Morgunblaðið - 03.05.1984, Page 24

Morgunblaðið - 03.05.1984, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Láglaunaland? Velsældarríki? Að kvöldi 1. maí sl. fór fram umræða í sjónvarpi um lífskjör á íslandi, m.a. í sam- anburði við ríkustu þjóðir heims. Leitast var við að svara þeirri spurningu, hversvegna lífskjör hér á landi væru lakari en þar sem auðlegð er mest í heiminum. Meginskýringar vóru þrjár taldar: • Þjóðartekjur Islendinga eru verulega lægri en nágranna- þjóða. Hafa auk þess lækkað um 12% á þremur árum. • íslendingar eru mun lengur að vinna fyrir þjóðartekjum sínum en samanburðarþjóðir, sem gerir þennan mun enn skarpari, lífskjaralega. • Greiðslubyrði erlendra skulda, sem hafa hlaðizt upp á fáum árum, tekur til sín ná- lægt fjórðung útflutnings- tekna þjóðarinnar, og rýrir þjóðartekjur og lífskjör að sama skapi. Hverjar eru orsakir þess að þjóðartekjur, sem til skipta koma í þjóðarbúskapnum, eru svo lágar sem raun ber vitni — og hafa lækkað en ekki vaxið í höndum okkar næstliðin ár? Nauðsynlegt er að gera sér glögga grein fyrir þessu. • Fyrst verður fyrir sam- dráttur í sjávarafla, samhliða lækkandi söluverði sumra sjávarafurða, sem eiga í harðnandi sölusamkeppni á erlendum markaði. Verðmæti útfluttra þorskafurða verða vart helmingur þess 1984 sem þau vóru 1981. • Röng fjárfesting veldur því að kostnaður, sem kemur til frádráttar frá skiptatekjum þjóðarinnar, er mun meiri en vera þyrfti. Röng fjárfesting, sem ekki styðst við arðsemis- sjónarmið, rýrir lífskjör, bæði í bráð og lengd. Vanhugsuð af- skipti ríkisvaldsins eru máske veigamesta orsök rangþróunar á þessu sviði. • Stjórnvöld liðinna ára hafa svikizt um það mikilvæga kjaraatriði, að setja nýjar stoðir undir atvinnuöryggi og afkomu þjóðarinnar, t.d. á því sviði að Sreyta orku fallvatna í störf og útflutningsverðmæti. Gullin tækifæri á sviði lífefna- iðnaðar hafa heldur ekki verið rækt sem skildi. Þrátt fyrir það að löngu var sýnt, hvert horfði um veiðimörk fiski- stofna og sölumörk búvöru, var þess í engu gætt, að þjóðin næði viðbótarvopnum í lífsbar- áttu sinni. Þess í stað var eyðsla hennar, umfram tekjur, sett á „krítarkort" viðskipta- halla og erlendra skulda. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við þrota-þjóðarbúi á fyrri hluta liðins árs hafði verð- bólga skrúfast upp í 130% og stefndi, án mótaðgerða, í 180—200% fyrir árslok. At- vinnuvegir vóru reknir með umtalsverðum halla og hafði verið gert að safna skuldum, hérlendis og erlendis, úm ára- bil. Hávextir juku á vandann. Sýnt var að stefndi í hrun fjölda atvinnufyrirtækja og víðtækt atvinnuleysi. Útflutn- ingsframleiðslu, sem bjó við við meir en tvöfalda árlega til- kostnaðarhækkun, en þurfti að seljast í samkeppni við fram- leiðslu er bjó við stöðugleika í verðlagi, vóru allar bjargir bannaðar. Óhjákvæmilegt var að stemma stigu við sjálfvirkum víxlhækkunum verðlags, kaup- gjalds og vaxta, til að hjól at- vinnulífsins héldu áfram að snúast og forða hrikalegu at- vinnuleysi, sem ella blasti við. Árangur sá sem náðst hefur í hjöðnun verðbólgu er meiri en flestir þorðu að vona. Vextir hafa lækkað samsvarandi. Viðskiptahalli er nær úr sögu. Þá hefur einnig verið dregið allnokkuð úr ríkisútgjöldum, þó betur hefði þar mátt gera. Ef þjóðartekjur