Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 46
wöí ».ak .s M'iOAafnmvs ,ajaAjavío;>soM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 46 Einar setti mótsmet og vallarmet • Stúdentar lögðu Þrótt að velli í úrslitaleik bikarkeppni karla í blaki fyrr í vor og var þesai mynd tekin viö það tækifæri. Fremri röð frá vinstri: Kjartan Páll Einarsson, Haukur Valtýsson, Friðjón Bjarnason, Friöbert Traustason, Páll Svansson. Aftari röð: Björgólfur Jóhannsson, þjálfari, Indriði Arnórsson, fyrírliði, Ómar Geirsson, Stefán Magnússon, Þóröur Svanbergsson og Þorvarður Sigfússon. „Þetta var mjög glæsilegur árangur hjá Einari, því aöhlaups- brautin var oröin eitt moldarbeð eftir rigningar um nóttina," sagði Oddur Sigurösson spretthlaupari um árangur Einars Vilhjálmsson- ar UMSB á móti í Des Moines í lowa um helgina, þar sem Oddur setti glæsilegt met í 400 metra hlaupi. „Einar kastaði 85,02 metra og Sambandsstjórnarfundur ISI: Styrkur til 16 sérsambanda innan ÍSÍ nemur 4 milljónum Sambandsstjórnarfundur ÍSÍ var haldinn á Hótel Loftleiðum 31. mars sl. Meðal gesta við setningu fundarins voru Gísli Halldórsson, heiöursforseti ÍSÍ, Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi ríkísins, og Gunnlaugur J. Briem, heiöurs- félagi ÍSÍ. Forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, minntist í upphafi tveggja heiö- ursfélaga ÍSÍ, Hermanns Stef- ánssonar, íþróttakennara frá Ak- ureyri, og Guðjóns Einarssonar, fyrrv. varaforseta ÍSÍ, sem látist höfðu frá síðasta sambands- stjórnarfundi. Vottuöu fundar- menn hinum látnu virðingu sína með því aö rísa úr sætum. i setningarræðu sinni rakti Sveinn Björnsson helstu mál er höföu komið til afgreiöslu hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ frá síðasta sambandsstjórnarfundi 16. apríl 1983. Ennfremur lagöi fram- kvæmdastjórnin fram vandaöa skýrslu yfir framangreint tímabil. Styrkir til unglingaþjálfara Eins og undanfarin ár mun unglinganenfd íþróttasambands íslands veita styrki til unglinga- þjálfara sem hyggjast sækja námskeið erlendis. Að þessu sinni veröa veittir tveir styrkir að upphæð 8.000 krónur hvor. Um- sóknir um styrki þurfa að berast skrifstofu ÍSÍ fyrir 15. maí nk. Mörg mál lágu fyrir fundinum og gerðar voru ýmsar ályktanir og samþykktir og veröur getið þeirra helstu: 1. Samþykkt var skipting á út- breiöslustyrk ÍSl til sérsamband- anna, en samtals nemur styrkurinn til 16 sérsambanda ÍSÍ kr. 4.000.000. íþróttasamband fatl- aöra nýtur sérstaks styrks á fjár- lögum. 2. Samþykktar voru nokkrar breytingar á dóms- og refsiákvæö- um ISl, en sérstök nefnd haföi unniö aö þeim breytingum. 3. Samþykktar voru samnor- rænar reglur um lyfjaeftirlit og breytingar á reglugerö ÍSÍ um þaö efni. 4. Skýrt var frá nýjum eyöu- blöðum fyrir starfsskýrslur (kennsluskýrslur) íþrótta- og ungmennafélaga, sem taka á í notkun á næsta ári. Ennfremur var kynntur sameiginlegur bókhalds- lykill fyrir íþróttahreyfinguna. 5. Lagt var fram álit nefndar um almenningsíþróttir. I því kom m.a. fram, aö í löndum þeim sem Island hefur mest íþróttaleg samskipti viö, hefur átt sér stað markviss þróun á sviöi almenningsiþrótta. Sú starfsemi er skipulögó meö ýmsum hætti og m.a. hefur íþrótta- nefnd Evrópuráösins í Strassborg (CDDS) unniö sérstaklega aö þessu verkefni og er meö í deigl- unni sáttmála Evrópuríkja um þaö Nefndin hefur á fundum sínum rætt hinar ýmsu hliöar almenn- ingsíþrótta og er þeirrar skoóunar, aö hagkvæmt sé aö stofna sér- samband innan ISÍ til aö annast þessi mál. Nefndin fékk heimild til aö starfa áfram aö undirbúningi þessa máls og mun skila endan- legri skýrslu á Iþróttaþingi ISl í september nk. 6. Samþykkt var aó halda næsta íþróttaþing ÍSÍ 29.—30. september 1984 í Reykjavík. 