Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 25 mda einstakra luphækkun Kristján Thorlacius að leysa með aukinni kauphækkun. Ég tel það óraunhæft tal að ætla að leysa vandamál einstæðra foreldra, barnmargra fjölskyldna með lágar tekjur eða öryrkja og aldraðra með almennri kauphækkun ... Ég tel þá fordæmingu sem hér kom upp frá- leita og hættulega félagslega afsið- un, fyrirlitningu á þeim sem við erf- iðleika eiga að stríða." Ásmundur gerði síðar í ræðu sinni grein fyrir þeirri afstöðu sinni að viðbrögð stjórnmálamanna til þess að svara aðsteðjandi vanda mótuðust af því að þeir leituðu að einum takka til þess að þrýsta á, í stað þess að svara erfiðleikunum með almennri virkri efnahags- stjórn. „Takkinn er skýrt og greinilega merktur kjaraskerðing," sagði Ás- mundur, „Sú ríkisstjórn sem nú sit- ur hefur haldið fingrinum fastar á þessum takka en nokkur önnur rík- isstjórn sem við höfum staðið frammi fyrir. Hún virðist líta svo á, að það sé lausn alls vanda að láta launafólk greiða verðlagið niður." Þarf að jarða 20 ára gamla samþykkt um skipulagsmál Biörn Þórhallsson, varaforseti ASI flutti ræðu hjá Verkalýðsfélagi Borgarness 1. mai. Hann sagði m.a. í ræðu sinni: „Þótt mikið hafi verið deilt á „Stóru samflotin" svokölluð, er það í raun ljóst að fjöldinn ætlast til þess að ASÍ hafi forustu í kjara- Guðmundur J. Guðmundsson, formaóur Dagsbrúnar, ávarpaði launþega í Reykjavík. MorgunblaoiA/IUi. málum. Þegar svo lakar tekst til en til var ætlast er auðvelt að beina þangað spjótum sinum, eins og skeði nú í vetur." Síðar sagði Björn: „Sumir halda því fram, að breyting á skipulagi hreyfingarinn ar muni leysa flest vandamál. Ég held ekki. 20 ára gamla samþykkt um skipulagsmál, þarf að jarða, en leggja áherslu a dugmeiri vinnu í núverandi skipu- lagi, en leggja áherslu á dugmeiri vinnu í núverandi skipulagi.„ „Forgangsverkefni er að tryggð verði full atvinna" Kristján Thorlacius, formaður BSRB flutti ávarp við 1. maíhátíða- höldin í Keflavík. Hann sagði m.a. í ræðu sinni: „Þær 35 þúsundir manna, sem undirrituðu mótmælin gegn afnámi samningsréttar, eiga heiðurinn af því að hafa lagt grunn- inn að áframhaldandi baráttu sam- taka launafólks hér á landi. í beinu framhaldi af þessum sigri tókust samningar, sem táknuðu þau þáttaskil að kjaraskerðingin var stöðvuð, a.m.k. í bili. f því sambandi skulum við hafa ríkt í huga það ákvæði samninganna að heimilt er að segja launalið þeirra upp frá 1. september nk ... Stjórn BSRB og samninganefnd koma í júlimánuði til sameiginlegs fundar og taka ákvörðun um, hvort nota skuli heimild til uppsagnar." í, starfsmaður skipulagsmálanefndar ASÍ, I samtakanna. Ljósm. Mbl. KEE. an ASÍ eganna mundur Stefánsson forseti ASI, Þórir Daníelsson formaður skipulagsmála- nefndar ASÍ, Helgi Guðmundsson starfsmaður nefndarinnar, og Lára Júlíusdóttir lögfræðingur samtak- anna, sátu, kom fram að ekki hefur verið tekin nein afstaða til þess hver þessara leiða sé heppilegust, en markmiðið með fyrirhuguðum fund- arhöldum með fulltrúum hinna ýmsu atvinnugreina er að þeirra sögn ein- mitt að fá fram afstöðu sem flestra til þess hvort ákjósanlegt er að breyta núverandi skipulagi, og þá í hvaða mynd. Er síðan stefnt að því að leggja fram fastmótaðar tillögur á þingi ASf í haust. Fundirnir, sem verða um næstu helgi, fara fram í Gamla biói, og hefj- ast þeir sameiginlega með framsögu- erindi Ásmundar Stefánssonar, for- seta ASÍ, kl. 10 á laugardagsmorgun, en auk hans munu þeir Þórir Daní- elsson og Hannes Þ. Sigurðsson skipulagsmálanefndarmenn, flytja