Morgunblaðið - 11.04.1984, Page 30
78
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
Hvers á gamla
fólkið að gjalda?
— eftirJónas
Gústafsson
Réttlátt samfélag
og ellin
Að mínu mati sýnir samfélag
sitt rétta andlit í því hvernig það
kemur fram við hópa sem eru
veikburða, en m.a. gamla fólkið er
slíkur hópur.
Meðan heilsan er góð, hugsa
fæstir um hvernig það er að verða
gamall og þurfa hjálpar við. Við
verðum þó kannski áhyggjufull
þegar við heyrum að það vantar á
annað þúsund húsnæðis- og vistun-
arrými í Reykjavík fyrir gamalt
fólk, og hugsum ef til vill: „Verður
hvergi pláss fyrir mig, þegar ég
verð gamall/gömul og get ekki
lengur séð um mig sjálfur/sjálf?“
Já, hver er raunveruleikinn sem
samfélag okkar býður ört vaxandi
hópi af gömlu fólki? Um það fjall-
ar þessi grein. Tilefni greinarinn-
ar er reynsla foreldra minna af
því að verða gömul og þurfa að-
stoð. Þessari dapurlegu reynslu
deila því miður mjög margir með
þeim. Saga þeirra er því talandi
dæmi um ástandið hjá mörgu öðru
gömlu fólki, sem lifir við svipaðar
aðstæður í þessu svonefnda vel-
ferðarsamfélagi.
Lítil raunasaga
Þetta er saga um gamlan mann
og gamla konu, sem hafa búið
saman í nærri 40 ár. Þau elska
hvort annað og vildu gjarnan geta
deilt saman gleði og sorg þar til
yfir lýkur. Sá er galli á gjöf Njarð-
ar, að faðir minn hefur verið veik-
ur í 7 ár; með sykursýki, krabba-
mein i blöðruhálskirtli, auk þess
að vera útslitinn eftir áratuga
starf með hörðum höndum. Móðir
mín ætlaði að hjúkra honum eins
lengi og þörf væri. Hún sótti því
ekki um elliheimilispláss honum
til handa, þrátt fyrir að þetta væri
mikil binding og álag fyrir hana.
Hún fékk um tima hálfs dags
heimilishjálp vikulega. Þessi hjálp
reyndist ófullnægjandi, en ekki
reyndist unnt að fá meiri hjálp.
Málunum var bjargað með aðstoð
ættingja, velviljaðra nágranna og
eldri kvenna sem voru sjálfboða-
liðar hjá Rauða krossinum.
Við systkinin aðstoðuðum móð-
ur okkar eins og við gátum í að
passa föður okkar. Sl. haust var
þetta þó orðið henni ofviða. Hann
var orðinn mjög veikburða og
hjálparlaus og fékk svo inflúensu
ofan i þessa lélegu heilsu. Þrátt
fyrir svefnlyf, hélt hann móður
minni vakandi næstum hverja
nótt. Hún gat ekki látið hann vera
einan lengur og hann þurfti hjálp
til næstum allra hluta.
Móðir mín var að brotna saman
andlega út af þessu álagi, auk þess
sem of hár blóðþrýstingur gerði
hana óvinnufæra um tíma. Heim-
ilislæknirinn sagði að þessum
þrýstingi yrði að létta, ef hún ætti
ekki að vera í bráðri heilsufars-
legri hættu. Faðir minn var svo
lagður bráðainnlögn inn á Land-
spítalann. Hann hresstist aðeins.
Mestu pressunni létti af móður
minni. Viðbrögðin við öllu þessu
álagi urðu þó eftir á 3 mánaða
þunglyndi og ýmis vanlíðan.
Af almennri deild Landspítal-
ans var faðir minn svo sendur á
öldrunardeild sama sjúkrahúss,
þar sem átti að lofa honum að
vera um óákveðinn tíma. Síðan þá
höfum við nánustu ættingjarnir
svo gengið á milli stofnana fyrir
aldraða og reynt að fá inni fyrir
gamla manninn, því það var alveg
ljóst að ekki væri hægt að taka
hann heim aftur. Hvorugt okkar
systkinanna hefur heldur mögu-
leika á að taka föður okkar heim.
