Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 Kapp er best með forsjá — eftir Unni Skúladóttur Tilefni greinar þessarar er pist- ill Halldórs Hermannssonar „Svipull er sjávarafli", sem birtist í Mbl. 17. mars. f grein sinni böl- sótast Halldór mjög út í fiskifræð- inga og telur þá njóta oftrúar stjórnvalda. Helst er á honum að skilja í greininni að ofveiði sé ósennilegt fyrirbæri. Halldór tel- ur, að mistök fiskifræðinga séu ávallt í átt til vannýtingar, a.m.k. í sambandi við stjórnun rækju- veiða. Til eru dæmi um hið gagn- stæða eins og sýnt verður hér á eftir. Einnig er nokkuð algengt hjá stjórnvöldum að gera ráð fyrir, að fiskifræðingar séu of varkárir og óhætt muni að bæta við smá við- bótarskammti svo sem eins og 5—10%. Þótt gera megi ráð fyrir nokkurri ónákvæmni í útreikning- um fiskifræðinga er þetta þó var- hugavert og safnast þegar saman kemur. Ofveiði á rækjustofnum Það kemur fyrir, að veiði fellur mjög ört á veiðisvæðum, sem hafa verið mjög gjöful í áravís. Sem dæmi um þetta má benda á rækju- veiðarnar við Alaska. Árið 1979 var boðað til rækjuráðstefnu í Kodíak í Alaska. Tilefnið var, að rækjuafli á sóknareiningu hafði fallið mjög á miðum Alaskabúa. Rækjan, sem veiðist þarna, er tal- in vera um 85% stóri kampalampi, sem er sama tegund og við veiðum, og 15% aðrar rækjutegundir. Veiðar hófust þarna árið 1915. Ársafli rækju við Alaska. Veiðarnar smájukust upp í 7 þús- und tonn árið 1963. Ársafli rækju er sýndur á 1. mynd, frá og með árinu 1966. Frá 1966 jókst aflinn ört úr 11 þúsund tonnum upp í 58 þúsund tonn árið 1976. Þegar árið 1975 byrjuðu mörg svæðanna að sýna merki um ofveiði. Samkvæmt áætlunum fiskifræðinga f Alaska hafði t.d. eitt af aðalrækjusvæð- unum rýrnað úr 135 þúsund tonna lífþyngd (biomassa) frá árunum 1972—74 niður í 47 þúsund tonn í lífþyngd árið 1975. Árið 1978 var lífþyngd þessa sama rækjusvæðis orðin 10 þúsund tonn. (Þessar upplýsingar eru fengnar úr ráð- stefnugrein Fred Gaffneys á áður- nefndri ráðstefnu. Aflatölur við Alaska eru fengnar frá svipaðri stofnun í Bandaríkjunum og Fiskifélag íslands er hér, þ.e. fram til ársins 1978. Tölur frá 1980—1983 eru fengnar frá Paul Anderson fiskifræðingi við rann- sóknastofnun, sem fæst við rann- sóknir á ýmsum nytjastofnum við Alaska.) Nýjustu fréttir herma að mjög strangar friðunaraðgerðir hafi hafist árið 1982 á miðunum við Alaska. Mjög mörg veiðisvæði eru nú lokuð fyrir veiðum. Hvern- ig líst Halldóri Hermannssyni á þetta ástand? Eru þetta aðeins umhverfisáhrif eða eru hér vondir fiskifræðingar að meina rækju- mönnum sjálfsagðan rétt sinn til að veiða? Tökum annað dæmi frá einu litlu svæði hér við land þar sem fiskifræðingar hugðu að stofninn væri stærri en hann síðan reynd- ist. Hér er verið að tala um rækju- svæðið Axarfjörð. Veiðar hófust þar árið 1975. Þróun veiðanna var þannig, að fyrstu fjóra veturna var afli á sóknareiningu mjög hár. Siðan féll afli á sóknareiningu ört og náði lágmarki veturinn 1980— 81, sjá 2. mynd. Líta má á afla á sóknareiningu sem túlkun á stofnstærð. Meðalafli hverra þriggja vetra skilur eftir ákveðna stofnstærð, sem túlka má út