væru þær sömu að raungildi 1984 og 1982, og 30% þeirrar fjárhæð- ar teknar tií ráðstöfunar í ríkisbúskapnum eins og þá var gert, væru ríkissjóðstekjur 3.500 m.kr. hærri í ár. Megin- orsök svokallaðs „fjárlaga- gats“ er því lækkaðar þjóðar- tekjur, lægri skattstofnar, hófíegri heildarskattheimta. Helzti árangur núverandi ríkisstjórnar er að ná verð- bólgu niður jafn hressilega og raun ber vitni um — og tryggj3 atvinnuöryggi, sem raunar eru tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Þessi árangur var m.a. keyptur með nokkurri kaupmáttarrýrnun. Samtímis var gripið til hliðarráðstafana til að verja þá verst stöddu, sem gagna betur en hærri al- menn kauphækkun upp allan launastigan hefði gert, við ríkjandi aðstæður. Næsta meginverkefni verður að byggja íslenzkt atvinnulíf þann veg upp að þjóðartekjur aukizt, sem er óhjákvæmilegur undanfari bættra lífskjara. Þar þarf samátak þjóðarheild- ar til að koma, eins og Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra tók fram í tilvitnuðum sjónvarpsþætti. Það þarf að efla alla hvata til verðmæta- sköpunar í þjóðarbúskapnum. Forystumenn launþega fluttu ávörp um land allt: Óraunhæft að leysa vanda einstakra hópa með almennri kauphækkun Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, ávarpaði launþega í Reykjavík. Mor(runbi»ðiA/K»i. * — sagði Asmundur Stefánsson forseti ASÍ í 1. maf ávarpi sínu á Neskaupsstað HELSTU forystumenn launþegasam- takanna komu fram við 1. mai hátíða- höldin um land allt í fyrradag og fluttu launþegahreyfingunni ávörp sín. Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar var aðalræðumaður há- tíðahaldanna í Reykjavík, og hann sagði m.a. í ræðu sinni: „Ég hef verið spurður að því undanfarna daga hvort Dagsbrún ætli að rjúfa friðinn 1. sépt- ember. Frið um hvað? Dagsbrún vill rjúfa friðinn um að það sé þolað bóta- lítið að kaup verkafólks lækki um rösk 25%. Við viljum engan frið um það að kaup fyrir unna klukkustund sé hér lægst á Vesturlöndum. Spurt er hvort við ætlum að segja upp samningum 1. september. Svar- ið er skýrt og afdráttarlaust. Við fyrsta tækifæri, munum við leggja til atlögu, gegn þeim óviðunandi kjðrum er almennt verkafólk býr nú við. Og öll 1. maí nefndin í Reykja- vík svarar f ávarpi dagsins þannig: „Fyrsta áfanga í baráttu verka- Bjöm Þórhallsson, varaforseti ASÍ, flutti ræðu í Borgarnesi 1. maí. Morgunbladið Helgi Bjamason. lýðshreyfingarinnar fyrir endur- heimt kaupmáttar er lokið. Næsti áfangi er 1. september. „Þetta eru skýr svör.“ „Einn þáttur í gagnrýni á samningana kom mér illilega í opna skjöldu“ Ásmundur Stefánsson, forseti Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, var aðalræðumaður hátíðahaldanna í Nes- kaupstað. ASf flutti ávarp á Neskaupstað 1. maí. I ræðu sinni sagði Ásmundur m.a.: „Einn þáttur í gagnrýni á samningana í vetur kom mér illi- lega í opna skjöldu. Það er sú ein- dregna fordæming sem úr óvæntum áttum mætti þeim félagslegu úrbót- um sem gerðar voru í tengslum við samningana. Hið ótrúlegasta fólk lýsti því yfir að þessi mál hefði átt Kristján Thorlacius að leysa með aukinni kauphækkun. Ég tel það óraunhæft tal að ætla að leysa vandamál einstæðra foreldra, barnmargra fjölskyldna með lágar tekjur eða öryrkja og aldraðra með almennri kauphækkun ... Ég