Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR **gmiltibifeifr STOFNAÐ 1913 98. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. MAI 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dyrnar skotnar upp með fjarstýrðri byssu — af ótta við sprengjugildrur Líbýumanna Af ótta við að Líbýumennirnir hefðu komið fyrir sprengjum í húsinu, sem áður hýsti sendiráö þeirra, var lokað fyrir rafmagn og gas til byggingarinnar nokkru áður en bakdyr hússins voru sprengdar upp. Hér sést hvar verið er að skrúfa fyrir vatnið í brunni fyrir framan hús- ið. Símamynd AP. London, 30. apríl. AP. LÖGREGLUMENN og hermenn sprengdu sér í dag leið inn í húsið, sem var áður sendiráð Líbýu í London, og var beitt við það fjarstýrðum byssum. Var það gert af ótta við, að Líbýumennirnir hefðu komið fyrir sprengjugildrum í sendiráðinu. Miklar deilur eru í Bretlandi um þetta mál og hefur stjórnar- andstaðan harðlega gagnrýnt stjórnina i'.vrir meðhöndlun þess. Þegar lögreglumennirnir höfðu sprengt upp bakdyr sendiráðs- byggingarinnar komust þeir að raun um, að Líbýumennirnir höfðu læst öllum dyrum í húsinu, sem er upp á fimm hæðir. Nokk- urn tíma tók að opna þær en að því búnu var leitað um ailt húsið að vopnum eða sprengiefni án þess, að nokkuð kæmi í leitirnar. Breskir lögreglumenn voru ekki fyrr komnir inn í sendiráðið fyrr- verandi en fréttir bárust um það frá Líbýu, að leitað hefði verið á sama hátt í fyrrum breska sendi- ráðinu þar. Hafði Líbýustjórn áð- ur hótað að svara fyrir sig en ekki er vitað hvort hún lætur þessar aðgerðir nægja. Denis Healey, talsmaður Verka- mannaflokksins í utanríkismál- um, sagði i dag, að Verkamanna- flokkurinn myndi krefjast svara við því hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekkert aðhafst þegar fjög- urra manna „byltingarnefnd stúd- enta" hefði lagt undir sig líbýska sendiráðið í febrúar sl. Eftir það sprungu margar sprengjur í London með þeim af- leiðingum, að 23 menn slösuðust. Voru sprengjurnar augljóslega ætlaðar Líbýumönnum í London, sem andvígir eru Khadafy. Líbanon: Karami kynnir stjórnarmyndun en leiðtogi shíta hafnar ráðherraembætti Beirúl, .10. april AP. RASHII) Karami, sem Amin Gema- yel, forseti, hafði falið myndun nýrr- ar stjórnar í Libanon, tilkynnti í kvöld, að honum hefði tekist mynd- un „sameiningarstjórnar" en nokkru síðar kvaðst Nabih Berri, leiðtogi shíta, ekki mundu taka sæti í stjórninni. Karami, sem er múhameðstrú- armaður, greindi frá stjórnar- mynduninni í sjónvarpinu og sagði að Camille Chamoun, einn leiðtogi kristinna manna, yrði fjármála- og húsnæðismálaráð- herra, Pierré Gemayel, einnig kristinn, ráðherra fjarskipta- og heilbrigðismála, Nabih Berri, leið- togi shíta, fengi dómsmál, vatns- og rafmagnsmál, og að Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, yrði ráð- herra opinberra framkvæmda, flutninga- og ferðamála. For- sætisráðherra verður Karami og utanríkisráðherra að auki. Karami sagði í ávarpi til þjóð- arinnar, að tíminn hefði verið að renna út og ekki verið unnt að draga stjórnarmyndunina lengur. Kvaðst hann hafa verið alian dag- inn með Gemayel, forseta, og að enginn ráðherranna hefði vitað fyrirfram um embættisskipunina. „Forsetinn og ég komum okkur saman um skipun þessarar stjórn- ar og báðum til guðs, að henni mætti vel takast," sagði Karami. Nokkru eftir tilkynningu Kar- amis sagði Berri, leiðtogi shíta, að hann ætlaði ekki að taka sæti í stjórninni og kvað málaflokka múhameðstrúarmanna allt of lít- ilfjörlega. Afganistan: Úrslitaorrustan er ekki hafin enn Islamabad, Pakistan, .