Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 73 félk í fréttum „Combat“ passar upp á ökuskírteinið + Til að sjá er tækið eins og aðr- ir spilakassar en tilgangurinn með því er allt annar. Hann er sá að vara fólk við og hvetja það til að taka ekki áhættu með öku- skírteinið. Tækið heitir „Combat" og seg- ir mönnum nákvæmlega hve drukknir þeir eru ef þeir blása í þar til gert rör og er aðferðin alveg sú sama og notuð er á lög- reglustöðvum. I Bretlandi eru þessi tæki nú víða komin upp á bjórkrám og öðrum veitinga- stöðum og er talið, að bráðum verði það jafnvel gert að skyldu að hafa svona tæki þar sem á- fengi er selt. Tækið virkar þannig, að fyrst er settur í það peningur en síðan blásið í rörið. Þá kemur í ljós hvort viðkomandi er kominn yfir strikið og ófær um að keyra, en tækið skiptir annars áhrifum áfengisins í fimm stig. Fyrstu tvö stigin eru græn og það fyrra segir, að viðkomandi sé dálítið kátur, málglaður og líði vel en þó fullfær um að aka bíl. Það síðara segir, að „athyglin sé reikandi, dómgreindin skert, samhæfing slæm og viðbrögð sljó," eða með öðrum orðum mjög varasamt að setjast undir stýri. Rauðu stigin leggja blátt bann við akstri, enda er þá þannig komið fyrir fólki, að það er orðið valt á fótunum, á erfitt með mál eða getur ekki staðið upp hjálp- arlaust. Eigendur veitingastaða og hótela eru mjög ánægðir með þessa nýjung og benda á að nú sé það miklu algengara en áður að gestirnir skilji bílana eftir á bílastæðinu. Nú gangi það ekki lengur að reyna að ljúga því að sjálfum sér og öðrum, að maður geti keyrt. „Combat" segir mönnum allan sannleikann. Mynd um ævi Marianne Bachmeier + f Vestur-Þýskalandi er nú verið Bachmeier, konunnar, sem drap að gera mynd um ævi Marianne morðingja dóttur sinnar í réttar- sal í Lúbeck. Marianne sjálf af- plánar nú dóm sinn í ríkisfangels- inu í Hildesheim, en með hlutverk hennar í myndinni fer leikkonan Marie Colbin. Þykir hún nokkuð lík Marianne, lagleg og með þessa sömu, hörðu drætti í andliti. Mari- anne segist líka vera ánægð með Marie og treysta henni til að fara vel með hlutverkið. Marianne Bachmeier við réttarhöldin. COSPER — Það er nú orðið svo bjart úti, tengdamútta, að þú getur vel farið heim. RASKA MATUR Svínakjöt Svínalæri Vi Svínalæri Vi Svínalæri (úrb.) Svínahryggur 1/i Svínabógur (hringskorinn) Svínabógur (úrb.) Reyktur svínabógur (hringsk.) Svínahnakki (úrb.) Reyktur svínahnakki (úrb. Svínahamborgarhryggur (úrb.) Svínahamborgarhyggur (m. beini) Reykt svínslæri 1/i Reykt svínslæri Vi Reykt svínslæri (úrb.) Svínalundir Svínakótilettur 146,00 kr. kg. 150,00 kr. kg. 264,40 kr. kg. 238,30 kr. kg. 150,00 kr. kg. 210.60 kr. kg. 163,00 kr. kg. 226.60 kr. kg. 247,00 kr. kg. 399,00 kr. kg. 277,00 kr. kg. 196,50 kr. kg. 201,90 kr. kg. 291,00 kr. kg. 330,00 kr. kg. 258,00 kr. kg. Hangikjöt Læri (heil og hálf) Frampartur (heill og sagaður) Læri (úrbeinað) Frampartur (úrbeinaður) 210,00 kr. kg. 136,00 kr. kg. 325.10 kr. kg. 236.10 kr. kg. Léttreykt lambakjöt Hamborgarhryggur Vi Hamborgarhryggur (úrb.) Londonlamb Nýtt lambakjöt 190,00 kr. kg. 335,70 kr. kg. 220,00 kr. kg. Læri (úrbeinaö) Frampartar (úrbeinaðir) Hryggur (úrbeinaöur) Kryddlegið páskalamb 275,20 kr. kg. 205,70 kr. kg. 280,60 kr. kg. 195,00 kr. kg. Fuglakjöt Aligrágæs Kjúklingar (5 í poka) Peking-endur 359,00 kr. kg. 124,00 kr. kg. 371,00 kr. kg. 4&1 Vörumarkaðurinn hi. Marie Colbin. ÁRMÚLA 1a EÐISTORG111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.