Gangan á milli stofnana hefur
verið sannkölluð þrautaganga.
Alls staðar hefur okkur verið tjáð,
að það væru fjallháir bunkar af
umsóknum frá gömlu fólki, sem
svipað og við væri í meira eða
minna örvæntingarfullri aðstöðu.
Ýmsir hafa beðið í mörg ár og eru
kannski dánir þegar röðin kemur
loksins að þeim. Þó hefur okkur
verið gefin von um að faðir minn
kæmist inn á ákveðið elliheimili
bráðlega. En það fer þó eftir því
hve hratt gamla fólkið á þessari
stofnun kveður þennan heim.
Frá Heródesi
til Pflatusar
Við héldum auðvitað að faðir
minn fengi að vera á öldrunar-
deildinni, þar til hann kæmist á
elliheimilið. Fyrir nokkru var
móðir mín kölluð á fund félags-
ráðgjafa og deildarlæknis á öldr-
unardeildinni til að ræða um
heilsu föður míns. Þar fékk hún að
vita að faðir minn yrði sendur
heim aftur, þrátt fyrir að hún þá
og áður segði hátt og skýrt að hún
treysti sér alls ekki til þess. Lækn-
irinn sagðist myndu útvega henni
8 tima daglega heimilishjálp (40
tíma á viku). Ætlunin var að faðir
minn yrði 6 vikur heima, aðrar 6
vikur á öldrunardeildinni, og átti
þetta að ganga svona þar til hann
fengi varanlegt pláss á stofnun.
Þetta hefði ekki verið neitt stórt
mál ef faðir minn hefði verið álíka
hress og t.d. fyrir einu ári og móð-
ir mín andlega og líkamlega til-
búin til að taka við þessu álagi.
Hvorugt er til staðar.
Föður minum hefur farið hratt
aftur. Hann getur ekki staðið eða
gengið sjálfur, en þarf oftast
stuðning frá 1—2 líkamlega sterk-
um einstaklingum með gott bak.
Hann þarf hjálp til að reisa sig
upp. Það þarf mjög oft að hjálpa
honum á klósettið, bæði dag og
nótt. Hann pissar mjög oft (og oft
í buxurnar). Gamli maðurinn er
oft ruglaður og áttar sig þá ekki á
tíma eða stað. Eftir hetjulega bar-
áttu i mörg ár hefur hann gefist
upp fyrir elli kerlingu og veikind-
um sínum. Hann grætur oft og er
leiður. Samtímis er hann mjög
krefjandi, því hann kallar í sífellu
á aðstoð og athygli.
Lesandinn getur dæmt sjálfur,
hvort þessi byrði er leggjandi á
gamla konu með of háan blóð-
þrýsting, einstakling sem er að
reyna að jafna sig andlega og lík-
amleg eftir of mikið langvarandi
álag.
Móðir mín kom reið og hálf ðr-
vingluð heim af fyrrnefndum
fundi. Henni fannst læknirinn alls
ekki hafa hlustað á sig, og ætla að
pressa hana til að taka við föður
mínum, hvort sem það kostaði
hana endanlega heilsuna eður ei.
Við höfðum samband við yfir-
lækni öldrunardeildarinnar. Móð-
ir mín og ég fórum svo á fund með
honum og tveim hjúkrunarfræð-
ingum á deildinni. Móðir mín
sagði honum frá þvi hvernig hún
hefði fyrr í lífi sínu verið bundin
yfir fárveikri móður og veikum
föður, hvernig heilsu hennar væri
farið og að núna gæti hún ein-
faldlega ekki meira. Hvernig átti
hún að klára þá 130 tima vikunn-
ar, þegar engin heimilishjálp væri
til staðar? Hvernig átti hún að
bera föður minn á klósettið, þegar
hún gæti það ekki? Hvemig átti
hún að þola álagið, þegar faðir
minn var síkallandi, og hún sí-
hrædd við að fara út úr húsinu af
hræðslu við að finna föður minn
afvelta? (Hann féll í gólfið fyrir 2
árum og lá hjálparlaus í fleiri
tíma.) Hvernig átti hún að bregð-
ast við kröfum og bindingu allan
sólarhringinn? Hún sagði ein-
faldlega að hún vildi gjarnan hafa
mann sinn hjá sér, en hún treysti
sér alls ekki til þess lengur.
