Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 79 £3» stað. Ef þið hafið ekki leyst málið að þeim tíma liðnum, þá verður hann sendur heim. Móðir mín var algjörlega miður sín eftir þetta samtal. Hún svaf mjög lítið og illa. Blóðþrýstingur- inn rauk upp úr öllu valdi. Hún varð þunglynd aftur og svo van- máttug, að hún var alveg að gefast upp. Við fjölskyldan héldum stöðugt áfram að reyna að finna smugu á stofnun fyrir föður minn. Árang- urinn var sá sami og áður: Að fað- ir minn fengi pláss á áðurnefndri stofnun áður en langt um liði. Að tveimur vikum liðnum var svo aftur farið á fund yfirvaldsins. Móðir mín treysti sér alls ekki að mæta á fundinn, og var þar að auki mjög reið yfir meðferðinni. Henni fannst verið að reyna að gefa sér samviskubit fyrir að gera ekki hlut sem hún í raun réð ekki við lengur, auk þess sem rödd hennar og réttindi sem manneskju væri ekki virt. Ég og konan mín fórum á fund- inn. Enn sem fyrr var haldið fast við að senda föður minn heim. Það var aðeins spurning hvenær feng- ist heimilishjálp fyrir hann. Við fréttum eftir öðrum leiðum, að það væri erfitt að fá heimilishjálp fyrir hann, því vitað var hve krefj- andi það var að hjúkra gamla manninum. Á fundinum lýsti ég þvi hve slæmt móðir mín hefði það og að ég hefði alvarlegar áhyggjur af andlegri og líkamlegri heilsu hennar ef þessum þrýstingi létti ekki. Þetta voru lýsingar af ástandi, sem ekki var hægt að horfa fram hjá. Ég gerði yfirlækn- inum grein fyrir því að ég myndi aldrei leyfa að móðir mín yrði brotin niður á þennan hátt. Hún ætti svo sannarlega inni að eiga möguleika á nokkrum góðum ár- um í lífi sínu, eftir álag síðustu ára, og oft á tíðum erfitt líf. Ég heid að það hafi runnið tvær grímur á yfirlækninn, þegar hann „Já, hver er raunveru- leikinn sem samfélag okkar býður ört vaxandi hópi af gömlu fólki? Um það fjallar þessi grein. Tilefni greinarinnar er reynsla foreldra minna af því aö verða gömul og þurfa aðstoðar. Þessari dapurlegu reynslu deila því miður mjög margir með þeim. Saga þeirra er því talandi dæmi um ástandið hjá mörgu öðru gömlu fólki, sem lifir við svipaðar aðstæður í þessu svonefnda vel- ferðarsamfélagi.“ heyrði hvernig móðir mín hafði það. Lyktirnar urðu þær, að yfir- læknirinn vildi tala við móður mína til að fá staðfestingu á því hvernig hún hefði það. Þetta samtal milli þeirra átti sér stað tveim dögum seinna. Yfir- læknirinn spurði m.a. móður mína hvers vegna hún hefði ekki leitað geðlæknis fyrst hún hefði það svona slæmt. Þá sagði gamla kon- an: „Ég þarf engan geðlækni. Ef þið hættið að pressa svona á mig, þá fer mér að líða eins og mann- eskju aftur." Niðurstaða samtalsins varð sú, að faðir minn fengi að vera eitt- hvað áfram á öldrunardeildinni, en hún skyldi ekki halda að hún gæti andað rólega fyrr en hann væri kominn á aðra stofnun. Fórnardýr kringumstæðna Hér er ekki verið að draga upp mynd af kölska í líki deildar- og yfirlæknis. Viðkomandi yfirlæknir hefur á margan hátt unnið mikið og vel að málefnum gamla fólks- ins, en er að meira eða minna leyti fórnardýr kringumstæðnanna. Það er pressað á hann um pláss frá öllum hliðum. Þetta firrir þó á engan hátt viðkomandi yfirlækni þeirri ábyrgð að gera sér grein fyrir hvenær hann fer yfir mörkin í því að þrýsta á þá sem líka eru fórnardýr kringumstæðnanna: ættingja gamla fólksins sem er á deildinni hjá honum. í framhaldi af þessu vakna ýms- ar spurningar um „velferðarsam- félagið" Island. Er