Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 19
i t '«\rv í\*> MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 67 Býður einhver betur? — eftir Svanhildi Óskarsdóttur Af hverju virkar menntakerfið ekki? Það er vegna þess að það varð til á öðrum tíma, tíma fram- leiðsluþjóðfélagsins. A tíma þegar mikilvægast var að framleiða sem mest með sem minnstri fyrirhöfn. Þá var hlutverk kennarans mötun með framleiðni sem tilgang. Góð- ur kennari skilaði góðum fram- leiðsluvélum. En breyttir tímar kalla á ný form. Tímaskekkja í dag búum við í þjónustuþjóð- félagi. Staðreyndir svo sem: Auk- inn námsleiði, meiri heimska, meiri sofandaháttur, meira ólæsi er afleiðing þeirrar tímaskekkju sem lítur á manninn sem hlut (framleiðsluvél). Fjárfesting í menntun Við vitum að hlutir læra ekki. Þess vegna hljómar það dálítið undarlega þegar talað er um að fjárfesta í menntun. Það er eðli- legt að fjárfesta í byggingum og vélum, en ekki í fólki, nema litið sé á fólk sem þræla, sem sómi sér best á „uppboðspallinum". Þetta er sami hugsunarháttur sem segir að þú megir ekki lenda í bílslysi, þar sem þjóðfélagið er búið að fjárfesta í þér og hagkvæmast er að viðhaldskostnaðurinn sé í lág- marki. Mismunandi manngeröir Nú er þörf fyrir leiðbeinendur með góða sjálfsstjórn, hæfni í mannlegum samskiptum og vak- andi athygli. Leiðbeinendur sem hafa skilning á því að til eru mis- munandi manngerðir með mis- munandi þarfir og hæfileika. Svipað og góður garðyrkjumaður þekkir hver eru ákjósanlegustu vaxtarskilyrði hinna mismunandi plöntutegunda. Sumar þrifast best við mikinn hita, aðrar minni, sumar við mikinn raka, aðrar minni o.s.frv. En allar eiga það sameiginlegt að þær vaxa best þegar þeim líður vel. Heimskan eykst Hvers vegna er þetta mikil- vægt? Vegna þess að þjóðin er að verða heimskari þrátt fyrir lengri skólagöngu og betri tækjabúnað og fólki líður verr og verr í skóla- kerfinu, þrátt fyrir bættan aðbún- að. Við erum með staðnaðar stofn- anir sem tilheyra framleiðslu- þjóðfélaginu, en lifum í raunveru- leika þjónustuþjóðfélags. Þess vegna stoðar lítið að bjóða upp á valgreinar eða fækka í bekkjunum á meðan áfram er litið á manninn sem hlut. Þess vegna þarf að breyta kerfinu. Ekki bara mennta- kerfinu, heldur öllu þjóðfélags- kerfinu. Maðurinn hefur möguleika Maðurinn er ekki hlutur eða framleiðslutæki, heldur lífvera með ótal vaxtarmöguleika. Mögu- leika sem geta leitt til aukinnar sköpunar, meira lýðræðis, raun- verulegs lýðræðis og óþrjótandi lærdómsþorsta. ManngildiÖ nr. 1 Þetta ómennskulega kerfi hefur áhrif á okkur öll. Það heftir tján- ingu okkar. Við verðum að sam- einast um leiðir til breytinga. Með það fyrir augum verður haldin ráðstefna í Félagsstofnun stúd- enta þann 14. apríl kl. 13.00. Þeir sem hafa lifandi áhuga á því að manngildissjónarmiðið ráði í menntun, eru hvattir til að íhuga nú þegar hvað gæti virkað sem raunveruleg lausn, koma á ráð- stefnuna og taka þátt í almennum umræðum og leggja sínar lausnir fram. Sranhildur Óskarsdóttir er fóstra. f FLUGLEIÐIR AUGLÝSA FLUG OG HÚSBÍLL SPM RAE )UI ÍÓTELKOSn NAÐINN OG LEIGÐU Flugleiöir gera þér fært aö komast í ódýrt en þægilegt sumarleyfi. Leigðu húsbíl og aktu landa á milli. Þaö fer vel um alla fjölskylduna. Húsbíllinn er rúmgóður: góö svefnaöstaða, eldhús og snyrting. Flug og húsbfll miöast við þrjá viðkomustaði Flugleiða í Evrópu: Luxemborg, Frankfurt og Kaupmanna- höfn. Flug og húsbill er ódýr ferðakostur! Dæmi: 4ra manna fjölskylda (hjón og 2 börn á aldrinum 2-11 ára) flýgur til Luxemborgar með Flugleiðum og leigir þar húsbil (Hymercar Ford Transit) í 2 vikur. Verðdæmi þessarar 4ra manna fjölskyldu litur þannig út: kr. 16.386 x 4 = kr 65.544 - kr. 9.400 (afsláttur v/þarna) = 56.144,- Innifalið: Flug + húsbill + km-gjald + söluskattur + kaskótrygging. Ekkl innifalið: Bensín + flugvallarskattur. í húsbílnum er gott svefnrými fyrir alla meðlimi fjöl- skyldunnar (1-5 manns), einnig fyrirtaks eldunarað- staöa og snyrting. Húsbíllinn lækkar ferðakostnað fjölskyldunnar: Enginn hótelkostnaður og lægri matar- kostnaður1 Farðu með alla fjölskylduna í sumarleyftsferð um Evröpu í rúmgóðum og þægilegum húsbíl! Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Dæmi um verö fyrir 4ra m.fjölskyldu: FLU(j OG HÚSBILL frakr.56.144- i 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.