tel þá fordæmingu sem hér kom upp frá- leita og hættulega félagslega afsið- un, fyrirlitningu á þeim sem við erf- iðleika eiga að stríða." Ásmundur gerði síðar í ræðu sinni grein fyrir þeirri afstöðu sinni að viðbrögð stjórnmálamanna til þess að svara aðsteðjandi vanda mótuðust af því að þeir leituðu að einum takka til þess að þrýsta á, í stað þess að svara erfiðleikunum með almennri virkri efnahags- stjórn. „Takkinn er skýrt og greinilega merktur kjaraskerðing," sagði Ás- mundur, „Sú ríkisstjórn sem nú sit- ur hefur haldið fingrinum fastar á þessum takka en nokkur önnur rík- isstjórn sem við höfum staðið frammi fyrir. Hún virðist líta svo á, að það sé lausn alls vanda að láta launafólk greiða verðlagið niður.“ Þarf að jarða 20 ára gamla samþykkt um skipulagsmál Björn Þórhallsson, varaforseti ASI flutti ræðu hjá Verkalýðsfélagi Borgarness 1. mai. Hann sagði m.a. í ræðu sinni: „Þótt mikið hafi verið deilt á „Stóru samflotin“ svokölluð, er það í raun ljóst að fjöldinn ætlast til þess að ASÍ hafi forustu í kjara- málum. Þegar svo lakar tekst til en til var ætlast er auðvelt að beina þangað spjótum sínum, eins og skeði nú I vetur.“ Síðar sagði Björn: „Sumir halda því fram, að breyting á skipulagi hreyfingarinn ar muni leysa flest vandamál. Ég held ekki. 20 ára gamla samþykkt um skipulagsmál, þarf að jarða, en leggja áherslu á dugmeiri vinnu í núverandi skipu- lagi, en leggja áherslu á dugmeiri vinnu í núverandi skipulagi.„ „Forgangsverkefni er að tryggð verði full atvinna“ Kristján Thorlacius, formaður BSRB flutti ávarp við 1. maíhátíða- höldin í Keflavík. Hann sagði m.a. í ræðu sinni: „Þær 35 þúsundir manna, sem undirrituðu mótmælin gegn afnámi samningsréttar, eiga heiðurinn af því að hafa lagt grunn- inn að áframhaldandi baráttu sam- taka launafólks hér á landi. í beinu framhaldi af þessum sigri tókust samningar, sem táknuðu þau þáttaskil að kjaraskerðingin var stöðvuð, a.m.k. í bili. í því sambandi skulum við hafa ríkt i huga það ákvæði samninganna að heimilt er að segja launalið þeirra upp frá 1. september nk ... Stjórn BSRB og samninganefnd koma í júlímánuði til sameiginlegs fundar og taka ákvörðun um, hvort nota skuli heimild til uppsagnar." Þau kynntu fréttamönnum valkosti varðandi skipulagsbreytingar Alþýðusambands íslands. Frá vinstsri: Helgi Guðmundsson, starfsmaður skipulagsmálanefndar ASÍ, Þórir Daníelsson, formaður skipulagsmálanefndarinnar, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og Lára Júlíusdóttir, lögfræðingur samtakanna. Ljóam. Mbl. KEE. Skipulagsbreytingar innan ASÍ til umræðu meðal launþeganna Fyrsta skóflustungan tekin að söluíbúðum fyrir aldraða „HVE víðtækt samstarf er æskilegt/nauðsynlegt innan atvinnugr- einarinnar og hvaða skipulagsbreyt- ingar henta slíku samstarfi best?“ eru þær spurningar sem fulltrúar starfs- fólks í þremur atvinnugreinum, bygg- ingariðnaði, iðnaði og fiskvinnslu, munu velta fyrir sér á laugardag og sunnudag, en það eru skipulagsmála- nefnd og miðstjórn Alþýðusambands ís- lands sem gangast fyrir þessum fund- um, með það fyrir augum að hafin verði umræða um aukið samstarf innan at- vinnugreina og hugsanlegar skipu- lagsbreytingar scm slíkt samstarf kann að kalla á. Fulltrúar skipulagsmála- nefndarinnar og forystu ÁSÍ kynntu fréttamönnum