Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 23 Lögreglubíll með mótmælagöngum Pólland: Simamynd AP. öflugum vatnskrana dreifir mannfjölda í einni af nokkrum Samstöðu í Póllandi 1. maí. Bandaríkin: Mál von Biilows tekið upp aftur HÆSTIRÉTTUR í Rhode Island í Randaríkjunum hefur heimilað endurupptöku málsins gegn dansk-ameríska auðkýfingnum ('laus von Biilow, en fyrir tveimur árum var hann dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa tvisvar sinnum revnt að ráða af dögum konu sína, sem nú liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í New York. Segir í úrskurði hæstaréttar, að von Biilow hafi ekki fengið að njóta allra þeirra réttinda, sem honum eru tryggð í stjórnarskránni, og auk þess hafi einkaleynilög- reglumaður leynt verjendur von Biilows mikilsverðum upplvsingum. Málið gegn von Biilow vákti mikla athygli árið 1982 og var almennt kallað „Þyrnirósarmálið“. Var hann að lokum dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa tvívegis reynt að drepa konu sína, Martha Sharp von Biilow, kallaða „Sunny“, með insúlíni. Sunny er nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi og segja læknar, að hún geti e.t.v. legið þannig í allt að 30 ár. Sykurmagn í bíóði hennar er allt of lítið og insúlín stórhættulegt fyrir hana. í réttarhöldunum hélt sækjandinn því fram, að von Bulow hefði átt sér „LátiÖ lausa alla pólitíska fanga“ Miklar mótmælaaðgerðir hjá Samstöðu á verkalýðsdaginn Varsjá, I. raaí. AP. PÓLSKA lögreglan beitti í gær vatns- slöngum, kylfum og táragasi til þess að dreifa þúsundum andófsmanna úr röð- um Samstöðu, samtökum hinna frjálsu verkalýðsfélaga í Póllandi. Fjöldi manns var handtekinn. Mótmæiaað- gerðir þessar áttu sér stað í tilefni 1. maí og fóru fram í 6 stærstu borgum landsins. Andófsmennirnir hrópuðu „Solid- arnosc“, „Walesa" og „Látið alla pólitíska fanga lausa". í borginni Gdansk við Eystrasalt tókst Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, að kom- ast ásamt 1000 stuðningsmönnum fram hjá óeirðalögreglu og inn í 1. maí-göngu hins opinbera. Gekk Wal- esa og menn hans síðan með öðrum göngumönnum unz þeir staðnæmd- ust í aðeins þriggja metra fjarlægð frá palli þeim, sem ætlaður var fyrirmönnum. Þar rétti Walesa upp hönd sína og gerði sigurmerki, en stuðningsmenn hans breiddu út fána Samstöðu og tóku að hrópa vígorð samtakanna frammi fyrir felmtri slegnum flokksbroddum kommún- ista. Haft er eftir vestrænum frétta- mönnum, sem nærstaddir voru, að þögn hefði slegið á kommúnistafor- ingjana er þeir sáu Walesa, þar til einn þeirra náði að hrópa „Zorno" (lögregla). Kom þá hópur manna úr óeirðalögreglunni á vettvang og réðst á Walesa og fylgismenn hans hvað eftir annað. Walesa tókst hins vegar að hverfa inn í mannþröngina og komst síðan heill á húfi til heim- ilis síns í úthverfi borgarinnar. „Þetta var einn árangursríkasti dag- ur ævi minnar," sagði Walesa á eftir í símtali við vestrænan fréttamann. „Við náðum að segja það augliti til auglitis hvern hug við berum." Jerzy Urban, talsmaður stjórn- valda, lýsti hins vegar aðgerðum Samstöðu sem „vorkunnarverðunT og að ekki hefðu fleiri en 8.000 manns tekið þátt í þeim. Þá hefðu þær aðeins átt sér stað í fjórum borgum. ('laus von Biilow ástmey og viljað ryðja konu sinni úr vegi og erfa eignir hennar, sem metnar eru á 35 milljónir dollara. Svört