Alþýðublaðið - 21.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1931, Blaðsíða 2
fl ALfíÐUBLA ÐIÐ Meðan selstöðuverzlanirnar út- lendu voru enin í mestum blöma hér á landi, var ein aðal-mótbár- an gegn þeim, að þær héldu uppi lánsverzluninni, „héldu bændium á s.kuldaklafanum“, eins og pað j var oft orðað. Því var haldið fram, og vafalaust með réttu, að þegar alt væri tekið út í reikn- ! ing, vissi aldrei neinn hvað hann j ætti, og að lánsverzlunin værj j Prándur í götu þess, að al- ! menningur gæti eignast nokkuð. j Þegar kaupfélögin risu upp, þá j var eitt hlutverkið, að þeim var j ætlað að afnema lánsverzlunina. En það hefir farið á aðra leið. Meiri hluti kaupfélaganna rekur nú sams konar eða jafnvel enn þá víðtækari lánsverzlun en sel- stöðuverzlanirnar gömlu gerðu, og víða viðhafa kaupfélagsstjór- ar nákvæmlega sömu kaupkúg- j unina og kosningakúgunina og ; 'S&lstöðukaupmennirnir gömlu. i Þess er sikylt að geta, að það j eru langt frá því allir kaupfé- j lagsstjórar, er hér eiga hlut að j máli — þeir eru meira að segja j líklegast fleiri, sem ekki eru J ko'sninga- né kaupkúgunar-menn i — en alveg hið samía mátti segja ! um selstöðuverzlana-faktorana. i „Tíminn" hefir nú fyrir noíkkru J hátíðlega tilkynt, að kaupfélög- j in ætli á þessu hausti ekki að f flytja inn nema brýnustu nauð- j synjar, sem er siama og að segja, að skuldaverzlun kaupfélaganna sé nú komin svo langt fram úr öllu hófi, að í stað þess að það J séu félagsmeðlimirnir, sem ráði félaginu,- á nú félagið (éða öllu heldur kaupfélagsstjórinn) að ráða því, hvaða varning félags- menn kaupi. Svohljóðandi símskeyti barst blaðinu í gær af Austurlandi: Kaupfélagið á Reyðarfirði greiðir núna í sláturtíðinni þetta kaup: Karlmönnum 60—80 aura um timann, kvenfólki 35—45 j aura. Að eins gegn vöruúttekt. Ekkert verkamannafélag er á Reyðarfirði. fiaíubanJauar í Giaspw. 1. þ. m. var haldin kröfuganga i Glasgow, og tóku 50 þúsundir manna þátt í henni. Mótmæltu menn launalækkunum og lækkun atvinnuleysisstyrkja. Nokkrir kröfugöngumenn brutu rúður í matvöruverzlun og tóku mátvör- ur, en þetta varð til þess að lög-f reglulið var kvatt á vettvang. Lenti alt í bardaga og særðist fjöldi tnanna. Einn af þingmönn- um jafnaðarmanna, McGowen, hef- ir verið ákærður fyrir að hafa hvatt kröfugöngumenn til upp- hlaups. Fjármálaráðherrann I útvarpÍBB. „Kreppurnar eru eins og oindarnir; enginn veit hvadan pœr koma eða hvert pœr fara.“ Ásgeir Ásgeirsison. Fryrir nokkru var það tilkynt í útvarpinu, að Ásgeir Ásgieirsson fjármálaráðherra ætlaði að flytja erindi um kreppuna. Líkaði mörg- um þetta vel íög biðu jafnval með óþreyju eftir því að heyra þennan fjármáliaspeking Fram- sóknarfliokksins talau m þetta mál, sem nú er mesta alvörumálið. En svo fór, að flestir urðu fyrir ai- gerðum vonbrigðum. Fjármála- ráðherrann hóf ræðu sína með því, að hann myndi ekki tala neitt um kreppuna hér á landi, (en í stað þiess fór hiann víða um lönd án þess þó að tala svo skýrt mál að nokkur skildi hvað hann ætti við. Margar „gullvægar setn- ingar“(!) sagði hann þó, t. d. að „kreppan befði skollið ofan á spegilsléttan flöt amerískrar vel- gengni og vakið marga hringi út frá sér“(!). Hann kvað krepp- urnar vera eins og vindana; „enginn yeit hvaðan þær koma eða hvert þær fara.“ Það er áreiðanlegt, að þessi kreppuræða fjármálaráðherrans verður lengi í minnum höfð. — Hún ber svo áþreifanlegan vott trm andlegt máttleysi, eða þá, ef því er til að dreifa, ósvifni í því að blekkja fólk og blinda, því að svo virðist sem fjármála- ráðherrann væri iað reyna að telja fólki trú um, að kreppur auðvaldsþjóðfélagsins væru ráð- stafianir æðri valda — kæmu öf- an af himnum. Væri auðvitað gott fyrir þá, sem ábyrgð bera á kreppumi og hörmungum núver- andi skipulags, ef þeim tækist að telja fólki trú um, að hörmung- arnar væru ráðstafanir drottins, sem enginn jarðneskur maður gæti aðgert. En menning og uppfræðsla er meiri en svo að það takist. Menn vita, að kreppurnar stafa af rang- látu og vitlausu skipulagi. ** Leskaflar. Nauðsynliegt er, að kaflar á lipru og góðu máli séu valdir handa börnum til endursagnar, þegar þau eru að byrja stílagerð. Nú er nýkomm út bók með 130 lesköflum, er Hallgrímur Jóns- son kennari hefir safnað og stíl- fært. Eru þeir á vönduðu máli og