á fundi i gær helstu hugmyndir sem á döfinni eru og munu verða til umræðu á þessum fundum og fleirum. Á fundinum kom fram að skipu- lagsnefndin hefur að undanförnu unnið að gagnasöfnun með það fyrir augum að hægt verði að leggja fyrir atvinnugreinafundina hvaða valkost- ir standa til boða þegar rætt er um skipulagsbreytingar innan ASÍ. Koma þar einkum til greina fjórar leiðir, að undanskildu óbreyttu skipu- lagi. í fyrsta lagi bendir nefndin á leið sem sniðin er eftir sænskri fyrir- mynd, og nefnir nefndin þessa leið Atvinnugreinafélög — Landssam- band atvinnugreinasambanda. Slíkt skipulag gerir ráð fyrir að í stað nú- verandi stéttarfélaga yrðu mynduð félög eftir atvinnugreinum, og í þeim yrðu allir starfsmenn viðkomandi greinar, ófaglærðir, faglærðir og skrifstofufólk. Er gert ráð fyrir að atvinnugreinarnar gætu verið 8 til 12 talsins og féiögin á bilinu 60 til 90, en í dag eru rúmlega 200 félög og deildir í ASl. Samþykkt ASl-þings frá síð- asta þingi felur efnislega í sér þetta skipulag. I öðru lagi er gert ráð fyrir að Al- þýðusambandið yrði landsfélag, þar sem kosið yrði til trúnaðarstarfa í beinni almennri kosningu, ekki ósvip- aðri sveitarstjornar- eða alþingis- kosningum. Rétturinn til boðunar og afboðunar verkfalls yrði hjá trúnað- arráði sem yrði einnig kjörið al- mennri kosningu, og er gert ráð fyrir að í slíku ráði yrðu 500 til 1.000 manns. Þriðji valkosturinn gerir ráð fyrir því að Alþýðusambandið yrði deilda- skipt landsfélag þar sem deildirnar afmörkuðust af landssvæðum, og all- ir starfsmenn á viðkomandi svæði yrðu félagar í deildinni. Þing deildar- innar veldi fulltrúa á þing ASl sem færi með æðsta vald í málefnum samtakanna líkt og nú er. Samnings- og verkfallsréttur yrði hjá deildun- um. Loks gerir fjórði valkosturinn ráð fyrir því að ÁSÍ yrði samband at- vinnugreinasambanda þar sem nú- verandi landssambönd yrðu uppistað- an en hugsanlega yrðu stofnuð eitt eða fleiri sambönd einkum í þeim fé- lögum sem hafa beina aðild að ASÍ en eru ekki í neinu landssambandi. Höf- uðverkefni landssambandanna yrði að gera heildarkjarasamning fyrir allt starfsfólk í greininni, en verk- fallsrétturinn yrði áfram hjá félög- unum. Á fundinum í gær, sem þau Ás- mundur Stefánsson forseti ASI, Þórir Daníelsson formaður skipulagsmála- nefndar ASÍ, Helgi Guðmundsson starfsmaður nefndarinnar, og Lára Júlíusdóttir lögfræðingur samtak- anna, sátu, kom fram að ekki hefur verið tekin nein afstaða til þess hver þessara leiða sé heppilegust, en markmiðið með fyrirhuguðum fund- arhöldum með fulltrúum hinna ýmsu atvinnugreina er að þeirra sögn ein- mitt að fá fram afstöðu sem flestra til þess hvort ákjósanlegt er að breyta núverandi skipulagi, og þá í hvaða mynd. Er síðan stefnt að því að leggja fram fastmótaðar tillögur á þingi ASl í haust. Fundirnir, sem verða um næstu helgi, fara fram í Gamla bíói, og hefj- ast þeir sameiginlega með framsögu- erindi Ásmundar Stefánssonar, for- seta ASl, kl. 10 á laugardagsmorgun, en auk hans munu þeir Þórir Daní- elsson og Hannes Þ. Sigurðsson skipulagsmálanefndarmenn, flytja ávörp. Fundarstjóri verður Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambands Islands. FYRSTA skóflustungan að íbúðum fyrir aldraða, sem Verzlunarmannafé- lag Reykjavfkur, læltur reisa