Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 Fiskveiðisteftia í sjálfheldu — eftir Halldór Hermannsson, ísafirði Um leið og ég þakka fyrir þau orð sem þeir fiskifræðingar Hjálmar Vilhjálmsson og Ólafur Karvel Pálsson beindu til mín í Morgunblaðinu 24. mars sl. vil ég í fáeinum orðum minnast á nokkur atriði sem mér eru efst í huga eft- ir lestur greina þeirra. Ég verð þó að segja, að ekki var þar um mikl- ar opinberanir að ræða. Þáttur Ólafs Karvels Pálssonar Þegar Ólafur Karvel svarar grein minni „Svipull er sjávarafli" ferst honum það ekki betur úr hendi en svo, að hann þarf að slíta setningar í sundur. T.d. tekur hann setninguna „ef menn ætla að stjórna fiskveiðum af einhverju viti, verður að gera það í takt við náttúruöflin í sjón- um“, og skilur eftir framhald setn- ingarinnar, „en ekki með því að draga tölur upp úr töfrahatti". Þessi seinni helmingur setningar- innar féll ekki inn í spekina hjá fiskifræðingnum, þarna var senni- lega komið við kaun. Hinsvegar er vart annað á Ólafi Karvel að heyra, en hann viður- kenni að skýrslur þeirra um stærð fiskistofna og spár hafi lítt staðist og auðvelt sé að vera vitur eftir á. Þetta var einmitt það sem ég var að segja í Morgunblaðinu þ. 17. mars. sl. Ólafur Karvel segir m.a. að hin árlega skýrsla Hafrannsókna- stofnunarinnar um ástand nytja- stofna og aflahorfur hafi leyst úr læðingi miklar talnarunur hjá mörgum mætum manninum til sönnunar því, að spádómar fiski- fræðinga hafi aldrei gengið eftir og muni svo sem aldrei gera. Þess- ar talnarunur, sem Ólafur Karvel er að vísa til, eru allar frá þeim sjálfum komnar og það sem ég birti í grein minni er aðeins hluti úr prómilli af öllu því talnafarg- ani, sem frá þessari stofnun hefur komið, og allar hafa þær sýnt sig þegar frá hefur liðið að vera al- gjörlega marklausar og „dregnar upp úr töfrahatti". Ekki er nú alltaf með öllu ljóst hvað ólafur Karvel er að fara í grein sinni, en þar að kemur þó að hann segir að „fiskifræðingum er vissulega mæta vel ljóst að mat þeirra á stærð þorskstofnsins hef- ur iðulega brugðist“, og vísar síð- an í hinar margumtöluðu skýrslur Hafrannsóknastofnunarinnar til frekari skýringar. Hann veit sem er að það eru ekki mjög margir sem hafa umræddar skýrslur und- ir höndum. Og hvílik lesning. Þar stendur ekki steinn yfir steini í ljósi reynslunnar, tómt fálm í myrkri. Hver skapaði ýsuna Ólafi Karvel verður nokkuð tlð- rætt um aukinn ýsuafla og vill þakka það stækkun möskva 1977 í 155 mm og segir í lok þess greinar- stúfs: „Vaxandi ýsuafla síðustu árin má rekja til betri nýtingar stofnsins í kjölfar stærri möskva og einnig til góðrar nýliðunar árin 1973 og 1976.“ Við eigum sem sagt stóra 11 ára og 8 ára ýsustofna í sjónum og það er fiskifræðingum okkar að þakka. Þá vitum við það. Ef einhverntíma kemur góður afli á land þá mun það í framtíðinni verða fiskifræð- ingunum að þakka. Ef illa fiskast þá hafa sjómenn drepið allan fisk, ef vel veiðist þá er það vegna frið- unaraðgerða. Hvað láta menn lengi bjóða sér slíkan málflutn- ing? Fyrr má nú reyna að réttlæta starf sitt, en þurfa að þakka sér það sem náttúran lætur af hendi rakna. „Miklir menn erum við Hrólfur minn.