Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 3
MÓRGÚÍíBLAÖItí' ftMMTÚÖÁÖtÍR 3. MAÍ Í9S4' íbúar Seljahverfis mót- mæla legu Arnarnesvegar TÆPLEGA þrjú þúsund íbúar í Brciöholti hafa skrifaö undir mót- mæli gegn fyrirhugaöri legu Arn- arnesvegar um Vatnsendahæö, austan byggöar í Breiðholti. Mót- mælin voru afhent borgarstjóra í gær ásamt greinargerö og fylgi- skjölum, þar sem m.a. er skír- skotað til útivistargildi svæöisins, slysahættu af veginum, sem liggi of nálægt íbúðarhverfum auk þess sem mótmælendur telja veg- arstæðiö slæmt og of kostnaðar- samL Áskorunin, sem afhent var borgarstjóra í gær, með undir- skrift 2.954 íbúa í Seljahverfi í Breiðholti, hljóðar á þessa leið: „Við undirritaðir íbúar Reykja- víkur skorum hér með á Borg- arstjórn Reykjavíkur að gæta hagsmuna okkar og borgarinn- ar við staðsetningu Arnarnes- brautar og komi því til leiðar að fyrirhugaðri legu hennar, sem auglýst er í Lögbirtingar- blaðinu þann 15. mars síðast- Fulltrúar íbúa Seljahverfis afhenda borgarstjóra mótmælin, meö undirskrift tæplega þrjú þúsund íbúa hverfis- ins. Teikning af fyrirhugaðri legu Arnarnesvegar, austan byggðar í Breiðholti. liðinn, verði breytt þannig að allir megi vel við una.“ Auk mótmæla frá íbúum Selja- hverfis hefur kennarafundur í Seljaskóla mótmælt legu Arn- arnesvegar og í greinargerð íbúanna er minnt á ályktanir náttúruverndarþinga 1981 og 1984 um útivistarsvæði í þétt- býli, en þar er varað eindregið við því að gengið sé á svæði sem í skipulagi eru ætluð til útivist- ar. í greinargerð, er fylgir áskor- uninni, er sérstök áhersla lögð á útivistargildi svæðisins og talið, að gerð vegarins á um- ræddu svæði hafi í för með sér mikil umhverfisspjöll á verð- mætu útivistarsvæði, sem nú þegar sé mikið notað. í öðru lagi sé vegurinn of nálægt íbúð- arhverfum og gnæfi yfir í brekku og því hætt við mikilli hávaða- og útblástursmengun í jaðri byggðarinnar. Þá er einn- ig bent á slysahættu, m.a. vegna þess að börn sæki mikið á þetta svæði og auk þess telja mótmælendur vegarstæðið óhentugt vegna mikils hliðar- halla og hæðar enda sé þarna afar snjóþungt. Þess skal getið að hér er um að ræða hrað- braut, sem ætlað er að tengja saman Suðurlandsveg og hina nýju Reykjanesbraut sem liggja á fyrir ofan Garðabæ og Kópavog. Áð sögn forsvarsmanna mót- mælanna hafa fundahöld og undirskriftasöfnunin sýnt, að mikill einhugur ríkir um mót- mæli gegn fyrirhugaðri legu vegarins. Fólk væri að átta sig á hversu alvarlegt málið væri og yrði ríkt gengið eftir úrbót- um. Er Davíð Oddsson, borgar- stjóri, tók við mótmælunum hafði hann á orði, að málið yrði kannað rækilega og reynt að finna lausn, sem bæði borgar- yfirvöld og íbúar Seljahverfis gætu sætt sig við. KÓPAVOGUR Yorblót Lokahóf Útsýnar og FRÍ-klúbbsins í BECAJDWAy föstudaginn 4. maí K*. 20.00 Húsiö opnað. Frí-klúbbsfordrykkur. Afhending happdrættismiða handa matargestum til kl. 20.45. Sala bingóspjalda. Videósýning í gangi. Kl. 20.45 Þríréttaöur hátíöarkvöldveröur á gjafveröi — aöeins kr. 450.- Fjölbreytt og glæsileg skemmtiskrá: Verölaunagetraun. Vinningur Útsýnarferö — Bingó 3 umferöir — Ungfrú og Herra Utsýn 1984 krýnd — Glæsilegir vinningar samtals aö verömæti kr.J30.000. Hápunktur kvöldsins: Dómnefnd velur og kynnir Ungfrú og Herra Útsýn ’84.16 glæsilegir fulltrúar í Ijósmyndafyrirsætu- keppninni koma fram og taka við verðlaunum. Hárgreiöslu- og snyrtisýning: íslandsmeistarinn í hárgreiöslu, Sólveig Leifsdóttir, sýnir sumarhárgreiðsluna ’84 og Heiöar Jónsson snyrtir kynnir sumarlitina í snyrtivörum frá Helena Rubenstein. Tízkusýning: Módelsamtökin sýna vor- og sumartízkuna frá Verzluninni Goldie, Laugavegi. Danssýning: Nemendur í Dansskóla Heiöars Ástvaldssonar sýna dansinn Staying Alive. Dansað til kl. 03.00. Hljómsveit Gunnars Þóröarsonar og Jón Ásgeir i diskótekinu. Frí-klúbbsfjör og stemmning Kynnir Þorgeir Ástvaldsson Kjötseyöi „Celestine" meö ostakexi. ★ Gljáöur grísahamborgarhryggur meö ristuöum ananas, sykurbrúnuöum jaröeplum, blómkáli, gulrótum, hrásalati og sherrylagaöri rjómasveppasósu. ★ Marengstoppar meö mokkafyllingu, perum og rjóma. Borðapantanir og miöasala í Broadway kl. 10—19 daglega, símar 77500 og 687370. KLUBBURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.