það þannig á íslandi, að einstaklingur hafi ekki rétt til að segja nei við því sem viðkomandi hefur ekki lengur getu eða heilsu til? Hefur móðir mín ekki rétt til að fá fullnægt sínum grundvallarþörfum sem mann- eskja og ef til vill eiga nokkur góð ár eftir? Eru það ekki grundvall- armannréttindi að virða það þegar fólk hefur sagt að það geti ekki meira og meinar það svo sannar- lega? Þannig virðist það ekki vera með móður mína. Á elli og vanheilsa föður míns að vera fangelsi móður minnar þar til hún brotnar algjörlega niður? Er samfélagið betur sett með einn sjúkling til viðbótar? Eg er reiður Sjálfur er ég mjög reiður. Ég er reiður fyrir hönd alls þess gamla fólks, sem fær litla eða enga úr- lausn sinna mála, þrátt fyrir að það þurfi sárlega hjálpar við. Ég er reiður vegna þess hvernig farið er með gamla konu, móður mína. Meðhöndlun sem varla er hægt að kalla annað en andlega nauðgun. Ég er reiður fyrir hönd föður míns, sem með vinnu sinni hefur skapað ómæld verðmæti fyrir þetta efnis- og samkeppnisþjóðfé- lag. Svo er hvergi pláss fyrir hann lengur, þegar hann er hættur að geta skapað verðmæti og getur ekki lengur séð um sig sjálfur. Ég er reiður út í þá, sem nota vald sitt til að þrýsta of mikið á og stund- um keyra niður gamalt fólk eða aðra ættingja til að sjá um gam- almenni, sem það í sumum tilvik- um getur alls ekki tekið að sér. Að mínu mati er það að misbeita valdi, og samstaðan alveg á röng- um stað. Hvernig væri að standa saman bæði gamalt fólk, ættingjar og þeir sem vinna að þessum málum, og setja aukinn þrýsting á þá sem raunverulega eru ábyrgir í þessum málum: ríki og bæjarfélög? Hver er einstaklingsábyrgð í þessu efni og hver er samfélags- ábyrgð? Að mínu mati getur ábyrgð einstaklings eða fjölskyldu ekki náð lengra en getan leyfir. Þá hlýtur ábyrgð samfélagsins og hins opinbera að taka við. Hvar er virðingin fyrir gamla fólkinu og um leið viljinn til almenni- legrar þjónustu? Flest okkar geta reiknað með því að verða gömul. Enginn veit fyrirfram hvernig ellin verður. Með þetta 1 huga vekur það undr- un hve litla virðingu við sýnum gamla fólkinu. Er það ekki vöntun á virðingu þegar þjónustan við gamla fólkið er jafn ófullnægjandi og hún er í reynd? Á það ekki að vera réttur gamals fólks sem ekki getur lengur séð um sig sjálft að fá nauðsynlega hjálp frá samfé- laginu, í stað þess að vera háð vilja og möguleikum barna/ætt- ingja til að fá aðstoð? Ert þú — lesandi góður — stoltur af því, að ekki er meiri pólitískur vilji til að leysa vandamál gamla fólksins en nú er? Pólitískir valdhafar hafa t.d. tekið ákvörðun um að byggja flugstöð í Keflavík, sem kostar ríkið 600 milljónir, meðan það er skorið niður við trog í aðstoð okkar við gamla fólkið, sem hefur átt stóran þátt í að skapa þetta samfélag okkar. Aukin þjónusta innan og utan stofnana er ekki aðeins nauðsyn- leg. Önnur breyting er ekki síður mikilvæg. Hér er átt við hugar- farsbreytingu, breytt viðhorf gagn- vart gamla fólkinu. Við höfum skapað þjóðfélag, þar em ekki er nema mjög takmarkað pláss fyrir þá sem ekki geta af einhverjum orsökum tekið þátt í framleiðsl- unni. í stað þess að nýta okkur reynslu gamla fólksins og um- gangast ellina með virðingu, þá gefum við oft gamla fólkinu þá til- finningu að það sé ónothæft og fyrir. Um leið missir það oft sjálfsvirðingu og löngun til að vera áfram virkur hluti af því samfélagi sem það fæddist í. Á vinnumarkaðinum er tekist á um kjaramál. Það