“ Guðni Þorsteinsson, fiskifræð- ingur, er ekki alveg eins viss og Ólafur Karvel um ágæti hins stóra möskva hvað víðvíkur ýsuveiðum. Á sl. ári ritaði Guðni tvær greinar í tímaritið „Ægi“. í 3. tbl. „Skýrsla um möskvastærðartilraunir SV- lands 1982“, og í 12. tbl. „Viðbrögð fiska gagnvart botnvörpu". í niðurlagi fyrri greinar skrifar Guðni: „Þó benda sterkar líkur til þess, að 155 mm pokamöskvinn sé of stór fyrir togbáta á SV-landi. Lík- legt er talið, að oft sé svindlað á möskvastærðinni, eins og áður hefur verið drepið á. Vissulega væri æskilegt að safna frekari gögnum til þess að niðurstöður verði marktækari. Einkum væri áhugavert að veiða, þar sem ýsan er smærri. Ýmislegt bendir því til þess, að heppilegt sé fyrir bátana að nota 135 mm möskva SV-lands. Erfitt eða ógerlegt mun þó vera að leyfa togbátum að hafa smærri riðil í poka en togurum á sama veiði- svæði. Þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé nauðsynlegt að gera einnig athuganir á 135 mm riðli á togurunum. Enn er sá möguleiki fyrir hendi að leyfa 135 mm poka- riðil á þeim veiðisvæðum, sem togbátarnir mega veiða á en tog- ararnir ekki.“ í seinni greininni er m.a. þessi málsgrein: Það fer að sjálfsögðu ekki á milli mála, að töluvert af smáfiski fer út um möskva boinvörpunnar. Því miður er lítið vitað um það, hvernig þessum fiski reiðir af. Hallast margir að því, að ýsa geti afhreistrast til ólífis við það að synda í gegnum netið og á þetta einnig við um önnur veiðarfæri, sem gerð eru úr neti. Ekki hafa þó verið gerðar neinar athuganir, sem taka af öll tvímæli um þetta atriði. Það eru sem sagt ekki allir fiskifræðingar á sama máli. í 2. tbl. „Ægis“ 1984 skrifar Halldór Halldórsson, skipstjóri, stuttan pistil um stækkun möskv- anna í trollum togbáta er veiðar stunda á miðum út af Suður- og Suðvesturlandi, en Halldór hefur margra ára reynslu af togveiðum á þessum slóðum. I þessum pistli segir Halldór m.a.: „Frá því togbátamenn er veiðar stunda á miðum út af Suður- og Suðvesturlandi voru skikkaðir til að stækka möskvann í trollum sín- um úr 135 mm í 155 mm, hefur komið í ljós að ýsuafli btanna er allt frá því að vera helmingi minni og upp í það að vera þrisvar sinn- um minni, ef veiði er treg. Þegar möskvinn var stækkaður gaf Haf- rannsóknastofnun það upp að ýsu- aflinn mundi dragast saman um 30% fyrsta árið við þessar breyt- ingar, en aukast síðan er frá liði. Út frá þessum staðreyndum verð- ur að draga þær ályktanir, að for- sendur þær sem Hafrannsókna- stofnunin gaf sér þegar ákveðið var að stækka möskvann, séu al- rangar. Einnig verður að hafa það í huga að enginn smáþorskur fyrirfinnst á þessum miðum árið um kring og hefur ekki gert frá ómunatíð. Vegna stærðar möskv- ans fer allt að 60 sm löng ýsa í gegnum þá og vitað er að allt að 80% af ýsunni, sem heldur sig á svæðunum hér sunnanlands, er á stærðarbilinu 50—60 sm að lengd og gefur það auga leið að mikið magn af góðri ýsu fer forgörðum til stórtjóns fyrir fiskimenn og þjóðina í heild. Fram til ársins 