því vel . falnir til að vera börnunum til fyrirmyndar um gott málfar. Efni rnargra þeirra er einníg heppilegt til endursagn- ar. G. R. Kanpdella á Akureyri. í gærkveldi var haldinn bæj- j arstjórnarfundur á Akureyri. Sóttu verkamenn fundinn afar- vel, svo að áheyrendur munu hafia verið á þriðja hundraði, og varð að flytja fundinn í samkomusal bæjarins, því að húsrúm var ekki nóg í fundarsial bæjarstjórnarinn- ar. Umræður urðu nokkuð snarp- ar, en áheyrendur hlustuðu stilli- lega á . Erlingur Friðjónsson, sem er í vatnsnefndinni, flutti tillögu um, að greitt yrði taxtakaup verklýðs- félagsins við vatnsveituvinnuna. Var tilliaga hans samþykt. En jafnframt kom fram önnur til- laga frá meiri hluta vatnsnefnd- arinnar um, að ekki verði látið vinna að vatnsveitugreftrinum í stundavinnu, heldur láti bæjar- stjórnin vinna hann í ákvæðis- ingsmietrann. Samþykti rneiri hluti bæjarstjórnarinniar þá til- lögu líka, og eru því siamþyktir bæjarstjómarfundarins í gær þær, að skurðgröfturinn sé látinn í ákvæðisvinnu með þessum kjör- um, en lagning pípnanna og ann- að, sem ekki heyrir skurðgneftr- inum til, sé greitt með taxta- kaupi, kr. 1,25 á klst. — Verka- mannafélagið hefir ekki gengið að ákvæðisvinnutaxtanum, en hefir aftur á móti lýst yfir þvi, að það myndi láta afskiftalaust, I ef ákvæðisvinnan yrði greidd j með kr. 2,50 fyrir lengdarmetra j í sikurði, sem verður nokkuð j hærra heldur en þótt siama kaup j væri greitt fyrir teningsmetra. — j Bæjarstjórnin kaus sérstaka nefnd til að fjalla um kaupdeilu- málið af hennar hálfu. Er kaupdeilan þannig óútkljáð. Gatðurinii í október. iii. Rabarbara má ekki þekja áður en frostið kemur. Hann „hvíl- ist“ því að eins, að hann sé alveg frosinn. Ef fólk vill gjarna fá fleiri. rabarbara, er bezt fyrir það að fá sér hnyðjur og setja þær niður á haustin. Þá vex rabar- barinn miklu betur heldur en ef beð-ið er með að setja hann niður til vorsins. Ég hefi áður talað hér um blauta mold eða rakasama og hve slæm hún er fyrir sumar jurtir; þetta á sérstaklega við um rabarbara. Ef moldin í jörðinni er súr af vatni eyðileggjast hnyðjurnar miklu fljótar en þær geta skotið frjóöngum eða vaxið. Þess vegna verður að ræsa vatn- inu úr garðinum, og það er lang- bezt að gera á haustin. Ég tel, að hér í okkar rakasama loftslagi eyðileggist miklu fleiri jurtir af vatni en af frosti. A. C. H. Úfvarp og Esperanto Alþýðublaðinu hefir borist eftir farandi: Ot um alt land eru menn, sern tilsagnarliaust hafa lagt ein- hverja stund á Hspcranto-nám og sem nú eiga kost á að hlusta á útvarpskenslu. Öllum þesisum mönnum gæti orðið mikil hjálp að þótt ekki væri nema ein út- varps-kenslustund í vikú í Espe- ranto. Vill Alþýðublaðið því gera svo vel og birta þessi tilmtdi frá nokkrum Esperanto-nemendum í Stykkishölmi: „Vjlja félög Esperantista í Reykjavík og Hafnarfirði reyna að fcoma því til leiðar, ef hægt er, að Esperanto-kenslu verði út- varpað frá ríkisútvarpinu nú í vetur?“ (Nöfnin.) Hagnýting eldsneytis. Á þessum vandræðatímum finst mér rétt að benda á.eitt atriöi, sem eingöngu stafiar af hugsunar- leysi fólks, en sem hefir talsverða. þýðingu fyrir fjárhag manna. i Eins og gefur að skilja er notk- un eldsneytis talsverður útgjalda- jliður í okkar kalda landi, og þá er það því hendi næst að athuga niotkun eldiviðarins og hagnýt- ingu alls þess, sem nota má til eldsneytis. Nú er það svo, að mikið af alls konar eldsneyti fer hér forgörðum sökum hugsunar- og hirðu-Ieysis, og má bezt sjá það á sorphaugunum. Daglega. eru þangað flutt af hreinsunar- 'mönnum bæajrins kynstrin öll af hálfbrunnum kolum og öðru efni, sem niota má til eldsneytis. öllu er hugsunarlaust fleygt í sorp- tunnurnar, án minstu athuguniar um notagildi þess til brennsilu í ofnum eða miðstöðvum. Þetta er að eins bending ti' manna um að taka þetta ekkí lítilfjörlega mál til athugunar. Hagnaðurinn er auðsær. A. .v. Staifsbók í landafræði. Hannibal Valdimarssion kennari hefir samið starfsbók í landa- fræði handa börnum og urigling- um, og er bókin nýleiga komin út, fjölrituð í vélritunarstofiu Péturs G. Guðmundssonar. — Bókin leggur ýmis konar spurningar og verkefni fyrir börnin, sem kenn- arinn ætti að leiðbeina þeim við að leysa úr, eftir því, sem þörf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.