Yfirlæknirinn vildi ekki hlusta
á rök okkar. Stífni var hans dóm-
ur. Það væri vel hægt að leysa
þetta ef vilji væri fyrir hendi af
okkar hálfu. Það var gefið í skyn
að við börnin gætum eytt helgum
og kvöldum í að passa föður okkar,
og sagt að móðir min gæti vel
valdið þessu með heimilishjálp.
Skilaboð yfirlæknisins voru: Þið
fáið tvær vikur til að koma gamla
manninum á varanlegan dvalar-
Segðu EUBOS (Jú-boss)
i staðinn fyrir sápu!
Sennilega er Eubos eitthvað það besta,
sem komið hefur á markaðinn fyrir þá
sem eru með viðkvæma húð.
Eubos kemur nefnilega í stað sápu,
sem oft getur verið ertandi fyrir húðina.
Tilvalið fyrir þá sem vegna vinnu
sinnar, íþróttaiðkana og annarra
aðstæðna þurfa oft á tíðum að nota
mildari sápu en aðrir. Sumir þola jafnvel
ekki að nota Sápu. Það eru einmitt þeir,
sem eiga að nota Eubos í stað sápu.
Eubos fæst bæði í hörðu og fljótandi
formi.
EUBOS
Umboð á íslandi:
G. Ólafsson,
Grensásvegi 8, Reykjavík.
Gallipoli
Kvikmyndir
ÓlafurM. Jóhannesson
Handrit: David Williamson eftir
sögu Peter Weir sem jafnframt er
leikstjóri.
Kvikmyndataka: Russell Boyd.
Framleiðendur: Robert Stigwood
og Patricia Lovell
Hvað er líkt með Ástralíu og
fslandi? Annarsvegar er um að
ræða heimsálfu er kúrir syðst á
jarðarkringlunni, byggð fyrrum
stigamönnum og frumstæðum
negrum, en hinsvegar eykríli er
stendur efst á Norður-Atlants-
hafshryggnum byggð fyrrum
höfðingjum af konungakyni og
þrælum þeirra? Ég held að sé til
lítils að draga samasemmerki
milli þessara skika jarðarinnar
svo ólíkir sem þeir eru að eðli. Þó
eiga þessi lönd kannski eitt sam-
eiginlegt sem er fersk nývakin
kvikmyndabylgja. Við þekkjum
auðvitað öll íslenska kvikmynda-
sumarið, sem sumir telja nú
senn á enda, en þekkjum við
ástralska kvikmyndasumarið
nægilega vel? Ég hef víst áður í
grein fjallað um þetta efni, en vil
aðeins bæta við, að sá fjörkippur
sem hefir átt sér stað undanfar-
ið í ástralskri kvikmyndagerð er
fyrst og fremst að þakka skatta-
fríðindum til handa áströlsku
kvikmyndagerðarfólki. Gætum
við fslendingar ýmislegt lært af
vinnubrögðum stjórnar Malcolm
Frasers í þessu efni.
Nú og svo hefir sú gleðilega
þróun átt sér stað á síðastliðnum
tveim árum að ástralskir ríkis-
menn hafa talið vænlegan kost
að leggja fjármagn í ástralskar
kvikmyndir. Þannig er mynd sú
er viö sjáum nú i HasKoiabiöi og
nefnist Gallipoli, fjármögnuð af
kvikmyndajöfrinum og hljóm-
plötuframleiðandanum Robert