Morgunblaðið - 03.05.1984, Page 17

Morgunblaðið - 03.05.1984, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 . il Einsöngur ELÍSABET F. Eiríksdóttir sópr- ansöngkona og Lára S. Rafns- dóttir píanóleikari héldu ljóða- tónleika í Norræna húsinu 1. maí og fluttu m.a. lög eftir Jór- unni Viðar, Grieg, Sibelius, Mahler, R. Strauss og Brahms. Elísabet F. Eiríksdóttir er ein af fyrstu nemendum Söngskólans í Reykjavík og hefur nú síðustu árin starfað sem söngvari og m.a. sungið í íslenskum óperu- uppfærslum við góðan orðstír. Hún hefur feikna rödd, ræður yfir margvíslegum blæbrigðum og er þegar töluvert skóluð, þó ekki hafi hún enn öðlast þá reynslu sem söngvarar uppskera með stöðugu tónleikahaldi. f heild voru tónleikarnir mjög jafnir og góðir en bestu lög hennar voru þó söngvarnir eftir Brahms sem segir nokkuð til um ágæti Elísabetar sem ljóða- söngkonu. Þá var Fyrsti kossinn eftir Sibelius fallega sunginn en Flickan kom ifrán sin álsklings möte, náði ekki þeirri skerpu í samspili píanós og söngs sem tónsmíðin býður upp á. Tvö lög eftir Jórunni Viðar voru Gesta- / boð um nótt, sem er vel þekkt, og Im Kahn, sem ekki hefur mikið heyrst, utan í útvarpi, voru vel flutt. Im Kahn er fal- legt lag og ólíkt því sem þekkt- Elísabet F. Eiriksdóttir ast er af söngvum Jórunnar. Eins og fyrr sagði voru tónleik- arnir mjög jafnir, sem segir nokkuð til um öryggi Elísabetar, og nokkur laganna voru frá- bærlega vel flutt. Með þessum tónleikum hefur Elísabet haslað sér völl, nefnt sér stund og stað í hópi ágætra söngvara ís- lenskra, og verða hér eftir gerð- ar sömu kröfur til hennar og að- eins má gera til þeirra bestu. Lára Rafnsdóttir lék á píanóið og var leikur hennar áferðarfal- legur en helst til hógvær og til baka haldið á köflum. Pierre Laniau hljóðfæris einveru og kyrrðar. Pierre Laniau er góður gítar- leikari, sem ekki leggur áherslu á kraftmikinn leik eða tæknisýningu. Hann leikur á hljóðlátan máta, stundum undur veikt og var leikur hans í píanólögum Erik Satie sér- lega fallegur. Ekki var leikur hans allur samt kraftlaus eins og sýndi sig í preludíu og fúgu eftir Bach, en fúgan var hressilega leikin. Pierre Lani- au ræður yfir ótrúlega mikilli tækni en hann leggur sérlega áherslu á hljóðlát og undraþýð blæbrigði gítarsins og í þeirri list er Laniau mjög góður. Al Pacino í hlutverki Tony Montana. alkunnugra bragða í þeirri von að halda áhorfandanum spennt- um, þannig breytist Tony í eins- konar súperman sem veður blóð- elginn uppí hnésbætur. Götu- strákurinn Tony Montana sem við upphaf myndarinnar sté inní miðja glæsiveröld Flórída er orð- inn útjaskaður dópsali sem engu eirir. Höfum við ekki séð þessa ísköldu hetju, full oft á hvíta tjaldinu til þess að trúa á tilvist hennar nema þá á hestbaki að berjast við indíána? Má vera, í það minnsta fannst mér sá Tony Montana er gat að líta í innsta hring dópversluninar á Flórída- skaga dálítið ósannfærandi per- sóna, þrátt fyrir að A1 Pacino stæði sig ágætlega í hlutverkinu. Ég hefði kosið að leikstjórinn hefði brugðið upp svolítið sann- ferðugri mynd af þessum manni sem leitaði af slíkri áfergju að auði, völdum og glæsileika. Þess í stað breytir Tony í nánst ósigr- andi drápsvél. Hvað um það þá dottaði ég ekki þær 170 mínútur sem tók að renna myndinni af Tony Montana gegnum sýn- ingarvélar Laugarásbíós, ég var einfaldlega of spenntur að fylgj- ast með því hvort kappanum tækist ætlunarverkið. Kannski var það tónlist Giorgio Moroder sem kitlaði svo magaveggina eða allt svínsblóðið sem slettist á tjaldið? Mikil furða að blessaðir mennirnir drukknuðu ekki í öllu blóðinu, dópinu og seðlunum. A5 hjá 1 pá sér sjálfur Viö islendingar, sem búum viö risjótt veðurfar og langa vetur, leggjum mikiö upp úr því að eiga falleg, notaleg heimili. Viö komust þess vegna ekki hjá því aö kaupa húsgögn af og til. En þaö er meira en að segja það aö ráöast í slíkt, því bæöi eru óskirnar margvíslegar og húsgagnakaup útgjaldasöm. Sófasett getur kostaö hátt í þaö sama og sæmilegur bíll, og veggskápur, eða minni hlutur, góð mánaðarlaun. Það er því nauösynlegt að skoða sig vel um áöur en húsgagnakaup eru ákveðin. Húsgögn eru lítt stööluö vara. Framleið- endur þeirra eru mjög margir, sumir með háan framleiöslukostnaö, aðrir með lágan, þó varan sé svipuð. Verö húsgagna er því ekki alltaf réttur mælikvarði á gæöin sem kaupandinn fær. Þetta kannast þeir mæta vel við sem lent hafa í því að gera upp á milli leðursófasetts sem kostar kr. 100.000,- og annars leðursófasetts sem kostar kr. 50.000,-. Þegar ráöist er í húsgagnakaup er vert að hafa í huga að gamla reglan „að hjálpa sér sjálfur" er bísna góð. Að fara sem víðast, spyrja sig fram, fá sitt lítið hjá hverjum, athuga gæðin, skrifa niður verð og leggja síðan eigið mat á hvar bestu kaupin er aö fá, er hreint út sagt langbesta og öruggasta innkaupaaðferðin. Þeir sem gera þetta eru á háu kaupi á meðan. Hugsanlega er besta að byrja hjá okkur í Húsgagnahöllinni, því viö höfum mesta úrvalið og allir hlutir í versluninni eru verðmerktir. 6 sæta hornsófi tegund Fröup Kr. 23.590 húsgöng færa þér raunverulegan arö Með þvi að vera hluthafar í IDE MÖBLER A/S stærstu innkaupasamsteypu Norð- urlanda og taka þátt í sameiginlegum innkaupum 83 stórra húsgagnaverslana í Danmörku, víða um lönd, tekst okkur aö hafa á boðstólnum úrvals húsgögn öll með 2ja ára ábyrgð, á mjög hagstæöu veröi. Gæðaeftirlit IDE er svo geysistrangt aö þú ert örugg(ur) um að fá góð húsgögn, þó verðin séu lá. HÚSGAGNAHÖLLIH BlLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.