frá afla á sóknareiningu fjórða vetur- inn. Þannig virðist af línuritinu, að óhætt hafi verið að veiða 675 tonn á svæðinu 3 vetur í röð. En 860 tonn á vetri að jafnaði virtist orsaka gífurlegt fall á afla á sókn- areiningu. Það sem villti sérstak- lega um fyrir okkur fiskifræðing- um var hin einstaklega mikla torfumyndun rækjunnar á svæð- inu. Þannig var afli á sóknarein- ingu ennþá hár veturinn 1977—78. Samkvæmt mati okkar á há- marksjafnstöðuafla virtist svæðið gefa rúm 800 tonn af rækju miðað við niðurstöður fyrstu fjögurra ár- anna. Mat á nýjum svæðum er alltaf ónákvæmt. Minni og minni kvótar voru settir á svæðið á vetri hverjum og loks voru bannaðar veiðar á svæðinu veturinn 1981— 82. Veiðar hófust síðan aft- ur veturinn 1982—83. Stofninn virðist nú vera að aukast hægt og rólega. Skynsamleg nýting rækjustofna Það skal tekið fram hér, að gagnstætt því sem oft er haldið fram í fjöimiðlum, þá eru settir kvótar á alla rækjustofna, sem eru innan flóa og fjarða auk Eldeyj- armiða. Úthafsrækjan er utan kvóta enn sem komið er, þar sem vitað er með vissu að úthafsrækj- an veiðist ekki á fyrrgreindum svæðum, sjá t.d. grein um rækjuna við Island 2. tbl. Ægis 1980. Hins vegar er enn ósannað hvaðan út- hafsrækjan endurnýjast. Ef endurnýjunin kemur að miklu leyti frá grunnslóðinni er enn brýnna að passa upp á smárækj- una á grunnslóð. í þessu sambandi má minnast á merkingar. 1 júní 1983 voru merktar í Isafjarðar- djúpi 3.300 rækjur á að giska 3 ára. Þess var vænst, að eitthvað af þessum rækjum fengjust á djúp- slóð. Svo varð ekki. Um 3.000 rækjur voru síðan merktar í Húnaflóa og í Arnarfirði haustið 1983. Þetta voru allt hrognarækj- ur á að giska 4 ára. Dálitlar endurheimtur hafa orðið úr seinni merkingunum. Af þeim gekk að- eins ein rækja innan úr Stein- grímsfirði út á Dagmálagrunn eða um 3 sjm. á tveimur og hálfum mánuði. Allar hinar fengust aftur á sama blettinum alveg upp í 5 mánuðum seinna. Þetta eru svip- aðar niðurstöður og fengust árið 1971 þegar merkt var utan og inn- an ísafjarðardjúps. Halldóri er það mjög f minni, þegar undirrituð vanmat rækju- stofninn í ísafjarðardjúpi fyrir 16 árum. Hann telur fullvfst, að allir fiskifræðingar Hafrannsókna- stofnunarinnar geri svipaðar skyssur. Tildrögin voru eins og sést best á 3. mynd, afli hverra 3 vetra var að aukast smám saman á árunum fyrir 1960. Afli á tog- tíma féll og fiskifræðingar töldu, að ofveiði hefði átt sér stað við það að afli varð aðeins tæp 1.000 tonn í nokkra vetur. Fyrsti kvótinn var settur á veturinn 1962—63 (fyrstu kvótaveiðar á íslandi). Afli á tog- tíma rauk upp en dalaði síðan ört, þegar hætt var með kvóta vetur- inn 1967—68 og reynt var að takmarka veiðitímann í staðinn. Það sem villti um var þetta mikla fall á afla á sóknareiningu tvo vet- ur í röð. Árið 1967 var tekin upp miklu fisknari varpa og olli hún straumhvörfum að því leyti til, að menn veiddu eftir það miklu meira niðri f álnum, sem þeir köll- uðu svo. Veiðisvæðin jukust feikn- arlega við þetta. Auk þess fóru menn að veiða utar í ísafjarðar- djúpi og seinna einnig í Jökul- fjörðum. Annað, sem kom til og var