Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR L MAÍ 1984 27 Laufey B. Jóhann- esdóttir — Minning Fædd 17. júní 1906 Dáin 20. aprfl 1984 Laufey B. Jóhannesdóttir lést á heimili sínu að morgni föstudags- ins langa, þann 20. apríl sl. Hún fæddist 18. júní 1906. Foreldrar hennar voru þau Arndís Magnús- dóttir Blöndal frá Hvammi í Vatnsdal og Jóhannes Guðmunds- son, skipstjóri frá Hamri á Barða- strönd. Laufey ólst upp á heimili foreldra sinna á Nýlendugötu 24 ásamt einkabróður sínum, Magn- úsi. Jóhannes faðir þeirra var skútuskipstjóri m.a. á hinu þekkta skipi Sigurfara. Ung að árum hóf Laufey verslunarstörf hjá Jacob- sen, sem var þá með stærstu versl- unum í bænum. Minntist hún ætíð starfa sinna þar með mikilli ánægju en sagði jafnframt að þar hefði aginn verið mikill. Ekki var ætlast til að starfsfólkið settist niður, þótt hlé yrði á afgreiðslu og þær urðu að vera snyrtilega klæddar og á háhæluðum skóm. Hins vegar var vel gert við fólkið, t.a.m. var því boðið upp á leikfimi- tíma, enda eigandinn áhugamaður um líkamsrækt. Hjá Jacobsen eignaðist Laufey margar sínar bestu vinkonur og hélst sú vinátta alla tíð. Árið 1930 giftist Laufey Óskari B. Erlendssyni, lyfjafræðingi. Fyrstu þrjú árin bjuggu þau á Bergþórugötu 25 en fluttu þá í Garðastræti 43 og bjuggu þar síð- an. Var heimili þeirra fágað og glæsilegt, enda smekkvísi þeirra beggja viðbrugðið. Ekki var þar hlaupið eftir duttlungum tískunn- ar, samt fannst mér sem þessir fallegu húsmunir, er margir ent- ust allan þeirra búskap, bæru af öllu öðru og þar sagði hver hlutur sína sögu. Þau Laufey og Óskar eignuðust þrjá syni: Jóhannes Örn, flug- rekstrarstióra hjá Flugleiðum, kvæntan Ollöfu Erlu Kristinsdótt- ur; Jóhann Erlend, leigubílstjóra, kvæntan Lydíu Eddu Thejell, og Óskar Gunnar, borgarbókara, kvæntan undirritaðri. Barnabörn- in eru ellefu og barnabarnabörnin tvö. Árið 1972 missti Laufey mann sinn, en hjónaband þeirra var alla tíð ákaflega ástríkt. Þá stóð við hlið hennar og æ síðan Jóna Bjarnadóttir sem ómetanleg stoð og stytta, en hún kom fyrst á heimilið fyrir þrjátíu og sjö árum og hefur verið sem ein af fjöl- skyldunni síðan. Kærleikur og fáguð framkoma voru aðaleinkenni Laufeyjar. Við- mót hennar var svo gefandi og ástríkt að ósjálfrátt varð maður að betri manni við það eitt að kynnast henni. Gætti hún þess ávallt að særa engan með orðum sínum, en hún var ákaflega til- finningarík og næm og skynjaði því betur en margir aðrir mátt hins talaða orðs. Mörg fórum við til hennar með sorgir okkar sem hún megnaði ætíð að sefa. Hverju hversdagsverki sinnti hún af slíkri alúð og hlýju að unun var á að horfa. Hvort sem hún var að baka, elda eða pakka inn smá- gjöf var slík alúð lögð í verkið að það var ógleymanlegt. Yfirleitt voru pakkarnir frá henni alger listaverk. Hún kenndi mér margt og þá ekki síst hve smáatriðin skipta óendanlega miklu máli. Með því að rækta garðinn sinn á þann hátt sem hún gerði auðgum við líf okkar og allra sem í kring- um okkur eru. Siðfágun Laufeyjar var slík sem ekki verður í skólum lærð en hún umgekkst alla jafnt, háa sem lága. Slík var reisn hennar, að hún hefði getað sómt sér vel jafnt sem hefð- arkona í glæstum sölum sem bóndakona á íslenskum sveitabæ. Aldrei heyrði ég hana leggja iilt orð til nokkurs manns og allar gróusögur um náungann voru fyrir neðan virðingu hennar. Snyrtimennsku hennar var þannig háttað, að hún steig aldrei út úr húsi nema snyrt og uppábúin, en í þessu fólst virðing hennar gagn- vart sjálfri sér og öðrum. Fyrir nokkrum árum fékk Lauf- ey snert af heilablóðfalli en hún náði aftur fullum bata. Eftir það leit hún á sérhvern dag sem hátíð í lífi sínu, sem hún var þakklát fyrir og henni tókst með sínu jákvæða hugarfari og dugnaði að hrífa mann með sér. Margs er að minnast og mikið að þakka. Mig langar til að þakka Laufeyju, tengdamóður minni, fyrir allt það sem hún var okkur öllum í gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Kolbrún Valdemarsdóttir Þakklæti er efst í huga mér þeg- ar ég skrifa þessar fáu línur í minningu frú Laufeyjar B. Jó- hannesdóttur. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessari glæsilegu, já- kvæðu og hjartahlýju konu. Þakklæti frá sonum mínum sem hún auðsýndi sömu ástúð og um- hyggju og væru þeir hennar eigin afkomendur. Söknuður er okkur öllum ofar- lega í huga. Söknuður yfir að eiga ekki oftar eftir að koma á hið fallega heimili hennar í Garðastræti 43, í kaffi, góðgerðir og upplífgandi umræður en Laufey var einstaklega gestris- in og skemmtileg heim að sækja og hélt andlegri reisn til hinsta dags. Hún var sérstaklega góður full- trúi sinnar kynslóðar, trúrækin og treysti á það besta í hverjum og einum, ávallt vel klædd og snyrti- leg svo af bar. Hafi hún þökk fyrir allt. Bless- uð sé minning góðrar konu. Sigríður Karlsdóttir Kveðja: Halldór Þorbergs- son vélstjóri Góður vinur og félagi er geng- inn fyrir ætternisstapann. Honum er hvíldin góð ungum manninum, svo hart var hann leikinn um ára- bil af ólæknandi sjúkdómi. Halldór varð aðeins 54 ára nokkrum dögum áður en hann dó, fæddur í Miðvík í Aðalvík vestra, 15. apríl 1930. Hann fluttist ungur að árum með foreldrum sínum til Súðavíkur, Þorbergi Þorbergssyni og Rannveigu ljósmóður Jónsdótt- ur og lifir hún son sinn í hárri elli. Við Halldór vorum skólabræður í Gagnfræðaskólanum á ísafirði árin 1944—1947. Að loknu gagn- fræðaprófi hélt hann til Þingeyrar og sótti þar mótornámskeið, sem svo var kallað, en prófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík lauk hann 1952 og síðan brautskráður vél- stjóri frá Vélskóla íslands 1955. Þaðan í frá stundaði Halldór vél- stjórn allt til ársins 1970. Fyrst um árs skeið á togaranum Aust- firðingi og síðan á skipum undir stjórn Þórðar bróður míns, Þor- Fæddur 6. aprfl 1936 Dáinn 23. aprfl 1984 Þegar mesta skammdegi vetrar- ins var að ganga í garð í lok síð- asta árs, var áhugasamt fólk á öll- um aldri að taka höndum saman og stofna húsnæðissamvinnufé- lagið Búseta. Á örskömmum tíma varð til félag sem taldi á þriðja þúsund félagsmenn. Fólk sem aldrei hafði áður hist og ekkert þekktist var allt í einu komið hlið við hlið og hafði eignast sameig- inlegt takmark — að brjóta blað í húsnæðismálum á íslandi og skapa öllum, ungum sem öldnum, húsnæðisöryggi með leið sam- vinnu og samtakamáttar. Margur var rekinn áfram af brýnni þörf, aðrir af hugsjón og ýmsir af hvorutveggja. En einn maður gekk öðrum rösklegar fram í að hvetja fólk til þátttöku í Búseta — Þor- steinn Valgeirsson. Hann sagði við okkur í forystu félagsins þegar skráning stofnfé- laga hófst — „ég verð ekki ánægð- ur nema ég fái 100 manns til að ganga í félagið". Þær urðu tvö- steini Ingólfssyni 1956—1959, vélbátnum Auðuni úr Hafnarfirði 1960—1963 og síðan á vélskipinu Ögra þar til í aprílbyrjun 1970. Árið 1970 hóf Halldór kennslu- störf við Vélskóla íslands og gegndi því starfi meðan heilsa og kraftar entust. Hinn 9. október 1956 gekk Hall- dór að eiga Sigrúnu Sigurðardótt- ur frá Fáskrúðsfirði, Jónssonar vélstjóra og konu hans, Jónínu Þórðardóttur. Þeim Sigrúnu og Halldóri varð fimm mannvænlegra barna auðið. Rannveig Guðrún er elzt, f. 19.6. 1955, stundar sálfræðinám og býr með Sigurði Helgasyni, lækni, og eiga þau einn son, Halldór Hauk, á fjórða ári. Þá er Sigurður næstur í röðinni, f. 10.8. 