er einnig tekist á um mál gamla fólksins. Inni á stofnun situr gamall maður, faðir minn. Hann horfir þreyttum aug- um út um gluggann og smákjökr- ar. Hann langar til að deyja. Jónas Gústaísson er sálfræðingnr. Archy (Mark Lee) og Frank (Mel Gibson) uppá Keops-pýramýdanum. Stigwood og fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch. Er greinilegt að þessir valdamiklu menn hafa ekki sparað aurinn í því skyni að mynd samlanda þeirra yrði frambærileg á kvikmyndamark- aðinum mikla. Er langt síðan ég hef séð jafn stórfenglega stríðs- senu og í þessari mynd, enda ekkert til sparað í amerískum stríðsmyndum eftir að olíufélög- in tóku yfir rekstur gömlu góðu kvikmyndaveranna, nema ef til vill laun stjarnanna. En hér kemur líka annað til. Það er nefnilega nóg pláss í Ástralíu og því auðvelt að setja á svið stór- orrustu slíka sem áhorfandinn fær nasasjón af undir lok kvik- myndarinnar um Gallipoli. Hvað voru annars Astralíu- menn að stríða á Gallipoliskaga rétt utanvið Konstantínópel? Jú svo er mál með vexti að í heims- styrjöldinni fyrri voru Tyrkir bandamenn Þjóðverja og voru því hersveitir Bretaveldis með Ástralíumenn í fararbroddi sendar til árása á Tyrkland. Ein harðasta orrustan átti sér ein- mitt stað á Gallipoliskaga. Eins- og ég sagði fyrr í grein er greint frá þeim hildarleik undir lok myndarinnar, en þess ber að geta að myndin er næstum tveir tímar, svo aðdragandi stríðs- leiksins er býsna langur. Fannst mér raunar að Peter Weir leik- stjóri hefði getað farið hraðar yfir sögu ungu mannanna sem sendir eru alla leið frá Ástralíu til Gallipoli í því skyni að fóðra byssukjafta Tyrkja. Hvað um það þá virðist lífshrynjandin í Ástralíu vera öllu hóglátari en til dæmis í Bandaríkjunum og ljær hann áströlskum kvik- myndum ákveðinn hugblæ sem er hvergi annarstaðar að finna á hvíta tjaldinu. Þá ljær einnig víðáttan og auðnin áströlskum kvikmyndum á borð við Gallipoli og Breaker Morant, hugblæ sem kveikir á dulrænu perunni í hugskoti áhorfandans. Ekki skemmir að kvikmynd Peter Weir gerist að hluta til í skugga Keopspýramíðans í Egyptalandi. Annars fjallar myndin fyrst og fremst um tvo unga menn, Archy, sem Mark Lee leikur, og Mel Gibson fer með hlutverk Frank. Þessir ungu menn eru harla ólíkir að eðli og uppruna, þannig er Archy blindaður af ljóma hermennskunnar en Frank er af írskum ættum og því lítt hrifinn af herstjórn Breta. Hvað um það þá verða þessir ungu menn brátt hluti vígvélar breska heimsveldisins og draum- urinn um glæsileika hermennsk- unnar verður að martröð, þar sem hershöfðingjarnir leika drísildjöflana. Ég gat ekki gert að því er ég fylgdist með hel- göngu þessara ungu efnilegu manna að fyllast viðbjóði á bresku lávörðunum er stjórnuðu hernaðinum gegn Tyrkjum. Þessir borðalögðu Eaton-skóluðu menn stóðu fjarri víglínunni með kort fyrir framan sig og skeiðklukku í hendi og skipuðu æskumönnum fram fyrir byssu- kjafta líkt og tindátum. Þeir hinir sömu menn er stóðu skömmu áður fyrir glæsilegum hermarséringum og gylliboðum til handa hinum efniiegustu meðal uppvaxandi kynslóðar í því skyni að lokka þá ofaní skotgrafirnar við Gallipoli. Það var kannski ekki nema von að þegar Bertrand Russell lávarður neitaði að gegna herþjónustu í fyrri heimsstyrjöld, þá sviptu stéttarbræður hans hann um- svifalaust vinnunni, læstu í hálft ár inni í fangelsi og gerðu upp- tækt bókasafn hans, þegar hann gat ekki greitt 100 punda sekt. Óg ekki man ég betur en að