Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 Vortónar skólanna NÆSTU tónleikar „Vortóna skól- anna“ eru í kvöld (fimmtudag) kl. 20 í sal Hvassaleitisskóla við Stóragerði. Á fjölbreyttri efn- isskrá er söngur og hljóðfæraleik- ur sem nemendur grunnskóla borgarinnar flytja undir stjórn tónmenntakennara sinna. Aðgangur er ókeypis. Lokatón- leikar „Vortóna skólanna" verða síðan í Háskólabíói nk. laugardag kl. 14. Kórhópur frá Fossvogsskóla, stjórnandi er Margrét Olafsdóttir. Árleg merkjasala Ingólfs BJORGUNARSVEIT Ingólfs efnir til sinnar árlegu merkjasölu á föstu- dag og laugardag. Björgunarsveitin er ein af fjöímörgum björgunarsveit- um innan SVFÍ. Starfsemi hennar hefur farið ört vaxandi á síðustu árum. Öll störf björgunarsveitarmanna eru unnin í sjálfboðavinnu, en rekstur hinna fjölmörgu björgunartækja krefst mikils fjármagns og hefur þess m.a. verð aflað með árlegri sölu á merkjum SVFÍ. Það eru fyrst og fremst skóla- börn í Reykjavík sem annast merkjasöluna. Næsta merkjasala fer fram á morgun og laugardag. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÓLÖF KRISTJÁNSDÓTTIR, Marklandi 10, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. maí kl. 10.30 f.h. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóö Knattspyrnufélagsins „Hauka". Guösveinn Þorbjörnsson, Gunnar örn Guösveinsson, Helga Þ. Guðmundsdóttir, Oddrún Guösveinsdóttir, Gestur Guönason, og barnabörn. Brezkt strandgæzluskip heimsækir Reykjavík BRESKA strandgæsluskipið HMS Dumbarton Castle kemur í heim- sókn til Reykjavíkur á morgun, föstudag, og verður í Reykjavík til 8. maí. Skipið er 1.400 tonn að stærð og 45 manns eru í áhöfn. Skipið verður opið almenningi til sýnis á laugardag frá kl. 14—17. Skipherra á Dumbarton Castle er Robin Edward Douglas House. Söngskemmtun Selkórsins ÁRLEGIR tónleikar Selkórsins veróa næstkomandi fimmtudag, 3. maí, kl. 21.00, og laugardaginn 5. maí kl. 15.00, í Félagsheimili Sel- tjarnarncss, segir í fréttatilkynningu frá Selkórnum. Að þessu sinni verða tónleikarn- ir með breyttu sniði, í léttari dúr en verið hefur. Kórfélagar klæðast skrautlegum búningum og verða frjálslegir mjög á sviðinu. Vonast er til, segir í fréttinni, að Seltirn- ingar og aðrir gestir hafi skemmt- un af tiltækinu. Söngskráin verður með íslensk- um og erlendum sönglögum og óperettukórum. Einsöngvarar eru Jón Jónsson, Reynir Guðsteinsson og Þórður Búason. Kórstjórn og píanóleik annast hjónin Ágústa Ágústsdóttir og sr. Gunnar Björnsson. SIEMENS Minning: SIEMENS - hrærivélin MK 4500: Fyrirferöarlítil og fjölhæf og allir aukahlutir fylgja meö! Verd aðeins kr. 6.500 • þeytir, hrærir, hnoöar, • rífur, sker, saxar, hakkar og blandar bæöi fljótt og vel. Siemens — stendur ætíö fyrir sínu. Siemens — einkaumboð: SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, 105 Reykjavík. Sími28300. Rögrwaldur Þorleifs- son Olafsfirði Fæddur 4. október 1903 Dáinn 11. apríl 1984 Frændi minn Rögnvaldur Þor- leifsson frá Ólafsfirði lést hinn 11. apríl sl. eftir fremur stutta en stranga og erfiða sjúkdómslegu í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Hann var jarðsettur frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn fyrir páska. Rögnvaldur var fæddur í Brekkukoti í Óslandshlíð í Skaga- firði hinn 4. okt. 1903 og var því liðlega áttræður þegar hann dó. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Þorleif- ur Rögnvaldsson, sem þar bjuggu. Þegar hann var tveggja ára flutt- ust þau að Stóragerði í sömu sveit og árið 1916 að Hornbrekku í Ólafsfirði. Þaðan fluttist hann ásamt foreldrum og systkinum, Jónínu, Sigrúnu, Unni og Sig- valda, í svonefnt Þorleifshús áriö 1923, en það var Brekkugata 1 í ólafsfjarðarkaupstað. Rögnvaldur kvæntist 9. maí 1929 Áuði Jónsdóttur Bergssonar. Þau bjuggu á neðstu hæð „Þor- leifshússins" til ársins 1946. Þau keyptu þá húsið Hornbrekkuveg 10. Auður lést fyrir réttum tíu ár- um. Þau eignuðust þrjár dætur: Sesilíu Rögnvaldsdóttur síðar Gillespie. Hún bjó síðast ásamt eiginmanni sínum, Raymond Gill- espie, í San Diego í Bandaríkjun- Sarr VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI TIL ENDURNÝJUNAR -TIL NÝBYGGINGA FAGTÚN HF. LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230 um. Hún lést þar aðeins 53 ára gömul tveimur dðgum áður en fað- ir hennar varð