1957, stundar arkitektúr í Noregi, kvæntur Elísabetu Kon- ráðsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau einn dreng á öðru ári, Sindra Pál. Inga Jóna er þriðja barn þeirra, hundruð inntökubeiðnirnar sem Þorsteinn kom með á rúmum mánuði og gekk hann þá ekki heill til skógar. Þessi eldmóður og áhugi rak okkur hin áfram og þegar koma þurfti út blaði og vinna verk sem margar hendur þurfti til, var Þorsteinn óðar kominn með flokk fólks til starfa. En nú er þessi fé- lagi okkar og vinur allur. Síðast lagði hann hönd á plóginn þegar Búseti stóð fyrir fjöldafundi í Há- skólabíói 8. apríl sl. Ekki gat okkur grunað þá í ljósi atorku hans og áhuga, að tíma- glasið væri brátt að renna út. Ég sem festi þessi orð á blað kynntist Þorsteini aðeins í starf- inu hjá Búseta og kynntist ekkert hans lífshlaupi að öðru leyti. Og nú er of seint að spyrja spurninga. I hvatningarræðu á einum af fundum okkar lét Þorsteinn þessi orð falla í lokin: „Okkur hlýtur að létta stórlega þegar fyrsta skóflu- stungan verður tekin á vegum Búseta, og við skulum vona að Al- þingi samþykkti sem fyrst hús- f. 22.7. 1959, stundar nám í við- skiptafræðum við Háskóla Is- lands. Þorbergur er fjórði, f. 17.9.1961, gullsmiður að mennt, og lestina rekur Elísabet, f. 6.11. 1964, og stundar nám við Menntaskólann við Sund. Við Halldór vorum góðir kunn- ingjar frá því er við stunduðum nám í gagnfræðaskóla Hannibals Valdimarssonar á ísafirði. Það er næðisfrumvarp, svo við getum strax hafist handa um byggingu Búsetaíbúða." Því miður gaf lífið þessum bar- áttufélaga okkar ekki þá stund að leggja hönd að fyrstu skóflustung- unni, en við sem eftir stöndum höfum fengið í nestið þá trú á góð- um málstað, sem vonandi dugar til að ná settu marki. Eiginkona, börn og aðrir að- standendur. Innileg samúð. Reynir Ingibjartsson Þorsteinn Val- geirsson — Minning þó ekki fyrr en hálfum öðrum ára- tug síðar að leiðir okkar liggja saman á ný. Eins og fyrr segir hafði Halldór verið í skipsrúmi hjá Þórði bróður allt frá árinu 1956. Árið 1962 taka þeir Þórður og Halldór svo höndum saman og stofna hlutafélagið Ögra hf. ásamt okkur Birni Þórhallssyni sem að- stoðarmönnum í landi. Var ráðizt í smíði 200 smálesta stálfiskiskips í Noregi, sem þeir félagar hófu sjósókn á 1963. Varð Ögri hin mesta happafleyta og samvinna þeirra félaga með ágæt- um svo aldrei bar skugga á. Á sama tíma höfðum við Björn átt hlut að stofnun annars hluta- félags, Vigra hf., þar sem voru að- almennirnir Gísli Jón bróðir minn og Pétur Gunnarsson, vélstjóri. Síðast á sjöunda áratugnum, þegar síldin hvarf af miðunum, varð þungt undir fæti fyrir útgerð þessara skipa. Þá er það sem eig- endur Ögra og Vigra taka höndum saman og stofna hlutafélagið Ög- urvík hf. um kaup á tveimur skuttogurum í Póllandi, fyrstu skuttogurunum sem um var samið af hálfu íslendinga. Halldór Þorbergsson átti sæti í stjórn Ögurvíkur hf. frá upphafi og til dauðadags. Hann bar vakinn og sofinn velferð þess fyrir brjósti. Allra manna glaðlyndastur og ljúfastur í framgöngu, en lét ógjarnan hlut sinn ef sannfæring bauð honum annað. Við Ögurvíkingar sjáum á bak tryggum vini og verðmætum sam- starfsmanni. Fyrir það viljum við þakka af alhug. Við sendum þeim sem mest hafa misst, eiginkonu, börnum og barnabörnum, hugheil- ar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Guð geymi okkar góða vin. Sverrir Hermannsson t Útför fööur okkar og tengdafööur, SIGURÐAR GUÐBRANDSSONAR, fv. mjólkurbúaatjóra í Borgarnesi, Hæðarbyggö 13, Garóabæ, fer fram frá Garöakirkju föstudaginn 4. maí kl. 14.00. Ingibjörg Siguröardóttir, Pótur Jónsson, Elísabet Siguröardóttir, Björn E. Pétursson, Ólöf Siguröardóttir, Skúli Br. Steinþórsson, Siguróur Fjeldsted, Hrafnhildur Gunnarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför eigin- konu minnar, ELÍNBJARGAR GEIRSDÓTTUR, Smáratúni 1, Svalbaröseyri. Fyrir hönd barna, systkina, tengdabarna og annarra vandamanna, Pétur Friörik Jóramsson. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóður, ÁSU SIGURÐARDÓTTUR, Hofteigi 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færöar læknum, hjúkrunarliöi og starfsfólki deildar A-4, Borgarspítalans. Anna M. Jensdóttir, Baldur E. Jensson, Leifur Steinarsson, Atli Steinarsson, Bragi Steinarsson, Helgi M. Kristófersson, Hólmfríöur Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Brynjólfsdóttir, Anna Bjarnason, Ríkey Ríkarösdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.