Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 69 flota. En minna er sungið um, að þess er skammt að bíða að hann grotni niður. Engar fyrirsjáanleg- ar endurnýjanir verða á næstu ár- um. Þá fá menn friðunina lang- þráðu, en þá fá menn líka minna til hnífs og skeiðar. Þáttur Hjálmars Vilhjálmssonar f grein sinni gefur Hjálmar Vilhjálmsson nokkuð glöggt yfirlit yfir rannsóknir sínar á hegðun og ástandi loðnunnar á undanförnum árum. Hjálmar getur þess að þeir rannsóknarmenn séu nú farnir að taka svolítið mark á þeim mæling- um sem þeir sjálfir hafa verið að gera á stærð fiskistofna á undan- förnum árum. Einn alvarlegur ljóður er þó á þessari rannsóknarsögu hans. Hjálmar segir orðrétt' „Því verður að telja hinar stórkostlegu frá- sagnir af óhemju loðnu hér við Suður- og Suðvesturlandið vetur- inn 1983 orðum auknar, jafnvel þótt fáeinar ræki hér á sandinn fram af Skúlagötunni í norðanátt- inni einn daginn." En hvað kom til að Hjálmar fór aldrei til rannsókna á þetta svæði veturinn 1983? Hefði hann hins- Vegar gert það hefði hann átt betra með að sanna ósannsögli sjómanna og ýkjur um hið mikla loðnumagn sem sögur fóru af. Hafði hann ekki skip til umráða, eða hafði hann ekki fé, eða hafði hann grun um að sú athugun myndi leiða í ljós að ekki yrði stætt á öðru en leyfa veiðar. í viðtali sem birtist í „Sjávar- fréttum" 3. tbl. 1983, við Sigurjón Óskarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur, Vestmannaeyjum, hefur hann m.a. eftirfarandi að segja um loðnugengd á vertíðinni 1983: „Það er bullandi loðna hér um allan sjó og ég er á því að það sé miklu meira af loðnunni en fiski- fræðingar telja og að það hefði átt að leyfa einhverja veiði á loðnu í vetur. Fiskifræðingar komu í byrj- un vertíðar til að mæla stofninn, sem þá var ekki genginn. Síðan hafa komið margar göngur, vestan að í Breiðafjörðinn og hér austan frá Hvalbakssvæðinu með allri suðurströndinni er mikið af loðnu. Undanfarin ár hefur maður lítið orðið var við loðnu, kannski þetta eina tvær torfur sem komu. Nú er greinilega miklu meiri loðna í sjónum og manni finnst furðulegt að svo mikið mark skuli tekið á spám fiskifræðinganna þegar þeir halda jafnvel ekki úti rannsókn- arskipunum á þessum tima. Þeir segja að við skipstjórarnir á bát- unum þekkjum ekki á tækin okkar, en ég er á því að fiskifræð- ingarnir þekki enn síður á sín tæki. Hér í Vestmannaeyjum héf- ur um 10 skipum verið lagt vegna loðnunnar en á sama tíma var hér fyrir utan bullandi loðna í apríl i vor, en menn hafa ekki vitað til þess í áraraöir, ég er því á því að nú sé óvenjumikið af loðnu." Ekki mælir Sigurjón óskarsson þessi orð vegna þess að hann sé að missa spón úr aski sínum. Hann hefur ekki stundað loðnuveiðar á Þórunni Sveinsdóttur, heldur blöskrar honum hvernig að þess- um málum öllum var staðið. Fyrr í sama viðtali sagði Sigurón: „Ég er ekki að gera litið úr fiski- fræðingunum eða draga i efa gildi þeirra vísindi, en þetta er enn ung vísindagrein og margt af því sem fiskifræðingar hafa sett fram hef- ur alls ekki staðist. Manni finnst að ráðamenn ættu að líta meira á spár þeirra í gegnum árin til að sjá að það er ekki nægilega á þær streystandi." Nákvæmlega sama staða kom upp í janúar á þessu ári og í janú- ar 1983, enga loðnu var að finna. Ekki efa ég það að Hjálmar trúi á málstað sinn og opinberi skoðanir sínar eftir bestu vitund, meira verður ekki af mönnum krafist. Risapáskaegg í Miklagarði Senn líður að páskum og víða eru páskaegg, stór og smá, komin í verslanir. Stærsta páskaeggið er þó líklegast í Miklagarði, en það var fram- leitt sérstaklega fyrir verslun- ina af Nóa og Síríus. Umfangið við að flytja eggið í Miklagarð og koma því þar fyrir, var í samræmi við stærðina, og var gripið til þes ráðs að nota lyft- ara við flutningana, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Börnin renndu hýru auga til eggsins, enda ekki á hverjum degi sem annað eins sælgæt- isfjall sést. Ljósm. Mbl./Emilía. Að lokum Menn ættu að kynna sér á hverju stofnstærð þorsksins er byggð samkvæmt kenningum fiskifræðinga. Sigfús Schopka, að- alfræðingur Hafrannsóknastofn- unarinnar i málefnum þorsksins, byggir stofnstærðina á svokallaðri V.P.-greiningu. Eftir því sem venjulegur maður getur næst komist, að lokinni lesningu um V.P.-greiningu Sigfúsar og þegar hinni vísindalegu þoku sem um- vefur hana tekur að létta, þá verð- ur einna helst dregin sú ályktun að þarna sé á ferðinni fiskifræði- leg sagnfræði og heimildir. Þetta torf hans getur engan veginn sagt fyrir um hver stofnstærð þorsks- ins verður í framtíðinni, þar sem náttúran er svo gjörsamlega skilin útundan í hinum ógurlegu og flóknu jöfnum sem þarna er að finna. Ef menn halda að hægt sé að setja fiskistofna inn í jöfnur og töflur og fá síðan út stóra sann- leika um framtíðar- fiskstofnstærðir sýnir það best á hvaða villigötum mennirnir reika. Það er þegar búið að eyðileggja þessa vertíð að stórum hluta. Veiðarfærasalar gefa út að á und- anförnum árum hafi sala á þorsknetaslöngum aldrei verið jafn léleg sem í vetur. Þetta þýðir að menn eru að leika sér með hálf- ónýt net, þeir eru að fiska á „tein- ana“ eins og sjómenn segja. Menn eru að gutla við þetta, oft með færri trossur og lélegri net, til að treina sér kvótann. Ennfremur hófst vertíðin ekki af krafti á venjulegum tíma, menn voru að bíða eftir kvótanum sínum. Sjómenn og útgerðarmenn verða að fara að gera sér það ljóst að fiskveiðistefnan frá 1975 hefur gengið sér til húðar. Hún leiðir ekki til annars en þrenginga og örbyrgðar. Hún er vonleysið sjálft uppmálað. Málin eru í stjórnar- farslegri sjálfheldu. Or þessari sjálfheldu verða sjómenn og út- vegsmenn að leysa sig með öllum tiltækum ráðum. Herra sjávarútvegsráðherra: „Nú er komið ræs.“ Halldór Hermannsson er skipstjórí i Ísaíirói. Philips morgunhani er sjálfsagt húsdýr hjá öllum, sem þurfa að vakna á ákveðnum tíma. Morgun- haninn er nánar tiltekið tæki, sem sameinar útvarp og vekjara- klukku. í Philips morgunhönunum eru lang-, mið- og FM-bylgjur, þeir eru fáanlegir með rafhlöðum og jafnvel tvöföldu vekjarakerfi. Morgunhaninn kostar frá Z.7Z9,- krónum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 Kynnið ykkur ferðatilboð Samvinnuferða-Landsýnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.