Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR L MAÍ1984 t Konan mín, CHRISTA JÓNSSON f. EDELMANN, lést í Mainz í V-Þýskalandi 24. apríl. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg. Ragnar Sk. Jónsson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, HLÍN HULDA KRISTENSEN, Maríubakka 16, lést i Landspitalanum aöfaranótt 28. apríl. Karen Aradóttir, Valur Sigurósson, Þorbjörn Jensson, Guðrún Kristinsdóttir, Arna Jensdóttir, Ola Haugdo og barnabörn. t Faöir minn, tengdafaöir og afi, JÓN JÓHANNESSON, Ásabraut 9, Keflavík, er látinn. Anna Margrét Jónsdóttir, Skarphéöinn Njálsson og barnabörn. t Eiginmaöur minn, ÞORSTEINN FREYDAL VALGEIRSSON, andaðist á heimili sínu Framnesvegi 65, Reykjavík að kvöldi 2. páskadags. Utförin verður gerð frá Keflavikurkirkju miðvikudaginn 2. maí kl. 2 e.h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Anna Jóna Kristjánsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, LAUFEY BRYNDÍS JÓHANNESDÓTTIR, Garóastræti 43, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 2. maí kl. 13.30. Jóhannes Örn Óskarsson, Ólöf Erla Kristinsdóttir, Jóhann Erlendur Óskarsson, Lydia Edda Thejll, Óskar Gunnar Óskarsson, Kolbrún Valdimarsdóttir og barnabörn. Útför t SIGURÐAR JÓNSSONAR, prentara, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. maí kl. 13.30. Brynjúlfur Jónsson. Ólafur Ottósson Selfossi - Minning Fæddur 11. mars 1938 Dáinn 23. apríl 1984 Á morgun verður til moldar borinn Ólafur Ottósson, Vallholti 18, Selfossi. Hann var fæddur á Fáskrúðsfirði 11. mars 1938, sonur hjónanna Valborgar Tryggvadótt- ur og Ottós Vestmans, næstyngst- ur fimm systkina. Þótt ólafur hafi ekki gengið heill til skógar síðustu árin var andlát hans svo snöggt og óvænt að maður á bágt með að trúa því að hann sé dáinn, hvað þá sætta sig við það. ólafur fór ungur til sjós og vann í mörg ár til sjós. Eftir að hann kom suður lauk hann námi í vél- virkjun og eflaust hefur hann ætl- að aftur á sjóinn, en atvikin hög- uðu því svo til að hann fór að vinna í landi. Ólafur var giftur Elísabetu Sigurðardóttur kenn- ara, greindri og góðri konu. Þau eignuðust þrjú efnileg börn sem öll eru við nám, Sigrún í Fjöl- brautaskólanum Breiðholti, Óttó Valur í Fjölbrautaskólanum Sel- fossi, og Guðlaug í Gagnfræða- skólanum Selfossi. ólafur starfaði sem fangavörður á Litla Hrauni og var um tíma forstöðumaður á Kvíabryggju í Grundarfirði. Ólafur var búinn að koma sér vel fyrir að Vallholti 18, þess bera ummerki öll þar glöggt vitni. Gaman var að koma til þeirra í gróðurhúsið í velhirtum garðinum þeirra þar sem þau undu sér öllum stundum á sumrin. Ólafur var hár og karlmannleg- ur á velli, áhuga- og atorkumaður að hverju sem hann gekk, skemmtilegur, ákveðinn í skoðun- um, félagi sem gaman var að blanda geði við. Við höfðum þann hátt á að geta bankað uppá hjá hvort öðru, og spjallað saman smástund yfir kaffibolla. Sár harmur er nú konu og börn- um að sjá á bak góðum maka og föður og sendum við hjónin þeim og öldruðum foreldrum hans og systkinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðmundur Axelsson. Á morgun, 2. maí, verður Ólafur Ottósson jarðsettur frá Selfoss- kirkju. Það eru að verða 22 ár síð- an ég kynntist Óla. Hann kom á heimili foreldra minna haustið 1962 sem unnusti systur minnar. Ég var bara þrettán ára stelpa og dálítið feimin, en spennt að kynn- ast þessum unga, myndarlega manni, sem systir mín hafði valið sem sinn lífsförunaut. Feimnin hvarf strax við nánari kynni og stuttu seinna hafði ég eignast minn eina „bróður". Óli hét fullu nafni Ólafur Sigþór Ottósson. Hann var fæddur 11. mars 1938 á Fáskrúðsfirði, sonur hjónanna Valborgar Tryggvadótt- ur og Ottós Vestmann. óli var næstyngstur fimm systkina og sá fyrsti til að kveðja þennan heim. Oli kvæntist Elísabetu Sigurðar- dóttur þann 17. ágúst 1963. Þau eignuðust þrjú börn: Sigrúnu, fædd 15. júní 1963 á afmælisdegi móðurafa síns, Ottó Valur, fæddur 20. nóvember 1964, og yngst er Gauðlaug, fædd 21. október 1969 á afmælisdegi föðurömmu sinnar. Það er oft talað um að gaman sé að eiga stóra fjölskyldu, en það hlýtur að fara eftir því hve sterk tengsl eru á milli fjölskyldumeð- lima. Okkar fjölskylda var lítil, bara ég, systir mín og