taska lék stórt hlutverk í málflutningi sækjandans en hún fannst í húsi, sem von Bulow átti út af fyrir sig. í töskunni var insúl- insprauta og vottur af insúlíni í henni. Von Bulow kvaðst ekkert við þessa tösku kannast og verjandi hans færði auk þess sönnur á, að sonur Sunny og stjúpsonur von Búl- ows, Alexander von Auersberg, hefði útvegað móður sinni eiturlyf og önn- ur lyf, nálar og sprautur. Claus von Búlow hefur ekki farið í fangelsi enn þrátt fyrir dóminn því að hann áfrýjaði málinu strax og greiddi um 30 milljónir ísl. kr. í tryggingu. Páfinn kemur til Suður-Kóreu í dag Jóhannes Páll páfi II er væntanlegur til Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, síðdegis á morgun, fimmtudag. Verður það fyrsti áfanginn í 11 daga „píla- grímsfiir fyrir friði og sáttunT í Aust- ur-Asíu og Suður-Kyrrahafi, þar sem páfinn hyggst m.a. heimsækja Nýju- -Guineu og Sólómonseyjar. Er páfinn kemur til Seoul er ráðgert að hann flytji bæn fyrir þeim 269 mönnum, sem biðu bana, þegar Sovétmenn skutu niður farþegaþotu frá Suður-Kóreu I. september sl. Páfinn mun dveljast 5 dága í Suður-Kóreu og þann tíma verður allt lögreglulið landsins — um 100.000 manns — í viðbragðsstöðu. Fregnir hafa borizt um, að alþjóðleg hryðjuverkasamtök hyggi á tilræði við páfann á meðan hann dvelst í Suður-Kóreu og hefur því verið hert mjög á varúðarráðstöfunum þar til verndar páfanum. Haft var eftir embættismanni ein- um í Seoul í dag, að varúðarráðstaf- anir lögreglunnar þar væru enn um- fangsmeiri nú en fyrir heimsókn Reagans Bandaríkjaforseta til Suður-Kóreu á síðasta ári. Páfinn mun taka 93 kóreska og 10 franska píslarvotta í helgra manna tölu við helgiathöfn í Suður-Kóreu og er gert ráð fyrir að meira en hálf milljón manna verði þar viðstödd. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ........... 14/5 Disarfell ..... 28/5 Dísarfell ..... 11/6 ROTTERDAM: Disarfell ..... 15/5 Disarfell ..... 29/5 Dísarfell ..... 12/6 ANTWERPEN: Dísarfell ..... 14/5 Dísarfell ..... 30/5 Dísarfell ..... 13/6 HAMBORG: Jan ............ 4/5 Dísarfell ..... 17/5 Dísarfell ...... 1/6 Disarfell ..... 14/6 HELSINKI/TURKU: Hvassafell .... 25/5 LARVIK: Francop ........ 7/5 Jan ........... 21/5 Jan ............ 4/6 Jan ........... 18/6 GAUTABORG: Francop ........ 8/5 Jan ........... 22/5 Jan ............ 5/6 Jan ........... 19/6 KAUPMANNAHÖFN: Francop ........ 9/5 Jan ........... 23/5 Jan ............ 6/6 Jan ........... 20/6 SVENDBORG: Francop ....... 10/5 Jan ........... 24/5 Jan ............ 7/6 Jan ........... 21/6 ÁRHUS: Francop ....... 11/5 Jan ........... 25/5 Jan ............ 8/6 Jan ........... 22/6 FALKENBERG: Mælifell ....... 4/5 Helgafell ..... 11/5 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell .... 24/5 Skaftafell .... 24/6 HALIFAX, KANADA: Skaftafell .... 25/5 Skaftafell .... 25/6 SKIPADEILJD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 PtRMA’DRI 18 ára á Islandi Málning hinna vandlátu Utanhússmálning Olíulímmálning 18 litir KEN-DRI notast á alla lágrétta og áveöursfleti áöur en málaö er. (silicon) PttMA-DRI hentar vel bæöi á nýjan og málaöan stein. PERMA-DRI er í sérflokki hvaö endingu á þök snertir. Næsta sending hækkar um 10% Greiðslukjör. Sendum í póstkröfu. Smiðsbúð Smiðsbúö 8, Garðabæ. Sími 91-44300. Sigurður Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.