Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 44
O'li 1 T«T I T r I, 44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 «ec/iAnn þú getur haett vye/íh mfer er Joaett \/it> ^artx !" ... að vona að hann láti sjá sig aftur á sama stað og tíma. Bk's-sartur vinur. l>að var fallega gert af þér að vilja hjálpa mér heim. Kn þetta er bara ekki ég! HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu .. . Hver þekkir kvæðin? I>óra hringdi og óskaði eftir aðstoð við að rifja upp þessi kvæði: „Hafnarfrúin", „Spuna- konan" og annað sem hún veit ekki hvað heitir en man þetta úr kvæðinu: flýti mór aA kveðja, éj> Hnn að máttur þverr en feginn vildi ég lifa mína hinstu stund hjá þér. Kn (iuA sem öllu rædur hann gefi þér sinn friA t»t» jjeislum ástarinnar, þá gefi skilin viö." Þá óskaði Þóra eftir upplýs- ingum um höfund þessara kvæða. Eitthvert ráð gegn svima? Sveinn Sveinsson á Hrafnistu hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að spyrja lækna og vísindamenn hvort þeir hafi fundið eitt- hvert ráð gegn svima. Ef svo er ekki, skora ég á vísindamenn að lækna að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma megi í veg fyrir svima og í því sambandi gef ég mig fram til athugunar og tilrauna. Réttarholtsskóli starfi áfram Fjórar stúlkur úr Réttar- holtsskóla komu að máli við Velvakanda og vildu koma eft- irfarandi á framfæri til Menntamálaráðuneytisins: Okkur langar til að vita hvers vegna á að leggja starf- semi Réttarholtsskóla niður. Með því að gera það er góðum vinum úr Réttarholtsskóla tvístrað í tvo skóla, Fossvogs- og Breiðagerðisskóla. Okkur finnst þetta fráleitt núna, þeg- ar skólinn er loksins orðinn rúmgóður með öllum sér- kennslustofum sem þörf er á, svo sem góðu íþróttahúsi, bókasafni, setustofu og samkomusal fyrir nemendur. Við leggjum til að fleiri láti í sér heyra varðandi þetta mál. Fleiri þætti svipaða „Matreiðslu- námskeið- inuu S.H. hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Kærar þakkir vil ég færa Kjartani Ragnarssyni fyrir „Mat- reiðslunámskeiðið" sem var að mínu mati og annarra ákaf- lega skemmtilegt. Sjónvarpið mætti gjarnan fá meira frá Ragnari eða sýna fleiri þætti í svipuðum dúr og „Matreiðslu- námskeiðið" var. Að lokum vona ég að Dallas komi aftur með haustinu, ég sakna þessara þátta mikið og ég veit að það gera fleiri. Margir hafa sagt að Dallas væri mannskemmandi, en ég fæ ekki betur séð en að margt sem sést í þáttunum sé ná- tengt því sem felst í daglegu lífi okkar. Gott erindi um daginn og veginn Ellen Stefánsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig iangar til að þakka fyrir erindið sem Þorsteinn Matthí- asson fyrrverandi skólastjóri flutti í útvarpinu í þættinum Um daginn og veginn þann 9. apríl síðastliðinn. Hann ræddi um atriði sem mér finnst mjög athyglisvert; að huga megi meira að hlutverki húsmæðra og uppeldi barna í stað þess að láta dauða hluti ganga fyrir. „Matreiðslunámskeiðið" leikrit Kjartans Ragnarssonar fannst mér mjög gott. Maður gat þó hlegið einu sinni að sjónvarpsefni og tennurnar í henni Magneu matreiðslu- kennara gerðu hana að frá- bærri persónu. Ég vona að á næstunni verði meira af svona léttu og skemmtilegu efni á dagskrá sjónvarpsins og gæti hann Hannes hinn nýútskrif- aði ekki bara gefið okkur nokkrar góðar uppskriftir? Framsóknar- menn hafa ekki í hyggju að brjóta lög Leifur Eiríksson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við lestur forystugreinar í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. apríl, „Viðbrögð sem vekja spurningar", kemur ýmislegt upp í huga manns. Hneykslun greinarhöfundar á framsókn- armönnum að þeir skuli ekki vilja framfylgja lögum kemur á óvart og ég vil benda á að þeir eru fleiri sem vilja ekki láta lög ná til sin, auk þess sem ég er viss um að framsóknar- mennirnir hafa ekki í hyggju að fremja lagabrot. Þeir vilja halda verði á nauðsynjavörum í lágmarki. Hæstvirtur fjármálaráð- herra vill láta lækka verð á að- göngumiðum að Tívolí vegna „blessaðra barnanna", en hækka verð á kókómjólk, með álagningu söluskatts, sem „blessuð börnin“ drekka. Auk þess brýtur hann lög með því að halda hund þar sem það er bannað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.