karli hafi á tíræðisaldri verið stungið á ný í dýflissu þegar hann mót- mælti kjarnorkuvopnum. En því miður eru það víst ekki menn á borð við Bertrand Russell sem ráða þessum heimi. Frakkland og Evrópubúar Siglaugur Brynleifsson Luigi Barzini: The Impossible Euro- peans, Weidenfeld and Nicolson 1983. Adam Nicolson: The Elf Book of Long Walks in France. Photographs by (’harlie W'aite. Weidenfeld and Nicolson 1983. Luigi Barzini er frá Mílanó, fæddur 1908. Hann hefur starfað sem blaðamaður og fréttaritari alla sína tíð og var m.a. viðstadd- ur þegar hertoginn af Windsor kvæntist fráskilinni bandarískri konu, hann fylgdist með Abbesín- íustyrjöldinni og innrás Japana í Kina. Á stríðsárunum var hann fangelsaður af stjórnvöldum. Hann var þingmaður 1958—1972. Hann skrifar í ítölsk blöð og einn- ig í New York Times, Encounter og The Spectator. Hefur sett sam- an nokkrar bækur, m.a. „The It- alians". í þessari bók fjallar hann um helstu ríki Evrópu og baráttuna fyrir þvi að tengja þau í eina evr- ópska heild að vissu marki. Barz- ini er vel menntaður Evrópu- maður og kann skil á menningar- sögunni, siðmenningunni, hann þekkir sitt fólk, og veit að það er ekki heiglum hent að sameina Evrópu í eina heild og í þessari bók segir hann hvers vegna. Evr- ópa skiptist í nokkur menning- arsvæði, það þýska, franska, ít- alska og spánska. E.t.v. er menn- ingarblómi og lifandi menningar- arfleifð hvers svæðis svo grósku- mikil að það er tómt tal að tala um sameiningu þeirra í eina heild. Hann veit að sundruð Evrópa er auðsigranleg, en sameinuð Evr- ópa yrði á einni nóttu mesta stór- veldi heimsins. Hvað sem hver segir þá er Evrópa þrátt fyrir hrikaleg frávik, vagga nútíma sið- menningar og listsköpunar og saga heimsins undanfarnar aldir er saga Evrópu. Allur sá áróður sem dengt er yfir heiminn um hið gagnstæða er rugl og sú fræðslu- stefna sem „skarast" og „sam- þættist" þeim áróðri er sögu- fölsun á háu stigi og leiðir til enn frekari sögufalsana innan hvers ríkis. Bók þessi er mjög skemmti- leg aflestrar og hér eru ágætar lýsingar á hinum fjölbreytilegu viðhorfum Evrópubúans. „Long Walks in France" er fal- leg bók, myndirnar bæði í svart- /hvítu og litum. Textinn er skemmtilegur. Hér segir frá ferðalögum höfunda texta og mynda um sveitir Frakklands. Þeir fóru fótgangandi um 1600 kílómetra alls, sem skiptust niður í níu gönguferðir. Fjórar voru farnar um norðurhluta Frakk- lands, um Breton-héraðið og um heiðalönd Normandy, um Burg- und og hluta Loire-dalsins. Síðan héldu þeir um Limousin-hérað og Auvergne, Cevennes og Provence og loks talsverðan spotta með- fram spænsku landamærunum. Þeir félagar fóru hægt yfir og kynntust því betur kjörum manna og háttum, þeir kynntust oft fólki sem lifði á allt öðrum tímum en 20. öld. Þeir rákust á yfirskyggða staði, fornar hallir og kirkjur og sérleika hvers héraðs um mat og matreiðslu, vínframleiðslu og ostagerð. Þeir komust að raun um að franskur landbúnaður var ekki staðlaður til þarfa markaðarins og með hagsmuni eins auðhrings fyrir augum. Þeir nutu gistivináttu og gest- risni franskra bænda og þorpsbúa, en þeir virðast hafa kunnað vel við ferðamáta þeirra félaga, sem stakk algjörlega í stúf við þennan hefðbundna bifreiða- akstur um landsbyggðina. Þeir sem hefðu hug á þvi að ferðast fótgangandi um Frakkland ættu að afla sér þessarar bókar, þar er að finna margar gagnlegar upp- lýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.