Morgunblaðið - 03.05.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 03.05.1984, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 Málverk Jóns Þórs Myndlist Bragi Ásgeirsson Listrýnirinn hefur verið nokkuð forvitinn undanfarið vegna nýrrar listamiðstöðvar þeirra Gaflara í sal Hafnarborgar að Strandgötu 34. Það var þó fyrst á dögunum að mér gafst tækifæri til að skreppa þangað og fór því sýning Gunnars Hjaltasonar framhjá mér en hins vegar stendur fór ég á málverka- sýningu Jóns Þórs Gíslasonar — en þeirri sýningu lauk sunnudaginn 29. apríl. Rétt er að viðurkenna strax, að ég varð fyrir nokkrum vonbrigð- um með salarkynnin, sem hafa verið vel auglýst í fjölmiðlum og með veggspjaldi (plakati). Átti von á þvf að hér væri um að ræða meira rými og veglegra en máski er stærðin miðuð við myndræna listþörf staðarbúa, og má þá segja, að allt sé fyrst. Vísa má einnig til þess, að stærðin skipti ekki megin máli heldur öflug og lifandi starfsemi. Sýning Jóns Þórs Gíslasonar olli mér og nokkrum vonbrigðum, því að fyrir utan örfáar myndir svo sem nr. 5, 6, 12 og 16, þá eru verkin fyrir neðan þá kröfu sem maður verður að gera til þessa listamanns. Einkum í ijósi þeirra málverka er voru á sýningunni „Ungir myndlistarmenn" að Kjar- valsstöðum á sl. ári. Máski hentar staðurinn ekki þessari tegund mynda og víst er að mér þóttu þær hálf vandræðalegar þarna. Einnig getur verið að hinn ungi maður eigi erfitt með að fóta sig í þeim stranga myndstíl er hann hefur tileinkað sér. Þetta er vissulega mikil barátta við að samtvinna form og lit en úrskerandi árangur er í full fjarlægu sjónmáli. Hæfi- leikar eru fyrir hendi en hér þarf einnig að koma til mikil og miskunnarlaus ögun — fyrr er naumast að vænta mikils árang- urs. Listamanninum fylgja allar góðar óskir og svo ber að vona að sýningarsalurinn verði rekinn af miklum þrótti í framtíðinni. Stað- setningin í hjarta Hafnarfjarðar- kaupstaðar gæti ekki verið betri. Myndverk Peter Angermann Nýlistasafnið hefur undanfariö veriö meö kynningu á verkum þýska myndlistamanns- ins Peter Angermann og stendur hún til 3. maí. Lítiö þekki ég til þessa listamanns nema í sambandi viö verk er hann sýndi á Listahátíö 1982 ásamt Milan Kunc. Á sýningunni í Nýlista- safninu er mikill fjöldi mynda um alla veggi og veröur fljótlega Ijóst aö Angermann notar mikiö alls konar tegundir veggfóðurs sem mynd- rænan grunn aö list- sköpun sinni. Á þetta veggfóöur teiknar og málar listamaöurinn af miklum krafti eftir því hvaö honum dettur í hug hverju sinni, hér hagnýtir hann sér mis- munandi áferö og mynstur veggfóöursins. Stundum hittir hann á mark og úrlausnin virk- ar sterk og sannfær- andi, en miklu oftar virkar þetta sem mynd- rænt sprell og spé. Sé þaö tilgangurinn er árangurinn ágætur. Þrátt fyrir allt þá vek- ur þessi sýning til um- hugsunar um artistísk og hröö vinnubrögö, þau krefjast þess nefni- lega, aö gerendurnir hafi vit á aö vinsa úr gjörsamlega misheppn- uö verk. Hér viröist jóaö ekki hafa tekist því aö ýmsar ágætar myndir næsta kafna í fjölda hinna miklu síöri. Annaö, er óhjá- kvæmilega vekur til um- hugsunar, er umbúnaö- ur sýningarinnar en þar fær linka og fram- kvæmdafátækt hina hæstu einkunn mína. Ekki nóg meö þaö, aö safniö var harölokaö er mig bar þar aö t fyrra skipti á auglýstum opnunartíma, heldur skortir hér allt sem eina sýningu þarf aö prýöa í algjöru lágmarki. Hvorki er hæqt aö bjóöa al- menningi upp á þetta né listamönnunum er í hlut eiga. Á mjög svipaðan hátt lognuöust sýn- ingarnar útaf á Suöur- götu 7, sællar minn- ingar. Þessir tveir staöir hafa þó veriö auglýstir meir og prýöilegar öllum öörum sýningarsölum hérlendis um blómlega og bráölifandi