ávörp. Fundarstjóri verður Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambands fslands. Fyrsta skóflustungan tekin að söluíbúðum fyrir aldraða FYRSTA skóflustungan að íbúðum fyrir aldraða, sem Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur, læltur reisa var tekin á þriðjudaginn. Lóðin þar sem fbúðirn- ar rísa stendur við Hvassaleiti 56 og 58 og er fyrirhugað að reisa þar 56 sölufbúðir. Vonir standa til að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í lok næsta árs og að lokið verði við þær síðustu tveimur til þremur mánuðum seinna. Skóflustungan var tekin að við- stoddu miklu fjölmenni en hana tók elsti núlifandi félagsmaður VR Andreas Bergmann. Er fyrsta skóflustungan hafði verið tekin fluttu ávörp þeir Magnús L. Sveinsson, formaður VR, og Davíð Oddsson, borgarstjóri. í ávarp sínu sagði Magnús L. Sveinsson meðal annars að með þessari skóflustungu hæfist verk sem bryti blað í sögu verkalýðsfé- laganna á fslandi. Sagði hann þetta vera í fyrsta sinn sem stéttarfélag stæði fyrir byggingu söluíbúða fyrir aldraða með þessum hætti og að þetta væri í fyrsta sinn sem stéttar- félag og sveitafélag, í þessu tilfelli VR og Reykjavíkurborg, tækju höndum saman um byggingu íbúða fyrir eldri borgara, þar sem jafn- framt væri gert ráð fyrir ýmiss kon- ar þjónustu. A fyrstu hæð hússins verður sam- eiginlegur matsalur, aðstaða fyrir tómstundastarf, líkamsrækt og fleira sem Reykjavíkurborg mun annast rekstur á og á efri hæðum hússins verða hinar 56 íbúðir, en þar af eru 34 tveggja herbergja íbúðir og 22 þriggja herbergja íbúð- ir. f ávarpi sínu sagði Magnús að gert væri ráð fyrir að fjármagna bygginguna með láni frá Lífeyris- sjóði Verzlunarmanna, sem sýnt hefði máli þessu mikinn áhuga, láni frá Húsnæðismálastofnun, eins og lög gevðu ráð fyrir, framlagi frá Reykjavíkurborg, en borgin mun eiga þjónustukjarnann sem verður um 10% af byggingunni, láni frá sjúkrasjóði VR og J^ankafyrir- greiðslum. í niðurlagi ávarps síns sagði Magnús L. Sveinsson: „Það er frum- þörf hvers manns að búa við sem mest öryggi í húsnæðismálum og á það ekki hvað síst við um eldra fólk. Flestir eldri borgarar eru félags- menn í stéttafélögum og skyldan er því hvergi meiri en hjá þeim að tryggja þetta öryggi. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur vill með þessum hætti leggja sitt af mörkum til þess að stuðia að því að svo geti orði fyrir félagsmenn Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur." Að lok- um sagði Magnús: „Megi blessun fylgja því verki til enda sem hér er hafið." Að loknu ávarpi Magnúsar flutti Davíð Oddsson, borgarstjóri, ávarp og Iét hann í Ijósi ánægju með þetta framtak Verzlunarmannafélagsins og Reykjavíkurborgar og kvaðst hann vona að þetta samstarf ætti eftir að verða gifturíkt og yrði til þess að aðrir fetuðu í sömu spor. Sagði Davíð að ekki yrði á betra kosið, en að VR sýndi með þessum hætti þeim er brautina hefðu rutt að störf þeirra væru metin og tryggði um leið kost þeirra á efri árum. Davíð sagði að lokum: „Ég bið þess að guðs blessun megi ríkja yfir þessu húsi og íbúum þeim er hér eiga eftir að dvelja þegar hús þetta verður fullbúið." Að loknum ávörpum þeirra Magnúsar L. Sveinssonar og Davíðs Oddssonar var boðið upp á kaffi og meðlæti í Húsi verzlunarinnar, þar sem um átta hundruð manns þáðu veitingar. Morgunblaðio/KAX Andreas Bergmann, heiðursfélagi VR, tekur fyrstu skóflustunguna að íbúðum fyrir aldraða sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur lætur reisa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.