin sem
PÚ
gctur ckki
gefid
gagnlegri gjöf
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI I6995
MeðToshiba
örbylgjuofni
sparar
þú minnst
60% af raf-
magnsnotkun við matseld, þú
sparar uppþvott, þú nýtir alla
matarafganga miklu betur og
lækkar þannig matarútgjöld fjöl-
skyldunnar.
Og síðast en ekki síst, þú styttir
þann tíma sem áður fór í matseld,
niður í hér um bil ekki neitt.
Þér er
boðið á matreiðslunámskeið
hjá Dröfn Farestveit án
endurgjalds, þar sem þú færð
íslenskan bækling með matar-
uppskriftum.
Litprentuð 192 bls.
matreiðslubók fylgireinnig.
Allar leiðbeiningar á íslensku