starf- semi, einkum á erlendri grund. En þaö er önnur saga. Annie Balmeyer Oliver Penven Sellótónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Áttundu tónleikar Tónlist- arfélagsins voru franskir tón- leikar í bestu merkingu. Tveir ungir franskir tónlistarmenn fluttu tónlist eftir Beethoven, Debussy og Brahms. Annie Balmeyer sellóleikari og Oliv- er penven píanóleikari fluttu A-dúr sónötuna eftir Beethov- en nokkuð vel, á franskan og léttan máta, án alvöru og þunga, sem þessari tónlist er eiginlegt. Þetta var einnig áberandi í Brahms. Hann var vel en léttilega leikinn. Lítið varð úr svartnætti einsemdar- innar og leitar Brahms að ein- hverju háleitu, sem er áber- andi í alvöru og virðingu hans fyrir fyrir listinni. Debussy- sónatan var mjög vel leikin, frönsk tónlist í franskri túlk- un. Annie Balmeyer er ágætur sellóleikari og sama má segja um píanóleikarann, Oliver Penven, en einhvern veginn vantaði punktinn yfir iið í leik þeirra og er trúlega um að kenna reynsluleysi í hljóm- leikahaldi. Pierre Laniau öll tilveran byggist á því að jafnvægi náist og þannig hef- ur sagan að mestu verið bar- átta við óeðlileg frávik, sem komið hafa til er jafnvægið hafði drottnað of lengi. Er jafnvægið hefur tekið á sig mynd stöðnunar, hefur það leitt til umróts, sem í hámarki sínu tekur að leita að nýju jafnvægi. í sögu tónlistar hafa ný og hljómmikil hljóðfæri komið í stað hljómlítilla og hljómstyrkurinn orðið þýð- ingarmeiri, þar til nú á tímum að hann hefur með tilstyrk rafmagns náð því hámarki að verða ærandi. í ærandi hljómróti nútímans verður það gítarinn sem menn flýja til. Þetta þýða og hljóðláta hljóðfæri er orðið þýðingar- mikið mótvægi við ærandi hávaða nútíma hljóðmiðlunar og þarf illa heyrandi nútíma- maðurinn að einbeita sér, ef hann vill njóta viðkvæmra hljómbrigða þessa göfuga v Silkiskógur Kvíkmyndir ÓlafurM. Jóhannesson SILKISKÓGUR Nafn á frummáli: Silkwood. Stjórn: Mike Nichols. Ilandrit: Nora Ephron og Alice Arlen. Myndataka: Miroslav Ondricek. Tónlist: Georges Delerue. 1 texta páskamyndar Bíóhallar- innar „Silkwood“ er orðið restroom þýtt hvíldarherbergi. Það er svo sem gott og blessað þvf sumir fara á „klóið“ til að hvíla sig og látum vera þótt texti Skilkiskógarins sé þýddur í akkorði þvi slfkt gerist gjarnan í páskahrotunni, en það er öllu verra þegar myndirnar sem sýndar eru hátíöisdagana bera þess merki að kvikmyndafólkið hugsi eins og upp- mælingaraðallinn, sum sé meira um magn en gæði. Annars er ég býsna ánægður með páskrahrotu bíóanna að þessu sinni og bjóst satt að segja við því að rúsfnuna gæti ég étið uppí Bíóhöll í samfylgd Maryl Streep, Kurt Russel og Cher inní Silkiskógi. Svona eftirá að hyggja er ég á því að ég hafi þegar verið búinn að sporðrenna páskarúsínu Bióhallarinnar í samfylgd Caine og félaga þá þeir fetuðu sig gegnum frumskóg M-Amerfku í Heiðurs- konsúlnum. Það vantar svo sem ekki að í Silkiskógi gerist merkilegir atburð- ir, þvf þar er fjallað ura sannsögu- leg örlög stúlku að nafni Karen Silkwood er vann f Kerr McGee- -kjarnorkuverinu f Cimarron Oklahoma. Karen þessi komst að ýmsu varðandi öryggismál f verinu og kjaftaði í verkalýðsforkólfa með þeim afleiðingum að hún átti sér ekki viðreÍ8nar von á vinnustaðn- . um. Verður ekki frekar rakinn söguþráður, en hann dugir í mynd er spannar f mesta lagi einn og hálfan tíma. Leikstjórinn, Mike Nichols, vinnur hins vegar það af- rek að teygja myndina uppf tveggja stunda sýningartíma. Eg kalla þetta afrek á þeirri öld hraðans sem við nú lifum. Hvað um það þá gefur þessi Kúbanskur inn- flytjandi á Flórída vinnuháttur leikstjórans gott tæki- færi til þess að skoða nákvæmlega hreyfingar starfsmanna kjarnorku- versins þá