Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 5 Cieselskifeðgum vísað úr landi árið 1978 eftir fimm daga eltingarleik víðs vegar um landið í JÚNÍ 1978 var feðgum að nafni Cieselski frá Köln í V-I>ýzkalandi vísað úr landi eftir mikinn eltingarleik, sem stóð í fimm daga. Engin fálkaegg, né ungar fundust í bifreið þeirra þó þeir hefðu legið undir grun að ætla að ræna fálkahreiður. I*eir höfðu fullkominn sigbúnað, tæki til þess að geyma egg og fóru um kunnustu fálkasvæði landsins. Feðgar þessir hafa ver- ið mikill þyrnir í augum ís- lenzkra stjórnvalda. Grunur lék á að Cieselski hafi komið við sögu þegar fimm fálkaungar fundust í tösku á Keflavíkur- flugvelli í júní 1976. Svo mjög hafa íslenzk stjórnvöld verið á varðbergi, að þegar sonurinn Lothar Ci- eselski kom hingað til lands árið 1982 ásamt konu sinni, þá var gerð leit í farangri þeirra. Við leit fannst sigbúnaður, fullkomin tæki til þess að varðveita egg og kort þar sem helstu fálkaslóðir voru merkt- ar inná. Þeim var ekki vísað úr landi, en yfirgáfu landið eftir að þeim varð Ijóst að íslenzk stjórnvöld myndu fylgjast ná- ið með ferðum þeirra hér á landi. Nú leikur grunur á að þýzku Fálkaungarnir fimm sem fundust á Keflavíkurflugvelli 1976. Cieselski- feðgar voru grunaðir um að hafa verið þá á ferð. hjónin, sem úrskurðuð hafa verið í gæzluvarðhald í Saka- dómi Reykjavíkur, séu á snær- um feðganna í Köln. Fyrir skömmu fundust þrír ungir ís- landsfálkar hjá feðgunum í Köln, samkvæmt heimildum Mbl. Hjónin komu hingað til lands í fyrra og leikur grunur á að þau rænt hreiður hér á landi og haft með sér egg eða fálkaunga. Flaggað með rauðu hjá Nýja Garði. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Flaggað með rauðu á fyrsta maí RAUÐUR FÁNI blakti við hún hjá Nýja Garði á haráttudegi verkalýðsins, hinn 1. maí, og vakti athygli vegfaranda, sem leið áttu um háskólasvæðið þennan dag. Að sögn umsjónarmanns Háskólans, Elísabetar Jónsdóttur, var ekki flaggað að undirlagi háskólayfirvalda og sjálf kvaðst hún ekki hafa vitað um fánann fyrt en eftir á. Taldi hún líklegt að íbúar Nýja Garðs eða þá cinhverjir aðilar úr Stúdentaráði hefðu átt frumkvæðið að því að minnast verkalýðsbaráttunnar með þessum hætti. Finnbogi Magnússon látinn FlNNBOGl Helgi Magnússon, skip- stjóri, á Patreksfirði er látinn 52 ára að aldri. Hann fæddist á Hlaðseyri við Patreksfjörð 28. maí og var sonur hjónanna Magnúsar Jónssonar bónda þar og Kristínar Finnboga- dóttur. Finnbogi hóf sjómennsku og trilluútgerð með bræðrum sínum 14 ára gamall og var eftir það nánast óslitið á sjó og skipstjóri frá 1952. Hann lauk hinu meira fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1958. Mörg seinni árin var hann jöfnum höndum úrgerðar- maður og skipstjóri og landskunnur aflamaður. Hann var fjögur ár í röð aflahæstur yfir landið á vertíðum. Finnbogi var skipstjóri á 9 bátum, meðal annarra Helga Helgasyni og Helgu Guðmundsdóttur. Eftirlifandi kona Finnboga er Dómhildur Eiríksdóttir. MEST SELDIBÍLL Á ÍSLANDI Frá því FIAT UNO var kynntur á miöju s.l. ári hefur hann selst meiia en nokkur annar sinstakur Jbíli hér á landi. FRÁBÆRT VERÐ FIAT UNO er fullur aí gœðum og glœsileika. Samt getum viö boðið hann á sérlega góðu verði, írá kr. 229.000.- KJÖR VTÐ ALLRA HÆFI Aí viötökunum sem UNO heíur íengiö er ljóst aö allir viljc eignast þennan metsölubíl. Viö viljum leggja okkar af mörkum til þess aö svo megi veröa og reynum því aö sveigja greiðslukjörin aö getu sem flestra. JEGILL r VILHJÁLMSSON HF.Á SmiOjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.