Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 33 Þú kemur LAGMÚLA 7 REYKJAVÍK. SÍMI 85333 og semur SJONVARPSBOÐIN Geðhjálp í ÞÆTTI Geðhjálpar í blaðinu sl. laugardag var sagt, að Guð- rún Jónsdóttir flytti fyrirlestur á vegum félagsins um sjálfsvíg 3. maí, en fyrirlestri þessum hefur verið frestað til 24. maí vegna utanfarar Guðrúnar. Búseturöskun á Norðurlandi 1981—1983: Gunnar Jóhannsson forstjóri kjúklingasláturhússins Dimon á Hellu (fyrir miðri mynd) útskýrir nýja og fullkomna úrbeiningarvél fyrir Árna Þ. Árna- syni skrifstofustjóra Iönaðarráðuneytisins, Þorsteini Pálssyni, Sverri Her- mannssyni, iðnaðarráðherra, og Eggert Haukdal. Ljósm./ á.j. Rangárþing: Iðnaðarráðherra heimsótti 23 iðnfyrirtæki á einum degi Iðnaöarráðherra, Sverrir Her- mannsson, heimsótti á miðvikudag fyrir páska 23 iðnfyrirtæki í Rangár- þingi ásamt þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, þeim Þorsteini Pálssyni, Árna Johnsen, Eggert Haukdal og Árna Þ. Árnasyni, skrifstofustjóra iðnaðarráðuneytisins. Árla dags var kartöfluverk- smiðjan í Þykkvabae heimsótt og síðan 11 fyrirtæki á Hellu og 11 á Hvolsvelli, en á tveimur síðast- nefndu stöðunum voru einnig haldnir fundir með viðkomandi hreppsnefndum og forsvars- mönnum fyrirtækja. MUN fleiri hafa flutt úr Norður- landsfjórðungi 1981—1983 en til landshlutans, að því er segir f Frétta- bréfi Fjórðungssambands Norðlend- inga, sem nýkomið er út. Búsetu- röskun í Norðurlandskjördæmi vestra svari til þess að kauptún á stærð við Hofsós hafi farið í eyði. Búseturöskun í Norðurlandskjör- dæmi eystra svari til þess að kaup- tún á stærð við Raufarhöfn hafi tæmst af íbúum. Meðaltekjur í landsfjórðungn- um hafa farið lækkandi miðað við landsmeðaltal. Meðallaun á árs- verk í landinu 1982 reyndust 172 þúsund krónur. Á sama tíma vóru meðallaun á ársverk f Norðurlandi vestra 164.000 krónur og lægst á landinu. Meðallaun á höfuðborg- arsvæðinu reyndust 180.000 krón- ur á ársverk, 16 þúsund krónum hærri en á Norðurlandi eystra og 34 þúsund krónum hærri en á Norðurlandi vestra. Á heildina lit- ið skorti Norðlendinga 146 m.kr. til að ná meðaltekjum á ársverk 1982. Norðlenzk sveitarfélög skorti 44 m.kr. til að ná meðal- útsvari á fbúa 1983. Þá segir í fréttabréfi FSN að atvinnuleysi sé meira í báðum Norðurlandskjördæmum en í öðr- um landshlutum. Hlutfallsleg aukning starfa 1982 hafi verið 1,3% á Norðurlandi vestra og 2% á Norðurlandi eystra á móti 5,4% í Reykjavík. UBIX90 Smávaxna eftirherman Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hun álls enga minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma. Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa oq pantanir streyma inn. Verö frá kr. 69.800 - v_ i SKRI FSTI 3FUVÉLAR H.F. ^ : x * Hverfisgötu 33 — Sfmi 20560 - HSÉ FISHER aðeins P-615 myndsegulbandið kr. 34.900. 0TRULEGT, EN SATT! Svarar til þess að Raufarhöfn og Hofsós hafi tæmst ...á fjórum síðum í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.