*I0. apríl. AP. AFGANSKIR skæruliöar, sem berjast nú gegn ofurefli sovéska innrásarliðs- ins í Panjsher-dal, forðast mikil átök við Sovétmennina að sinni en reyna þess í stað að teygja þá inn í dalverpi þar sem þeir hafa búið vel um sig. K.ru Milljón manna fagnaði Reagan Shanghai, 30. apríl. AP. RONALD REAGAN, Bandaríkjarorseti, vitnaði í dag í bandarísku sjálfstædis- yfirlýsinguna í ræðu, sem hann flutti í Kudan-háskóla í Shanghai, og sagði, ad hornstcinar bandarísks þjóðfélags væri virðingin fyrir einstaklingnum og frelsi hans til eigin ákvarðana. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Reagan forseti, Li Xiannian, forseti Kína, og Zhao Ziyang, forsætisráðherra, klingdu glösum í gær þegar undirritaðir höfðu verið ýmsir samningar milli ríkjanna. Er þar t.il. um að ræða samninga um samstarf i kjarnorkumálum og menningarmálum. Vegna síðarnefnda samningsins munu Kínverjar brátt fá að sjá þá frægu kvikmynd „Stjörnustrið". Símamynd AP. Gífurlegur mannfjöldi var sam-, ankominn meðfram leiðinni, sem Reagan fór eftir frá miðborg Shanghai til Fudan-háskóla, á aðra milljón manna, og var þar enn þegar Reagan fór frá skólan- um eftir tvo tíma. í ræðu, sem Reagan flutti í skólanum, vitnaði hann í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og lofaði það þjóð- félag, sem byggði á frelsi og lýð- ræði. Samtímis því skrýddist Shanghai hátíðarbúningi vegna 1. maí-hátíðahaldanna og hefur verið komið upp miklum myndum af Stalín, Lenín og Engels. Shanghai er síðasti viðkomu- staður Reagans í Kínaferðinni en á morgun, þriðjudag, heldur hann áleiðis heim og mun koma við i Anchorage í Alaska þar sem hann hittir Jóhannes Pál páfa II á leið hans til Suður-Kóreu. þcssar fréttir hafðar cftir vestrænum scndimönnum, sem segja hina eigin- lcgu orrustu um dalinn ekki hafna cnn. Sendimennirnir segja Ahmad Shah Masud, leiðtoga skæruliða í Panjsher-dal, beita svipaðri baráttu- aðferð nú og hann hefur beitt með góðum árangri gegn sex fyrri til- raunum Sovétmanna til að leggja dalinn undir sig. „Hann leyfir sov- éska herliðinu að teygja sig yfir stórt svæði en hörfar sjálfur með menn sína upp í fjallshlíðarnar og í hellana á þessum slóðum. Þannig leiðir hann Sovétmennina inn yfir jarðsprengjusvæði og ræðst til at- lögu gegn þeim þegar þeir liggja vel við höggi," sögðu sendimennirnir. Fiftir áreiðanlegum heimildum er haft, að 600 manns hafi látið lifið og 800 særst í loftárásum Sovétmanna á bæi og þorp í Panjsher-dal en þær hafa staðið linnulaust siðan 20. apríl þegar sóknin hófst. Sovétmenn beita nú þeim aðferðum að hrekja á brott fólk úr heilum bæjum með því að vara það við og segjast ætla að sprengja bæinn í rúst. Af þessum sökum er flóttamannastraumurinn til Pakistan orðinn gifurlegur en þar eru fyrir um fjórar milljónir afg- anskra flóttamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.