Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 19
MÖRGUNBLÁÐlfl, ÞRlt)JÚDAQllR l. MAÍ Í984 19 Eitt af einkennum vorsins við sjávarsíðuna eru strákarnir sem leggjast á bryggjur til þess ad veiða. Þeir sögðust vera að fá ’ann þessir guttar á Eskifirði. Morgunbiaðið/Ævar. Reyðarfirði. „Fólk gengur hér léttklætt eins og um hásumar, gróður hefur mikið tekið við sér og nokkrir eru byrjaðir að setja niður kartöflur," sagði Gréta Friðriksdóttir, fréttaritari Mbl. á Reyðarfirði. „Unglingadeild slysavarnadeildarinnar Ársól hóf maraþonsund um páskana. 33 unglingar á aldrinum 13 til 17 ára syntu 72 kílómetra. Áheita- söfnun var samfara sundinu og hafa um 25 þúsund krónur safn- ast. Hugmyndin er að féð renni til styrktar byggingu björgun- arstöðvar slysavarnadeildarinn- ar, sem fljótlega verður hafist handa um. Þetta verður 160 fer- metra hús og mun öll starfsemi slysavarnadeildarinnar verða í þessu húsi,“ sagði Gréta. „Hér hefur verið sannkallað Mallorcaveður að undanförnu. Hitinn hefur komizt yfir 20 stig í forsælunni," sagði Sigurbjörg Eiríksdóttir, fréttaritari Mbl. á Neskaupstað. „Fólk hefur verið hér léttklætt, grillað úti í garði og notið veðurblíðunnar. Gróður hefur tekið vel við sér og tré eru farin að laufgast. Þá hafa Norðfirðingar óspart notað sér skíðaaðstöðuna í Oddsdal og rennt sér þar létt- klæddir á skíðum í sólinni." MorKunblaðiA/EmiIia BjörR. Einn starfsmanna Landssmiðjunnar við selskrokkahakkavélina. Selskrokkahakkavél Landssmiðjunnar til sölu Efri deild Alþingis: Ljósaskyldan á bláþræði í efri deild Frumvarp um skyldu bifreiða- stjóra til þess að hafa ljós á bílum og bifhjólum í akstri, nætur sem daga allt árið, var afgreitt frá efri deild Alþingis í gær til neðri deild- ar, en jafnframt gerir frumvarpið ráð fyrir því að skólabifreiðir séu sérstaklega merktar og skylt sé að stöðva umferð þar sem þær stöðva með nemendur. Ágreiningur var í efri deild um Ijósaskylduna allt árið, en sá liður var samþykktur í deildinni með 8 atkvæðum gegn 7. Málið fer nú til afgreiðslu f neðri deild. Hittast á Naustinu GAGNFRÆÐINGAR frá Ingi- marsskóla vorið 1949 hafa ákveðið að hittast á Naustinu á föstudag, 4. maí, kl. 19. Heimilt er að taka maka með. Selskrokkahakkavélin, sem smíð- uð var í Landssmiðjunni í fyrra að tilhlutan hringormanefndar, stendur nú ónotuð í húsakynnum Lands- smiðjunnar og er til sölu að sögn Hauks Baldurssonar, verkfræðings fyrirtækisins. Haukur sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrst í stað hefði vélin ekki valdið hlutverki sinu og þegar fullnægjandi endurbótum hefði verið lokið undir áramót, hefði líklega verið búið að hakka þá skrokka annars staðar, sem til hefði staðið að nota vélina við. Að minnsta kosti hefði þá ekki virst þörf fyrir hana. Aðspurður sagðist Haukur ekki vilja tjá sig um hugs- anlegt verð hakkavélarinnar, en yrði einhver eftirspurn eftir slík- um vélum og því nokkur fram- leiðsla, ætti verð ekki að verða mjög hátt. Kaffisala til ágóða fyrir kristniboðið í DAG, 1. MAÍ, er hin árlega kaffi- sala Kristniboðsfélags kvenna hald- in í Betaníu, Laufásvegi 