var tekin á þriðjudaginn. Lóðin þar sem íbúðirn- ar rísa stendur við Hvassaleiti 56 og 58 og er fyrirhugaö að reisa þar 56 söluíbúðir. Vonir standa til að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í lok næsta árs og að lokið verði við þær síðustu tveimur til þremur mánuðum seinna. Skóflustungan var tekin að við- stöddu miklu fjölmenni en hana tók elsti núlifandi félagsmaður VR Andreas Bergmann. Er fyrsta skóflustungan hafði verið tekin fluttu ávörp þeir Magnús L. Sveinsson, formaður VR, og Davíð Oddsson, borgarstjóri. I ávarp sínu sagði Magnús L. Sveinsson meðal annars að með þessari skóflustungu hæfist verk sem bryti blað í sögu verkalýðsfé- laganna á Islandi. Sagði hann þetta vera í fyrsta sinn sem stéttarfélag stæði fyrir byggingu söluíbúða fyrir aldraða með þessum hætti og að þetta væri í fyrsta sinn sem stéttar- félag og sveitafélag, í þessu tilfelli VR og Reykjavíkurborg, tækju höndum saman um byggingu íbúða fyrir eldri borgara, þar sem jafn- framt væri gert ráð fyrir ýmiss kon- ar þjónustu. Á fyrstu hæð hússins verður sam- eiginlegur matsalur, aðstaða fyrir tómstundastarf, líkamsrækt og fleira sem Reykjavíkurborg mun annast rekstur á og á efri hæðum hússins verða hinar 56 íbúðir, en þar af eru 34 tveggja herbergja íbúðir og 22 þriggja herbergja íbúð- ir. í ávarpi sínu sagði Magnús að gert væri ráð fyrir að fjármagna bygginguna með láni frá Lífeyris- sjóði Verzlunarmanna, sem sýnt hefði máli þessu mikinn áhuga, láni frá Húsnæðismálastofnun, eins og lög gerðu ráð fyrir, framlagi frá Reykjavíkurborg, en borgin mun eiga þjónustukjarnann sem verður um 10% af byggingunni, láni frá sjúkrasjóði VR og þankafyrir- greiðslum. I niðurlagi ávarps síns sagði Magnús L. Sveinsson: „Það er frum- þörf hvers manns að búa við sem mest öryggi í húsnæðismálum og á það ekki hvað síst við um eldra fólk. Flestir eldri borgarar eru félags- menn í stéttafélögum og skyldan er því hvergi meiri en hjá þeim að tryggja þetta öryggi. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur vill með þessum hætti leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að því að svo geti orði fyrir félagsmenn Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur.“ Að lok- um sagði Magnús: „Megi blessun fylgja því verki til enda sem hér er hafið.“ Að loknu ávarpi Magnúsar flutti Davíð Oddsson, borgarstjóri, ávarp og lét hann í ljósi ánægju með þetta framtak Verzlunarmannafélagsins og Reykjavíkurborgar og kvaðst hann vona að þetta samstarf ætti eftir að verða gifturíkt og yrði til þess að aðrir fetuðu í sömu spor. Sagði Davíð að ekki yrði á betra kosið, en að VR sýndi með þessum hætti þeim er brautina hefðu rutt að störf þeirra væru metin og tryggði um leið kost þeirra á efri árum. Davíð sagði að lokum: „Ég bið þess að guðs blessun megi ríkja yfir þessu húsi og íbúum þeim er hér eiga eftir að dvelja þegar hús þetta verður fullbúið." Að loknum ávörpum þeirra Magnúsar L. Sveinssonar og Davíðs Oddssonar var boðið upp á kaffi og meðlæti í Húsi verzlunarinnar, þar sem um átta hundruð manns þáðu veitingar. , Andreas Bergmann, heiðursfélagi VR, tekur fyrstu skóflustunguna að íbúðuni fyrir aldraða sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur lætur reisa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.