1974 var ýsa 50 sm og stærri verð- lögð sem stór, en í dag er ýsa 52 sm og stærri verðlögð sem stór. Þegar ákveðið var að stækka möskvann, var sú skoðun ríkjandi að mest allur fiskur er slyppi gegnum möskvana myndi lifa það af og stór hluti af honum veiðast þegar hann hefði náð réttri stærð, t.d. hvað ýsuna varðaði þegar hún væri orðin 57—59 sm. Ekki virðist hafa verið tekið nægilegt tillit til þess, að við það að fara í trollið og borast síðan í gegnum möskvana verður fiskurinn fyrir miklu hnjaski. T.d. missir ýsan hreistur, sem gerir það að verkum að stór hluti þess magns sem sleppur drepst engum til góða, en ýsa sem er í kringum 50 sm er ágætis hrá- efni til vinnslu." Halídór Hermannsson „Sjávarútvegurinn skal enn um langa hríð vera til- raunadýr í höndum fjár- vana fiskifræðinga. Hætt er nú við að tilraunadýrið lifi ekki af þá meðhöndlun þeirra öllu lengur. Hver skyldi eiginlega meiningin vera hjá hinum opinberu stjórnunaraðilum að halda Hafrannsóknastofnuninni í fjárvana kreppu þannig að hún er lítils megnug til að vera ráðgefandi stofn- un?“ Tilraunadýrið ólafur Karvel telur að eitt af meginverkefnum í starfsemi Haf- rannsóknastofnunarinnar á næstu árum sé að styrkja stofn- stærðarrannsóknir til muna í því skyni að skapa stjórn fiskveiða traustari grundvöll. Hvort og hvenær því markmiði verði náð er háð ýmsum skilyrðum, svo sem fjármagni til þess að standa þann- ig að rannsóknum að árangurs sé að vænta. Það var og. Sjávarútvegurinn skal enn um langa hríð vera til- raunadýr í höndum fjárvana fiski- fræðinga. Hætt er nú við að til- raunadýrið lifi ekki af þá með- höndlun þeirra öllu lengur. Hver skyldi eiginlega vera meiningin hjá hinum opinberu stjórnunarað- ilum að halda Hafrannsókna- stofnuninni í fjárvana kreppu þannig að hún er lítils megnug til að vera ráðgefandi stofnun? Svo ætla þessir og hinir sömu stjórn- unaraðilar að hafa, þessa skammt á veg komnu og fjárvana ráðgef- endur, að leiðarljósi við að stjórna lífæð þjóðarinnar. Já, og halda sér dauðahaldi í þetta hálmstrá. Þar sem verið er að tala um fjársvelti Hafrannsóknastofnun- arinnar er ekki úr vegi að líta að- eins á hvað þessari stofnun er ætl- að til síns rekstrar. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er Hafrann- sóknastofnuninni ætlaðar 93,2 milljónir króna í rekstrarfé. Þá er allur stofnkostnaður ótalinn, en hluti af útflutningsgjöldum sjáv- arafurða rennur til stofnkostnað- ar Hafrannsóknastofnunarinnar, (s.s. skipakaup o.fl.) og er sú fjár- hæð hluti af fiskverði. Þegar allt kæmi saman má lauslega áætla að hver sjómaður leggi stofnuninni til sem svarar einum mánaðar- launum á ári hverju. Gaman væri að heyra hver sú upphæð er, sem þessir herramenn telja að sér beri úr sameiginlegum sjóðum þjóðar- innar. E.t.v. má halda því fram að þær fjárhæðir, sem eytt er til haf- rannsókna og fiskifræði, séu smá- ar og vissulega verða þær léttvæg- ar fundnar þegar hugsað er til þeirra fjárhæða sem tapast hafa vegna hinna óheppilegu áhrifa sem þessi stofnun hefur haft á stjórn fiskveiða. Ekki alls fyrir löngu átti ég tal við kunningja minn