7. Samþykkt var tillaga frá framkvæmdastjórn ISl um heimild fyrir inngöngu íþróttadeildar Hestamannafélagsins Fáks í Iþróttabandalag Reykjavíkur, aö því tilskildu aö ákvæöi í sérlögum íþróttadeildarinnar brjóti eigi í bága viö lög og reglur ISÍ eöa IBR. Áöur haföi veriö gengiö úr skugga um, aö hestaíþróttir, eins og þær eru skýröar í lögum og keppnls- reglum íþróttadeildarlnnar, séu viöurkennd íþróttagrein. 8. Gunnlaugur J. Briem, for- maöur stjórnar Getrauna, flutti er- indi um rekstur talnahappdrættis (lotto). 9. Hannes Þ. Sigurösson, vara- forseti ÍSÍ, hafði framsögu um fjár- hagslegan stuóning aöila atvinnu- lífsins viö íþróttahreyfinguna og samvinnu þessara aöila. 10. Staöfestar voru lagabreyt- ingar sem geröar höföu veriö á lögum Badmintonsambands ís- lands, Lyftingasambands Islands, Körfuknattleikssambands Islands og íþróttasambands fatlaöra. I kaffihléi skoöuóu fulltrúar viö- byggingu, sem er í smíöum viö fþróttamiöstöö ISi f Laugardal. • Húsavíkurstúlkurnar voru sigursælar í blakinu í vetur, unnu bæði íslandsmótið og bikarinn. Vöisungar hafa ekki leikið með í mótum undanfarin ár en hófu að leika aftur í vetur. Þessi mynd var tekin af þeim eftir aö þær höfðu iagt UBK að velli í úrslitaleik bikarkeppninnar. setti bæöi vallarmet og mótsmet. Aðhlaupsbrautin var á grasi og var einn forarpyttur eftir rign- ingar. Miðað við aðstæður jafn- gildir 85 metra kastið því miklu lengrí vegalend við góö skilyrði," sagöi Oddur. Þórdís Gísladóttir ÍR og íris Grönfeldt UMSB kepptu einnig á mótinu í Des Moines og sigruöu báöar i sínum greinum. Þórdís stökk 1,84 metra i hástökki og íris kastaöi spjóti 160 fet og eina tommu, eöa tæpa 49 metra. — ágás. • Einar Vilhjálmsson, t.v. ásamt þjálfara sínum, Danny Kniffin. Einar hefur veriö sigursæll á fyrstu mótum sínum. • Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ sæmdi hinn kunna frjálsíþróttaþjálfara Guömund Þórarinsson ÍR æösta heióursmerki ÍSÍ á Sambandsstjórn- arfundinum. • Þátttakendur á Sambandsstjórnarfundi fsf voru mjög margir. „Fegnir að lyfja- prófunum er lokið „Við erum fegnir aö þessu skuli lokiö, þaö tekur vissa pressu af okkur, sem komin er til vegna blaöaskrifa heima,“ sagði Oddur Sigurðsson spretthlaupari úr KR í samtali við Mbl. eftir methlaup sitt í Des Moines í lowa. Á mótinu var mættur Páll Eiríksson trúnað- arlæknir lyfjanefndar ÍSf og tók hann þvagprufu af íslenzkum keppendum á mótinu vegna lyfja- prófs. Auk Odds gengust Einar VII- hjálmsson UMSB, Þórdís Gísla- dóttir ÍR, íris Grönfeldt UMSB og Óskar Jakobsson ÍR undir prófiö, en sá síöastnefndi geröi sér sér- staka ferö tii lowa vegna prófsins, en hann keppti ekki í mótinu. Síöar hélt Páll til Alabama og gengust þar undir lyfjapróf Þráinn og Vé- steinn Hafsteinssynir HSK og Sig- urður Einarsson Ármanni. „Þetta var allt mjög tæknilegt og mikil skriffinska i kringum þetta próf. Páll haföi sér til aðstoðar bandarískan kunningja sinn, Tom Ecker, sem er kunnur þjálfari,“ sagöi Þráinn Hafsteinsson. „Þaö er gott aö þessu er lokiö, viö höfum legið undir grun eftir skrif eins blaösins heima á islandi að undanförnu. Þaö liggja reyndar allir íslenzku frjálsíþróttamennirnir undir grun í framhaldi af þeim, og sú ósk okkar aö allir yröu prófaöir var ekki tekin til greina. Ég baö formann lyfjanefndarinnar um aö allir yröu prófaöir, en því var svar- aö að prófaö vær i samkvæmt beiöni Ólympíunefndar islands, sem óskaöi aöeins aö ólympíu- kandidatar yröu prófaöir. Að- spuröur kvaöst Páll engar skýr- ingar hafa á því hvers vegna aö- eins hluti hópsins hér og í Texas væri prófaöur og hvers vegna hann færi ekki til Kaliforníu, þar sem fimm frjálsíþróttamenn æfa,“ sagöi Þráinn. Þvagsýnin, sem tekin voru vestra, veröa send til rannsóknar í Stokkhólmi og liggja niöurstöður ekki fyrir fyrr en aö nokkrum vikum liönum. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.