þeir fá sér kaffi svo dæmi sé tekið. Og ekki er yfir því að kvarta að aðalleikararnir hafi ekki nægan tima til aö sýna þau svip- brigði er fylgja textanum. Þeir hafa jafnvel nægan tfma til að fá sér smók milli tilsvara; enda voru þær Meryl Streep og Cher tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir leik sinni í þessari mynd. Eitthvað virðist stybban samt hafa farið fyrir brjóstið á nefndarmönnum, þvf ekki man ég til þess að þær hafi hlotið gripinn góða. Ég hefði annars frek- ar álitið Kurt Russell eiga skiliö viðurkenningu fyrir leik f þessari mynd. Máski fær hann viðurkenn- ingu á einhverju friðarmótinu, en eins og sagði fyrr í textanum fjallar mynd þessi um skuggalega atburði f kjarnorkuveri. Kannski ætti að sýna mynd sem þessa á einhverju slíku móti og láta þar við sitja, því þeir sem ekki þjást hvunndags af óttanum við endalok- in miklu hafa ekki minnstu nautn af að velta þeim fyrir sér, allra síst á bíó. Menn vilja hafa nokkra skemmtan af að fara í bíó, hvort sem efnið sem verið er að sýna er merkilegt eður ei. Annars leið mér eins og trúarofstækismanni þá ég yfirgaf Silkiskóg, því ég hafði feng- ið þá undarlegu flugu í höfuðið meðan á sýningu stóð, að kjamork- an væri hin sýnilega birtingarmynd djöfulsins. Guð væri skapari allra lifandi hluta og þeim til höfuðs setti djöfullinn kjarnorkuna — hún væri efnisgerð hugsun djöfulsins. Já, maður getur fengið undarlegar hugmyndir á bfó sérstaklega þegar nægur tfmi gefst til heilabrota. Nafn á frummáli: Scarface. Leikstjóri: Brian DePalma. Handrit: Oliver Stone. Myndataka: John Alonzo. Tónlist: Giorgio Moroder Sýnd í Laugarásbíói. Nítjánhundruð og áttatíu voru um 130 þúsund manns fluttir frá Kúbu til Flórfda í Bandaríkjun- um. Castro var dauðfegin að losna við sumt af þessu fólki, þvf þar með gat hann létt af þétt- setnum fangelsum landsins. Af sjálfu leiddi að Bandaríkjamenn áttu í mesta brasi með suma af þeim dánumönnum sem þannig höfðu sloppið undan réttvísinni og hugðust nú að byrja nýtt líf í Bandaríkjunum. Nú hefir verið gerð mynd um einn þessara manna, Tony nokkurn Montana, en sá ágæti leikstjóri Brian De- Palma stýrir og hefir kappinn teygt lopann langt umfram venjulega bíólengd eða uppí næstum þrjá klukkutíma. Satt að segja kveið mig fyrir að sitja svo lengi uppf Laugarási yfir raun- um kúbansks flóttamanns, en til allrar hamingju voru mínúturn- ar hundrað og sjötíu ekki svo mjög lengi að líða. Það var nefni- lega alltaf eitthvað að gerast í myndinni. Annaðhvort var Tony að semja um kaup á risaskammti af kókaíni eða hann var að svamla í gulli sleginni einka- sundlaug með kjaftinn fullan af klámyrðum, milli þess er hann dritaði blýi í keppinautana á eit- urlyfjamarkaði Flórídaríkis. Tony er sum sé „athafnamað- ur“ í hinum besta skilningi, hann er vakinn og sofinn yfir bísnissn- um og talar helst ekki nema um peninga svo á endanum gefst áskær eiginkonan upp á honum og undir lok myndarinnar er hans eina huggun hvítt duftið sem han lepur með tungunni af fína skrifborðinu milli þess sem hann sýgur það uppí útþanda nasavængina. Tony Montana endar sum sé sem úrhrak mitt í allri þeirri dýrð er peningar geta keypt. Hann lendir úr einu fang- elsinu í annað og raunar breytist ekkert í lífi hans, þótt umgjörðin verði glæstari, því Tony er enn Tony, óupplýstur götustrákur sem gleypt hefir ameríska drauminn hráan. Mér fannst Brian DePalma takast bærilega í þessari mynd að sýna hversu uppnumdir Tony Montana og félagar voru í fyrstu af dýrð hins ameríska draums, en þegar lfða tekur á myndina og þeir sjá fyllingu draumsins, taka vopnin að snúast í höndum leik- stjórans. Hann grípur til gam-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.