áttræður. Þórgunn- ur er næstelsta dóttir þeirra. Hún er húsmóðir og umboðsmaður Flugleiða í ólafsfirði, gift Ár- manni Þórðarsyni útibússtjóra Kaupfélags Eyfirðinga. Yngst er Eva Sóley, húsmóðir og kennari búsett á Álftanesi, gift Magnúsi Sveinssyni rafvirkja. Rögnvaldur bjó áfram á Hornbrekkuvegi 10 eftir að Auður kona hans lést. Hann undi sér þar vel á notalegu heimili þeirra. Þórgunnur dóttir hans, Ármann og Rögnvaldur sonur Þórgunnar litu til með honum og í hinum þungbæru veikindum naut hann sérstakrar umönnunar og að- hlynningar Þórgunnar. Rögnvaldur, eða Valdi eins og vinir og ættingjar kölluðu hann gjarnan, hóf snemma að aðstoða föður sinn við búskapinn. Fullyrða má að bústörf hafi staðið hjarta hans næst þótt örlögin höguðu því þannig að lengst af starfaði hann við annað síðari árin. Hann hafði yndi af skepnum, enda naut sín vel natni hans og góðvild í umgengni og umhirðu um þær. Hann var svo fjárglöggur að hann þekkti hverja kind úr langri fjarlægð og eftir- sóttur í fjárleitir, einkum á erfið- um afréttum eins og í Múlanum. Eftir að fjölskyldan flutti úr Hornbrekku hóf Valdi sjó- mennsku svo sem flestir ungir menn urðu að gera i þá daga. Hann stundaði þó lengi fjárbú- skap jöfnum höndum ásamt föður sínum, afa Þorleifi. Hann tók vél- stjórapróf og var lengi til sjós með bróður sínum, Sigvalda, og föður Brúdhjónum bod- ið til Júgóslavíu í TENGSLUM við skipulagðar hópferð- ir Samvinnufcrða l.andsýnar til Dubr- ovnik í Júgóslavíu hafa þarlendir ferða- málafrömuðir ákveðið að bjóða ungum íslenskum nýgiftum hjónum til árlegrar brúðkaupshátíðar í Júgóslavíu. Ein brúðhjón verða valin til fararinnar, sem skipulögð verður af Samvinnuferðum- Landsýn, og verður ferðin þátttakend- um algjörlega að kostnaðarlausu. Samvinnuferðir-Landsýn leitar nú brúðhjóna, sem gengið hafa í hjóna- band á tímabilinu 1. janúar til 24. maí á þessu ári. í skilyrðum júgóslavneska ferða- málaráðsins er ætlast til þess að um fyrsta hjónaband beggja aðila sé að ræða, og má karlmaðurinn ekki vera eldri en 30 ára og konan að hámarki 28 ára gömul. Jafnframt er óskað eft- ir því, að bæði tali 1—2 tungumál utan móðurmálsins og a.m.k. annar aðilinn sé á einhvern hátt tengdur listum, menningarmálum, vísindum, náttúrufræði eða öðrum þjóðþrifa- málum. Öll nýgift hjón, sem uppfylla áð- urgreind skilyrði koma til greina og þau sem hyggjast freista gæfunnar eru beðin um að senda upplýsingar um nöfn, aldur, menntun, störf og giftingardag ásamt heimilisfangi og símanúmeri til Samvinnuferða- Landsýnar, Austurstræti 12, Reykja- vík. Upplýsingarnar þurfa að berast fyrir 8. maí nk. og verður farið með þær sem trúnaðarmál. Dregið verður úr tilnefningunum, en öllum verður svarað strax að útnefningu lokinni. (Úr fréttatilkynningu.) Tónleikar á Akranesi KRISTJÁN Elís Jónasson, barítón- söngvari, heldur tónleika í Tónlist- arskólanum á Akranesi, Skólabraut 21, fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30 og í Norræna húsinu laugardaginn 12. maí ki. 16. Undirleikari er Vilhelmína Ólafsdóttir. Kristján Elís er frá Helgastöðum í Reykjadal. Hann hefur verið bú- settur á Akranesi undanfarin fimm ár og stundað söngnám þar, fyrst hjá Guðmundu Elíasdóttur, síðan hjá Unni Jensdóttur. mínum, Jóni Sigurpálssyni, fyrst sem háseti og síðar vélstjóri. Hann eignaðist bát ásamt vini sínum og frænda, Friðriki Jóns- syni, mb. Skúla. Þeir seldu bátinn 1954 og réðst hann þá sem vél- stjóri til Kaupfélags Olafsfjarðar. Það starf vann hann til æviloka. Fyrstu árin eftir að hann hætti á sjónum var hann einnig verkstjóri í fiskvinnsluhúsi Sigvalda Þor- leifssonar hf. Öllum þessum störf- um gegndi Valdi af slikri natni og samviskusemi, að fullyrða má að fátítt er. Rögnvaldur Þorleifsson var afar hlédrægur maður og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann var greindur, las mikið og fylgdist vel með. Hann hafði einstakan sál- arstyrk sem glöggt kom í ljós í veikindum hans og við fráfall Sellu dóttur hans sem hann unni mjög. Með honum er genginn verkdrjúgur og góður drengur. Við Rúna flytjum dætrum hans, Þórgunni og Evu Sóley, og syst- kinum hans og öðrum vanda- mönnum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Guð blessi okkur öllum minningu Rögnvalds Þorleifsson- ar. Lárus Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.