foreldrar okkar. Svo kom Óli og börnin þeirra og síðar eignaðist ég mann og börn og allt varð þetta ein stór fjölskylda með óvenju sterk tengsl. Óli átti ekki síst þátt í + Maðurinn minn, faðir okkar og sonur, ÓLAFUR OTTÓSSON, Vallholti 18, Selfossi, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju miövikudaginn 2. maí kl. 13.30. Elísabet Siguröardóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Ottó Valur Ólafsson, Guólaug Ólafsdóttir, Valborg Tryggvadóttir, Ottó Vestmann. Faöir okkar, tengdafaöir og afi, RAGNAR KRISTJÁNSSON, fyrrverandi vörubifreióastjóri, veröur jarðsunglnn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 2. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ólafur Ragnarsson, Ásta Guöjónsdóttir, Kristján Ragnarsson, Guðveig Arnadóttir, Þorvaldur Ragnarsson, Ásdís Haraldsdóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faðir og tengdafaöir, ÁKI KRISTJÁNSSON, fyrrum bifreiðastjóri á Akureyri, Ljósheimum 16, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á líknar- stofnanir. Ólöf Jóhannesdóttír, Margrét Ákadóttír, Jóhann L. Jónasson. + Faðir okkar, tengdafaöir og afi, HANNES ELÍSSON, Bergþórugötu 37, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 10.30. Helga Hanneadóttir, Jóhann Sigurðsson, Berta G. Hannesdóttir, Reynar Hannesson, Sigríöur Sigfúsdóttir, Hallveig G. Hannesdóttir, Magnús Guömundsson, Richard Hannesson, Ingibjörg Ásmundsdóttir og barnabörn. þessari einu stóru fjölskyldu og börnin mín voru alveg eins börnin þeirra og öfugt. Þegar við hjónin bjuggum norður í landi en þau á Selfossi var síminn óspart notaður og þegar við skruppum til Reykja- víkur var komið frá Selfossi í hvelli þó misjafnlega stæði á, bara til að sjá okkur og börnin, sem þá voru mjög ung, og „knúsast" svo- lítið. Það var einmitt þetta knús sem skipti máli hjá Óla. Þessi stóra hlýja og einlægni sem ein- kenndi hann í samskiptum við okkur varð til þess að manni þótti vænt um hann án skilyrða. Síðar bjuggum við öll í talsvert nánu sambýli, við bæði skapmikil og bráð, létum allt fjúka í hrein- skilni, en augnabliki seinna var knúsast. Börnin voru hans yndi og voru oft lánuð til „nánara uppeld- is“ til Cla og Betu. Oft var hringt og spurt hvort Siggi Jónas eða Arnrún mættu nú skreppa í ferða- lag með þeim, jafnvel austur á firði. Það skipti börnin litlu máli hvort þau voru hjá okkur eða Óla og Betu, það var svo gaman þar. Allar sögurnar sem óli sagði þeim eru orðnar efni í heila bók. Sér- staklega þótti þeim skemmtileg sagan um „Loðinbarða Strútsson" og stóra úlfinn hans. Þá byrjaði hrollurinn hjá litla fólkinu á fót- unum og læddist upp allan kropp- inn, en það gerði ekkert til því þá var kúrt í milliplássinu og allt ör- uggt. Stundum var ÓIi tekinn í gegn af smáfólkinu, skeggið plokk- að og snyrt, hárið greitt og hann gerður fínn. Annar dagur páska var vordag- ur hjá okkur í Reykholti. Við hjón- in brugðum okkur á hestbak síð- degis, fundum fyrir vorinu, sáum fyrstu lóur sumarins og ræddum um að nú færu Óli og Beta að koma í heimsókn því ekki bjugg- umst við við fleiri kuldahretum og ófærð á þessu vori. Það kom nú samt kuldahret og það verra en' við hefðum nokkurn tíma búist við. Síminn hringdi rétt eftir að við komum heim og systir mín til- kynnti okkur skyndilegt andlát Óla. Hann verður lengi að bráðna ísklumpurinn, sem þá settist við hjartað. Þrettán ára gömul eign- aðist ég stóran og hlýjan bróður- faðm, sem alltaf var opinn ef eitthvað bjátaði á. Síðar var sami faðmurinn opinn börnunum mín- um. Það er erfið hugsun að Óli skuli ekki eiga eftir að skreppa í heimsókn í Reykholt oftar eða við öll að vera saman í ferðalögum eins og svo oft áður. Nú er Óli kominn til „Guðs og afa“ eins og börnin okkar segja. Afi, tengdafaðir Óla, sem honum þótt svo mjög vænt um, hefur ef- laust beðið hinum megin landa- mæranna með faðm sinn opinn fyrir 'Óla. Guð veri með systur minni, börnun þeirra, öldruðum föður og móður, sem vegna veik- inda verður ekki viðstödd útför sonar síns, og verði þeim styrkur í sorg þeirra. Guð verndi elsku óla okkar og leiði í nýju lífi. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð." (V. Briem.) Mágkona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.