Morgunblaðið - 11.04.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
77
Guð lagði ekki ríki og
höfuðborg gyðinga í rúst
Ingvar Agnarsson skrifar:
„Fyrir allnokkru birtist í
blaði grein eftir kunnan guð-
fræðing. Greinin endar á þess-
um orðum: „Guð gaf Abraham
dýrlegt fyrirheit. En hann átti
að bjóða börnum sínum að
„varðveita vegu Drottins með
því að iðka rétt og réttlæti".
(Móse 17,19). Samkvæmt marg-
endurtekinni hótun sinni lagði
Guð ríki og höfuðborg gyðinga í
rúst og dreifði þjóðinni um
heiminn — meðal heiðingja —
segir Biblían. Dómsharka?
Þetta er aðeins guðlegt rétt-
læti.“
Víða má sjá því haldið fram
að „guðlegt réttlæti" sé fólgið í
refsingu, en svo mun ekki vera.
Guðlegt réttlæti felst ekki í
refsingu, heldur í ást og kær-
leika til alls og allra. Guðleg ást
er óendanleg. Ég er viss um að
Guð lagði ekki „ríki og höfuð-
borg gyðinga í rúst“. Þar hafa
önnur öfl en hið guðlega verið
að verki.
Hin æðsta vera á til óendan-
lega þolinmæði og hún beitir
aðeins ást sinni til að uppræta
hið illa. Aldrei beitir hún illum
aðferðum í baráttu sinni við hin
illu öfl alheimsins. Hin mildu
öfl guðlegrar ástar eru einu
vopn hennar.
Víða í Biblíunni má finna orð
er styðja þessa skoðun og sem
bjóða mönnum að beita ást og
kærleika: „Elskið óvini yðar“.
„Gerið þeim gott er hata yður.“
„Guð er kærleikur". Þetta eru
einmitt eiginleikar og eðli hinn-
ar æðstu veru og henni skyldu
menn reyna að líkjast. Að orða
Guð við grimmd og hefnigirni
er hið mesta guðlast, en slík
skoðun kemur þó stundum fram
hjá miklum trúarleiðtogum.
Hallgrímur Pétursson segir t.d.:
„Gegnum hold, æðar, blóð og bein
blossi guðlegrar heiftar skein.“
Menn ættu ekki aðeins að tala
og hugsa um réttlæti Guðs,
heldur fyrst og fremst um ást
hans og kærleika. Guð beitir
ekki alltaf réttlæti, heldur ást.
Ast Guðs er réttlætinu æðri.
Glæpaverk hinna versu níðinga
yrðu seint afplánuð að fullu, ef
réttlætinu einu saman væri
beitt. Hið eina sem bjargað get-
ur illmennum úr versu vítum er
hin guðlega ást og ekkert ann-
að. Og til þess þarf hún að geta
snortið hjörtu þeirra, svo
hugarfarsbreyting verði. Það er
leið hinnar æðstu veru til að
snúa illu til góðs.
Að tæma vítin er hið æðsta
takmark hinnar æðstu veru. Að
snúa framvindu jarðlífs til
réttrar áttar er hin mesta nauð-
syn, en til þess þarf að fylgja
stefnu hins æðsta máttar og
vera þar með en ekki á móti."
Bflastæðin við
Seðlabankann:
„Bankastæði“
Stefán Nikulásson kom að máli
við Velvakanda og hafði meðferðis
hugmynd að nafni á bílastæðun-
um við Kalkofnsveg. Segist hann
hafa lesið um hugmyndina „Ing-
ólfsstæði" í Velvakanda þann 5.
apríl sl. og þá dottið í hug hvort
ekki mætti nefna bílastæðin
„Bankastæði".
Húsdýraáburð-
ur á garðinn:
Var látin greiða
tvöfalda upphæð
E.K. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
— Ég bý í Austurbænum og
fyrir nokkru kom stúlka, bank-
aði uppá hjá mér og bauð mér
húsdýraáburð á garðinn hjá
mér. Þegr ég spurðist fyrir um
verðið tjáði hún mér að það væri
700 krónur án dreifingar, en 900
krónur með dreifingu. Þegar ég
spurði hana hvað ég fengi mikið
magn fyrir 700 krónurnar svar-
aði hún því til að á garða hjá
einbýlishúsum væru tvær kerrur
áætlaðar.