sem fæst við, ásamt fleirum, að stjórna málum bæjarfélags. Hann gat þess við mig að ýmsar ráðgefandi nefndir væru á snærum þeirra og kæmu þeær nefndir með ýmsar tillögur til bæjarstjórnar sem væru í eðli sínu þannig að meta yrði þær í ljósi þess hvort íbúum bæjarfé- lagsins væri kleift efnahagslega, að lifa við þær. Að sjálfsögðu þætti það ekki tiltökumál að hafna slíkum tillögum brjóti þær alvarlega í bága við hagi manna, svo fremi að ekki liggi augljós og haldbær rök fyrir þeim. Nú skulum við bera þetta saman við Hafrannsóknastofnunina, sem er samkvæmt margyfirlýstri stefnu fiskifræðinga aðeins ráð- gefandi stofnun, enda opinberlega viðurkennd sem slík. En er þetta nú svo í reynd. Þessu verður að svara neitandi. Ráðgefandi stjórn- unaraðilar hafa sjálfir búið sér til vítahring í kringum Hafrann- sóknastofnunina, sem þeir þora með engu móti að fara inn fyrir af hræðslu við almenningsálit, at- kvæðatap, eða það sem oftst er til- fellið, nær algjört þekkingarleysi á sjávarútvegsmálum. Vogun vinnur, vogun tapar í þessu landi verður ekki lifað nema að tekin sé áhætta. Þessu veiðimannaþjóðfélagi verður ekki stýrt við fiskveiðar með grænfrið- unga- og dýraverndunarstefnu sem viðmiðun. Náttúrufræðilegir eiginleikar hafsins eru ákaflega sveiflukenndir bæði hvað veðurfar og sjávarstrauma snertir og allt lífríkið er háð þeim að meira eða minna leyti, sem gerir það að verkum að allir spádómar um vistkerfi hafsins geta aldrei ræst. Það er borin von að ætla sér að kvótaskipta rúmum 200 þúsund tonnum af þorski á þann flota sem til er. Sífelldur söngur hefur verið varðandi alltof stóran fiskveiði- Verslunarskólinn og Kaupmannasamtökin: Með námskeið í auglýsingatækni Fyrir skömmu stóðu Verslun- arskóli íslands og Kaupmanna- samtök íslands fyrir nýstárlegu námskeiði í auglýsingatækni sem nefnist almenningstengsl, sem er þýðing á erlenda heitinu public re- lation. Að sögn Helga Baldurssonar viðskiptafræðings, sem var leið- beinandi á þessu námskeiði, var meginmarkmiðið með námskeið- inu að benda stjórnendum á nýj- ar leiðir til að koma ímynd fyrir- tækisins á framfæri á ódýran og markvissan hátt. Það er allt of mikið um það að stjórnendur fyrirtækja einblíni á hinar hefðbundnu auglýsingaleiðir sem í mörgum tilfellum eru allt of dýrar miðað við þann árangur sem sóst er eftir. Með því að gera sér grein fyrir þeim snertiflotum sem fyrirtækið hefur gagnvart hagsmunaaðilum koma upp ný sjónarmið og hugmyndir um leiðir til að koma fyrirtækinu og þjónustu þess á framfæri án þess að kostnaðurinn rjúki upp úr öllu valdi. 1 lok námskeiðsins var fram- kvæmt svonefnt hugarflug eða „brainstorming". Þátttakendum var skipt í hópa eftir atvinnu- starfsemi. Hver hópur um sig fékk síðan það verkefni að leita ódýrra auglýsingaleiða eftir eðli starfseminnar. Mæltist þetta vel fyrir og kom fram fjöldi nýstár- legra hugmynda, sem fyrirtækin geta hagnýtt sér. Munu Verslunarskólinn og Kaupmannasamtökin standa fyrir fleiri námskeiðum af þessu tagi á næstunni, bæði hér í Reykjavík og úti á landsbyggð- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.