13, Reykja- vík. Veitingar eru bornar fram á hlaðborði í miklu úrvali. Kaffisalan hefst kl. 2.30 e.h. og stendur til kl. 10.00. Allur ágóði af deginum rennur til kristniboðsins í Eþíópíu og Kenýu en í þessum löndum er rekið viðamikið starf á vegum Sambands ísl. kristniboðs- félaga. Fjögur hjón eru nú ytra og sinna þessum störfum ásamt inn- lendu aðstoðarfólki. Kristni- boðsstarfið er fólgið í þremur megingreinum: Boðun kristinnar trúar, líknarstarfi og skátastarfi. Konurnar í kristniboðsfélaginu vonast til að sjá sem allra flesta, er leggja vilja þessu málefni lið með því að drekka „kaffið sitt“ í Betaníu í dag. Vestfirskir karla- kórar í tónleikaferð ísjifirói, 30. apríl. KARLAKÓR ísafjarðar og karlakór- inn /Egir á Bolungarvík undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar eru að leggja upp í tónleikaferð. Á morgun, 1. maí, syngja þeir saman í félags- heimilinu í Bolungarvík, daginn eft- ir, 2. maí, verða þeir með tónleika á ísafirði. Síðan fljúga þeir beint til Húsavíkur, þar sem þeir verða með tónleika í ídölum 4. maí. Daginn eft- ir syngja þeir á Akureyri og þann 6. maí í Miðgarði í Skagafírði. Efnisskráin er mjög fjölbreytt enda prýða hana yfir 20 lög eftir innlenda sem erlenda höfunda. Undirleikari er Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir og einsöngvarar verða Bergljót Sveinsdóttir, Björgvin Þórðarson og Steinbér Þráinsson. — íllfaf Mort'unhlaóió KÖE. Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri, afhendir Sigurjóni Jóhannssyni styrkinn úr Menningarsjóði leikhússins. Menningarsjóður Þjóðleikhússins: Sigurjón Jóhannsson fékk viðurkenningu SIGURJÓNI Jóhannssyni, yfir- leikmyndateiknara Þjóðleikhússins, var á laugardag úthlutaður styrkur úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. Fór afhendingin fram fyrir sýningu söngleiksins Gæjar og píur. Gfsli Al- freðsson Þjóðleikshússtjóri afhenti Sigurjóni styrkinn. Við það tækifæri sagði Gísli m.a., að Sigurjón hefði starfað í 12 ár hjá Þjóðleikhúsinu og verið far- sæll í starfi. í vetur hefði hann gert sviðsmyndir fyrir Tyrkja- Guddu, Sveyk í síðari heimsstyrj- öldinni og nú síðast Gæja og píur, sem hlotið hefur mikla aðsókn. Fyrsta leikmyndin sem Sigur- jón gerði fyrir Þjóðleikhúsið var í Lýsiströtu eftir Aristofanes. Frá þeim tíma hefur hann komið víða við og m.a gert leikmyndir við Jón Arason, Brúðuheimilið eftir Ibsen, Kaupmann í Feneyjum eftir Shakespeare, Silfurtúnglið og Hús skáldsis eftir Halldór K. Laxness og Jómfrú Ragnheiði í leikgerð Brietar Héiðnsdóttur svo nokkur verk séu nefnd. Sýningin á laugardagskvöld var 7000. sýning Þjóðleikhússins frá upphafi. Var uppselt á hana sem allar fyrri sýningar á söngleiknum Gæjum og píum. Heilsukökubasar Kvennahreyfíng Ananda Marga verður með heilsukökubasar á Lækj- artorgi 1. maí. í frétt frá hreyfingunni segir, að basarinn sé haldinn til fjáröflunar fyrir byggingu leikskólans Sælu- kot í Skerjafirði. Borgaryfirvöld hafa úthlutað hreyfingunni landi til byggingar leikskólans og er fyrirhugað að reisa einingahús þar næstkomandi sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.