Ég bað um tvær kerrur og ætl-
aði að dreifa þessu sjálf, en þeg-
ar ég var rukkuð, hljóðaði reikn-
ingurinn upp á 1600 krónur. Ég
varð hvumsa við og sagði mann-
inum sem kom og rukkaði að
mér hefði verið sagt að þetta
kostaði 700 krónur án dreifingar.
Þá sagði hann að það væri mis-
skilningur, því hver kerra kost-
aði 800 krónur.
Ég tel að þetta séu ekki rétt
vinnubrögð og finnst sjálfsagt
að vara fólk við þessu. Ég vil
taka það fram að að vísu fékk ég
200 krónur slegnar af þessari
upphæð, en borgaði samt 1400
krónur sem er tvisvar sinnum
meira en mér var tjáð í upphafi.
Þessir hringdu ...
Þakkir fyrir efni
í Ríkisútvarpinu
Filippía Kristjánsdóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
— Velvakandi góður.
Ég held að við mennirnir ger-
um of lítið af því að þakka það
sem vel er gert og þakka ber, en
látum oftar í okkur heyra þegar
við erum óánægðir með menn og
málefni.
Ríkisútvarpið hefur stytt
okkur margar stundir og ber þvi
margt að þakka sem þaðan kem-
ur, en aldrei verður hægt að gera
svo öllum líki og sumir eru aldr-
ei ánægðir með neitt. Það er
nokkuð sem kemur niður á ger-
andanum sjálfum, við getum
sjálf valið úr.
í þetta sinn langar mig til að
senda þakklæti mitt til tveggja
aðila og mæli ég þar fyrir munn
margra annarra. Fyrst vil ég
þakka Heiðdísi Norðfjörð fyrir
þáttinn hennar, „Við stokkinn",
sem ætlaður var börnunum fyrir
svefninn. Hún gaf öðrum fagurt
fordæmi.
Þá vil ég einnig þakka séra
Birni Jónssyni sóknarpresti á
Akranesi fyrir hina snjöllu, vel
fluttu og vekjandi ræðu hans í
útvarpsguðsþjónustunni sunnu-
daginn 8. apríl.
Það var kærkomið og vel þegið
innlegg á þessum upplausnar-
tímum þegar holskeflur trúleys-
is og glæpahugsjóna virðast
reyna að kollvarpa allri heil-
brigðri skynsemi, kærleiksboð-
skap og hreinni guðstrú.
Aöalfundur Reykjavíkurdeildar Rauöa kross íslands
áriö 1984 veröur haldinn í Múlabæ Ármúla 34 þriöju-
daginn 17. þessa mánaöar. Fundurinn hefst kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórn Reykjavíkurdeildar
Rauða kross íslands.
Hin gömlu
kynni
Skemmtun sniðin fyrir eldra fólk í
Broadway fimmtudaginn 12. aprfl nk.
Dagskrá:
Kl. 18.00
Kl. 18.45
Kl. 18.55
Kl. 20.00
Kl. 21.15
Kl. 21.45
Kl. 22.00
Kl. 22.15
Kl. 22.45
Húsið Oþnað — Fordrykkur.
Sameiginlegt borðhald.
Matseöill: Norðlenskt hangikjöt m. upþ-
stúfi og tilheyrandi. Pönnukökur meö
rjóma.
Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur
þjóölög undir borðum.
Ingveldur Hjaltested syngur v. undirleik
Guöna Þ. Guðmundssonar.
Tízkusýning: Módelsamtökin sýna.
Anna Guðmundsdóttir leikkona flytur
gamanmál.
Danssýnina: HR-dansflokkurinn.
Siguröur Ólafsson og Þuríöur Sigurö-
ardóttir syngja saman.
Dansaö til kl. 23.30.
Dansstjóri og kynnir veröur Hermann Ragnar Stef-
ánsson. Að gefnu tilefni er ástæða til aö vekja
athygli á því, aö skemmtun þessi er aöallega snið-
in fyrir eldra fólk.
Aörir dagskrárliðir:
Verö kr. 500.-.
Gáta kvöldsins
Lag kvöldsins
Gestur kvöldsins
Félög og einstaklingar eru vinsamiega
beöin að tilkynna þátttöku í síma 77500
sem fyrst. Sætaferöir á vegum Styrktar-
félags aldraðra á Suðurnesjum frá
Keflavík, Grindavík, Vogum og Sand-
gerði.