áreiðanlega stór þáttur í auk- ningu á hámarksjafnstöðuafla, var breyting úr 25 mm möskva í 32 mm möskva. Möskvastærðar- breytingar, ef þær eru verulegar, valda lækkun á afla á sóknarein- ingu fyrst, þ.e. grisjun yngri ár- ganga minnkar. Eftir nokkur ár kemur síðan ágóði í ljós, þ.e. miklu fleiri einstaklingar ná hærri aldri og miklu meiri þyngd. Engir vetr- arkvótar voru settir á Isafjarð- ardjúp fyrr en frá og með vetrin- um 1974—75, en reynt var að takmarka sókn. Afli jókst smám saman upp í 3.700 tonn veturinn 1970—71. Áfli á sóknareiningu féll Unnur Skúladóttir „Tilgangurinn meö aö setja kvóta er fyrst og fremst að reyna að tryggja sem hæstan og um leið jafnastan afla ár eftir ár eða svokall- aðan hámarksjafnstöðu- afla.“ mjög þá um veturinn og eins vet- urinn þar á eftir. Samkvæmt 3 vetra afla meðaltölum virðist há- marksjafnstöðuafli hafa verið um 2.200 þegar 32 mm möskvastærð var búin að vera í gildi í nokkur ár. Þegar 36 mm möskvinn var lögleiddur sést ekkert fall í afla á sóknareiningu. Hins vegar var lít- ill afli veturna 1971—72 og 1972—73. Við þetta tvennt byrjar stofninn að aukast á ný. Afli á sóknareiningu óx og óx. Smám saman kom í ljós, að stofninn í ísafjarðardjúpi þoldi 2.400 tonna veiði á vetri. Rækjumenn ákváðu sjálfir að auka möskvastærðina enn einu sinni um 4 mm. Nú hefur hámarksjafnstöðuafli aukist enn, en ekki upp í 3.120 tonn, eins og Djúpmenn vildu hafa það veturinn 1981—82. Það er vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig í svona mál- um. Afli á togtíma er ekki eina hald- reipi okkar í þessum málum, enda dálítið erfiður mælikvarði, þegar miklar framfarir verða á veiðar- færum eða notkun þeirra. Á nokkrum síðustu árum hefur t.d. Einar Hreinsson útvegsfræð- ingur unnið með rækjumönnum og bætt veiðihæfni hjá þeim á ýmsan hátt. Þennan þátt er erfitt að meta. Miklar upplýsingar fást einnig úr rækjusýnum, sem tekin eru reglulega af veiðinni á hverj- um stað. Hér er ekki farið út í nánari útlistanir á útreikningum á hámarksjafnstöðuafla en þar má vísa á skýrslurnar, „Ástand nytja- stofna á íslandsmiðum og Áfla- horfur 1981 og 1983“. Lokaorð Tilgangurinn með að setja kvóta er fyrst og fremst að reyna að tryggja, sem hæstan og um leið jafnastan afla ár eftir ár eða svo- kallaðan hámarksjafnstöðuafla. Að sjálfsögðu erum við fiskifræð- ingar ekki óskeikulir. Getur fólk láð okkur, að við þykjumst halda á nokkrum fjöreggjum? Ef Halldór Hermannsson fengi nú einn að taka á sig þá ábyrgð, að stjórna rækjuveiðum, mundi hann þá eftir reynsluna í ísafjarðardjúpi vilja gefa allt frjálst, fella niður veiði- tímabil, leyfa hverjum sem er að veiða í ísafjarðardjúpi og eins mikið og þeir vildu? Skyldu rækjuveiðimenn og fólk það, er lif- ir af rækju, vilja ganga í gegnum eitt Alaska- eða Axarfjarðarævin- týri? llnnur Skúladóttir er liskifræðing- ur við Hafrannsóknastofnunina. AFLI TONN IOOO 800 600 400 200 Heila línan sýnir hlaupandi meðaltöl rækjuafla hverra þriggja vetra sett á móts við afla á sóknareiningu, slitna línan fjórða veturinn. Ártalið á við seinni hluta vetrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.